Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 31

Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 ✝ Björn Sigfús Sig-urðsson fæddist á Kornsá í Vatnsdal 6. júlí 1920. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 14. maí sl. Foreldrar hans voru Sigurlaug Björnsdóttir, f. 31.12. 1888, d. 26.5. 1955, kennari og húsfrú á Kornsá, og Sigurður Baldvins- son, f. 24.4. 1881, d. 22.4. 1926, búfræð- ingur og kennari. Bróðir Björns er Jónas Þráinn Sigurðsson, f. 1922. Björn kvæntist hinn 6. júlí 1941, Elsu Magnúsdóttur, f. 15.12. 1917. Þau slitu samvistir. Sonur þeirra Pálmason, kaupmaður á Hvamms- tanga, f. 27.2. 1884, d. 7.3. 1972, og kona hans Steinvör H. Benón- ýsdóttir, f. 22.8. 1888, d. 26.8. 1974. Fósturdóttir Björns og Ben- nýjar er Sigríður Áslaug Pálma- dóttir, f. 7.2. 1960. Maki hennar er Guðmundur Ingi Sigmundsson, f. 10.5. 1952. Synir þeirra eru Björn Orri Guðmundsson, f. 18.2. 1986, og Bergur Már Guðmundsson, f. 6.5. 2000. Björn naut almennrar skóla- menntunnar þess tíma, gekk í far- skóla Ásahrepps, var einn vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni og stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri veturinn 1938-1939. Hann var bóndi á Flögu í Vatns- dal 1942-1962 og garðyrkjubóndi í Hveragerði frá 1962-1998. Björn var einn af stofnendum Blóma- miðstöðvarinnar og stjórn- arformaður hennar um árabil. Ennfremur sat hann í hitaveitu- nefnd Hveragerðis um tíma. Útför Björns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 21. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. er Magnús Björns- son, f. 1.9. 1942, maki hans er Hall- fríður K. Skúladótt- ir, f. 19.3. 1945, dæt- ur þeirra, Margrét, f. 15.5. 1967, d. 23.2. 2008, synir hennar Oddur Þór Þórisson, f. 28.5. 1996, og Sindri Dagur Þór- isson, f. 23.6. 1999. Elsa Lyng, f. 25.7. 1973, maki Stefán Torfi Höskuldsson, f. 5.7. 1972, börn þeirra eru Krista Karólína, f. 13.4. 2002, Magnús Máni f. 9.4. 2010. Hinn 21.5. 1970 kvæntist Björn eftirlifandi eiginkonu sinni Benný Sigurðardóttur, f. 22.5. 1928. For- eldrar hennar voru, Sigurður Björn Sigurðsson er fallinn frá rúmum tveimur mánuðum áður en hann hefði orðið níræður. Björn var giftur móðursystur minni Benný Sigurðardóttur, en hún var seinni kona hans og var hann orðinn rúm- lega fertugur þegar þau kynntust. Allt frá því að ég fór að muna eftir mér hefur Björn verið hluti af mínu lífi, ég fylgdi nefnilega oft á tíðum með Benný frænku þegar hún fór í heimsóknir til Björns í upphafi til- hugalífs þeirra. Það voru góðar æskuminningar um veru mína í Hveragerði þar sem Björn var rósa- bóndi en hann var barngóður og varðveitti barnið í sjálfum sér sem lýsti sér í mörgum uppátækjum hans sem voru gerð til að skemmta mér. Mér er t.d. alltaf minnisstætt þegar hann segir við mig að nú skul- um við fara og stela okkur gulrótum, mér leist nú ekkert vel á það kjark- lausum 4-5 ára snáða en við fórum nú samt á Willys Jeepster-blæjuj- eppanum hans. Þegar komið var á áfangastað var stokkið út úr bílnum og áréttaði hann við mig að fara hljóðlega og láta lítið fyrir mér fara, gulræturnar voru teknar með hraði úr einhverjum matjurtagarði og hlaupið í bílinn aftur og spænt af stað heim á leið. Þegar heim til Ben- nýjar var komið og ég var búinn að stynja upp úr mér þessum glæpsam- lega verknaði okkar kom í ljós að þetta var nú bara hjá henni Guð- rúnu, móðursystur Björns, og okkur guðvelkomið að fá okkur gulrætur. Björn gerði margt til að stytta mér stundir í Hveragerði á þessum æskuárum mínum, t.d. setti hann hnakkinn sinn á trébúkka og reið ég tímunum saman á þessum ímyndaða hesti. Fljótlega fór ég að vinna hjá Birni og Þráni, bróður