Morgunblaðið - 21.05.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 21.05.2010, Síða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 ✝ Hulda SigríðurGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1920. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi á uppstigningardag, 13. maí 2010. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhanna Guð- laug Bjarnadóttir, f. 25. sept. 1894 í Eystri-Tungu í Landbroti, d. 31. júlí 1987, og Guðmundur Júlíusson, f. 9. sept- ember 1900 á Seyðisfirði, d. í Viðey 6. september 1926. Systkini Huldu voru Bjarney Valdemars- dóttir, f. 8. mars 1917, d. 8. októ- ber 1924, Matthías Þorbjörn Guð- mundsson, f. 10. september 1921, d. 16. september 1988, Magnús Guðmundsson, f. 17. mars 1924, d. 16. mars 1926, Guðmundur Guðmundsson, f. 12. janúar 1926, d. 4. mars 1995, Sveinn Bjarnar Hálfdánarson, f. 28. ágúst 1927, og Örlygur Hálfdánarson, f. 21. desember 1929. Árið 1946 gekk Hulda að eiga Ásgeir Jónsson, f. 21. apríl 1919 31. maí 1979. Barn Ásgeirs Inga og Sigríðar Sigurðardóttur, f. 30. nóvember 1973, fyrrverandi sam- býliskonu hans, er Sigurður Páll, f. 6. maí 1996. Synir Ásgeirs Inga og eiginkonu hans Sólveigar Mar- íu Magnúsdóttur, f. 5. mars 1982, eru Magnús Ingi, f. 11. ágúst 2002, og Ásgeir Helgi, f. 7. apríl 2006. Sambýliskona Jóhanns Ágústs er Helga Rún Gylfadóttir, f. 19. ágúst 1981. Sambýlismaður Margrétar er Magnús Guðmunds- son, f. 1. október 1948. Hulda ólst upp í Viðey og gekk í barnaskólann þar í eynni. Síðan stundaði hún nám við Mið- bæjarskólann í Reykjavík og lauk gagnfræðaprófi þaðan 1937. Eftir gagnfræðapróf starf- aði hún í Silkibúðinni við Þing- holtsstræti. Hjúkrunarnámi lauk hún 1945 og starfaði við Land- spítalann þar til hún giftist. Hulda var heimavinnandi hús- móðir af lífi og sál. Heimili hennar og Ásgeirs í Efstasundi 92 var mikil félagsmiðstöð og þar var mörgum hjúkrað og veitt holl ráð í veikindum. Þegar börnin voru flutt að heiman hóf hún störf við Flókadeild Klepps- spítala og vann þar um nokk- urra ára skeið. Hulda dvaldist á hjúkrunarheimilinu Eir frá ára- mótum 2010. Útför Huldu verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. á Ísafirði, d. 29. maí 2004. Börn þeirra eru: Guðmundur Páll, f. 21. júní 1947, og Margrét, f. 27. nóvember 1949. Börn Guðmundar Páls og fyrri konu hans Halldóru Magn- úsdóttur, f. 17. júlí 1948, eru Magnús Jóhann, f. 20. mars 1969, giftur Char- lotte Johansson, f. 1. mars 1965, og eru dætur þeirra Nóra Melkorka, f. 22. janúar 1999, og Malva Rósa, f. 12. júlí 2003; og Hulda Ásgerður, f. 20. ágúst 1972, gift Bo Johan Ivarsson, f. 21. maí 1971. Dætur þeirra eru Emily Auður, f. 30. janúar 2004, og Alexandra Hulda, f. 25. janúar 2006. Barn Guðmundar Páls og eiginkonu hans Önnu Sjafnar Sig- urðardóttur, f. 16. janúar 1952, er Guðný Guðmundsdóttir, f. 2. júlí 1980. Börn Margrétar og Magnúsar Helgasonar, f. 9. apríl 1952, fyrrverandi sambýlismanns hennar, eru Ásgeir Ingi, f. 5. október 1973, og Jóhann Ágúst, f. Heima hjá mér gekk tengdamóðir mín undir heitinu Hulda amma, nán- ast Huldamma í einu orði. Hún var kærleiksrík og umhugað um heilsu samferðafólksins og velferð. Hún hafði verið í hamingjuríku hjóna- bandi í meira en hálfa öld þegar Ás- geir, maður hennar, dó fyrir sex ár- um. Tók það hana langan tíma að finna gleði í lífinu eftir það. Heimili hennar í Efstasundi 92 var hennar heimahöfn og hugurinn alltaf heima og þar vildi hún helst vera öllum stundum, fann sitt öryggi þar. Of- arlega í huga hennar voru