Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 43
Menning 43FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Ásgerður Júlíusdóttir
asgerdur@mbl.is
Kári Tulinius er ungur og upprenn-
andi rithöfundur sem er að stíga sín
fyrstu skref innan íslensks bók-
menntaheims en fyrsta skáldsaga
hans, Píslarvottar án hæfileika, kom
út síðastliðinn fimmtudag hjá Forlag-
inu. Hann segir ýmislegt hafa mótað
hugmyndafræðina á bak við söguna.
„Þannig var að ég giftist bandarískri
konu árið 2004 og við ætluðum að búa
á Íslandi en þar sem við vorum aðeins
23 ára lentum við í þessari svokölluðu
24-ára reglu sem felst í því að hjón
undir 24 ára aldri fá ekki landvistar-
leyfi fyrir maka af erlendu bergi brot-
inn á Íslandi. Það er nú búið að af-
nema þessa reglu núna en þetta leiddi
til þess að við sáum okkur ekki annað
fært en að flytja til Bandaríkjanna þar
sem ég hef búið síðustu fimm ár.
Ég fór að vinna fyrir hjálp-
arstofnun blindra í borginni Provi-
dence á Rhode Island á meðan ég var
að skrifa en ég hef alltaf verið í tvo til
þrjá mánuði á Íslandi á ári hverju. Ég
skildi svo við konu mína sumarið 2008
en ílengdist í Bandaríkjunum út af
hruninu og bý þar enn. Á þessu tíma-
bili ólguðu innra með mér tilfinningar
sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að
koma frá mér. Ég fann þeim engan
farveg fyrr en ég fór að skrifa. Reiðin
út í íslensk stjórnvöld fyrir að vísa
konunni minni fyrrverandi úr landi
gáfu mér ákveðið forskot en svo fann
ég einhvern veginn engan konst-
rúktívan farveg né hugmyndafræði
sem ég gat lagað mig að og í kjölfarið
fór ég að hugsa um hvernig væri að
vera róttæklingur á þessum tímum.
Síðan verður bankahrunið og þótt ég
fjalli ekki um það á beinan hátt er það
þarna í bakgrunni.“
Misheppnuð árás
Kári segist hafa fléttað nokkrar
sögur af eigin reynslu inn í textann og
er honum ein afar hugleikin. „Það at-
vikaðist sem sagt þannig að þegar ég
klára fyrsta uppkast að bókinni er ég
staddur í Ástralíu í fríi með fjölskyldu
minni. Ég frétti frá vini mínum að ein-
hverjir menn hefðu kastað Molotov-
kokteil eða bensínsprengju inn um
gluggann á íbúðinni minni í Banda-
ríkjunum. Hún sprakk sem betur fer
ekki, það lak bara bensín út um allt,
en það sprakk önnur fyrir utan íbúð-
ina. Því var eiginlega um misheppn-
aða árás að ræða en á þessum tíma bjó
ég með Ísraela sem hafði verið að
skipuleggja umræður um Ísrael og
Palestínu og verið að tjá sig um þau
málefni. Þetta var svona eins og mis-
heppnuð hryðjuverkaárás líkt og per-
sónurnar í bókinni minni hefðu troðið
sér inn í líf mitt á einhvern hátt.“
Kári tekur samt skýrt fram að
megnið af bókinni sé hreinn skáld-
skapur þrátt fyrir að hann spinni
nokkur atriði úr eigin lífi inn í at-
burðarásina. En um hvað fjallar svo
bókin? „Hún fjallar sem sagt um
nokkra unga róttæklinga sem eru
rétt komnir af háskólaaldri en eru
samt einhvern veginn ekki ennþá
komnir inn í lífið. Þetta gerist í kring-
um bankahrunið þótt bókin fjalli alls
ekki um það sem slíkt því ég þarf
ekkert að segja Íslendingum hvað
gerðist við hrunið – það vita það allir.
Þetta fólk á sér þann draum að skipta
einhverju máli og hafa því reynt ým-
islegt en ekkert gengið neitt ofboðs-
lega vel því þau eiga sér frekar óljós
markmið um að vera hryðjuverka-
menn en engan skýran málstað sem
þeim finnst þess virði að drepa eða
deyja fyrir. Þau eru stöðugt að leita
að einhverri hugmyndafræði sem
þau geta gert að sinni eigin. Þau eru
á móti ríkinu, ríkisvaldinu og kapít-
alismanum en hafa enga aðra útópíu
til að stefna að eins og t.d. komm-
únisma eða aðra hugmyndafræði,
sem fólk trúði á alveg í massavís og
hafði þar af leiðandi eitthvað til að
stefna að, sem sögupersónur mínar
hafa í raun ekki. Þau eru í raun að
leita sér að einhverju til að trúa á.“
Enginn herfáni sem hægt er
að grípa
– Erum við ekki alltaf að leita að
einhverju til að trúa á?
