Morgunblaðið - 21.05.2010, Síða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
var afskaplega hreinskilin, stund-
um orðhvöss og nokkuð kaldhæðin
en alltaf skein hlýjan í gegn. Hún
gat verið ræðin og skemmtileg og
þá hljómaði hennar ógleymanlegi
hlátur sem margir eiga nú eftir að
sakna. Dista átti við heilsubrest að
stríða í áratugi sem að lokum
leiddi til þess að hún þurfti að
ferðast um í hjólastól. Hún lét það
ekki aftra sér frá því að fara á
mannamót heldur hélt sinni reisn,
smekkleg í klæðaburði og vel til
höfð eins og ævinlega.
Engum leyndist hve stolt Dista
var af börnum sínum og barna-
börnum, þau voru hennar ríkidæmi
og þeirra er missirinn mestur. Um
leið og ég kveð kæra frænku votta
ég þeim öllum mína dýpstu samúð.
Guðlaug Richter.
Föðuramma mín, Aðalheiður
Sigurðardóttir, er látin áttatíu og
fjögurra ára að aldri. Samfylgd
okkar ömmu varaði í nákvæmlega
39 ár því hún sofnaði svefninum
langa á afmælisdaginn minn 9.
maí, sem þetta árið bar upp á
mæðradaginn.
Á þessum tímamótum koma
margar ljúfar minningar upp í
hugann. Það var dýrmætt að eiga
að ömmu Distu eða ömmu í Álfta-
mýri eins og hún var ýmist kölluð
innan fjölskyldunnar. Amma Dista
og afi Halli áttu þegar ég var að
alast upp hlýlegt og fallegt heimili
í Álftamýri 6 og þar var alltaf tek-
ið vel á móti manni. Síðar fluttu
amma og afi í hentugra húsnæði í
Fensölum í Kópavogi. Síðustu
mánuðina, eftir að heilsunni fór að
hraka, dvöldu þau á Hrafnistu í
Hafnarfirði þar sem vel var um
þau hugsað. Afi er þar einn eftir
núna.
Amma bar hag sinna nánustu
mjög fyrir brjósti og fátt gladdi
hana meira en samverustundir
með sínu fólki. Þegar farið var í
heimsókn í Álftamýrina var alltaf
boðið upp á eitthvert góðgæti, t.d.
bakaði amma heimsins bestu
pönnukökur. Af samverustundum
fjölskyldunnar eru mér sérlega
minnisstæð jólaboðin á jóladag
sem voru fastur liður í tilveru
minni fram eftir aldri. Í þessum
jólaboðum voru opnaðir pakkar frá
ömmu og afa og fannst mér það
kærkomið að dreifa því á fleiri
daga. Svona áttu jólin að vera og
mér fundust aðrir siðir skrýtnir.
Eftirminnileg eru líka afmælis-
boðin hjá ömmu, en hún var mikil
afmælismanneskja og var oft glatt
á hjalla í Álftamýrinni þegar ætt-
ingjar og vinir komu saman rétt
fyrir jólin, en amma átti afmæli 21.
desember.
Amma var alla tíð mjög vinnu-
söm bæði utan heimilisins og inn-
an. Amma var flink saumakona og
sá um ýmis verkefni fyrir fjöl-
skylduna á því sviðinu, bæði við að
sauma eitthvað frá grunni eða við
að breyta og bæta. Þá var amma
lærð hárgreiðslukona en hún nýtti
hæfileika sína á því sviði aðallega
við eldhúsborðið heima þar sem
þær hittust reglulega hún og
Begga systir hennar til að leggja
hárið hvor á annarri, en þær syst-
ur voru alla tíð mjög nánar. Mynd-
in af ömmu og Beggu við eldhús-
borðið með rúllur í hárinu er mjög
skýr í minningunni. Við barna-
börnin nutum einnig oft góðs af
hárgreiðsluhæfileikum ömmu.
Mér er minnisstætt þegar amma
tók bílpróf um miðjan aldur. Eign-
aðist hún þá Volkswagen-bjöllu,
sem hún gat brunað um bæinn á.