gamlir nágrannar og fyrrverandi íbúar hússins, í kjallaranum og uppi í risi. Hún var í essinu sínu í eldhúsinu, með Ásgeir að segja sögur og syngja Sigfúsar lögin og hún að hella upp á könnuna á gamla mát- ann. Hún var nægjusöm og lítt fyrir yfirborðsmennsku og tók hún kær- leikann fram fyrir söfnun auðs. Hún mátti ekkert aumt sjá og sinnti og hjúkraði mörgum í hverfinu á árum áður. Hún hafði lært hjúkrun sem ung kona og líktist helst Florence Nightingale, hafði svipaða sýn og eiginleika og hún. Ennfremur var hún í nánu sambandi við nunnur og bænakonur og trúði einlæglega á Guð sinn og ræktaði trúna á hann. Hún ólst upp í Viðey. Pabbi henn- ar drukknaði í höfninni þar þegar hún var sex ára og varð Hulda rík af ábyrgðarkennd gagnvart yngri bræðrum í uppvexti þeirra. Er byggð lagðist þar af flutti fjölskylda hennar til Reykjavíkur en Viðey var ofarlega í huga hennar nánast öllum stundum. Samfélaginu þar lýsti hún svo að þar væru allir sem einn mað- ur, allir hjálpuðust að. Þessi ár mót- uðu hana eflaust mikið. Þar lauk hún barnaskólanum með svo góðum ár- angri að kennarinn sagðist ekki geta kennt henni meira. Þá flutti hún til afa síns og ömmu og Döggu frænku sinnar í Tjarnargötu í Reykjavík og gekk í Miðbæjarskólann. Henni fannst vænt um þennan tíma og tal- aði hún afar fallega um Döggu frænku þar sem hún tók alltaf á móti henni úr skólanum og sinnti henni með námið. Þakklæti átti hún ríkulegt. Þegar hún lá veik á sjúkra- stofnunum síðustu mánuðina var hún umönnunarfólki jafnan mjög þakklát og hrósaði því fyrir yndis- legt viðmót. En fyrst og fremst var hún fjöl- skyldumanneskja, var með hugann við fjölskyldu sína alla og ekki síst afkomendur sína og var umhugað um líðan þeirra. Barnabörnin syrgja sárt og þurfa að aðlagast því að heimilið í Efstasundi er nú orðið veröld sem var. Minningar um þau bæði, Ásgeir og Huldu, munu ef- laust móta þau um ókomna framtíð. Anna Sjöfn Sigurðardóttir. Elsku hjartans Hulda Ásgerður, nafna mín, ert þetta þú? Svona byrj- uðu samtölin við ömmu, með ein- lægni, hlýju og gleði. Þannig var amma. Hún hélt nöfnu sinni undir skírn og fylgdist með mér fermast í Langholtskirkju. Nú fæ ég að fylgja henni síðasta spölinn í Langholts- kirkju. Hún fékk að deyja á sjálfan uppstigningardaginn. Það fannst mér við hæfi því hún var ein sú trú- aðasta manneskja sem hef þekkt. Hún var alltaf að biðja fyrir okkur og biðja Guð að geyma okkur hvar sem við vorum. Þegar erfiðleikar steðjuðu að var hún lögst á bæn auk þess sem hún virkjaði bænakonur og -menn landsins með sér. Það var ávallt gott að koma til Huldu ömmu og Ásgeirs afa í Efsta- sundi, þau voru alltaf eitthvað að gantast. Það var svo mikil hlýja og kærleikur á milli þeirra og aldrei skiptu þau skapi. Amma stússaðist mikið í eldhúsinu og allt sem hún bar fram bar hún fram með kær- leika og gleði. Hún var krýnd grautameistari Reykjavíkur af Magga bróður. Hún bakaði heimsins bestu vöfflur og pönnukökur og var miður sín ef við tókum ekki vel til matar okkar. Einhvern tímann við kaffiborðið var Maggi að æfa sig í enskunni og sagði hátt og snjallt „this cake is wonderful“. Amma hrökk í kút og varð alveg miður sín, „hvað segirðu Maggi minn, er kakan vond og fúl?