Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
✝ AðalheiðurSigurðardóttir
fæddist 21. desem-
ber 1925 í Brekku-
holti við Bræðra-
borgarstíg í
Reykjavík. Hún
lést 9. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Sigurðsson,
verkstjóri, f. 4.9.
1890 á Fossi á
Skaga, d. 30.8.
1965, og Sigríður
Jóhannesdóttir
húsfreyja, f. 19.9. 1891 í Brekku-
holti, d. 21.2. 1956.
Systkini Aðalheiðar eru:
Bryndís, f. 1916, d. 1984, Berg-
ljót, f. 1918, d. 2006, Jóhanna
(uppeldissystir), f. 1922, d. 1993,
Guðbjörg, f. 1922, d. 1980, Erla,
f. 1923, Bertha, f. 1931, og Jó-
hannes, f. 1933, öll fædd í
Brekkuholti.
Aðalheiður giftist, 8. nóv-
ember 1947, eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Haraldi Þor-
steinssyni húsasmið, f. 23. maí
1923 í Reykjavík. Foreldrar
hans voru Þorsteinn Guð-
laugsson sjómaður, f. 30.3. 1886,
d. 7.8. 1968, og Ástríður Odds-
dóttir, f. 12.11. 1888, d. 13.7.
1961. Þorsteinn og Ástríður
voru bæði fædd í Reykjavík.
ingur, f. 1979. Fyrri maki: Íris
Richter markaðsfræðingur, f.
1979 (skildu). Maki Halldóra
Ingimarsdóttir fréttamaður, f.
1980. Dóttir þeirra: Sigrún
Lára, f. 2010. c) Halldór Kristján
menntaskólanemi, f. 1989. 3)
Ingibjörg Haraldsdóttir fjár-
málastjóri, f. 20.1. 1953, maki
Sturla D. Þorsteinsson, kennari í
Garðabæ, f. 15.5. 1951. Börn: a)
Andri Þór fangavörður, f. 1984,
maki Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
háskólanemi, f. 1985. b) Guðrún
Arna laganemi, f. 1987, maki
Skapti Örn Ólafsson, f. 1980, og
c) Baldvin háskólanemi, f. 1989.
4) Ástráður Haraldsson hæsta-
réttarlögmaður, f. 27.8. 1961.
Maki: Eyrún Finnbogadóttir tón-
menntakennari, f. 27.5. 1964.
Fyrri maki Svandís Svav-
arsdóttir, táknmálsfræðingur,
ráðherra, f. 1964. Börn Ástráðs
og Svandísar eru: a) Oddur, f.
1984. Maki Sigurlaug Elín Þór-
hallsdóttir, f. 1987. Sonur þeirra
er Úlfur, f. 2009. b) Auður, f.
1986. Maki hennar er Arnaldur
Grétarsson, f. 1981. Synir Ást-
ráðs og Eyrúnar eru Egill, f.
1997, og Snorri, f. 2001.
Aðalheiður lauk prófi í hár-
greiðslu frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1947 og vann við það
um hríð. Hún vann annars mest
við sauma og um tíma fram-
leiddi hún kvenfatnað. Hún
starfaði um hríð síðustu starfsár
sín við umönnun sjúkra á
Kleppsspítala.
Útför Aðalheiðar fer fram frá
Neskirkju í dag, 21. maí 2010,
og hefst athöfnin kl. 13.
Aðalheiður og
Haraldur bjuggu
fyrstu búskaparár
sín á Miklubraut
56. Árið 1964
fluttu þau í íbúð
sem þau byggðu
sér í Álftamýri 6.
Síðustu árin hafa
þau búið í For-
sölum 1 og loks á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði og lést Að-
alheiður þar.
Börn þeirra
hjóna eru: 1) Sig-
urður Haraldsson viðskiptafræð-
ingur, f. 30.3. 1948, maki Jóna
Guðjónsdóttir, f. 27.7. 1949.
Börn þeirra: a) Ólafur Arinbjörn
lögmaður, f. 1971, maki Kristín
Eysteinsdóttir, f. 1972. Dætur
þeirra: Karólína, f. 1997, Lovísa,
f. 2002, og Elísabet, f. 2007. b)
Aðalheiður verkefnastjóri, f.