Síðar eignaðist hún drapplitaðan
Volkswagen Golf árgerð 1981 sem
mér þótti mjög fallegur enda fékk
ég hann keyptan þegar ég fékk bíl-
próf. Amma fylgdist vel með frétt-
um og þjóðmálaumræðunni og þá
sérstaklega ef einhverjir af hennar
fólki komu við sögu. Hún flíkaði al-
mennt ekki tilfinningum sínum og
líðan en hún var sérstaklega greið-
vikin og var ávallt boðin og búin að
gera eitthvað fyrir aðra. Á þessari
stundu eru efst í huga þakklæti og
góðar minningar, sem munu fylgja
mér um ókomna tíð. Guð blessi Að-
alheiði Sigurðardóttur.
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson.
✝ Hálfdán ÁgústJónsson, fæddist í
Vík í Mýrdal, 12.
febrúar 1933. Hann
varð bráðkvaddur
hinn 12. maí 2010.
Foreldrar hans
voru Jón Guðmunds-
son frá Kerlingardal,
f. 9. ágúst 1904, d. 6.
mars 1941, og Þór-
hildur María Hálf-
dánardóttir, f. 13.
júní 1907 í Hnífsdal,
d. 29. nóvember
1954. Hann var næst-
elstur þriggja systkina, Guðríðar
Guðfinnu (Gauja), f. 1931 og Har-
aldar Þórs, f. 1938, d. 1997. Hálf-
systkin þeirra, Helga Þórný Guð-
mundsdóttir, f. 1942, Jón Þorgeir
Guðmundsson, f. 1944, d. 1977, og
Björn Höskuldur Árnason, f. 1946.
Uppvaxtarár sín átti Hálfdán í Vík,
en eftir hið hörmulega sjóslys,
þegar áttæringur föður hans og
frænda fórst í Reynisfjöru með öll-
um mönnum utan eins, hinn 6.
mars 1941, voru hann og Gauja
systir hans send í fóstur austur í
Álftaver, Hálfdán að Holti og
Gauja að Þykkvabæjarklaustri. Í
Álftaveri ólst Hálfdán upp sem
sonur væri þeirra sæmdarhjóna,
þeirra börn eru Ásrún Björg, f.
1982. Jenný Rut, f. 1985, Óðinn
Örn, f. 1988, og Ingvar Ágúst, f.
1996. Gunnhildur, f. 11. nóvember
1958, í sambúð frá 1979 með Guð-
mundi Karvel Pálssyni, f. 1957,
þeirra börn eru Rúnar Karvel, f.
1980, Petra D. Karvel, f. 1983,
Smári Karvel, f. 1993, og Ómar
Karvel, f. 1996. Jón Víkingur, f. 24.
júní 1961, kvæntur Sigríði Er-
lendsdóttur, f. 1965, þeirra börn
eru Þórkatla Eva Víkingsdóttir, f.
1989, og Þórir Björn Víkingsson, f.
1992. Anna Margrét, fædd 28. otó-
ber 1962, gift Jóni Bergmann
Skúlasyni f. 1947, dætur hennar og
Magnúsar Hlyns Haraldssonar, f.
1960, eru Jóhanna Karen, f. 1983,
og Dagný Eva, f. 1987. Barn þeirra
Jóns er Linda Bergdís, f. 1992.
Langafabörnin eru orðin átta að
tölu. Hálfdán var til margra ára í
sambúð með Ólafíu Sigríði Helga-
dóttur (Löllu), f. 1933. Árið 1988
hóf Hálfdán búskap með Guðnýju
Hallgrímsdóttur, f. 1948. Eiga þau
saman Þórkötlu, f. 28. september
1989. Þau slitu samvistum. Mest-
allan starfsferil sinn var hann bíl-
stjóri, fyrst hjá Landssímanum síð-
ar á rútum, leigubifreiðastjóri hjá
BSR og farmaður. Síðustu starfs-
árin var hann bílstjóri hjá Bún-
aðarbanka Íslands, hann fluttist á
Kirkjubæjarklaustur fyrir nokkru.
