Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 38
Elsku nafni minn
Loksins ertu kom-
inn til Lullu þinnar.
Ég veit að þú ert
sáttur og sæll núna umvafinn kær-
um ástvinum. Það var sárt að
kveðja þig en samt svo gott því þú
varst orðinn lúinn og varst farinn
að þrá hvíldina.
Ég er skírður í höfuðið á þér,
elsku nafni minn, og hefur mamma
mín sagt mér það hvernig andlitin
á ykkur hjónum ljómuðu þegar þú
varst spurður að því hvort ekki
væri í lagi að litli drengurinn fengi
að heita í höfuðið á þér. Ég var
mikið hjá þér og Lullu þegar ég
var lítill og hefur þú verið mér sem
afi allt frá því að ég man eftir mér.
Ég fann alltaf frá ykkur hjónum
mikla væntumþykju í minn garð og
er það eitthvað sem ég mun aldrei
gleyma. Við áttum saman einstak-
lega góðar stundir síðustu árin þar
sem þú sagðir mér frá heimahög-
um þínum og sagðir mér allaf frá
sveitinni við Hólmavík þar sem þú
ólst upp. Við Sigurbjörg fórum svo
á Strandirnar síðasta sumar, þar
sem við fórum að bænum sem þú
fæddist á og stoppuðum hjá honum
Björgvin Halldórsson
✝ Björgvin Hall-dórsson fæddist á
Geirmundarstöðum í
Strandasýslu þann 19.
apríl 1920. Hann lést
á hjúkrunarheimilinu
Víðinesi aðfaranótt
15. apríl 2010.
Útför hans fór fram
frá Fossvogskapellu
27. apríl 2010.
Halldóri bróður þín-
um.
Það var alltaf jafn
gaman að heimsækja
þig á Grandaveginn
eða að Víðinesi, alltaf
fengum við hjónin
góðar móttökur og
pínulítið bros. Við
vorum svo lánsöm að
hitta þig rétt áður en
þú fórst yfir móðuna
miklu og kvöddum
þig vel. Við sögðum
þér þá frá litla bum-
bubúanum okkar og
þú virtist fagna fréttunum.
Elsku nafni, þú varst alltaf jafn
áhugasamur um það sem ég hafði
fyrir stafni, þá síðast húsbyggingin
sem við stóðum í og þú spurðir
mikið um hvernig gengi. Þú vildir
alltaf vita hvað væri að frétta af
öllum í Garðinum og hvað fólkið
mitt væri að brasa. Það var alltaf
jafn gaman að fá þig í heimsókn og
þá sérstaklega um jól og áramót.
Það vantaði ekkert upp á matar-
lystina enda mikill sælkeri á ferð.
Maður fór heldur aldrei svangur
heiman frá þér, alltaf með skápana
fulla af bakkelsi og öðru góðgæti.
Við áttum einstaklega góðan
tíma saman þegar ég var við nám í
Háskólanum í Reykjavík. Þá kom
ég alltaf til þín í hádeginu og við
borðuðum saman og spjölluðum um
heima og geima. Ég og Sigurbjörg
konan mín vorum svo lánsöm að þú
gast verið með okkur á brúðkaups-
deginum okkar þann 8. ágúst 2008.
Þú varst óvenju hress og kátur og
naust þín vel við háborðið þennan
dag.
Að lokum vil ég þakka þér allar
þær stundir sem við áttum saman,
elsku nafni minn, og vona ég að
þær stundir sem þú átt nú með
Lullu séu jafn góðar og skemmti-
legar og sú ævi sem þið áttum
saman.
Þinn nafni,
Björgvin Jónsson.
Þau hjónin Björgvin og Laufey
Oktavía voru sérstök heim að
sækja. Öllum tóku þau fagnandi og
voru allir velkomnir hvenær sem
var og hvernig sem á stóð. Heimili
þeirra var með afbrigðum snyrti-
legt hvar sem litið var. Bæði á
veggjum og víðar voru hrein lista-
verk, útsaumuð og hekluð sem
Laufey gerði í sínum frístundum.