1975. 2) Þorsteinn Haraldsson,
löggiltur endurskoðandi, f. 2.12.
1949, maki Lára V. Júlíusdóttir
hæstaréttarlögmaður, f. 13.4.
1951. Börn þeirra: a) Helga Lára
safnafræðingur, f. 1977, maki
Pétur Örn Friðriksson mynd-
listamaður, f. 1967. Dóttir
þeirra: Margrét Edda, f. 2010.
Dóttir Helgu Láru og Guðjóns I.
Guðjónssonar, f. 1973 er Hulda,
f. 2002. b) Haraldur sálfræð-
Tengdamóðir mín elskuleg hefur
nú kvatt. Kona sem helgaði heim-
ilinu, eiginmanni og börnum líf
sitt, vakin og sofin yfir velferð
sinna nánustu. Fórnfús, ósérhlífin
og raungóð. Aðalheiður, eða Dista,
eins og hún var alltaf kölluð fædd-
ist í Vesturbænum í Reykjavík, ein
í stórum systkinahópi. Hún ólst
upp í kreppunni, gekk í Miðbæj-
arskólann og fór síðan í Iðnskól-
ann og lærði hárgreiðslu. Hún
hafði líka fengist við saumaskap og
vann ung um tíma á saumastofu.
Hún giftist Haraldi Þorsteinssyni
húsasmið rúmlega tvítug og eign-
aðist börnin fjögur á næstu 13 ár-
um. Ég kynntist Distu 1968. Ég
minnist þess hve heimilið í Álfta-
mýri 6 var í föstum skorðum. Hús-
móðirin heima að sinna heimilinu,
húsbóndinn vann utan heimilis
langan vinnudag. Heimilisfólkið
safnaðist saman á matmálstímum,
í hádegi og í kvöldmat. Oft var
gestkvæmt, systur og vinkonur
Distu litu inn, fengu permanent og
spjölluðu yfir kaffibolla og vinir
barnanna voru líka aufúsugestir.
Stundum var tekið í spil. Þau hjón
fylgdust mjög vel með þjóðmálum
og voru fjörugar umræður við
matarborðið. Dista var jafnaðar-
maður, mátti aldrei heyra neinum
hallmælt og fann eitthvað jákvætt
í fari allra. Jafnvel verstu skúrkar
urðu góðmenni í hennar huga.
Dista var listamaður í höndunum.
Hún saumaði öll föt á börnin auk
þess sem hún saumaði út og prjón-
aði. Heimilið bar handavinnu hús-
bændanna fagurt vitni. Útsaumur
eftir húsmóðurina og húsgögnin
smíðuð af húsbóndanum. Dista
bauðst til að sauma á mig stúd-
entadragtina, sem ég gifti mig líka
í stuttu síðar.
Dista var mjög trygglynd gagn-
vart vinum sínum og stórfjöl-
skyldu, bæði hér innan lands og
eins gagnvart frændfólki sínu í
Bandaríkjunum, en þar bjuggu
systur hennar tvær og áttu afkom-
endur. Hún mundi alla afmælis-
daga og sendi fólki kveðju. Hún
átti sjálf afmæli stuttu fyrir jól og
það var til siðs að allir kæmu þá til
hennar, í mikla veislu í miðjum
jólaundirbúningnum. Þau hjón
ferðuðust töluvert innanlands, en
voru ekki af þeirri kynslóð sem
ferðaðist mikið erlendis. Fóru þó
m.a. til Bandaríkjanna og Norður-
landanna. Þannig liðu árin. Börnin
uxu úr grasi, giftu sig og fluttu að
heiman og barnabörnin komu til
sögunnar. Þá endurtók sig sama
sagan. Amman var sívakandi yfir
velferð ömmubarnanna og fylgdist
ótrúlega vel með þeim þótt í fjar-
lægð væru. Umfjöllun í blaði eða
myndbirting á sjónvarpsskjá fór
ekki fram hjá henni. Allt of
snemma fór að bera á heilsuleysi
hjá Distu og var hún bundin hjóla-
stól síðustu árin. Þrátt fyrir að
vera sárþjáð í öllum liðum hélt hún
reisn sinni, sá um heimilið, tók
myndarlega á móti fólki og taldi
ekki eftir sér að halda upp á öll af-
mæli. Alla tíð var mjög kært með
þeim mæðgum, henni og Ingi-
björgu, einkadótturinni, og hefur
Ingibjörg verið stoð og stytta for-
eldranna síðustu árin. Ég kveð
mína kæru tengdamóður og sendi
fjölskyldunni allri samúðarkveðjur.
