Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Elsku besti vinur minn.
Ég sakna þín svo mikið. Ég veit að
þú ert núna hjá Guði að fljúga hjá
tunglinu og yfir húsinu mínu uppi á
himninum. Mig langar að leika við
þig og ég skil ekki að það er ekki
hægt. Ég skil ekki að þú komir ekki
aftur en ég veit að þú ert að leika
núna hjá Guði. Það er svo tómlegt
hérna án þín, elsku vinur minn. Ég
mun aldrei gleyma þér og það verður
aldrei neitt eins án þín. Þú verður
alltaf besti vinur minn og ljós þitt
mun lýsa um ókomin ár.
Anton Karl, Sara og Sveinbjörn.
Elsku vinur okkar, Kristófer
Darri. Það er ólýsanlega sárt að
þurfa að kveðja þig á þessari stundu,
elsku vinur. Við krakkarnir eigum
svo margar skemmtilegar minningar
saman. Allar afmælisveislurnar í
krakkahópnum, að leika okkur sam-
an á fallegum sumardögum þar sem
við brölluðum svo margt. Minningar
um skemmtilegan og góðan vin með
fallega brosið munu lifa í hjörtum
okkar.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þínir vinir,
Kristófer Axel, Lilja Nótt, Ingi-
björg Emilía og Anna Lísa.
Elsku Kristófer Darri.
Að þú sért farinn frá okkur svona
ungur, er erfitt að átta sig á. Þú varst
svo góður og fallegur strákur.
Þú komst daglega til okkur þegar
Berglind var að passa þig og þá eign-
uðust Bríet Líf og Brimar góðan og
yndislegan vin sem þau munu ávallt
minnast og sakna.
Lífið er hulin ráðgáta og af hverju
þú varst tekinn frá okkur svona ung-
ur munum við aldrei skilja og er það
mjög sárt. Eitt getum við þó þakkað
og það er að hafa fengið að kynnast
þér þó það hafi verið í stuttan tíma.
Við munum aldrei gleyma þér, elsku
Kristófer, og þú munt ávallt eiga þér
stað í hjörtum okkar.
Við kveðjum þig, elsku litli ljós-
hærði vinur okkar, með söknuð í
hjarta og vitum að þú ert á góðum
stað á himni. Minningin um þig mun
aldrei gleymast.
Elsku Óli, María og Emelía Þóra.
Megi Guð blessa ykkur á þessum erf-
iðu tímum og gefa ykkur styrk.
Nú ertu farinn Kristófer minn.
Í hjarta mér mun ég þig geyma.
Þakka þér fyrir árin þín.
Þér mun ég aldrei gleyma.
(Þorsteinn Örn)
Með saknaðarkveðju,
Þorsteinn, Berglind, Bríet Líf
og Þorsteinn Brimar.
Það vantar einn í hópinn okkar,
með sorg í hjarta kveðjum við kæran
vin, Kristófer Darra, sem var tekinn
frá ástvinum sínum svo skyndilega.
Eftir sitja minningar um ljúfan og
góðan dreng sem hefur verið hluti af
tilveru okkar í leikskólanum Lyng-
heimum síðastliðin tvö ár. Orð eru
svo lítils megnug þegar við stöndum
frammi fyrir svona mikilli sorg.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldarblómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Elsku María, Ólafur og Emilía
Þóra, við sendum ykkur og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi algóður Guð
gefa okkur öllum styrk í þessari
miklu sorg.
Kveðja frá starfsfólki leikskólans
Lyngheima,
Júlíana Hilmisdóttir.
Elsku Kristófer. Ég gleymi því
ekki þegar þú varst lítill og þér
fannst svo gaman að sjá strætó, við
vorum heima hjá ömmu og afa og ég
stóð með þig í fanginu að bíða eftir
því að strætó keyrði framhjá og í
hvert skipti hrópaðirðu hástöfum
skýrmæltur „strætó“ og varst svo
glaður. Það þurfti svo lítið til að
gleðja þig, elsku drengur. Ég gleymi
því ekki hvernig þú sagðir alltaf
nafnið mitt þegar þú varst nýbyrj-
aður að tala, sagðir svo skýrmæltur
„Stranda“ og Kjartan kallaðirðu allt-
af „Kartan“ þú varst svo klár og
skýrmæltur drengur, svo mikill
gleðigjafi.
Það var svo dásamlegt að vera
með þér á Tenerife vorið 2008, þegar
við fórum á McDonalds og þú fékkst
óvart kók í stað djúss með barnabox-
inu, næst þegar við fórum svo þang-
að og Kjartan rétti þér appelsínud-
jús þá hentirðu honum í jörðina og
heimtaðir kók, eftir þetta þurfti að
fela allar kókflöskur vegna þess að
þú heimtaðir kók. Þetta var svo
dásamleg ferð, við skemmtum okkur
svo vel saman, fórum í dýragarðinn
og þú varst svo spenntur yfir öllum
dýrunum.
