Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝ Berglind Bjarna-dóttir fæddist í
Reykjavík 15. desem-
ber 1964. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, 9. maí
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Bjarni Ólafur
Helgason, skipherra
hjá Landhelgisgæsl-
unni, f. 7. maí 1930, d.
9. febrúar 1983, og
Hrönn Sveinsdóttir, f.
31. maí 1936. Systkini
Berglindar eru Helga
Bjarnadóttir, gift Eiríki Ellerts-
syni, Sveinn Frímann Bjarnason og
Svava Bjarnadóttir gift Guðjóni
Pétri Arnarsyni.
Berglind giftist hinn 7. október
1989 Sigurði Blöndal, f. 28. janúar
1953. Foreldrar hans eru Magnús
Blöndal, f. 29. júní 1918, og Ingiríð-
ur Jónasdóttir Blöndal, f. 9. október
1920, d. 8. mars 2005. Berglind og
Sigurður eignuðust tvíburana Indr-
iða Hrannar Blöndal og Bjarndísi
Helgu Blöndal 22. apríl 1994. Fyrir
átti Berglind Söndru
Sigurðardóttur, f. 6.
febrúar 1983, með
sambýlismanni sín-
um, Sigurði Sigurð-
arsyni. Börn hennar
og Davíðs Heim-
issonar eru Birta
Marín og Bjarni Mar-
el. Sigurður átti fyrir
Elísabetu Ósk, f. 19.
júní 1976. Hennar
börn eru Aron Pétur
og Viktor. Bjarki, f.
11. janúar 1981. Son-
ur hans er Tómas
Valur. Sólveig Hrönn, f. 1. mars
1985.
Berglind lauk námi sem leik-
skólakennari 1988 og starfaði við
það þar til hún gerðist leiðbeinandi
við Grunnskólann á Þingeyri 1991.
Hún kenndi síðan við Grunnskólann
í Hveragerði frá 1998, en lauk
kennaraprófi í fjarnámi með
kennslu frá KHÍ 2004.
Útför Berglindar fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag, 21. maí
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Rósin mín er fallin.
Konan með augun hefur lukt þeim
í hinsta sinn. Ég minnist augna
hennar, fegurðar, skopskyns, kær-
leiks og ástar. Ég minnist Berg-
lindar minnar.
Ljós minninga um þig mun að ei-
lífu loga, lifa og lýsa okkur leið. Þú
munt ætíð verða ljós lífs okkar, lífs-
ins ljós. Vörður vegspora okkar.
Logar lífsins leika á hörpustrengi.
Ljós hljóma þeirra lýsa okkar veg.
Nú er ljósið í lífi þínu hætt að loga,
en það lýsir okkur áfram. Þú ert
horfin, en myndbrotin eru umvafin
minningum, dásamlegum og ástsam-
legum.
Þú varst heiðvirð og heilsteypt í
lífi þínu. Þú gafst, örvaðir og hvattir.
Það voru forréttindi að vera með þér
undir styrkri hendi þinni, leiðbein-
andi og gefandi. Hendi réttlætis og
framtíðar.
Faðmlag þitt var ástúðlegt og
styrkjandi. Veitti von, græddi sár.
Af hjartahlýju, umhyggju og ein-
lægni hlúðir þú vel að gróðri þeim
sem í garði þínum óx. Móðurlegur
tónn, blíður með hvatningu, örvun
og heitstrengingu um heilladrjúga
framtíð. Von þín og væntumþykja
um fjölskylduna bar vitni um vorið í
hjarta þínu.
Gifta þín til að gefa var fölskva-
laus og einlæg. Þú varst kjarnakona,
yndisleg eiginkona og umfram allt
dásamleg móðir og amma. Börn okk-
ar og barnabörn voru hugljúfur
ávöxtur í lífshlaupi þínu.
Skopskyn þitt var óborganlegt.
Hrekkjabrögð þín, tilsvör og tiktúr-
ur skópu víða hláturgusur.
Elsku hjartans Berglind mín. Þú
varst lindin sem gaf okkur upp-
sprettu lífs og vonar. Þú varst bergið
sem varði okkur frá brimi lífsins og
brotsjóum. Þú varst þú og þú varst
einstök.
