Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 42
42 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ KEMUR Á ÓVART AÐ ÞÚ SKULIR
EKKI HAFA SMITAST AF KVEFINU
ERTU AÐ HLUSTA
Á MIG?
HVAÐ?
ÉG ÆTLA
AÐ LEGGJAST
Í DVALA
MATURINN
KEMUR
ÉG ÆTLA INN Í HÚSIÐ
MITT OG ÉG KEM EKKI
AFTUR ÚT FYRR EN...
HRÓLFUR,
HVAÐ
ER AÐ
NÚNA?
ÉG ER EKKI ÁNÆGÐUR
MEÐ EGGIN SEM ÞÚ
SETTIR Í NESTIÐ MITT
HVAÐ
ER AÐ
ÞEIM?
ÉG VILDI HAFA
ÞAU HARÐSOÐIN!
HMM... ÉG HEF ENNÞÁ KORTER
ÞANGAÐ TIL ÉG ÞARF AÐ HITTA
RAJIV Í HÁDEGISMAT
ÞESSI EINFALDA
HÖNNUN... ÞESSIR
BJÖRTU OG FALLEGU
PLASTLITIR...
EN FALLEGT!
GET ÉG
AÐSTOÐAÐ ÞIG?
ÞESSI ANTÍKBÚÐ ER MEÐ
ÝMISLEGT SNIÐUGT...
VÁ! ÞETTA ER ÆÐISLEGT
LÍTIÐ ÚTVARP!
ÉG VERÐ AÐ LOSNA VIÐ
ÞESSI HANDJÁRN SEM
BIG-TIME SETTI Á MIG
ÞAU ERU ÚR OF
STERKUM MÁLMI. ÉG
GET EKKI BROTIÐ ÞAU
ÞESSI LEST ER
NÁKVÆMLEGA ÞAÐ
SEM ÉG ÞARF
HVAÐ AF
ÞESSU ER
KOMIÐ Á
SÍÐASTA
SÖLUDAG?
Silfurhringur
tapaðist
Silfurhringur (kven-
manns) tapaðist sl.
helgi í miðbæ Reykja-
víkur, inni í honum
stendur nafnið Ingi.
Finnandi vinsam-
legast hafi samband í
síma 772-2499.
Kæri Velvakandi.
Eftir að hafa lesið
viðtal í Morgun-
blaðinu við Sigríði
Heiðberg hjá Katta-
vinafélagsinu um
neyðarástand í fjár-
hagsmálum Kattavinafélagsins og
málefnum vegalausra dýra vil ég
varpa fram spurningu til stjórn-
málaflokkanna fyrir kosningar
með von um að einhver svari.
Spurningin er þessi: Hver er sam-
félagsleg ábyrgð okkar gagnvart
vegalausum dýrum? Með ósk um
svar.
Dýravinur.
Leiðarljós
Ég er eldri borgari sem hef eins
og margir aðrir greitt háar upp-
hæðir til Ríkissjón-
varpsins. Ég veit um
fullt af fólki á sjúkra-
stofnunum, dvalar-
heimilum og öryrkja
sem fylgjast með
Leiðarljósi. Þetta fólk
hefur ekki margt til
tilbreytingar. Páll
Magnússon sjón-
varpsstjóri tilkynnti
18. maí að Leiðarljós
væri farið í sumarfrí.
Sjónvarpsstjóri hefur
dregið saman sýn-
ingar á þessu þáttum,
sem hafa verið sýndir
fjórum sinnum í viku,
endurtekningar eru
föstudag og laugardag. Enginn
mér vitandi horfir á þessar end-
urtekningar.
Okkur, sem erum vön að horfa á
þessa þætti, er nóg boðið. Þessir
þættir eru tilbreyting fyrir fólk
sem ekkert kemst.
Hér með skora ég á alla sem
fylgst hafa með Leiðarljósi að láta
í sér heyra.
Eldri borgari.
Ást er…
… það sem gerir hvers-
dagsleikann bærilegan.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út-
skurður kl. 13, bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9, bingó (
2. og 4. föstudag í mán.).