Lára V. Júlíusdóttir.
Elsku amma mín, mig langar að
kveðja þig með örfáum orðum. Ég
veit þú ert komin á góðan stað og
vakir yfir okkur öllum.
Þegar ég hugsa til baka þá á ég
ótal góðar minningar um tímann
sem við áttum saman.
Þegar ég var lítil og þið afi
bjugguð í Álftamýrinni bakaðir þú
alltaf pönnukökur með kaffinu.
Það getur enginn gert pönnukökur
eins og þú. Það var gaman að sitja
við eldhúsborðið og spjalla, spila
Rússa eða fylgjast með þér og
Beggu setja rúllur í hárið. Þú sast
líka stundum við saumavélina og
ég var oft svo heppin að flíkin sem
var í vinnslu var handa mér.
Eftir að ég varð eldri drukkum
við saman kaffi og spjölluðum um
lífið og tilveruna, þú rifjaðir oft
upp gamla tíma og sagðir mér sög-
ur frá því þú varst ung. Þú dróst
alltaf fram fínan postulínsbolla
handa mér því þú vissir að mér
finnst kaffið örlítið betra í falleg-
um bolla.
Þú varst heiðarleg og góð kona,
hlífðir þér aldrei og vildir allt fyrir
alla gera. Áttir betra með að gefa
en þiggja. Það var gott að faðma
þig, halda þétt um hendurnar á
þér og vera nálægt þér. Ég lofa
því að passa vel upp á nafnið okkar
og muna hvað heiðarleikinn er
mikilvægur eins og þú baðst mig
um nokkrum dögum áður en þú
kvaddir.
Hvíldu í friði elsku amma mín.
Aðalheiður Sigurðardóttir.
Á mæðradaginn lést amma mín,
Aðalheiður Sigurðardóttir. Ég á
ótrúlega margar góðar minningar
um ömmu Distu og er þakklát fyr-
ir að hafa kynnst henni vel. Þegar
ég var barn man ég eftir því að
koma í Álftamýrina til ömmu og
afa. Amma oft sitjandi á háa stóln-
um sínum inni í eldhúsi að baka
pönnukökur eða að tína bláu mol-
ana úr smarties-pakkanum áður en
að hún gaf mér nammið. Fjöl-
skyldan kom saman á páskadags-
morgun í Álftamýrinni, og ég man
hvað mér fannst það mikið sport
að fá heitt súkkulaði og nýbakaðar
bollur og páskaegg með heim.
Begga frænka var mikið hjá
ömmu og ég man svo vel eftir þeim
að setja rúllur hvor í aðra við eld-
húsborðið. Lyktin sem var í eld-
húsinu er mér líka minnisstæð,
ábyggilega af permanent-vökvan-
um. Við eldhúsborðið í Álftamýr-
inni lærði ég líka að spila og leggja
kapal. Amma kenndi mér ólsen ól-
sen. Hún var örlítið búin að lag-
færa reglurnar til þess að hafa
þetta sanngjarnt – það var til
dæmis bannað að breyta ofan á.
Mér finnst þetta lýsa henni alveg
ótrúlega vel, hún var nefnilega
svolítil jafnaðarkona.
Þegar ég varð eldri urðum við
amma miklar vinkonur. Mér þótti
fátt betra en að fara til ömmu í
kaffi og spjall. Við vorum að
mörgu leyti svo líkar – stutt í hlát-
urinn og tárin hjá okkur báðum.