Elsku Berglind mín. Nú stíg ég
hin stóru skref framtíðar með börn-
unum okkar, án þín. Ég mun feta
spor framtíðar með fjölskyldunni í
anda þínum, undir þinni leiðsögn og
framtíðardraumum. Ég skal vernda
fjölskyldu okkar. Reyna að vera
lindin, reyna að vera bergið, sem
sameinast í þér, Berglind mín.
Ég hef haldið í hendur þínar, þétt-
ingsfast og kveikt á kertum þínum í
huga mér og hjarta. Saman höfum
við gengið úfin hraun í fimm erfið ár.
Þú alltaf með von í brjósti, baráttu-
viljann og brosið. Sannur baráttu-
jaxl. Ég hef dáðst að þér, þreki þín-
um og vilja. Þú vannst margar
orrustur og vaktir vonir.
Hvert vegspor þitt varð vegspor
mitt. Þú markaðir vegferð mína,
Ég á mér von, trú, draum og ég
veit að við höfum markað vegferð
okkar í sameiningu, samvinnu, ást-
úð, einlægni, vináttu, von og ást.
Ljós lífs þíns markaði birtu vegferð-
ar minnar.
Við höfum haft birtu hvort af öðru.
Yl, ást, umhyggju, ástúð, hjarta-
hlýju.
Ég hef elskað þig af einlægni og
hjartahlýju og fundið fyrir ást þinni,
einlægri, fölskvalausri, yndislegri.
Guð veri með þér ástin mín, vaki
yfir þér og verndi ljós lífs þíns.
Guð varðveiti þig og gefi að lífsins
ljós þitt lifi.
Konan með augun er okkur allt,
von og framtíð. Ég elska hana.
Við lifum í ljósi kærleika þíns og
ástar, elsku Berglind mín.
Að eilífu þú ást mína átt og okkar.
Við elskum þig.
Sigurður.
Elsku besta móðir mín. Þú varst
ljós mitt í lífinu og lýstir fyrir mér
veginn. Þó að þú sért farin frá okkur
ertu alltaf í huga mínu og hjarta. Ég
veit að þú munt alltaf verða hjá mér
og passa upp á mig og hjálpa mér
þegar að því kemur. Ég trúi ekki að
þú sért farin, því að í hvert skipti
sem þú fórst burt á spítala þá komst
þú alltaf til baka.
Ég elska þig og sakna þín svo sárt.
Þinn einkasonur,
Indriði Hrannar.
„When I think of an angel I think
of you“ yndislega mamma. Það er
rosalega erfitt að trúa því að þú hafir
verið tekin frá mér, elsku mamma
mín. Ég er búin að missa stóran
hluta af mér sem ég fæ ekki til baka
en ég bíð og bíð eftir að einhver veki
mig upp frá þessari martröð. Það er
svo tómlegt hér án þín og það er erf-
itt að kveðja þig, elsku mamma mín.
En núna ertu á góðum stað og þér
líður betur núna þar sem þú ert, þar
sem þú ert alveg verkjalaus og ekki
kvalin. Þú munt vaka yfir okkur og
fylgjast með okkur í framtíðinni. En
við gleymum þér aldrei, elsku
mamma. Þú munt lifa í hjarta okkar
um ókomna framtíð og ég mun aldrei
gleyma þér, yndislega mamma mín.
Þú átt stóran stað í hjarta mínu sem
er bara fyrir þig. Þú varst stór hetja
sem allir dáðu. Þú varst svo sterk og
jákvæð í þínum veikindum og ég
mun verða sterk og jákvæð fyrir þig
og halda áfram. Ég mun taka þig til
fyrirmyndar og það ættu allir að
gera það því þú varst svo stórkostleg
kona sem hafði gaman af lífinu þrátt
fyrir að vera veik.
