Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow,
Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru
mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS
FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI!
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
HHHH
„Iron Man 2 setur viðmið
sem eru gulls ígildi fyrir
framhaldsmyndir þökk
sé leiknum hans Roberts
Downey Jr. sem Stark“
- New York Daily News
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRISÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
Stærsta opnun á Íslandi árið 2010
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
HHHH
-H.S.S., MBL
HHHH
ENTERTAINMENT WEEKLY
„DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ
HHHH- EMPIRE
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÞRÍVÍDD
Í REYKJAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HHHH
...óhætt er að að fullyrða að Hrói
Höttur hefur aldrei verið jafn
grjótharður og í túlkun Crowe.
Þ.Þ. - FBL
HHH
S.V. - MBL
HHHH
T.V. - Kvikmyndir.is
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 12
OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 (Powersýning) 10
COP OUT kl. 5:30 - 8 14
IRON MAN 2 kl. 10:30 12
PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 12
OFURSTRÁKURINN kl. 6 m. ísl. tali L
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI
SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
1. Getur þú lýst þér í fimm orðum?
Léttlyndur, kaldhæðinn, fyndinn, fúll, frakkur. (Stund-
um.)
2. Finnst þér að Ísland þurfi nýja stjórnarskrá? (Spyr síð-
asti aðalsmaður, Kári Allansson orgelleikari.)
Já, við þurfum stjórnlagaþing, skipað fulltrúum almenn-
ings, ekki einhverja fámenna samkundu útvalinna, til að
endurskoða allar hliðar stjórnskipunarinnar.
3. Hvernig finnst þér íslenska Evróvisjónlagið?
Mjög skemmtilegt og á eftir að fara langt!
4. Ferð þú í Evróvisjónpartí?
Oft!
5. Hvert er uppáhalds Evróvisjónlagið þitt?
Frá upphafi er það portúgalska lagið frá 1969, „Desfol-
hada portuguesa“, flutt af dívunni Simone de Oliveira.
6. Heldurðu að þú verðir einhvern tíma leiður á Evró-
visjón?
Ég hef oft orðið leiður, en það endist yfirleitt bara til
næsta morguns.
7. Hvaða þremur frægu manneskjum myndir þú bjóða
saman í mat?
Dr. Madeleine Albright, af því að hún er hörkuklár kerl-
ing sem segir alltaf skoðanir sínar, Madonnu af því að
hún er alltaf uppáhalds, og uppáhaldsrithöfundinum
mínum, Armistead Maupin, af því að ég hef hitt hann og
hann er indæll og skemmtilegur.
8. Hvaða húsverk finnst þér leiðinlegast?
Að ryksuga.
9. Kók eða pepsi?
Coke Zero.
10. Hver er uppáhalds geisladiskurinn þinn?
Get ekki gert upp á milli Physical með Oliviu Newton-
John, True Colors með Cyndi Lauper og Control með
Janet Jackson.
11. Hver er uppáhalds lyktin þín?
Lyktin af indverskum mat.
12. Finnst þér að ABBA ættu að koma saman aftur?
Ég vildi óska að ég hefði einhvern tíma séð ABBA hér í
denn, en ætli það sé ekki bara best að þau haldi sig til
hlés.
13. Spilar þú golf?
Nei. Ég hef einu sinni slegið golfkúlu, það var í helli-
dembu í Munaðarnesi, þegar ég sá þrumur og eldingar í
fyrsta skipti sem krakki.
14. Hvað gerir þú á föstudagskvöldum?
Hitti skemmtilegt fólk.
15. Hvað er ómótstæðilegt?
Maturinn sem maðurinn minn eldar fyrir mig. (Eins og
sést!)
16. Hvað á að gera í sumar?
Fara í smá frí og sitja síðan inni á British Library við
greinaskrif og undirbúning kennslu fyrir næsta vetur.
17. Geta pabbar ekki grátið?
Jú, þeir verða að geta það!
18. Hver er uppáhalds-sjónvarpsþátturinn þinn?
Hollyoaks-sápan breska, sérstaklega árin 2006-2008.
19. Í hvaða sæti lendum við?
4. sæti.
20. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann/konu?
Lifir lýðræðið helgina af?
Spáir Íslandi fjórða sætinu í ár
Reynir Þór Eggertsson er Evróvisjón-aðdáandi og spekúlant mikill.
Hann spilaði einu sinni golf í Munaðarnesi, við þrumur og eldingar.
Sjarmatröllið Ronan Keating, fyrr-
verandi söngvari strákasveitar-
innar Boyzone, er skilinn við konu
sína Yvonne, en þau eiga saman
þrjú börn. Parið giftist í Karabíska
hafinu fyrir 12 árum og hefur lengi
þótt meðal fallegri og vinsælli
stjörnupara Bretlandseyja.
Keating var aðeins 21 árs þegar
hann giftist Yvonne, en hafði þá
þegar slegið í gegn með félögum
sínum í Boyzone fimm árum áður.
Ekki er ár síðan einn meðlima
sveitarinnar, Stephen Gately, lést
langt fyrir aldur fram.
Reuters
Ofurfalleg Eitt fallegasta par Bret-
lands og þótt víðar væri leitað.
Sækja um
skilnað