Ég kom til þeirra stuttu eftir að
þau fluttu í sitt eigið húsnæði á
Grandavegi 47, Reykjavík. Einnig
kom ég nokkrum sinnum til Björg-
vins bróður eftir fráfall eiginkonu
hans, Laufeyjar. Það stóð ekki á
því nú frekar en áður að borið væri
á borð allskonar kræsingar og góð-
gæti. Björgvin var á Geirmund-
arstöðum fyrstu árin hjá afa og
ömmu og föðursystkinum. Síðan
stofnuðu afi og amma Björgvins,
Sigurður Gunnlaugsson og Guð-
björg Ásgeirsdóttir, nýbýli á
Stakkanesi, þar var Björgvin um
stund. Hann sótti um vörslu mæði-
veikigirðingar sem hann fékk og
gerði í tvö sumur. Síðan lá leið
Björgvins til Hólmavíkur, þar
gegndi hann ýmsum störfum til
sjós og lands. Síðan keypti hann
bát ásamt öðrum sem hét Litli
Ægir, sem þeir félagar áttu sér til
viðurværis um tvö ár, en þá seldu
þeir bátinn. Upp frá því skildi leið-
ir þeirra félaga til annarra hugleið-
inga og framfærslu. Þá fór Björg-
vin til Reykjavíkur, keypti hann
jarðvinnuvél sem hann fékk vinnu
með hjá Vegagerð Ríkisins, síðan
sem sjálfstæður atvinnurekandi.
Vélar og ýmis vinnutæki voru hans
áhugamál og verkefni. Hann fór
víða til allskonar jarðvinnu með sín
tæki. Hann sagði mér að hann
hefði einnig unnið á Víðinesi þar
sem ég heimsótti hann síðast.
Á hjúkrunarheimilnu Víðinesi
var hann sín síðustu ár, og lést þar
15. apríl síðastliðinn.
Elsku Björgvin kæri bróðir,
björt var æska okkar hlið. Nú kom-
inn ert til föður og móður, maka
einnig þíns ástar bið. Kæri bróðir
ég þakka þér fyrir allar þínar
gjörðir, og samneyti okkar allra
tíma.
Guð blessi þig og varðveiti.
Með góðri kveðju.
Þinn bróðir,
Halldór.
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Elsku Sigrún.
Því er ekki að neita
að mér brá illilega
þegar ég frétti af and-
láti þínu. Maður held-
ur ávallt að maður sé ófeigur, en lífið
sýnir manni svo sannarlega að svo er
ekki.
Þú varst svo áhugasöm um vel-
gengni mína og þar af leiðandi hafði
ég gaman af því að segja þér frá
mínu daglega lífi. Ég hafði virkilega
gaman af því þegar þú spáðir í tölur
fyrir mér. Takk enn og aftur fyrir
Sigrún
Alexandersdóttir
✝ Sigrún Alexand-ersdóttir fæddist í
Reykjavík 21. nóv-
ember 1945. Hún lést
mánudaginn 19. apríl
2010.
Útför Sigrúnar fór
fram frá Langholts-
kirkju föstudaginn
30. apríl 2010.
það. Sérstaklega þótti
mér vænt um komu
þína til mín í Mosó síð-
astliðið sumar, þar
sem við áttum góðar
stundir saman og
skiptust á um að labba
með barnavagninn út
um alla íbúð.
Enginn getur með
nokkru móti vitað
hvað lífið merkir fyrr
en hann hefur eignast
barn og unnað því. Og
þá breytist gjörvallur
heimurinn og ekkert
verður nokkru sinni eins og áður. Sú
ákvörðun sem þú tókst á sínum tíma
var hárrétt ákvörðun og vonandi hef-
urðu engan látið segja þér annað. Að
gefa barni sínu færi á nýju lífi er
stærsta og óeigingjarnasta gjöf sem
nokkur móðir getur gefið. Og fyrir
það verð ég þér ævinlega þakklát.
Lísa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
Eðvarð Pétur Torfason
✝ Eðvarð PéturTorfason, fyrr-
verandi bóndi í Braut-
artungu, í Lund-
arreykjadal fæddist á
Þverfelli í sömu sveit
14. júní 1919. Hann
andaðist á heimili
sínu að Bæjarási í
Hveragerði 17. mars
síðastliðinn. Útför Eð-
varðs var gerð frá
Lundarkirkju í Lund-
arreykjadal 24. apríl
2010.
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta
blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú
hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Fjölskyldunni send-
um við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan vin
lifa.
Kveðja frá Bæjarási,
Steinunn S. Gísladóttir.
Elsku afi okkar.
Hvíldu í friði.
Ólafur Friðrik
Ögmundsson
✝ Ólafur FriðrikÖgmundsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 7.11.
1926, hann andaðist á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Selfossi,
20. apríl sl.
Útför Ólafs fer
fram frá Víkurkirkju
laugardaginn 1. maí
2010 og hefst kl. 14.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í
hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson
frá Presthólum)
Þínar langafastelp-
ur,
Lilja Björg og
Dagný Rún
Gísladætur.
Elsku frændi, mikið
þykir mér leitt að hafa
ekki náð að kveðja þig,
Palli minn, áður en þú
kvaddir þennan heim.
Ég man hvað ég var
feimin þegar ég leitaði
þig uppi fyrir allmörgum árum, þú
tókst mér með opnum örmum og það
var eins og við hefðum alltaf verið vin-
ir.