„Jú algjörlega, ég tala náttúrlega
bara út frá sjálfum mér en ég var
einmitt mjög leitandi sjálfur á þeim
tíma sem ég skrifaði bókina. Það er
hins vegar í okkar nútímasamfélagi
enginn ákveðinn herfáni sem þau
geta gripið, þau geta ekki einu sinni
fundið sér nafn, eina nafnið sem
þeim dettur í hug er „terrorista-
klúbburinn“, sem er eins og eitthvað
upp úr Enid Blyton.“
– Ef það eru ekki Enid Blyton og
Gísli Súrsson sem hafa áhrif, hverjir
eru það þá sem hafa veitt þér inn-
blástur í gegnum tíðina?
„Það þykir kannski ekki voða kúl
að viðurkenna að maður hugsi um
einhvern stíl en ég pældi til dæmis
mjög mikið í því hvernig Steinunn
Sigurðardóttir skrifaði Tímaþjófinn
en ég nefni hana einmitt í bókinni
svona til þess að þakka fyrir mig. Ég
hef líka mikið pælt í E. E. Cumm-
ings og flæðinu sem hann nær í bók-
um sínum. Síðan hafa Íslendinga-
sögurnar haft mjög mikil áhrif á mig
en það er alltaf einhver svona
draumur sem Íslendingur að geta
skrifað á íslensku eins og enginn
annar hefur skrifað á íslensku áður,
eins og sagnahöfundarnir gerðu, að
búa til tungumálið upp á nýtt.“
Hlutlaus sögumaður
Stíll Kára felst að mestu leyti í
samtölum milli sögupersónanna
þótt hann flétti einnig inn frásagnir
úr fortíð þeirra. „Ég vildi hafa al-
gjörlega hlutlausan sögumann en ég
vildi ekki vera að trana mínum eigin
skoðunum of mikið fram. Ég vildi
leyfa textanum stundum að gliðna í
sundur á viðeigandi stundum, þar
sem ekki er hægt að lýsa atburðum
eins og til dæmis kynlífi án þess að
fara flatt á því. Sumt er bara handan
orða og maður verður bara að viður-
kenna það og sætta sig við það þeg-
ar maður er að skrifa en þess á milli
getur maður leyft sér algjört flæði.“
Morgunblaðið/Kristinn
Frumraun Kári segir að sumt sé handan orða og maður verði bara að viður-
kenna það og sætta sig við það þegar maður sé að skrifa.
Misleitar manneskjur
Kári Tulinius sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu Bókin er um róttæklinga
sem vilja skipta máli Sögum af eigin reynslu er fléttað inn í textann
Þó linkurokk-
ið hafi sungið
(emjað) sitt síðasta
héldu sveitirnar
áfram að spila 46
»
Consummation er ein klass-ískasta stórsveitaskífaneftir gullöld Basie og Ell-ingtons. Þar má finna átta
ópusa sem Thad Jones skrifaði og
útsetti fyrir stórsveit sína og tromm-
arans Mel Lewis. Það eru 40 ár síðan
platan kom út og var dálítið skrítið,
en skemmtilegt, að heyra þessa tón-
list flutta í heild af Stórsveit Reykja-
víkur. Mér finnst tónlistin jafn fersk
og þegar ég heyrði hana fyrst nýút-
komna. Þetta er ekki svíta, en lögin
átta tengjast öll. Sigurður og Stór-
sveitin kusu að flytja þau í dálítið
annarri röð en á plötunni og byrjuðu
á einum heiftarlegasta stórsveit-
arkiller allra tíma „Us“. Þetta er
fönkuð sveifla en þarna vantaði sár-
lega gítarinn, einnig í „Ahunk Ah-
unk“ sem var seinna á efnisskránni.
„Us“ var dálítið kraftlaust miðað við
frumútgáfuna og svo hefði verið
betra að geyma næsta ópus, upphaf-
ið á Consummation, „Dedication“
þar til flygilhornsólistinn, Snorri
Sigurðarson, sem þarna var í hlut-
verki Thad Jones, væri orðinn heit-
ari. Snorri blés seinna Thad Jones
hlutverkið í meistaraverkinu „A
child is born“ og lokaverkinu, sam-
nefndu plötunni, og tókst þar feiki-
vel upp – og það er ekki leikur.
Um margt var fylgt einleiksröð
plötunnar, en Sammi fékk að blása
básúnusóló í „Ahunk Ahunk“ í stað
„Fingers“ og gerði hann það með
elegans.