“ og svo fórum við öll að skellihlæja. Amma og afi voru einstaklega dugleg að sinna okkur, leika við okk- ur úti í garði, fara með okkur í bíltúr og kaupa ís, kenna okkur að spila á spil og lesa fyrir okkur, fara út í garð að skoða ánamaðka og fleira slíkt. Amma var hjúkrunarkona af lífi og sál. Ég man sérstaklega eftir því þegar Maggi bróðir fékk ígerð í sár á hendinni, þá útbjó hún sér- staka bakstra fyrir hann og skipti um umbúðirnar tvisvar á dag og á örfáum dögum var ígerðin farin. Mér fannst þetta algjört kraftaverk og amma var öll af vilja gerð að kenna mér þessa list. Hún fór að kenna mér að vefja sárabindi og skipta um umbúðir og sprauta úr sprautum. Hún kenndi mér margt annað líka eins og til dæmis að prjóna og sauma. En best af öllu kenndi hún mér að vera góð og um- hyggjusöm. Þegar afi dó þá dó hluti af henni sjálfri og hún saknaði hans alveg óskaplega mikið. Ég var svo heppin að ná að tala við hana í sím- anum daginn áður en henni fór að hraka í síðustu viku. Hún talaði um að hún gæti séð út um gluggann sinn að kirkjugarðinum þar sem afi væri jarðaður. Ég vissi að hana langaði að komast nær honum. Hún vonaði að hún fengi að sjá mig fljót- lega og í lokin bað hún Guð að geyma mig og fjölskylduna mína eins og hún gerði alltaf þegar við kvöddumst, við vissum bara ekki að þetta væri síðasta kveðjan. Kærar þakkir til starfsfólksins á Landakoti, hjúkrunarheimilinu Eir og Lands- spítalanum í Fossvogi fyrir veitta umönnun. Hulda Ásgerður Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræðingur. Örlögin haga því svo til að við hjónin getum ekki af óviðráðanleg- um ástæðum verið viðstödd útför Huldu systur minnar. Ég vil því í fáum orðum minnast hennar og þakka tryggðina og kærleikann sem hún auðsýndi okkur systkinunum gegnum þykkt og þunnt. Hulda var elst, fædd 1920 og Matthías ári yngri, fæddur 1921. Þau voru strax frá unga aldri límið í fjölskyldunni í Viðey. Matti tók á sig fjárhagslega forsjá heimilisins og fór til sjós fljót- lega eftir fermingu og Hulda tók sinn þátt í forsjánni og fór til versl- unarstarfa í Reykjavík en kom heim um helgar eins oft og henni var mögulegt. Bæði fluttu þau sólskin í litla húsið og við yngri bræðurnir voru stoltir af þeim og væntumþykja okkar var mikil. Við nefndum þau aldrei með skírnarnafninu einu, en töluðum alltaf um Matta bróður og Huldu systur. Þau lyftu tilveru okk- ar á annað og hærra stig. Við vorum menn að meiri að eiga slík systkini. Þegar fjölskyldan flutti í land í byrjun heimsstyrjaldarinnar hélt órofa samstaða henni saman. Hulda hafði sýnt ótvíræða námshæfileika í barna- og gagnfræðaskóla, en braut langskólanáms var henni lokuð og hún kaus að nema hjúkrunarfræði í Landspítalanum. Í því námi naut hún sinna meðfæddu mannkosta og hæfileika og mikils var af henni vænst á þeim vettvangi. Örlögin tóku þó í taumana því þá hófust kynni hennar og Ásgeirs Jónssonar, sem þar var til lækninga. Kynni þeirra leiddu til hjónabands og stofnuðu þau heimili, sem lengst stóð í Efstasundi 92. Hjónaband Huldu og Ásgeirs var farsælt og fagurt. Þau voru jafnokar og samstiga um alla hluti. Þar varð um árabil miðstöð Viðeyjarfjölskyld- unnar og þar hófum við hjónin bú- skap í einu herbergi og þangað inn bárum við frumburð okkar og bjuggum þar fyrstu árin. Tíminn hefur liðið, meðreiðarfólk- ið hefur týnt tölunni, Ásgeir og Hulda eru bæði horfin á braut. Ég vil með þessum fáu línum minnast þeirra beggja með einlægu þakklæti og bið börnum þeirra, venslafólki og öllum afkomendum blessunar. Örlygur Hálfdánarson. Þegar við erum börn skipta nán- ustu ættingjar okkur öllu máli. For- eldrar, systkini, afar og ömmur, frænkur og frændur. Það er mik- ilvægt að eiga sterka og góða fjöl- skyldu. Við systkinin vorum þrjú og áttum þessu láni að fagna. Systkini foreldra okkar skipuðu mikilvægan sess í