Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 44
44 MenningFÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Hljómsveitin The Authorities
frá Kaliforníu er á tónleika-
ferðalagi um Evrópu þessa dagana
og mun halda tónleika á staðnum
Sódómu Reykjavik í kvöld kl.22
ásamt íslensku hljómsveitunum
The Way Down og Bacon Live
Support Unit. Sveitin komst nýlega
aftur í sviðsljósið þegar íslandsvin-
urinn Stephen Malkmus forsprakki
hljómsveitarinnar Pavement fékk
þá til að koma og spila á All Tomor-
rows Parties hátíðinni.
The Authorities milli-
lenda hér á landi
Fólk
Um helgina fer fram djasshátíðin Dagar Lita
og Tóna í Vestmannaeyjum. Hátíðin hefur
verið haldin árlega í bænum um hvítasunnu-
helgina frá árinu 1991 og verður afmælisdag-
skráin með glæsilegra móti. Ingi T. Björns-
son, einn af aðstandendum hátíðarinnar, segir
að skipulag hennar hafi gengið vel og allt sé á
áætlun þrátt fyrir öskufall í bænum að undan-
förnu.
Upphaflega var hátíðin sett á laggirnar til
að heiðra minningu Guðna Hermansen, mál-
ara og djassáhugamanns, og á fyrstu hátíð-
inni voru það gamlir spilafélagar hans sem
sáu um að skemmta gestum. Segir Ingi ávallt
vel mætt og að djasshátíðin sé orðin fastur lið-
ur í bæjarlífinu í Vestmanneyjum.
Gestgjafi hátíðarinnar í ár er stórsveitin
Samúel Jón Samúelsson Big Band og mun fjöldi
annarra hljómsveita sem tengjast stórsveitinni
spila á hátíðinni. Dagskráin hefst á morgun en
þá stíga á svið Jagúar, ADHD, Samúel Jón
Samúelsson Big Band og Pönkrokklúðrasveit
íslenska lýðveldisins. Sunnudagurinn er ekki
síðri. Hefst hann á hópspili tónlistarmanna á
hátíðinni og í kjölfarið fylgja svo Samúel Jón
Samúelsson Big Band, Latin-sveit Tómasar R.
Einarssonar og Frelsissveit Hauks Gröndal.
Samhliða djasshátíðinni verður haldin ljós-
myndasýning með myndum eftir Inga, en hann
hefur myndað hátíðina síðastliðin 15 ár og mun
sýna brot af því besta frá liðnum árum.
matthiasarni@mbl.is
Öskufall stoppar ekki djasshátíð Vestmannaeyja
Ljósmynd/MÁI
Sammi Mætir með stóran hóp til Eyja um helgina.
Hitt Húsið hefur ráðist í útgáfu á
nýju blaði fyrir ungt fólk og verður
því dreift til 3.500 ungmenna á höf-
uðborgarsvæðinu á næstunni. Í
blaðinu, sem hefur fengið heitið
Jafningjafræðslan, verða meðal
annars viðtöl við handboltakapp-
ann Björgvin Pál Gústavsson og
söngkonuna Jóhönnu Guðrúnu
Jónsdóttur. Þá verður líka fjallað
um málefni eins og lögleiðingu
kannabisefna, lækkun áfengisald-
urs, vímuefnanotkun, kynlíf og
sjálfsmynd en Jafningjafræðslan
leitast við að leiðrétta rang-
hugmyndir um þessi málefni með
starfi sínu. Blaðið er ætlað stórum
hópi fólks, en þessi málefni eiga er-
indi við fólk á öllum aldri þótt blað-
ið sé fyrst og fremst hugsað fyrir
ungt fólk. Hægt er að nálgast blað-
ið á rafrænu formi á heimasíðunni
www.jafningjafraedslan.is.