Hálfdán verður jarðsunginn frá
Prestsbakkakirkju á Síðu föstu-
daginn 21. maí kl. 11.
Gunnarínu Gests-
dóttur, f. 1891, d.
1975, og Jóns Árna-
sonar, f. 1889, d.
1965. Hálfdán tengd-
ist fjölskyldu þeirra
svo sterkum böndum
að ætíð hefur verið
litið til þeirra sem
frændfólksins að
austan. Hálfdán fór
ungur að heiman,
fyrst til sjós og síðar
starfaði hann hjá
Landssíma Íslands í
vinnuflokki sem lagði
símalínur um allt vestan- og norð-
anvert Ísland. Sú vinna leiddi sam-
an þau Ásrúnu Björgu Arnþórs-
dóttur frá Garði í Mývatnssveit, f.
26. mars 1938. Þau giftu sig 28.
desember 1957 og hófu búskap í
Reykjavík, fyrst á Hrísateigi 17 og
svo síðar á Sogavegi 28. Þau Ásrún
Björg skildu árið 1972. Börn
þeirra eru: Ágústa Björg f. 17.
ágúst 1957, gift Guðna Agnarssyni,
f. 1947, barn hennar Þórhildur
Rún Guðmundsdóttir, f. 1975, faðir
hennar, Guðmundur Oddbergsson,
f. 1952. Barn þeirra Guðna er Kol-
brún Ágústa, f. 1981. Arnþór
Helgi, f. 17. ágúst 1957, kvæntur
Guðrúnu Jensdóttur, f. 1958,
Elsku pabbi minn.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín dóttir,
Ágústa.
Faðir minn, hann pabbi gamli,
„kallinn“ eins og við Addi bróðir
kölluðum hann okkar á milli, hann
var í mínum huga smávegis mikil-
menni. Þetta að kalla pabba „kall-
inn“ hefur aldrei verið annað en vel
meint. Hann naut trausts og virð-
ingar okkar. Pabbi hafði þann
reynslubrunn sem dugði og gat sagt
og sýnt manni hvernig hlutirnir
virkuðu, þá sérstaklega ef þeir voru
tengdir bílum. Pabbi var ekki lang-
skólagenginn, þeim mun betur var
hann menntaður í lífsins fræðum.
Hann var lengi á langferðabifreiðum
hjá Guðmundi Jónassyni hf. Einu
sinni keyrði hann Louis Armstrong,
Louis heilsaði upp á kallinn og bað
hann fyrir blómvönd til mömmu,
þurrkuð rós úr þeim blómvendi er
enn til. Lengi vann pabbi sem leigu-
bílstjóri.
Ófáar voru veiðiferðir sem við fór-
um í, náðum við einum og einum.
Maríulaxinn fékk ég í Krossá, kall-
inn landaði honum, ég var 8 ára, fínt
að fara í veiðiferðir, en ofast fylgdist
maður með pabba landa löxunum.
Miðað við efni og aðstæður var
pabbi vel sigldur, hann sigldi reglu-
lega á Spán og Portúgal. Útgerð-
armaður var hann, átti trillu með
Danna, vini sínum, og Olli var með í
þessu harki? Hrönn RE, meira
höfðu þeir vinirnir upp úr harkinu á
leigubílunum en þessu útgerðaræv-
intýri.
Pabba hef ég aldrei séð skipta
skapi né hallmæla nokkru lifandi,
hvorki mönnum né skepnum, aldrei
átti hann í illdeilum við nokkurn
mann. Hann lagði á sig mikla vinnu
en var ætíð boðinn og búinn að að-
stoða aðra, hann var okkur systk-
inunum oft fjarlægur, þá sérstak-
lega eftir að hann var skilinn, en
nærvera hans var þó meiri en marg-
an grunar. Hann gaf þessi heilræði:
Guð gef mér æðruleysi til að sætta
mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get
breytt og vit til að greina þar á milli.
Þessi orð hafa hjálpað mikið í gegn-
um tíðina. Pabbi var heiðarlegur,
trúfastur, vinagóður og vel liðinn.