tilverunni fram á fullorðinsár og svo öll frændsystkinin. Alltaf var maður sannfærður um að svona yrði þetta, ein stór fjölskylda, eilíflega. Á síðustu árum hafa myndast skörð í hópinn sem færir okkur heim sann- inn um hverfulleika lífsins. Í dag kveðjum við föðursystur mína, Huldu frænku, eins og hún var ævinlega kölluð. Falleg kona og yndislega góð. Í minningunni var hún alltaf hlæjandi og tók okkur börnunum fagnandi þegar við kom- um í heimsókn. Ég man eftir henni frá því ég var fjögurra ára snáði í Efstasundinu í Reykjavík en þá bjuggum við um skeið í nánast næsta húsi við þessa skemmtilegu fjölskyldu. Börnin þeirra Ásgeirs Jónssonar, Mummi og Manda, voru nokkrum árum eldri. Ég naut því stundum sérstakrar gestrisni frænku minnar sem hafði greinilega gaman af tilsvörum mínum þegar hún ræddi við mig um lífið og til- veruna. Oft rifjaði hún upp þessi samtöl þegar við hittumst. Hulda var elst fimm systkina og var gjarnan trúað fyrir yngri bræðr- um sínum á meðan móðir þeirra, Jó- hanna Bjarnadóttir, einstæð verka- kona á Sundabakka í Viðey, sótti vinnu. Þó að faðir minn hafi jafnan ekki verið margmáll um æsku sína hefur þó alltaf verið ljóst hvað þeim bræðrum þótti vænt um þessa einu systur og þeir báru mikla virðingu fyrir henni. Í minningunni er hún eins og klettur. Það hefur heldur ekki farið á milli mála hversu mikið hún líktist móður sinni og tók frá henni í arf meðal annars takmarka- lausa barngæsku, ýmis sérkenni í háttum og einlæga trú á þann sem öllu ræður. Þó að fundir okkar verði ekki fleiri í þessu lífi þá hangir mynd af henni brosandi uppi á vegg í Álfa- byggðinni þar sem hún heldur utan um móðurömmu sína, Matthildi Guðmundsdóttur á Fossi á Síðu. Þau Matthías bróðir hennar höfðu komið í heimsókn þessa löngu leið frá Reykjavík árið 1942. Tvær svipmikl- ar konur, önnur ung og falleg með von um bjarta framtíð í augum, hin rúnum rist eftir langa og oft erfiða ævi. Við, fjölskylda Sveins Bjarnar, sendum Guðmundi Páli, Margréti og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum samferðina fyrr og síð. Hjalti Jón Sveinsson. Í dag kveðjum við kæra frænku okkar og systur pabba. Það leita ljúfar minningar um einstaka konu upp í hugann. Þegar við minnumst Huldu frænku færist yfir okkur gleði yfir þeim tíma sem við áttum með henni á yngri árum. Hulda bjó í Efstasundi í næsta nágrenni við okkur systkinin í Álfheimum. Við vorum tíðir gestir hjá henni og feng- um ávallt höfðinglegar móttökur. Hún tók aldrei annað í mál en að bjóða okkur upp á mjólk og heima- bakað bakkelsi. Það skipti engu þó að með okkur væri í för allur barna- skarinn úr blokkinni. Hún og Ásgeir eiginmaður hennar höfðu einstakt lag á að umgangast börn og höfðu lúmskt gaman af að fylgjast með prakkarastrikum okkar bræðra. Þrátt fyrir áralöng veikindi tók Hulda alltaf á móti okkur af miklum myndarskap. Heimili hennar var okkur alltaf opið. Hún var jákvæð, hallmælti aldrei neinum og æðru- laus var hún alla tíð. Hún var afar minnug og fylgdist vel með því sem var að gerast. Það var einnig stutt í húmorinn hjá henni. Bros hennar var fallegt og hlátur hljómfagur. Samband Huldu og pabba ein- kenndist af miklum systkinakærleik og var viðkvæðið hjá pabba þegar eitthvað skemmtilegt bar upp á hjá okkur að þetta yrði hann að segja Huldu frænku. Hulda var menntað- ur hjúkrunarfræðingur og síðustu daga pabba var hún hjá honum ásamt mömmu. Kom þá berlega í ljós hversu sterk hún var. Hún hjúkraði pabba af einstakri nær- gætni og hlýju ásamt því að hjálpa okkur í