Jafningjafræðslan með
blað fyrir ungt fólk
Boðið verður upp á taktfasta
tónlist á sextándu Grapevine
Grassroots-tónleikunum hjá
Hemma og Valda við Laugarveginn
í kvöld. Munu hljómsveitinar For-
gotten Lores og Thugs On Parole
troða upp ásamt eins manns sveit-
unum Bófa Tófunni og Epic Rain og
verða taktar einmenninganna í
höndum taktmeistarans Intro Beats
úr Forgotten Lores.
Að vanda er ókeypis inn á tón-
leikana sem hefjast kl. 21 og standa
til miðnættis.
Grapevine-grasrótin
heldur sínu striki
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bergur Ebbi Benediktsson tónlist-
armaður getur nú bætt starfstitl-
unum ljóðskáld og leikritaskáld á
ferilskrána. Í byrjun vikunnar fagn-
aði hann útgáfu fyrstu ljóðabókar
sinnar, Tími hnyttninnar er liðinn,
og þann 30. maí verður frumsýnt
leikrit eftir hann, Klæði, í leikhúsinu
Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.
Bergur Ebbi sendi tölvupóst í fyrra-
dag til vina og vandamanna og færði
rök fyrir því af hverju menn ættu að
kaupa ljóðabókina hans. Ein rökin
voru þau að hann hefði aldrei æft
íþróttir (fyrir utan hálfan vetur í fót-
bolta innanhúss) og hefði því aldrei
þurft að trufla vini og vandamenn
með sölu á klósettpappír eða
rækjum. Auk þess væri bókin til-
valin gjöf, góð fjárfesting, færi vel á
sófaborði og henni fylgdi tónlist
(Bergur Ebbi lét hljóðrita upplestur
á öllum ljóðum bókarinnar og hljóð-
skreytti svo með mági sínum Brynj-
ari Birni Ingvarssyni).
Alinn upp við kaldhæðni
En hér skal ekki fjallað um rökin
fyrir því að kaupa ljóðabók Bergs
Ebba heldur bókina sjálfa. Og Berg-
ur Ebbi hefur margt um hana að
segja, enda er þetta fyrsta ljóðabók-
in hans.
– Þú segir að tími hnyttninnar sé
liðinn. Á það við um bókina eða bara
samfélagið almennt?
„Það á náttúrlega við almennt,
bókin á að vera eitthvað stærra held-
ur en hún sjálf. Þetta er ákveðinn
tónn sem ég vil slá, ég er líklega af
þessari kynslóð sem er alin upp við
rosalega mikla kaldhæðni, þar sem
allt þarf að vera ótrúlega sniðugt og
gæði hluta mæld eftir því hversu lít-
ið einlæg þau eru,“ segir Bergur
Ebbi. Ekki þýði þó að leggja sjálfan
sig 100% að veði með þessari yfirlýs-
ingu, að tími hnyttninnar sé liðinn,
því hægt sé að segja á móti að slík
fullyrðing sé í raun tilraun til þess að
vera hnyttinn, að eiga síðasta orðið.
„Þetta getur ekki orðið einhver alls-
herjaryfirlýsing,“ segir Bergur Ebbi
og undirstrikar að hnyttnin beri
vissulega vitni um skapandi hugar-
far. Engu að síður sé hnyttnin allt í
kringum mann og kaldhæðnin einn-
ig, ekki síst í skrifum fólks á netinu,
og þeir sem hafi alist upp við að
horfa á The Simpsons þekki vel til
þessa fyrirbæris. „Það er auðvelt að
tapa sér og mjög margir sem eru
mjög klárir og með frjóan og virkan
huga, þeir virkilega missa mögu-
leikann á því að tengjast öðrum með
því að vera einlægir. Þetta er ákveð-
inn tónn sem ég vildi slá þarna og al-
mennt viðhalda í framtíðinni,“ segir
Bergur Ebbi. Við nánari skoðun á
ljóðabókinni hafi honum orðið ljóst
að hann hafi ekki náð þessum tóni
fullkomlega en það sé engu að síður
framtíðarmarkmið. „Ég vil síður
taka mig of alvarlega,“ bætir hann
við, hann hafi ekki viljað setja sig í
ljóðskáldsstellingar. „Ég er til-
tölulega léttur náungi, með húmor
og svona, ég þurfti að taka aðra
rispu á þetta og reyna að bæta því
svolítið við.“
Í Che Guevera-bol
Bergur Ebbi segist ekki reyna að
gera neitt nýtt eða ferskt varðandi
ljóðaformið. En um hvað er ort?
