Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Svalasta mynd ársins er komin! SÝND Í ÁLFABAKKA Hörku hasargrínmynd með Bruce Willis, Tracy Morgan (30 Rock) og Sean William Scott sem kemur öllum í gott skap. SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI Þegar harðnaglinn Bruce Willis fær vitleysing sem félaga neyðist hann til að taka til sinna ráða. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY BIÐIN ER Á ENDA - HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI – VIKU Á UNDAN USAFrá framleiðanda Pirates of the Caribbean þríleiksins Jerry Bruckheimer kemur ein stærsta bíó- upplifun ársins. Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni fyrstu Hollywood mynd HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega up- pbyggð og hrikaleg rússíbanareið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 HHHH „Myndin er veisla fyrir augað og brellurnar flottar“ „Fagmannlega unnin – Vel leikin – Skemmtileg – Stendur fullkomlega fyrir sínu“ Þ.Þ. - FBL PRINCE OF PERSIA kl. 3D -5:30D -6-8D -8:30-10:30D -11 10 DIGITAL COP OUT kl. 10:30 14 PRINCE OF PERSIA kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 VIP-LÚXUS OFURSTRÁKURINN kl. 3 m. ísl. tali L ROBIN HOOD kl. 5 - 8 - 10:50 12 KICK-ASS kl. 3:40-5:50 - 8 14 IRON MAN 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 3:40 m. ísl. tali L / ÁLFABAKKA PRINCE OF PERSIA kl. 3D - 5:30D - 8D - 9 - 10:30D - 11:30 10 IRON MAN 2 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 12 OFURSTRÁKURINN kl. 4 m. ísl. tali L AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 63D m. ísl. tali L / KRINGLUNNI SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu Tæknibrellur, hasar,sprengjur og stórir bar-dagar þýða oftast bara eitt;sumarið er komið og stórmyndinar frá stóru kvikmynda- verunum byrja að flæða á hvíta tjald- ið. Einn sumarsmellanna í ár er Prince of Persia: The Sands of Time sem frumsýnd var í vikunni. Myndin segir frá Dastan, (Jake Gyllenhaal) götustrák í borg einni í Persíu, sem er einn daginn ætt- leiddur af konungi Persa eftir hafa sýnt mikið hugrekki við að bjarga vini sínum. 15 árum seinna fara Dastan og uppeldisbræður hans fyr- ir her Persa þar sem þeir leggja til atlögu að heilagri borg í ríki föður síns. Innan veggja borgarinnar leynist hin fagra prinsessa Tamina (Gemma Arterton) sem er einnig verndari töfrarýtings sem gerir handhafa hans kleift að fara aftur í tímann og hafa áhrif á það sem þegar hefur gerst. Skemmst er frá því að segja að bróðir konungsins Nizam (Ben Kingsley) þekkir krafta hnífs- ins og leggur mikið á sig til að kom- ast yfir hann og koma í veg fyrir að Dastan og Tamina komi honum í fel- ur. Meðal annars viðheldur hann sveit launmorðingja og notar í leit sinni að rýtingnum. Með hlutverk foringja þeirra fer Gísli Örn Garð- arsson, sem fær það hlutverk að leita uppi Dastan og alla þá sem hjálpa honum. Fyrir þá sem ekki vita, er myndin byggð á tölvuleik sem kom út fyrir meira en tuttugu árum og eru stórir hlutar hennar sóttir beint þangað. Þeir sem þekkja leikinn ættu að kannast við Dastan fljúgandi á milli húsþaka, klífandi hina og þessa kast- alaveggina eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Áhættuleikarar myndar- innar gætu vel átt erindi á Ólympíuleikana í London eftir nokk- ur ár, slík er fimi þeirra. Tæknibrell- unar eru mjög flottar og í raun algjör nauðsyn við gerð myndar sem þess- arar. Leikstjóra og framleiðanda mynd- arinnar hefur tekist einstaklega vel við val sitt á leikurum. Gyllenhaal passar vel í hlutverk Dastans og fer það vel úr hendi. Kingsley nær að gera afbrýðisaman bróður að lúmsku illmenni. Ekki má gleyma Alfred Molina sem heldur upp gríninu, með- al annars með sama brandaranum oftar en einu sinni. Svo sannar Gísli það í myndinni að til að vera vondur kall þarf ekki að segja mikið. Góð málning, steindauð djúp augu og nokkrir snákar hjálpa mikið til, þeg- ar ekki eru margar línur að moða úr. Prince of Persia: The Sands of Time, mun seint teljast til stórbrot- inna stórmynda eins og gerðar voru hérna á árum áður. En hún er prýði- leg sumarhasarmynd. Þetta er flott og vel leikin mynd sem alveg er hægt að gleyma sér yfir, maulandi á smá poppi og með viðeigandi drykkjar- föng. Hasar, stórbardagar og sumarið er komið Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri og Selfossi Prince of Persia: The Sands of Time bbbmn Leikstjóri : Mike Newell. Með helstu hlutverk fara: Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton, Ben Kingsley, Alfred Molina og Gísli Örn Garðarsson. Matthías Árni Ingimarsson KVIKMYND Hetjan Dastan berst fyrir lífi sínu í myndinni Prince of Persia: The Sands of Time.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.