hans, en þeir ráku saman tvær garðyrkjustöðvar í þá daga. Ég var látinn sópa gólf og setja teygjur á rósabúnt og fékk greitt fyrir vinnuna hjá Þráni viku- lega, nokkuð sem ekki mörgum drengjum á mínum aldri hlotnaðist. Í mörgum fríum var ég við vinnu hjá Birni. Björn var einstaklega vinnu- samur maður og vann langan og strangan vinnudag, hann var kröfu- harður húsbóndi en var þó alltaf sanngjarn og borgaði vel. Þegar honum þótti ég ekki nægjanlega snar í snúningum var ég spurður hvort ég héldi að ég væri bara upp á punt. Mér er það til efs að margir menn á Íslandi hafi geymt annan eins fjölda vísna og kvæða í hug- arfylgsnum sínum og Björn gerði. Hann sagði skemmtilega frá og tengdust frásagnir hans oft lausavís- um og kvæðum sem hann hafði lært á lífsleiðinni og margt af því í æsku hjá ömmu sinni á Kornsá. Það voru forréttindi að hlusta á frásagnir hans um liðna tíma, þetta var maður með langa og merkilega reynslu sem hann miðlaði okkur sem nærri hon- um vorum. Ég kveð þig, Björn minn, með þakklæti fyrir allan þann tíma sem við eyddum saman og visku og reynslu sem þú gaukaðir að mér, þinn tími var kominn og hafði Elli kerlingu loks tekist að hafa áhrif á þinn sterka skrokk, þú fannst þetta sjálfur fyrir nokkru og sagðir við mig að líklega væri guð búinn að gleyma þér en þín var vitjað að lok- um og ertu nú í góðra vina hópi, býð- ur góðan daginn og segir nei takk en hafðu það lítið. Jóhann Sigurðsson. Rauða Norðurleiðarútan stoppaði við Vatnsdalshólana eftir 8 klukku- stunda ferð úr Reykjavík og lítill snáði settist á þúfu og beið þess að Björn frændi kæmi til að sækja ferðalanginn. Hólarnir vörpuðu skuggum að Flóðinu og Vatnsdals- fjallið var roðagullið í kvöldsólinni. Von bráðar birtist frændi á pre- fektinum, honum lá mikið á og hratt var ekið í beygjurnar fyrir vestan Hnjúk. Á Flögu var verið að rýja, strákarnir réttu úr sér og heilsuðu nýja vinnumanninum, svo var haldið áfram með verkið alla sumarnóttina, enda var bóndinn á bænum ákafa- maður. Það var upplifun að fara í sveit, föðurbróðir minn var glaðvær og ég sé hann enn fyrir mér á gráa fergu- soninum slá heimatúnið á Flögu og syngja hástöfum Þórsmerkurljóð, María, María. Björn var veisluglaður og vona ég hans vegna að handan við móðuna miklu sé líf og fjör. Þar taki hann lagið með vinum sínum og líklega kastar hann fram stöku. Frændfólkið fyrir austan fjall sendir Benný, Magga, Siggu og fjöl- skyldum bestu kveðjur. Sigurður Þráinsson. Björn Sigurðsson er látinn á ní- tugasta aldursári sínu. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 50 árum þegar Benný kynnist Birni. Allar götur síð- an höfum við verið í miklum og góð- um samskiptum, í ófá ferðalögin fór- um við saman bæði hérlendis og erlendis en þó eru Maríuferðirnar hvað minnisstæðastar. Þetta voru tvær ferðir sem við fórum sitthvort sumarið á gamalli Dode vipon-rútu sem Björn hafði keypt sérstaklega til þess að bjóða okkur kunningjum sínum í sameiginlegt ferðalag. Í þessum ferðum var mikið hlegið, sungið og margar vísur kveðnar. Björn var alltaf höfðingi heim að sækja og veitti vel í mat og drykk. Margar laxveiðiferðir voru farnar þrátt fyrir að Björn tæki ekki marga frídaga á ári miðað við það sem nú- tímalaunamenn gera en Björn var vinnusamur með afbrigðum og rak garðyrkjustöð sína með glæsibrag. Í 10 ár fórum við Björn í stóðréttir norður í Vatnsdal á heimaslóðir Björns, þetta voru skemmtilegar ferðir og einstakt að ríða á móti stóð- inu upp til fjalla þar sem Björn naut sín hvað allra best. Það voru forrétt- indi að vera samreiðarmaður Björns á þessum slóðum. Okkur var vel tek- ið af öllum og kom berlega í ljós að Björn var vel þokkaður í sinni gömlu heimasveit. Við kveðjum okkar gamla vin með gleði yfir öllum gömlu samveru- stundunum og þakklæti fyrir það að hafa kynnst honum. Sigrún Sigurðadóttir og Sigurður Magnússon. Björn Sigfús Sigurðsson ✝ Garðar Óli Arn-kelsson fæddist 17.4. 