„Þetta er svolítið um það hvernig
við erum pínulítið stöðnuð í frum-
legri hugsun okkar, það er svolítið
erfitt að útskýra það. Þess vegna er
þetta til í ljóðum,“ svarar Bergur
Ebbi. Hann yrki um það hvernig við
nútímamennirnir séum að endurlifa
löngu liðnar byltingar, fastir í göml-
um hugmyndum og hugmyndafræði.
Hann nefnir sem dæmi hina klisju-
kenndu ímynd af ungum bylting-
arsinnuðum manni í stuttermabol
með mynd af Che Guevara, ungum
manni sem fylgi úr sér gengnum
hugmyndum um byltingu og hug-
arfarsbreytingu sem séu orðnar nær
hálfrar aldar gamlar. Fólk fari í
ákveðin hlutverk en raunveruleg,
frumleg hugsun verði ekki sett í hólf
staðlaðra ímynda. „Og líka hvernig
það að vera alltaf hnyttinn og snið-
ugur er orðið afar fyrirsjáanlegt.“
Morgunblaðið/Eggert
Bergur Ebbi „Þetta getur ekki orðið einhver allsherjaryfirlýsing,“ segir Bergur Ebbi um titil ljóðabókarinnar Tími hnyttninnar er liðinn.
Tiltölulega léttur náungi
Bergur Ebbi Benediktsson sendir frá sér ljóðabókina Tími hnyttninnar er lið-
inn og semur leikritið Klæði Hnyttnin er á undanhaldi, einlægni markmiðið
Bergur Ebbi er höf-
undur leikritsins Klæði
sem verður frumflutt í
Norðurpólnum 30. maí.
Flestir leikaranna í
verkinu eru leiklistar-
nemar við Listaháskóla
Íslands en leikstjóri er
Dóri DNA, eða Halldór
Halldórsson, sem nem-
ur fræði og framkvæmd
í leiklistardeild. „Hvern-
ig verður maður ást-
fanginn? Eru það tilviljanir sem ráða því með hverjum við eyðum ævinni
eða er það háð örlögum? Skiptir það kannski engu máli?“ er spurt í lýs-
ingu á verkinu á vefnum Miði.is. Í verkinu er leitað svara við drama-
tískum spurningum á hversdagslegan hátt. Í því segir af tveimur mönn-
um, Ólafi Antoni og Pétri, sem eru báðir hrifnir af sömu stúlkunni, Söru,
en hvor á sinn hátt. Þau hafa öll þrjú ólíkar hugmyndir um ástina en
kannski skiptir engu máli hvað þau halda því þegar upp er staðið ræðst
atburðarrásin e.t.v. af einhverju allt öðru. En af hverju Klæði?
„Stundum er okkur kalt og við finnum okkur hlý föt, þannig högum
við lífi okkar. En stundum finnum við hlý föt sem okkur finnst flott, för-
um í þau og leitum uppi kuldann, pöntum okkur ferð til Ísafjarðar eða
eitthvað,“ svarar Bergur Ebbi. Fólk fóðri líf sitt með ýmsum hætti.
Kuldinn leitaður uppi þegar hlýju fötin eru flott
LEIKRITIÐ KLÆÐI
Klæði Dóri DNA og leikaranemarnir Snorri Engilberts-
son og Sara Margrét Nordahl á æfingu.