Þekkt söngkona sagði mér í samtali í
dag að „kvenfólkið hafi verið sverm-
andi um hann á öllum böllum“. Vil ég
trúa því að hann hafi haldið heit sín,
sá sem allt veit mun nú krefja hann
svara, ég bíð míns tíma og fæ mín
svör þegar þar að kemur. Eitt af
uppáhaldslögum okkar var Litla
sæta ljúfan góða, Á sjó og lagið um
Jón tröll, en það minnti okkur á
pabba hans, afa minn.
Kallinn leyndi á sér því nýlega
fékk hann sér harmoniku, eftir 60
ára hlé byrjaði hann að spila aftur.
Húsbíll hans, Álftveringur, bíður úti
á plani, hann fer í Veiðivötn í sumar,
þá snýst þetta við, ég veiði og hann
horfir á. Ég kveð í bili, sjáumst.
Tröll,
var hann í mínum huga, traustur og
tryggur.
Lífsglaður, ljúfur, lundargóður.
Hann gat, gerði, gaf.
Nú er hann farinn, eftir ég sit hryggur.
Hugsa, hans happ, mína heppni.
Hafa hann þekkt, ég man,
þennan sómamann.
Glaður,
ég verð, þegar aftur göngum við sam-
an. Við talað getum um liðna tíð.
Grösin grænu, gráa kletta, svarta
sanda.
Fiska sem sluppu, silunga, laxa, góða
anda.
Afa minn, Jón, sem aldrei ég hitti.
Þá saman ég mun sjá, þegar minn
tími kemur.
Faðir minn, kletturinn, farinn, við guð
sinn hann semur.
Jón Víkingur Hálfdánarson.
Elsku pabbi.
Mikið á ég eftir að sakna þín.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann á stundu sem þessari.
Allt frá því ég var lítill strákur
hefur þú verið til staðar þegar ég
þurfti á þér að halda, td. þegar þú
keyrðir leigubíl hjá B.S.R. Hvað
skyldu starfsfélagar þínir þar oft
hafa heyrt talstöðvarstúlkuna kalla
131, 131, sonur þinn er að spyrja um
þig. Og að vörmu spori varst þú
kominn til mín hvort sem það var að
keyra mig eitthvert eða aðstoða mig
á annan hátt.
Veiðiferðirnar sem ég fékk að fara
með þér og vinum þinum voru ómet-
anlegar. Þeirri reynslu mun ég alltaf
búa að.
Fyrir utan aksturinn hjá síma-
flokknum sem þú varst með sem
ungur maður, aksturinn hjá Guð-
mundi Jónassyni hf þar sem þú varst
svo vel liðinn og á leigubílnum, þá
var sjórinn að heilla þig.
Fraktsiglingar voru hluti af þínu
lífi og mikið varst þú stoltur af
Hrönninni, sex tonna bát sem þú
eignaðist með Danna vini þínum.
Áfram tengdist þú sjónum þó
óbeint væri þegar þú fluttir til Suð-
ureyrar þar sem þú varst í nálægð
við Gunný systur og Guðmund Kar-
vel, Gústu systur og Guðna. Ég man
að þér leið vel fyrir vestan, þar sem
alltaf var eitthvað að gerast við sjó-
inn.
Svo söðlaðir þú alveg um og fluttir
austur í Hörgsdal á Síðu þar sem
Gulla dóttir Ásgeirs heitins uppeld-
isbróður þíns og Fjólu býr, ásamt
Gústaf manni sínum og sonum
þeirra þeim Sigga og Ásgeiri Páli.
Þar leið þér svo vel eins og þú sagðir
svo oft við mig. Að fá að stússast í
búskapnum í Hörgsdal voru þínar
stærstu gleðistundir.
Það var alltaf svo gaman að koma
þangað, pabbi, að hitta ykkur öll.
En aldurinn færist yfir og þú
fluttist að Klausturhólum á Kirkju-
bæjarklaustri, þar varst þú í nálægð
við svo margt samferðafólk þitt úr
Álftaveri og víðar. Þangað kom Jón
bróðir svo oft að hitta þig ásamt okk-
ur hinum og var þá oft spjallað um
fortíðina.