Þú og Hanna hjálpuðuð mér óend-
anlega mikið eftir að ég kom úr með-
ferð og ég gat leitað til þín hvenær
sem var, alltaf gafstu þér tíma. Takk
fyrir það. Við áttum frábærar stundir
Páll Skúlason
✝ Páll Skúlasonfæddist á Ólafs-
firði 16. júní 1967.
Hann lést laugardag-
inn 24. apríl 2010.
Útför Páls fór fram
frá Bústaðakirkju 30.
apríl 2010.
á þessum árum og
minningarnar eru
margar, sumarbústað-
arferð, útilegur, grill-
matur og nóg af hlátri
eru brot af þeim góðu
stundum sem ég fékk
að njóta með þér. Börn
og hundar voru með
eindæmum hænd að
þér, það var yndislegt
að fylgjast með hvað
þú varst mikill pabbi í
þér.
Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að kynn-
ast þér, elsku frændi. Elsku Sóley
Anna og fjölskylda, Skúli afi og Guð-
rún, Biggi, Anna Júlía og fjölskyldur,
Ísar Daði og Adrían. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Hugur minn er
hjá ykkur. Guð veri með ykkur.
Hvíldu í friði, elsku frændi.
Þín frænka,
Herdís Pálmadóttir.
Í hjartalagi er
fólgið allt en í auð-
legð ekki neitt, segir
Evrípedes. Þessi orð eiga svo
Valgerður
Sigurðardóttir
✝ Valgerður Sig-urðardóttir fædd-
ist í Götuhúsum á
Stokkseyri 24. nóv-
ember 1920. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 18. apríl
2010.
Útför Valgerðar
fór fram frá Stokks-
eyrarkirkju 24. apríl
2010.
sannarlega við mína
kæru Valgerði Sig-
urðardóttur sem and-
aðist þann 18.apríl
síðastliðinn. Valgerði
kynntist ég fyrst fyr-
ir tuttugu og sex ár-
um þegar ég réð mig
sem leiðbeinanda við
grunnskóla Stokks-
eyrar og leigði Götu-
hús af þeim Valgerði
og Þórði. Heppnari
hefði ég ekki getað
verið því Valgarður
tók mér af þvílíkum
kærleik að öðru eins hef ég varla
kynnst af vandalausum og það var
mömmu og pabba ómetanlegt að
vita af stelpuskottinu undir vernd-
arvæng þeirra hjóna í Sunnutúni.
Milli okkar skapaðist sérstök vin-
átta sem haldist hefur alla tíð þó
löng tímabil hafði liðið á milli þess
sem ég kom við í Sunnutúni.
Síðasta sumar heimsótti ég Val-
gerði á Kumbaravog og sat og
spjallaði í herberginu sem bar fjöl-
skylduást hennar og hannyrðum
fagurt vitni.
Valgerður barst ekki mikið á og
gerði alltaf lítið úr eigin ágæti, en
hún átti sjóði af kærleik, hlýju og
húmor sem snerti við öllum sem
henni kynntust. Á þeim undarlegu
tímum sem við lifum nú er það
okkur lærdómsrík lexía. Elvari,
Helgu, stelpunum og fjölskyldum
þeirra sendi ég mínar bestu kveðj-
ur.
Helena Guttormsdóttir.
Nú er komið að
kveðjustund og kveð ég og mín fjöl-
Guðni Jóhannes
Stefánsson
✝ Guðni JóhannesStefánsson, Há-
mundarstöðum,
Vopnafirði fæddist á
Ljósalandi í Vopna-
firði 29. maí 1932.
Hann lést hinn 23.
apríl 2010 á Hjúkr-
unarheimilinu Sunda-
búð í Vopnafirði.
Útför Guðna fór
fram frá Hofskirkju í
Vopnafirði 3. maí
2010.
skylda þig með sökn-
uði. Það að hafa verið á
Hámundarstöðum í
sveit hjá ykkur Ingi-
leif og strákunum ykk-
ar, tel ég að hafi gert
mig að þeim manni
sem ég er í dag og mér
fannst ég alltaf vera
einn af strákunum
ykkar.
Mér er minnistætt
hvað mér fannst gam-
an að fylgjast með þér
skapa hluti úr engu
með höndunum, já
þessum stóru höndum og erum við
hjónin það heppin að eiga nokkra
gullmola eftir þig.
Þegar ég í byrjun ársins heyrði að
veikindi þín hefðu versnað mikið
fannst mér ég þurfa að koma austur
til að hitta ykkur Ingileif og kom ég
rétt fyrir páska og átti yndislega
helgi með ykkur. Takk fyrir allt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við sendum Ingileif, strákunum
og tengdadætrunum og barnabörn-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðju.
Jósef M. Jökulsson og fjöl-
skylda.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Minningargreinar