Það er svo gaman að rifja upp
gamla tíma og það sem við gerðum
og af þér vera að fíflast í fólki sem
var líf þitt og yndi. Þeir voru heppnir
sem fengu að kynnast þér, mamma
mín, því þú varst algjört gull og ég
mun stolt segja að þú hafir verið
mamma mín og að ég hafi fengið að
vera stór hluti af lífi þínu. Okkar 16
ár saman voru þau bestu sem ég
mun eiga og ég mun aldrei gleyma
þeim. Ég mun rifja þau upp reglu-
lega til að minnast þín, en ég hefði
viljað fleiri ár með þér. Þú, elsku
mamma mín, munt alltaf vera með
mér í anda og ég mun hugsa til þín á
hverjum degi. Við munum standa
saman fjölskyldan og minnast þín í
ást og kærleika.
Það er samt svo rosalega erfitt að
kveðja þig, duglega mamma mín. Við
áttum eftir að gera svo margt saman
og ég er ekki tilbúin að kveðja þig.
En þetta gerðist bara svo fljótt, þú
fórst svo fljótt frá mér. Ég sakna
þess að fá ekki að heyra röddina þína
oftar og að fá að sjá fallegu augun
þín. Þú munt vera ljósið í lífi mínu og
þú, elsku mamma, munt lýsa fyrir
mér framtíðina. Ég sakna þín svo
óendanlega mikið og elska þig.
Þín yndislega dóttir,
Bjarndís Helga.
Ó, hversu sárt er að kveðja þig,
elsku mamma mín. Það er ósann-
gjarnt að þurfa að kveðja þig svona
snemma. Eins og þú sagðir sjálf þá
varstu svo ung og ungleg að það
mátti varla sjá hvor væri mamman,
ég eða þú. Það var þó ekki að spyrja
að lífsviljanum, baráttunni og kraft-
inum sem þú bjóst yfir. Ekkert var
ómögulegt og þú gast allt og gerðir
allt sem þú ætlaðir þér. Þrjár lyfja-
meðferðir með öllu því sem tilheyrir.
Það á enginn að þurfa að ganga í
gegnum þetta. Ekki kvartaðir þú,
heldur fórst í gegnum þetta á hörk-
unni og húmornum.
Elsku mamma, þú varst sérstök,
það kemst enginn með tærnar þar
sem þú hafðir hælana og það reynir
enginn að feta í þín fótspor. En ég
get sagt með stolti að þú ólst mig
upp, kenndir mér á lífið og gafst mér
óendanlega mikla þolinmæði, hlýju,
ást og kærleika. Ég er þér mikið
þakklát fyrir það, ég get stolt sagt að
þú varst mamma mín.
Þú varst límið sem hélst fjölskyld-
unni saman, þú varst kjarninn í
systkinahópnum, þú varst gleðigjafi
allra og alls staðar sem þú komst
varstu hrókur alls fagnaðar. Þar sem
þú komst var aldrei lognmolla, mað-
ur heyrði langar leiðir að þar sem þú
varst var hlátur og fjör. En loforð
gáfum við þér og það var að standa
saman hvað sem á gengur, að standa
saman sem fjölskylda og það munum
við gera. Þó það sé sárt að kveðja þá
veit ég að þú hefur það núna gott og
líður vel, enginn krabbi, engin lyf og
ekkert sjúkrahús lengur.
En við höfum margar góðar minn-
ingar til að minnast þín, já, heldur
betur margar. Við vorum meira eins
og vinkonur en mæðgur, við tvær.
Gátum hlegið, rifist, skammast, fífl-
ast og kjaftað saman. Hvað gerir
maður án bestu vinkonu sinnar og
mömmu? Hvert snýr maður sér þá –
ég á eftir að sakna minnstu og sjálf-
sögðustu hlutanna mest.
Að heyra ekki í þér á hverjum
degi, fara í bíltúr á nýja kagganum
þínum, leggjast upp í rúm til þín og
kjafta. Að heyra þig kalla á ömmuen-
gilinn þinn og ömmuljósið þitt.
Ég er þér ævinlega þakklát fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig og börn-
in mín. Þú sagðir alltaf að þitt hlut-
verk væri að sjá um trúarlegt upp-
eldi á börnunum mínum líkt og
amma Helga sá um þitt trúarlega
uppeldi.