Þannig gátum við setið saman og
drukkið kaffi og skellihlegið og svo
voru komin tár nokkrum mínútum
síðar. Við eldhúsborðið lituðum við
á okkur augabrúnirnar, löguðum
neglurnar, lögðum kapal og spil-
uðum rommí og rússa.
Í heimsóknum hjá ömmu kynnt-
ist ég vinum okkar í Glæstum von-
um og Nágrönnum og var ég ung
farin að horfa á þá þætti með
ömmu. Það var núna síðast í byrj-
un apríl sem ég sat hjá ömmu á
Hrafnistu og við horfðum á Ná-
granna og spjölluðum um lífið og
tilveruna í Ramsay Street.
Það tók ekki langan tíma fyrir
þig að hverfa frá okkur. Þegar afi
veiktist rétt fyrir páska var eins
og fótunum væri kippt undan þér
líka. Að mörgu leyti er það gott að
þú hafir fengið að fara en af eig-
ingirni minni hefði ég viljað hafa
þig hjá mér lengur.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum saman.
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Þín
Guðrún Arna.
Mig langar til þess að minnast
hennar Aðalheiðar eða Distu eins
og hún var alltaf kölluð með
nokkrum fátæklegum orðum. Við
Ingibjörg dóttir hennar kynntumst
þegar við vorum í 3. bekk í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og höfum
ekki slitið það góða samband síð-
an. Þar sem við urðum mjög nánar
vorum við inni á gafli hvor hjá
annarri og höfðum við þann sið að
skiptast á að fara í hádeginu í mat
hvor til annarrar á virkum dögum
öll okkar skólaár.
Alltaf var tekið vel á móti mér á
heimili Distu. Hún var sannkölluð
húsmóðir, allt lék í höndunum á
henni hvort sem það var sauma-
skapurinn, eldamennskan eða
hreinlætið. Einnig var hún alveg
einstaklega hlý manneskja. Man
ég alveg sérstaklega þegar við
unglingshvolparnir vorum að gera
eitthvað af okkur og Halli maður
Distu kom að okkur og var að
finna að gjörðum okkar, þá kom
hún og tók í hendurnar á okkur og
leiddi talið að öðrum hlutum og
þar með var málið dautt.
Aldrei heyrði ég hana tala illa
um nokkurn mann og man ég eitt
kvöld að við vorum að horfa á sjón-
varpið og einhver kona var á
skjánum sem fór í taugarnar á
mér, þá sagði Dista: „Veistu hún
er alveg örugglega mjög lík þér“
(þannig afgreiddi hún það, að ef
þér líkaði ekki við einhvern þá var
eitthvað við þann aðila sem líktist
þér). Hún var alltaf til í að spjalla
við okkur um heima og geima og
fáa hef ég þekkt sem vissu eins vel
um tengsl fólksins í borginni, hún
bókstaflega vissi hverjir voru
skyldir hverjum og hvernig.
Með þessum orðum kveð ég
Distu og bið góðan guð að geyma
hana og votta Ingu, Stulla, Andra
Þór, Guðrúnu Örnu, Baldvini og
öðrum aðstandendum samúð.
Hafdís og Kristján.
Það er margt sem ég dáðist að í
fari Distu og ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa þekkt hana jafn vel og
ég gerði þrátt fyrir að vegalengdir
skildu okkur að. Hún og Halli voru
vottar í brúðkaupi mínu og Juris.
Við fórum saman í hringferð um
Ísland sama sumar, við fjögur í
tjaldi. Við vöktum alla nóttina fyrir
norðan, sátum úti í haga og horfð-
um á sólina sem aldrei settist.
Hún reykti smávindla í eldhús-
inu og höfuðið á mér snerist í
hringi því mér þóttu þeir svo
sterkir. Ég elskaði að hlusta á
hljómmikinn hlátur hennar. Hún
sagði mér að hún fyndi alltaf til
friðar við að horfa til Esjunnar
þegar hún vaknaði á morgnana.
Hún bjó alla sína tíð í einni borg
sem ég á bágt með að ímynda mér
hvernig er hægt. Við töluðum sam-
an með orðabók til að túlka orð
okkar. Ég er svo glöð að hafa
þekkt hana og ég mun sakna henn-
ar.