Í stuttum dómi er ekki hægt að
fjalla um hvert verk, en það sem
best var er skylt að nefna. Jóel Páls-
son og Óskar Guðjónsson byggðu
upp spennu í sólóum sínum í „Fin-
gers“ og „Ahunk Ahunk“. Þó að þeir
séu ólíkir tónlistarmenn að mörgu
leyti fóru þeir sömu leið, rollinískan
fyrripart sem endaði í „Lockjaw“
geggjun. Kjartan Valdemarsson
brást ekki fremur en fyrri daginn,
en var ekki á réttum stað í hljóð-
mögnunni. Hann galt fyrir það í
firnaflottum „Fingers“ sólóum, en í
einu af aukanúmerunum „61st and
Rich’it“ sem Thad hljóðritaði með
dönsku útvarpssveitinni komst allt
til skila, sólóinn andhverfa Ole
Kochs á frumútgáfunni; í upphafi
inngangur stríður, þá dúndursveifla.
Ekki má gleyma Birki Frey í hlut-
verki fyrsta trompets í stað Einars
Jónssonar – brilljant – og bás-
únurnar voru skemmtilega sterkar í
„Tiptoes“.
Sigurður Flosason er orðinn al-
vöru stjórnandi og ekki spilltu fínar
kynningar fyrir. Þráinn Krist-
jánsson, veitingamaður í Winnepeg,
sem bar uppi djasslíf hér fyrir ríf-
lega 40 árum, var á tónleikunum og
sagði: „Þetta er ótrúlegt. Þeir spila
eins og amerískt toppband.“ Margt
til í því.
Stórsveitin glímir við meistaraverk Thad Jones
Þjóðleikhúskjallarinn
Stórsveit Reykjavíkurbbbmn
Birkir Freyr Matthíasson, Kjartan Há-
konarson, Snorri Sigurðarson og Eiríkur
Rafn Stefánsson trompeta; Einar Jóns-
son, Samúel Jón Samúelsson og Stefán
Ómar Jakobsson básúnur; David Bo-
broff bassabásúnu; Haukur Gröndal, Jó-
el Pálsson, Ólafur Jónsson, Óskar Guð-
jónsson, og Steinar Sigurðarson
saxófóna, klarinettur og flautur, Kjartan
Valdemarsson píanó, Gunnar Hrafnsson
bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur.
Stjórnandi: Sigurður Flosason, sem
einnig blés örlítið í flautu. Mánudags-
kvöldið 17. maí 2010.
VERNHARÐUR LINNET
TÓNLIST
Thad Jones Á plötuumslagi.
Í kvöld kl. 20 verða haldnir gítar-
tónleikar í Salnum, Kópavogi, með
yfirskriftinni Sounds of Mexico, eða
Hljómar Mexíkó. Á tónleikunum
koma fram klassísku gítarleikar-
arnir Santiago Gutiérrez Bolio og
Santiago Lascurain en þeir leika
báðir á einleiksgítar og flytja saman
verk eftir Ponce, Lavista, Gutiérrez
Bolio og fleiri.
Sounds of Mexico er alþjóðlegt
menningarátak til kynningar á
mexíkanskri tónlist og mexíkönsk-
um tónlistarmönnum sem starfa í
Evrópu, að því er segir á vefsíðu Sal-
arins. Miðaverð er kr. 2.000.
Mexíkósk tón-
list í Salnum
Mexíkóskir Santiago Gutiérrez
Bolio og Santiago Lascurain.
Raflistahátíðinni
RAFLOST –
Pikslaverk lýkur
á morgun en í
dag verður boðið
upp á fyrir-
lestrasyrpu milli
kl. 13 og 16 í
Hafnarhúsi og
m.a. fjallað um
gagnvirkni og op-
inn hugbúnað og tækni í listum. Í
kvöld verður haldin sýning á nem-
endaverkum í húsi Listaháskóla Ís-
lands á Laugarnesi og hefst hún kl.
20. Hin ýmsu rými verða notuð til
sýningahaldsins og verkin unnin í
rafræna miðla, að sögn eins skipu-
leggjenda, tónskáldsins Áka Ás-
geirssonar. Á morgun verður haldin
lokaskemmtun með atriðum frá
þátttakendum í Útgerðinni,
Grandagarði 16. Raflistafélag Ís-
lands og Lorna, félag áhugamanna
um rafræna list, standa að hátíðinni
RAFLOST-Pixlaverk.
Lokadagar
raflistahátíðar
Áki Ásgeirsson
Kári Tulinius er 29 ára gamall. Þegar hann útskrifaðist úr Mennta-
skólanum í Reykjavík fór hann í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og
fannst svo gaman að hann segist hafa gleymt sér aðeins í því. „Og þegar
ég sá fram á að ég væri bara á leiðinni í framhaldsnám ákvað ég að
leggja bókmenntafræðina til hliðar og fara að skrifa því það var aldrei
draumurinn að verða fræðimaður. Ég hef reyndar ákveðið að taka þráð-
inn upp að nýju og er að vinna í lokaritgerðinni,“ segir Kári.
Vildi ekki verða fræðimaður
ÚR BÓKMENNTAFRÆÐI Í SKRIF