Þínu hlutverki var ekki lokið líkt
og svo mörgum öðrum hlutverkum í
lífi þínu var ekki lokið. Nú stýrir þú
og skipar fyrir uppi, hjá afa Bjarna,
ömmu Helgu og ömmu Beggu.
Ó, elsku mamma, hvað geri ég án
þín – allar spurningarnar sem ég var
vön að leita til þín með, hver svarar
þeim núna?
Þú ert horfin elsku móðir mín
mildur Drottinn tók þig heim til sín.
Eftir langan og strangan ævidag
ljóma sló á fagurt sólarlag.
Mínar leiðir lágu burt frá þér.
Ljúfar kærleiksbænir fylgdu mér.
Í veganesti fékk ég frá þér kjark
sem fylgt mér hefur gegnum lífsins
hark.
Ég þakka af hjarta elsku móðir mín.
Hve mild og hlý var alltaf höndin þín.
Langt er síðan leiddir þú við hlið
litla stúlku út í sólskinið.
(K.J.)
Þín verður ávallt minnst með
söknuði og gleði í hjarta.
Elska þig óendanlega mikið.
Þín
Sandra.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku Berglind mín.
Mér finnst mjög sárt að þurfa að
skrifa minningargrein um þig. Þú
varst stórkostleg kona og mamma.
Þú gafst mér margt og kenndir mér
margt. Ég leit upp til þín sem konu,
móður og hetju, því þú varst hetja í
þínum veikindum.
Það er mjög sárt að kveðja þig, en
ég veit að þú ert núna laus við alla
verki og veikindi. Nú ertu frjáls.
Þú gafst mér yngri systkini og
fyrir það mun ég alltaf elska þig. Þau
eru mér allt og ég mun passa þau og
styðja í gegnum þennan erfiða tíma
og eins í framtíðinni. Ég mun minn-
ast okkar góðu stunda saman og þíns
yndislega og skemmtilega húmors
og hrekkja sem þú hafðir svo gaman
af, eins og allir í kringum þig.
Það verður erfitt að vera án þín,
en ég veit að við spjörum okkur, því
þú ert ennþá með okkur í hjartanu.
Elska þig.
Sólveig Hrönn.
Elsku Berglind eða „mammslan“
mín eins og ég skrifaði oft til þín!
Ég sit hér í rauðu peysunni við
eldhúsborðið okkar. Það var ekki
nóg að lenda á Íslandi, við vorum
ekki rólegar fyrr en ég var sest í
peysunni við borðið með þér, þá var
ég komin „heim“.
Þvílíkar minningar sem ég á frá
okkar sætum sitthvorum megin við
borðið. Meðal annars músaveiðin
okkar þar sem þú sast inni í eldhúsi
með fæturnar dregnar upp að höku í
hláturskasti og lést mig um að setja
upp gildrur og spila íshokkí með
kústinum í svefnherberginu því þú
þorðir ekki að mæta músinni.
Hvernig við gátum setið tímunum
saman við eldhúsborðið á trúnaðar-
skeiði eða kjaftað og hlegið langt
fram eftir nóttu. Gleymi aldrei
hvernig við uppgötvuðum stundum
hvað klukkan var og laumuðumst
flissandi í rúmin áður en fjölskyldan
vaknaði.
Það var mikill hlátur í kringum
þig, húmor þinn var einstakur alveg
fram á síðustu stundu, þrátt fyrir
erfiða tíma tapaðist hann sem betur
fer aldrei. Hrekkjupúki varstu líka.
Ég sé þig fyrir mér í eldhúsinu, lík-
aminn iðandi í skipulagningu næstu
stríðni eða í bið eftir kjaftasögum,
glottið á vörum þínum, augun tindr-
andi af spenningi.
Ég á yndislegar minningar frá
Danmörku, þú varst svo þægilegur
og velkominn gestur nema kannski
þegar þú ákvaðst að við ættum að
gera eitthvað, þá var það hér og nú,
ég var varla staðin upp þegar þú
varst komin út í bíl.