Bólstaðarhlíð 43 | Sumargleði 27. maí
kl. 17, matur, Tindatríó syngur, happ-
drætti og ball, Þorvaldur Halldórsson
sér um tónlistina. Uppl. í s.535-2760,
skrán. og greiðsla f. 25. maí.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
botsía kl. 10.45.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Eigum
laus sæti á Snæfellsnes 21.-23. júní -
Slóðir Bárðar Snæfellsáss, Snorra goða
og Guðrúnar Ósvífursdóttur, uppl. og
skráning s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30 og kl. 13, jóga kl. 10.50 og fé-
lagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Félagsvist FEBG kl. 13. Vorhátíð FEBG í
Sjálandsskóla 28. maí, kl. 20, skráning í
Jónshúsi.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Skráning stendur yfir í ferðina
í Biskupstungur 21. maí. Þar verður sýn-
ing m.a. á handverki og gömlum mun-
um. Lagt af stað frá Eirhömrum kl. 13.
Skráning í síma 5868014 og 6920814.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl.
14.15 les Jón Júlíusson kafla úr Íslands-
klukkunni.
Hraunbær 105 | Bingó í dag kl. 13.30.
Hraunsel | Morgunrabb kl.9, leikfimi kl.
11.30, brids kl. 12.30, oddvitar flokk-
anna kynna málefni sín fyrir kosning-
arnar 29. maí nk. kl. 14-16, boðið upp á
kaffi. www.febh.is.
Hvassaleiti 56-58 | Vinnustofa kl. 9,
postulínsmálning. Námskeið í myndlist
kl. 13, bíó kl. 13.30, kaffisala í hléi.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og
venjulega. Fulltrúar frá Reykjavík-
urframboðinu koma kl.14.30. Uppl. í s.
411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka
kl. 13. Uppl. í síma 554-2780, www.glod-
.is.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða-
klúbbur kl. 10.10, leikfimi kl. 11, bingó kl.
13.30, kaffiveitingar kl. 14.30, hár-
greiðslustofa s. 552-2488, fótaaðgerða-
stofa s. 552-7522.
Norðurbrún 1 | Myndlist og útskurður
hefst kl. 9. Leikfimi hefst aftur í júní.
Sími 411-2760.
Vesturgata 7 | Skartgripagerð/
kortagerð, glerbræðsla kl. 9, enska kl.
11 30, tölvukennsla kl. 13.30. Sungið v/
flygil kl. 14.30, kaffiveitingar kl. 14.30,
dansað í aðalsal. Farið verður í óvissu-
ferð fim. 27. maí. Lagt af stað frá Vest-
urgötu 7 kl 13 . Verð kr. 1800. Skráning
og upplýsingar í síma 5352740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir-
mótun kl. 9, handavinnustofa kl. 9,
morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15,
bingó kl. 13.30.
Jón Kristjánsson sendir kveðju til
Vísnahornsins: „Leiðaraskrif
Moggans í vikunni vöktu upp þessa
vísu, eins konar efnisleg samantekt.
Sendi þetta til fróðleiks.
Ríkisstjórnin móðgar mýs,
málin virðast öll í rúst,
þjóðin skemmtikrafta kýs,
Kögunarhóll er orðinn þúst.“
Pétur Stefánsson las kveðskap
um hundaskít, sem birtist í Vísna-
horninu í gær, og varð að orði:
Sannleikann ég segja hlýt,
sumar haust og vetur,
að upp til þeirra æ ég lít
sem yrkja flestum betur,
og hugðarefni um hundaskít
hafa sett í letur.
Guðmundur Ingi Jónatansson
fagnaði tímamótum:
Stöðugt á mig ístra vex.
Illt er hana að bera.
Þó árin tugi telji sex
telst ég ungur vera.
Friðrik Steingrímsson var ekki
lengi að bæta við:
Örvænta þú ekki skalt
ört þó stækki maginn,
þinni reisn og hugdirfð halt.
Til hamingju með daginn.
Þá Hólmfríður Bjartmarsdóttir:
Aldurinn er afstætt mál
og ekki mjög til baga,
ef þú hefur unga sál
átt þú góða daga.
Davíð Hjálmar Haraldsson sendi
líka kveðju:
Áfram gakk í baki beinn,
brostu, kerrtu hnakkann
og föndraðu við 5 + 1
fram á grafarbakkann.
Þá Jón Gissurarson:
Óviðfeldin elli grá
á þér lítt nær valdi.
Þó að fjölgi árum á
ævitímaspjaldi.
Og Pétur Stefánsson klykkir út
með vísu í léttum dúr:
Þó ellin spinni vonda vefi,
vertu ei á drykkju spar.
Almáttugur Guð þér gefi
góða reisn í kvennafar.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af ríkisstjórn og afmæli