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 14.5. 2010. Foreldrar hans voru Axelína María Jóns- dóttir, f. 23.10. 1891, d. 21.8. 1972, og Arn- kell Bjarnason, f. 4.5. 1899, d. 22.3. 1979. Systkin, Hólmfríður Erla Arnkelsdóttir, f. 3.10. 1934, sammæðra Jón Óli Þorláksson, f. 15.5. 1924, d. 2.2. 1983. Hálfsystkin samfeðra, Sigríð- ur Lilja, f. 1.11. 1922, d. 3.11. 1998, Arent Hafsteinn, f. 30.1. 1928, d. 28.4. 1991, Ingey f. 28.5. 1929, Svanfríður Ingunn, f. 10.10. 1927. Eiginkona Garðars var Dagbjört Hallgrímsdóttir, f. 22.12. 1926, d. maki Linda Ingólfsdóttir. Barn Darri Már. Barn frá fyrri sambúð Ingi Þór. Barn maka Ingólfur Andri. Garðar fæddist og ólst upp á Siglufirði. Byrjaði ungur að starfa hjá síldarverksmiðjunum á Siglu- firði. Þaðan flutist hann til Kefla- vikur og hóf störf hjá Keflavík- urflugvelli. Fluttist síðan til Reykjavíkur og hóf störf hjá Bíla- verkstæði Jóns Loftssonar. Fluttist á Seltjarnarnes og bjó þar, þar til hann flutti í Kópavog. Starfaði hjá Þvottahúsi Ríkisspítala um nokk- urra ára skeið. Hann hóf störf við akstur hópferðabifreiða og síðar hjá Bifreiðastöð Íslands, þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Á yngri árum stundaði hann íþróttir af kappi, aðalega skíðastökk og frjálsar íþróttir og tók þátt í fjöl- mörgum íþróttamótum og vann til verðlauna. Garðar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 21. maí 2010 og hefst athöfnin kl. 13. 11.6. 1988. Börn: Ax- elína Maria, f. 8.8. 1955, maki Gunnar Böðvarsson. Börn; Sonja Ósk, Heiðrún María. Barn maka Sigríður Björk. Krist- rún Lilja, f. 7.3. 1958, maki Viðar Sigurðs- son. Börn; Guðrún og Sigrún. Erla Björk, f. 20.5. 1959, maki Kristinn Stein- grímsson. Börn fyrra hjónabands, Dagbjört Gerður og Margrét Björk. Börn maka Daði Heiðar, Að- alheiður Helga og Bryngeir Ari. Arna Kristín, f. 17.3. 1965, maki Gunnar Stefánsson. Barn Hildur Ýr. Barn frá fyrri sambúð María Liv. Börn maka Selma Björk og Stefanía. Garðar Már. f. 4.5. 1967, Elsku pabbi, þú veist hvað ég á erfitt með að kveðja þig, ég er bú- in að þurfa að gera það svo oft en þú hefur alltaf komið til baka. Ég ætla að leyfa mér að nota þín orð sem þú sagðir alltaf við mig þegar við töluðum saman: „Mér líður alltaf svo vel þegar ég heyri í þér, því við erum svo náin.“ Ég kveð þig með trega, sorg og söknuð í hjarta mínu. Ég veita að mamma tekur vel á móti þér og nú hefur þú það gott. Saknaðarkveðj- ur. Þín Arna. Það andaði óneitanlega svolítið köldu á heimili okkar í Asker þeg- ar fregnin af andláti Garðars tengdaföður míns barst okkur. En ekki óvænt eftir hans langvarandi heilsubrest og sjúkralegu. Margar góðar minningar komu strax upp í huga minn, þær kvöldstundir þeg- ar hann sagði sögur frá sínum yngri árum af síldinni á Sigló og svaðilförum í Þórsmörk þegar hann starfaði sem bílstjóri hóp- ferðabíla. Ég kem til með að sakna nærveru þessa hlýja og heila manns. Ég er þakklátur fyrir stundir okkar saman. Gunnar. Elsku besti afi minn. Þá er tíminn kominn til að kveðja þig. Þú ert búinn að vera minn besti vinur og hefur alltaf staðið við mína hlið. Alltaf þegar ég heyri einhvern segja „My fair lady“ þá brosi ég, því þú kallaðir mig þetta. Minningu þína geymi ég í hjarta mínu. Þín verður sárt saknað og ég veit að amma og pabbi taka vel á móti þér. Þín María Liv (My fair lady). Heimsins besti afi. Þitt bros gerði mig alltaf glaða. Fallegu augun þín gerðu mig