Síðasta sumar áttum við svo ynd-
islegar stundir hér í garðinum
heima, það var svo gaman hér á þess-
um sólríku dögum með „stóru sund-
laugina“ eins og þú kallaðir hana, þú
hoppaðir og buslaðir og það komst
lítið annað að hjá þér en að fara í
sundlaugina. Við vorum búin að
hlakka mikið til að setja „stóru sund-
laugina“ upp fyrir þig í sumar. Þú og
Kjartan voruð svo miklir félagar,
þegar Kjartan var nálægt þá var
hann sá eini sem mátti hjálpa þér, þú
varst svo sjálfstæður að það mátti
aldrei neinn hjálpa þér að klæða þig.
Okkur er svo minnisstætt þegar þú
varst hér hjá okkur fyrir stuttu síðan
og mamma þín bað mig um að hjálpa
þér að klæða þig í skóna og þú sagðir
„nei“ og þá spurði amma þín þig „á
ég að hjálpa þér“ en þú svaraðir til
baka „nei bara Kjartan“. Kjartani
finnst svo leiðinlegt að hann hafi ekki
náð að laga þyrluna fyrir þig.
Elsku Kristófer, þú varst svo mik-
ill töffari og sjálfstæður, um leið og
þú gast haldið á gaffli vildirðu borða
sjálfur og ef það sullaðist smá matur
á fötin þín þurfti að þrífa það strax,
þú varst svo mikill snyrtipinni. Þú
varst svo yndislegur drengur, svo
mikill gleðigjafi, alltaf fullur af orku
og heimurinn blómstraði í kringum
þig. Þú varst líka svo góður, svo góð-
ur við systur þína og svo góður við
hann Castró sem var þinn besti vin-
ur. Elsku kútur, ég og Kjartan eig-
um eftir að sakna þín svo óendanlega
mikið, okkur finnst svo sárt að þú
sért farin, við trúum því ekki að þú
sér lagstur til hinstu hvíldar, minn-
ing þín verður alltaf í hjörtum okkar,
við elskum þig svo mikið og okkur
langar svo að knúsa þig og leika við
þig. Það er svo erfitt að koma sökn-
uði og ást okkar í orð, elsku sólar-
geisli og það er svo mikið af minn-
ingum sem mig langar að segja frá.
Sársaukinn okkar er svo mikill, við
trúum því ekki að þú sért farinn. Það
verður svo erfitt að vera án þín, elsku
sólargeisli.
Hvíldu í friði, elsku stóri strákur.
Þú varst engill í lifandi lífi og ert það
núna á himnum, elsku drengur.
Sandra og Kjartan.
Elsku Kristófer okkar, að kveðja
svona ungan og yndislegan dreng er
erfiðara en orð fá lýst. Þú tókst alltaf
á móti manni með brosi og glaðværð-
in og hlýjan skein úr stóru fallegu
bláu augum þínum. Smitandi hlátur-
inn, ljósu lokkarnir og gleðin sem
umlukti þig mun aldrei gleymast. Við
þökkum fyrir að þann skamma tíma
sem okkur var gefinn með þér í þess-
um heimi, allar þær góðu og
skemmtilegu stundir sem við áttum
saman eru ómetanlegar. Þú skilur
eftir tómarúm í hjörtum okkar sem
aldrei verður fyllt. Þín verður sárt
saknað elsku „Stæpermann“ og
minning þín mun lifa áfram í hjörtum
okkar að eilífu. Við vitum að vel er
tekið á móti þér og að vel verði hugs-
að um þig. Hvíldu í friði, fallegi litli
vinur okkar og megi Guð og engl-
arnir vera með þér.
Stefán, María og Benedikt.
Lítill drengur er farinn. Ég fékk
fréttirnar á mánudaginn og hef verið
hálfdofin síðan. Ég fékk að fylgjast
með Kristófer Darra allt frá því hann
fæddist. Ég og María vorum óléttar
á sama tíma og vorum nágrannar,
þannig að við vorum vel inni í mál-
unum hjá hvor annarri, bæði á með-
göngunni og eftir að strákarnir okk-
ar fæddust. Við vorum líka duglegar
að fylgjast með strákum hvor ann-
arrar í gegnum heimasíður þeirra.
Það var alltaf jafngaman að hitta
Mæju og Kristófer Darra og spjalla
við þau, þótt það væri nú bara á kass-
anum í Bónus. Ég og María töluðum
og töluðum á meðan sat Kristófer
Darri hinn rólegasti í kerrunni sinni.
Kristófer Darri var einstaklega ró-
legur og þægilegt barn. Þegar Em-
ilía Þóra litla fæddist varð mér mjög
minnisstætt þegar María hafði orð á
því hvað Kristófer Darri væri góður
við systur sína og setningin sem
hann sagði situr fast í mér: „Ég elska
hann svo mikið“. Einlægnin skein úr
augunum hans. Ég mun alltaf geyma
minninguna um yndislegan dreng
sem fór alltof fljótt frá okkur.
Sofðu, sofðu, litla barnið blíða,
bjartir englar vaki þér við hlið.
Móðurhöndin milda, milda, þýða,
mjúkt þér vaggar inn í himinfrið.
Vaki, vaki auga guðs og gæti
góða, veika, litla barnsins þá.