gegnum þennan erfiða tíma. Hulda var nægjusöm kona og henni lét betur að sinna öðrum en að láta hafa fyrir sér. Hún snerti hjörtu okkar með ást sinni og umhyggju. Við kveðjum einstaka frænku með virðingu og þökk. Við sendum Möndu, Mumma og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingólfur, Guðmundur, Jóhanna og Þórir. Ef ég ætti í fáum orðum að lýsa þeim eiginleikum sem helst ein- kenndu Huldu, föðursystur mína, sem í dag er lögð til hinstu hvílu, þá kemur mér fyrst í huga umhyggja hennar fyrir öðru fólki og ræktar- semi í þess garð. Gilti þá einu hver í hlut átti, ungir eða aldnir, skyld- menni eða henni óvandabundnir, há- ir eða lágir. Öllum var hún eins. Þessara eiginleika Huldu nutu margir ættliðir, fyrst yngri systkini hennar á uppvaxtarárunum í Viðey og síðan börn þeirra og barnabörn, svo lengi sem Huldu entist aldur og heilsa. Sjálfur naut ég góðs af gæsku hennar á barnaskólaárunum því um tveggja ára skeið lagði ég daglega leið mína til hennar á leið heim úr skóla. Alltaf tók hún á móti mér á tröppunum í Efstasundinu með sömu hlýju röddinni og sama blíða brosinu, gaf sér nægan tíma til að spjalla og leggja mér lífsreglurn- ar. Kvaddi svo þegar ég fór með kossi á kinn og klappi á koll. Ekki spillti fyrir þegar Ásgeir, eiginmað- ur hennar, var heima, svo hjarta- hlýr, góðlegur og góðgjarn sem hann var. Ef hægt er að segja um einhver hjón að þar hafi verið fallegt par, þá átti það við um Ásgeir og Huldu. Hulda frænka mín var glæsileg kona, hávaxin, fríð sýnum, bein í baki og bar sig vel, tignarleg í fram- komu en hógvær og tranaði sér lítt. Þykkt ljósgult hárið liðaðist fallega um háls og herðar og setti sterkan svip á yfirbragð hennar allt. Ég man það vel hve stoltur ég var í æsku af þessari fallegu frænku minni en mest þótti mér og þykir enn um mannkosti hennar. Því miður á ég þess ekki kost, staddur á fjarlægum slóðum, að fylgja Huldu frænku minni síðasta spölinn, sem ég þó gjarnan hefði viljað gera, en sendi þess í stað börnum hennar, afkom- endum þeirra og aðstandendum öðr- um samúðarkveðjur. Þorgeir Örlygsson. Nú þegar ég kveð Huldu, mína kæru frænku og vinkonu, koma upp í hugann margar góðar minningar frá því ég var lítill drengur í Álf- heimunum. Við vorum ekki háir í loftinu þegar við byrjuðum að stel- ast yfir í Efstaleitið til að taka hús á Huldu og það ekki að ástæðulausu – móttökurnar voru alltaf konungleg- ar. Þá eins og æ síðar. Ég man eftir jólagjöfunum frá henni , sennilega þær einu sem ég get rifjað upp frá þessum árum, því þær voru alltaf skemmtilegar og glöddu mann. Ég hef alltaf litið á það sem staðfest- ingu á því að hugur gefanda sé mik- ilvægari en gjöfin. Þegar maður hafði vaxið úr grasi og heimsótti Huldu byrjaði hún á því að bera krásirnar fram. Pönnu- kökur, randalínur, lagkökur, sand- kökur og marmarkökur virtust allt- af vera til hjá henni og síðan hellti hún upp á kaffi gegnum taupoka. Ekki þýddi að bera fyrir sig afsak- anir um lystarleysi. Á slíkt var ekki hlustað. Yfirleitt settist Hulda ekki við eldhúsborðið heldur vakti hún yfir að ekkert vantaði á borðið þar sem hún hallaði sér upp að eldhús- vaskinum og spjallaði. Alltaf leið manni vel hjá Huldu því frá henni stafaði hlýja og umhyggja. Mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja þessa góðu konu. Ég bið guð að geyma hana Blessuð sé minning hennar. Mumma og Möndu og þeirra fólki öllu sendi ég og mitt fólk samúðarkveðjur. Guðmundur Guðmundsson. Hulda Sigríður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.