alltaf glaða. Allt við þig gerði mig glaða. Öll faðmlögin og hlýjan sem þú hefur alltaf gefið mér, hefur gert það að ég brosi og er glöð hvern einasta dag. Þú varst vanur að hringja í okk- ur og vildir alltaf tala við mig til að segja mér að þér þætti svo vænt um mig, og að ég skipti þig miklu máli. Þú varst sá besti afi sem ég gat hugsað mér og ég elska þig. Þín, Hildur. „Það er kominn bíll á Holtið og hann beygir hingað“ hrópuðu eldri systkini mín. Út stígur maður, hróp heyrast, Garðar frændi. Ég skynjaði að nú yrði gaman. Garðar snýr sér að okkur og sólskins- brosið hans, sem baðaði allt höf- uðið og lýsti upp næsta nágrenni, birtist mér í fyrsta sinn. Já, það hlýtur að verða gaman. Garðar Óli Arnkelsson, föðurbróðir minn, var kominn í heimsókn. Þeir bræður, pabbi og Garðar taka tal saman. Garðar frændi talar svo skringi- lega. Seinna skildi ég að Garðar talaði sitt móðurmál í orðsins fyllstu merkingu, mál Axelínu Jónsdóttur frá Möðrufelli í fram- anverðum Eyjafirði, þar sem norð- lenskan er hvað hörðust. Ég hafði aldrei heyrt norðlensku, var barn í Borgarholti í Biskupstungum. Það var alltaf gaman þegar Garðar var nálægur. Bakkakotið á Nesinu. Krakki í heimsókn. Ari afi og amma Axelína plús Garðar í kaup- bæti, ekki slæmt, og ég í heim- sókn. Garðar og Didda unnu feiknamikið á þessum tíma. Og fjölskyldan stækkaði og stækkaði, en þetta voru bara allt stelpur, meira að segja ein rauðhærð. Ég fer niður í Skúr. Garðar var búinn að koma sér upp skúr á fjöru- kambinum neðan við Bakkakot. Þar gerði hann við bíla á kvöldin, oft langt fram á nótt. Hann var snillingur í að ryðbæta og það lék allt í höndunum á honum. Vall- arbraut 2. Ungling ber að garði. Upp er komið stórt, glæsilegt hús og fjölskyldan enn að stækka, það er meira að segja kominn strákur, þótt lítill sé. Hjónin Garðar og Didda eru búin að þessu öllu rúm- lega þrítug. Það þarf enginn að halda að þetta hafi verið þeim auð- velt. Brosið og norðlenskan ein- kenndu Garðar, og traustið. Því fengu allir að kynnast sem um- gengust hann. Garðar var einkar traustur mað- ur. Sagt er að það sem maðurinn getur ekki hringlað í, sé í raun það eina sem hann getur reitt sig á. Garðar var athugull maður, hvorki anaði hann áfram né lét hringla í sér. Það gerði hann að traustum og áreiðanlegum manni. Þennan eiginleika urðu vinir hans að hafa, annars urðu þeir að sætta sig við að vera einungis kunningjar. Garð- ar þurfti aldrei að vingast við neinn, frekar en hann vildi. Traust hans og viðmót skapaði honum að- dráttarafl, stöðu til að velja og hafna. Hann einn valdi sér vini. Gráhærður maður, kominn af létt- asta skeiði, knýr dyra á hjúkr- unarheimilinu Eir, fyrir nokkrum vikum. Spurt er um Garðar. Við eftirgrennslan sé ég kunnuglegan skalla. „Sæll Garðar.“ Hrukkur byrja að myndast í skallanum og höfuðið að snúast, sólskinsbrosið flæðir yfir andlitið, bros sem ég leit fyrst fyrir meira en hálfri öld, það er óbreytt, sem og viðmót allt. Ég hitti fyrir sáttan og þakklátan mann, tilbúinn að mæta dauða sín- um. „Hér hef ég allt. Börnunum mínum gengur vel.“ Það var það eina sem skipti hann máli. Ari Axel Jónsson. Garðar Óli Arnkelsson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR HJÁLMARSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður Gullsmára 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sambýlisins Gullsmára og hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir hlýhug og góða umönnun. Hjálmar Viggósson, Ragnheiður Hermannsdóttir, Magnea Viggósdóttir, Kenneth Morgan, Erna Margrét Viggósdóttir, Kristján Þ. Guðmundsson, Helen Viggósdóttir, Þórarinn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.