Sofðu, sofðu! Sorgin græti,
sonur ljúfi, aldrei þína brá.
(Benedikt Þ. Gröndal)
Elsku María, Óli og Emilía Þóra.
Við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Megi guð blessa ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Kveðja,
Jóhanna (Jóa) og fjölskylda.
Það er erfitt að átta sig á því að
hann Kristófer Darri hafi kvatt okk-
ur hinsta sinni. Að þessi litli, fallegi
drengur, svo fullur af lífsorku og lífs-
gleði, sé á bak og burt í eitt skipti fyr-
ir öll. Og það er ekki bara erfitt. Það
er einnig svo óendanlega sárt að
þurfa að sætta sig við það að hann
eigi ekki eftir að brosa til okkar oft-
ar. Hvernig getur það átt sér stað að
lítill snáði gangi út í sólina og vorið
og eigi ekki afturkvæmt?
Kristófer Darri var ekki lengi á
meðal okkar. En við munum minnast
hans alla tíð því minningin um þenn-
an fallega og hugulsama gleðigjafa
gerir okkur öll að betri manneskjum.
Elsku María mín, Óli og Emilía
Þóra. Engin orð ná yfir missi ykkar
og söknuð. Megi góður Guð vera með
ykkur öllum í þessari miklu sorg.
Steinunn, Hallbjörn og
Vigdís Anna.
Ég mun aldrei gleyma því þegar
ég fékk að sjá þig í fyrsta sinn mynd-
arlegi maður. Þú lýstir upp herberg-
ið sem við sátum í og þú lýstir upp
andlit foreldra þinna líka. Ég skrifa
þessi orð með tárin í augunum og
kökk í hálsinum því ég trúi því ekki
ennþá að þú sért ekki með okkur
hér. Mér finnst svo hræðilegt að þú
munir ekki taka á móti mér næst
þegar ég kem í heimsókn eða segja
mér að keyra rólega í hálkunni
næsta vetur.
Ég skrifa þessi orð einnig með
hlýju í hjarta mínu og örlítið bros á
vör því ég er svo glöð að hafa kynnst
þér og fengið að vera í lífi þínu þó
stutt hafi verið. Gleði og bros voru
sjaldan langt undan þegar þú varst
nálægt og þú komst mér ávallt til að
brosa og hlæja þegar við sátum sam-
an og púsluðum, sem okkur þótti svo
skemmtilegt. Ég er voðalega þakk-
lát fyrir allar þær yndislegu stundir
sem ég átti með þér og mun ávallt
geyma þær í hjarta mínu. Guð geymi
þig, elsku Kristófer minn. Ég elska
þig.
Ragnheiður.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR,
Hlaðhamri,
lést á Sjúkrahúsinu Akranesi mánudaginn 10. maí.
Útför hennar verður frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði
laugardaginn 22. maí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvina-
samtök Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga eða
Krabbameinsfélag Íslands.
Kjartan Ólafsson,
Jóhannes Kjartansson, Sveinbjörg Guðmundsdóttir,
Jón Kjartansson, Gyða Eyjólfsdóttir,
Sigurður Kjartansson, Olivia Weaving
og barnabörn.
✝
Elsku hjartans drengurinn okkar, bróðir, barnabarn
og frændi,
KRISTÓFER DARRI ÓLAFSSON,
lést af slysförum á gjörgæsludeild Landspítalans
mánudaginn 17. maí.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju í dag,
föstudaginn 21. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins, sími 543 3700.
María Magdalena Steinarsdóttir, Ólafur Haukur Hákonarson,
Emilía Þóra Ólafsdóttir,
María Jolanta Polanska, Steinar Þór Guðjónsson,
Kristín Kristjánsdóttir, Hákon Hákonarson,
aðrir ættingjar og vinir.
✝
Ástkær unnusti minn, bróðir, mágur og frændi,
ÓSKAR JAKOBSSON,
Skarphéðinsgötu 2,
Reykjavík,
lést laugardaginn 15. maí.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
27. maí kl. 11.00.
Björn Tómas Kjaran,
Davíð Jakobsson,
Þórhildur Jakobsdóttir, Kåre Høyland,
Hauk Torkel,
Niklas Huginn.
✝
Bróðir minn og frændi okkar,
HALLGRÍMUR GUÐJÓNSSON,
Dysjum,
Garðabæ,
lést á heimili sínu mánudaginn 17. maí.
Útför hans verður tilkynnt síðar.
Sesselja Guðmundsdóttir,
Elísabet Eygló Jónsdóttir,
Jóna Gréta Jónsdóttir,
Dagbjört Erla Kjartansdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BRYNHILDUR EGGERTSDÓTTIR,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
áður til heimilis að
Kotárgerði 22,
Akureyri,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 31. maí kl. 13.00.
Sigtryggur Þorbjörnsson,
Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Aðalbjörn Þorsteinsson,
Stefán Sigtryggsson,
Eggert Már Sigtryggsson, Guðbjörg Björnsdóttir,
Guðrún Sigtryggsdóttir, Hermann Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.