Þið pabbi sköpuðuð í sameiningu
ástríka fjölskyldu með okkur sex
börnum og barnabörnum. Þú elsk-
aðir okkur öll, sýndir umhyggju og
stuðning sama hvort við vorum blóð-
börn þín eður ei.
Þú varst yndisleg amma, ljómaðir
af stolti og ást þegar barnabörnin
voru hjá þér. Það var svo gaman að
sjá Viktor vera að kenna þér dönsku,
það var mikið hlegið. Aron man líka
hversu gott var að vera hjá ykkur.
Þeir munu aldrei gleyma þér.
Plön þín voru mörg, væntingarnar
miklar en því miður var líf þitt of
stutt. Baráttuvilji þinn var einstak-
ur, þú sýndir ótrúlega mikinn styrk
út á við, þú varst hreint út sagt mikil
hetja. Því var það áfall fyrir okkur
og alla aðra að þú skyldir fara svo
fljótt.
Rétt rúmum tveim sólarhringum
fyrir andlát þitt stökkstu fram úr
rúminu til að kjafta við mig því ég
var að fara heim til Danmerkur. Ég
og strákarnir mínir áttum yndislega
viku með þér og mun það halda okk-
ur uppi um ókomna tíð. Við kvöddum
þig með kossum, knúsum og ástar-
orðum. Ég lofaði að vera duglegri að
senda þér sms, ég mun gera það í
huganum og lofa að þú færð allar
fréttir af okkur. Ég lofaði líka að
reyna að koma oftar í heimsókn. Ég
mun gera það og heimsækja fjöl-
skylduna okkar og heimilið þitt þar
sem þú verður með okkur í huga og
hjarta í þínu sæti við eldhúsborðið.
Það er sárt, einstaklega sárt að
missa þig en við eigum eftir að minn-
ast þín sem hinnar yndislegu, fallegu
og skemmtilegu manneskju sem þú
varst.
Við grátum, við syrgjum en meira
að segja í sorginni sameinar þú okk-
ur, fjölskylduna þína í hlátri yfir
prakkarastrikum þínum og húmor.
Ég elska þig „mammslan“ mín,
takk fyrir að hafa verið hluti af mínu
lífi.
Elísabet.
Berglind var ein af þessum góðu
og göfugu konum sem maður mætir
á lífsleiðinni. Ég man það svo ljóslif-
andi þá er ég hitti hana fyrst. Ég átti
erindi við hann Sigurð minn og hann
bað mig endilega að koma inn, því
hann vildi kynna mig fyrir persónu
einni. Ég varð hálffeiminn. Þarna
inni var þá stórglæsileg stúlka, sem
bauð af sér einstakan þokka, bros-
mild og falleg. Þetta var þá hún
Berglind mín.
Við Berglind urðum strax mjög
góðir vinir. Samband okkar var svo
gott, svo sjálfsagt og eðlilegt. Það
var Berglind sem átti hugmyndina
að því að ég flytti til Hveragerðis til
hennar og Sigurðar, eftir að hún
Inga mín dó. Þar sátum við oft á
kvöldin og rökræddum málin. Berg-
lind var einkar rökföst í sínum mál-
flutningi. Oft kom það fyrir að við
bönkuðum í borðið til að leggja
áherslu á sjónarmið okkar. Og þeg-
ar þurfti að ákveða eitthvað og ég
vildi ráða og hún vildi ráða þá vann
sá sem fyrr bankaði í borðið og fast-
ar.
Ég vil þakka Berglindi af alhug
fyrir alla þá hjálpsemi sem hún hef-
ur sýnt mér. Hún taldi í mig kjark
þegar þörf var á og hugsaði einstak-
lega vel um mig þau ár sem ég bjó
hjá henni.
Berglind var mjög góð mann-
eskja, sem tók virkan þátt í lífi
þeirra sem stóðu henni næst. Allt
hennar líf snerist um fjölskylduna og
hún fórnaði sér fyrir hana. Hún fór
út á ystu nöf í veikindum sínum í að
gera öðrum gott. Berglind var ein-
staklega sterk persóna og góðsöm.
Berglind Bjarnadóttir