Fyrir nokkrum vikum eignaðist
þú forláta Bens húsbíl sem þú varst
að dytta að til að ferðast á í sumar.
Ekki vafðist fyrir þér hvaða nafn
húsbíllinn átti að bera en það var að
sjálfsögðu Álftveringur. Anna systir
búin að láta skrá þig í húsbílafélagið,
þar sem Gústa systir er líka.
En elsku pabbi minn, enginn veit
sína ævina fyrr en öll er og ekki
verður þitt ferðalag keyrandi um í
íslenskri náttúru, sem þér þótti svo
vænt um, ásamt Þórkötlu systur í
sumar, heldur munt þú svífa um á
skýi að fylgja okkur eftir.
Elsku pabbi minn, ég á eftir að
sakna þín svo mikið, svo mikið að
mig verkjar, en það fær mig þó til að
líða betur að þú ert núna með afa
langafa og Ásgeiri að vaka yfir okk-
ur hinum.
Pabbi minn, ég elska þig, við hitt-
umst síðar.
Þinn sonur,
Arnþór Helgi.
Ég kveð þig, elsku faðir minn.
Þakka þér fyrir að hafa verið til
staðar fyrir mig og mína.
Á margar minningar sem ég
geymi um aldur og ævi. Hafði hlakk-
að til að verja einhverju af sumri
komanda með þér. Heyra þig spila á
nikkuna og segja okkur frá þínum
æskuárum og deila með okkur góð-
um sögum. En stefna þín breyttist
og þú verður með okkur í anda á þín-
um húsbíl Veringi og ég set í fisk
fyrir þig. Ferðast um landið okkar, á
staði sem minna á margt um þig.
Elsku pabbi, afi barnanna minna
og langafi, við öll kveðjum þig og
fylgjum þér í sveitina.
Hvíl þú í friði,
þín
Anna Margrét og fjölskylda.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Þessi sálmur eftir Valdimar
Briem lýsir vel því sem farið hefur
um huga mér undanfarna daga. Þeg-
ar ég rifja upp þá eigum við margar
minningar saman og er mér það ljóst
að ég naut forréttinda hvað það
varðar. Þú hélst á mér við skírn
mína, við gáfum öndunum, dáðumst
að gulu flotkertunum um páskana og
áttum margar góðar stundir. Fyrir
allt þetta og hinar minningarnar er
ég þakklát, það er margs að sakna.
Því hafa tregatár fallið sem ég bið
Guð um að hjálpa mér að þerra. Ég
geri mér ljóst að það mun taka sinn
tíma, en eitt er víst að minning þín
mun ávallt lifa í hjarta mínu. Takk
fyrir allt, elsku pabbi.
Þín dóttir,
Þórkatla.
Elsku afi.
Það er svo skrýtið að hugsa til
þess að þú sért farinn. Sumarið er
rétt að byrja og þú ætlaðir að gera
svo mikið. Við efumst ekki um að þú
verðir með í húsbílaferðunum í sum-
ar eins og þú ætlaðir þér. Við erum
þakklátar fyrir stundirnar sem við
fengum með þér í gegnum tíðina.
Við eigum minningar um brosið
bjarta,
lífsgleði og marga góða stund,
um mann sem átti gott og göfugt
hjarta
sem gengið hefur á guðs síns fund.
Hann afi lifa mun um eilífð alla
til æðri heima stíga þetta spor.
Og eins og blómin fljótt að frosti falla
þau fögur lifna aftur næsta vor.
(Guðrún Vagnsdóttir.)
Kveðja,
Kolbrún og Þórhildur.
Hálfdán Ágúst Jónsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRARINN SIGURÐSSON,
Heiðvangi 28,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum mánudaginn 17. maí.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku-
daginn 26. maí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabba-
meinslækningadeild 11E, sími 543 1159.
María Sif Sveinsdóttir,
Gunnar Þór Þórarinsson, Eva Gunnarsdóttir,
Egill Örn Þórarinsson
og barnabörn.