Bless Dista.
Erla Oja.
Móðursystir mín, Aðalheiður
Sigurðardóttir, sem alltaf var köll-
uð Dista, er nú fallin frá. Af sjö
börnum afa og ömmu sem bjuggu
á Norðurstíg 5 í Reykjavík eru nú
aðeins þrjú eftir á lífi. Í æsku-
minningum mínum geymi ég
myndir frá Norðurstígnum þar
sem þau systkinin komu saman á
sunnudögum ásamt börnum og
mökum. Þeirra á meðal voru Dista
og Halli ásamt sonunum Sigga og
Steina og dótturinni Ingibjörgu.
Síðar bættist svo yngsti drengur-
inn, Ástráður, í hópinn. Þarna var
oft glatt á hjalla, stundum var
sungið, stundum rifist um pólitík
og alltaf var mikið hlegið. Bráðlif-
andi eru líka minningar af fjöl-
skylduferðum þeirra systkina þeg-
ar þau tóku sig til og fóru saman í
dagsferðir út úr bænum. Þá var
safnast saman í alla tiltæka bíla og
hossast í halarófu í rykmekki eftir
holóttum malarvegum „upp í
sveit“. Í bílaröðinni var Blöðru-
Skódi með Halla og Distu í fram-
sætinu og hrúgu af krökkum í aft-
ursætinu, stundum fékk lítil
frænka að fljóta með. Síðan var áð
á fallegum stað og konurnar
breiddu úr teppum og við krakk-
arnir biðum eftir því að þær tækju
fram nestið. Það var mikill spenn-
ingur að sjá hvað leyndist í fínu
nestisboxunum þeirra enda með
ólíkindum hvað franskbrauð með
tómötum og harðsoðnum eggjum
bragðaðist miklu betur úr boxi hjá
Distu heldur en við eldhúsborðið
heima.
Dista fór í Iðnskólann í Reykja-
vík og tók sveinspróf í hárgreiðslu
og hún var líka afskaplega flink
saumakona. Á sínum yngri árum
vann hún á einni af fínustu sauma-
stofum bæjarins og þar lærði hún
handbragð sem margir áttu eftir
að njóta góðs af. Dista var af þeirri
kynslóð kvenna sem gáfu sig
óskiptar að því að ala upp börn og
sinna heimilisstörfum. Í nánast
hverju húsi hér í Reykjavík voru
húsmæðurnar heima og elduðu,
þvoðu þvotta, prjónuðu, saumuðu,
bökuðu og þrifu. Þær voru að frá
morgni til kvölds og þær voru líka
til staðar, bæði fyrir fjölskyldur
sínar en ekki síður hver fyrir aðra.
Þær hittust við eldhúsborðin,
drukku kaffi og deildu gleði og
sorgum. Þær mynduðu sitt eigið
félagskerfi sem byggðist á hjálp-
semi og meðlíðan og þá eiginleika
bar Dista í ríkum mæli.
Allt frá því að ég var barn þótti
mér gott að koma á heimili Distu
enda fann ég þar mikinn hlýhug og
öryggi. Dista og Halli voru bæði
mjög barngóð og höfðu gaman af
kotrosknum krökkum. Þegar fram
liðu stundir varð mér ljóst að Dista
Aðalheiður
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð að sinni kæra amma mín
en kosið hefði í viðbót nokkur árin.
Áfram munu ævintýrin þín
í okkur lifa þegar þorna tárin.
Hef ég á því óhaggandi trú
að einhvers staðar leynist dulinn
kraftur.
Sem þegar tíminn leyfir býr til brú.
– Þar býst ég við að fá að sjá þig
aftur.
Andri Þór Sturluson.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR GUÐMUNDU HALLDÓRSDÓTTUR,
Baughúsum 10,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut.
Magnús Davíð Ingólfsson,
Halldóra Magnúsdóttir og fjölskylda,
Ingólfur Magnússon og fjölskylda,
Guðmundur Magnússon og fjölskylda,
Soffía Magnúsdóttir og fjölskylda,
Magnús K. Magnússon og börn.