Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 52
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Lést af slysförum
2. Frækilegur sigur ÍBV
3. Bílnum pakkað inn í plast
4. KR enn án sigurs
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bergur Ebbi Benediktsson tónlist-
armaður getur nú bætt starfstitl-
unum ljóðskáld og leikritaskáld á fer-
ilskrána. Hann gaf nýverið út sína
fyrstu ljóðabók og frumsýnir leikritið
Klæði 30. maí. »44
Morgunblaðið/Eggert
Ný ljóðabók og frum-
sýning framundan
María Jóns-
dóttir söngkona
hefur verið valin
til að syngja í
alþjóðlegri söng-
keppni sem fram
fer í þjóðaróper-
unni í Varsjá í Pól-
landi. Munu kepp-
endur flytja
sönglög og aríur eftir fræg pólsk tón-
skáld ásamt annarri blandaðri dag-
skrá.
Keppir í þjóðaróper-
unni í Varsjá
Útgáfurétturinn að skáldsögu
Steinars Braga, Konum, hefur verið
seldur til pólsks forlags. Bókin vakti
athygli þegar hún kom út árið 2008
og var meðal sölu-
hæstu bóka síð-
asta árs. Hún
kemur út í Frakk-
landi, Svíþjóð og
Þýskalandi á
næstu misserum
og hefur ZikZak öðl-
ast kvikmyndarétt-
inn að henni.
Bókin Konur kemur
út í Póllandi
Á laugardag Hægviðri eða hafgola og víða bjart veður, en sums staðar þokuloft við
ströndina. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast í innsveitum.
Á sunnudag (hvítasunnudagur) Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað,
en skýjað við norður- og norðausturströndina. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast S-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg austlæg eða breytileg átt en úrkomulítið. Hiti 7 til 15
stig, hlýjast í innsveitum.
VEÐUR
Keflvíkingar eru einir á
toppi úrvalsdeildar karla í
fótboltanum eftir sigur á
Fylki, 2:1, í uppgjöri efstu
liðanna í gærkvöldi en leikur
liðanna fór fram í Njarðvík.
Keflvíkingar hafa unnið alla
þrjá leiki sína undir stjórn
Willums Þórs Þórssonar.
Fram er í öðru sæti með sjö
stig eftir sigur á Grindavík,
2:0, og síðan koma Fylkir og
nýliðar Selfyssinga með sex
stig. »2-7
Keflvíkingar eru
einir á toppnum
Ísland teflir fram ungu og
spennandi landsliði gegn
Andorra í vináttuleik þjóð-
anna í fótbolta hinn 29. maí
á Laugardalsvellinum.
Þetta er kjarni leik-
manna sem
getur borið
uppi ís-
lenska
lands-
liðið
næstu sjö
til tíu árin.
»8
Ungt og spennandi
íslenskt landslið
KR-ingar, sem þóttu sigurstrangleg-
astir allra í upphafi Íslandsmótsins,
hafa aðeins fengið tvö stig af níu
mögulegum úr þremur fyrstu leikjum
sínum. Fyrsti sigurinn blasti þó við
þeim í Garðabænum í gærkvöld en á
lokamínútum leiksins jafnaði 18 ára
nýliði, Ólafur Karl Finsen, fyrir
Stjörnuna og lokatölur urðu 2:2. KR
er því í níunda sætinu. »3
KR-ingar eru með tvö
stig af níu mögulegum
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG
„Í ferð okkar um Vestfirði í fyrrasumar var
gaman að fylgjast með kríunum sem gerðu árás
á örninn. Hann flaug hins vegar hátt yfir öllu og
sigraði eins og venjulega,“ segir Sigvaldi Egg-
ertsson, níu ára, nemi í fjórða bekk Grandaskóla
í Reykjavík.
Fuglasmiðja var einn viðburða á barnamenn-
ingarhátíð í apríl sl. og í leik var nafn Sigvalda
dregið út. Þar vann hann sjónauka og bókina
Fuglavísi eftir Jóhann Óla Hilmarsson.
Endur að maka sig
Sigvaldi þekkir flesta fugla sem sjást hér á
landi og marga flækinga. Hann lætur ekki þar
við sitja og hefur útbúið fallega bók með eigin
teikningum með myndum af ránfuglum. Helstu
upplýsingar um hvern fugl fylgja sem og lat-
neskt heiti hans. Sigvaldi er þessa dagana að
teikna myndir í spörfuglabók og bækur um vað-
fugla og mófugla eiga að koma í framhaldinu.
Afi hins unga fuglaáhugamanns er Sigvaldi
Hólm Pétursson. „Afi hefur sagt mér afskaplega
margt um fugla sem varð til að kveikja þennan
áhuga minn,“ segir Sigvaldi yngri og fylgist
grannt með fuglalífinu við sjávarsíðuna í Vest-
urbænum, þar sem meðal annars má sjá dugg-
endur maka sig á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.
Þá hafa sést uglur við Búrfell í Grímsnesi þar
sem fjölskyldan á sumarhús. Í sumar stendur til
að fara á fálkaslóðir í Þingeyjarsýslum.
Heldur upp á lundann
„Örninn með sitt mikla vænghaf er tígulegur
að sjá en ég held mest upp á lundann,“ segir Sig-
valdi sem hefur auk þessa brennandi áhuga á
leiklist og körfubolta. sbs@mbl.is
Í fjórða bekk með fuglabók
Ungur Vesturbæingur þekkir alla fugla himinsins og teiknar af þeim myndir
Sá erni á Vestfjörðum, uglur í Grímsnesi og ætlar nú á fálkaslóðir fyrir norðan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fuglar Sigvaldi Eggertsson með fuglabækurnar sínar
tvær þar sem eru myndir af spör- og ránfuglum.
Hjónar og hjónur
eru tillaga Arnars
Haukssonar
læknis að heitum
á hjúskap sam-
kynhneigðra.
Arnar skrifaði
umsögn um frum-
varp til hjúskap-
arlaga og sagði að
finna þyrfti heiti
á öll sambúð-
arform. Hann setti eftirfarandi sam-
an til gamans:
„Orðið hjón yrði bara notað um
sambúðarsamband gagnkyn-
hneigðra en hjónar um sambúð-
arsamband tveggja karlmanna
(beygist eins og þjónar) og hjónur
um sambúðarsamband tveggja
kvenna (beygist eins og hænur).“
Hjónar og
hjónur
Nýyrði Hjónar á
hnallþóru.
Tillaga um heiti á
sambúðarformi
Eyjamenn komu skemmtilega á óvart í gærkvöld þegar
þeir sigruðu Íslandsmeistara FH, 3:2, í Kaplakrika, í
þriðju umferð Pepsideildarinnar í knattspyrnu. Þetta
er fyrsti sigur ÍBV á FH í 12 leikjum og Eyjamenn hafa
greinilega haft gott af því að dvelja saman við æfingar
á fastalandinu undanfarna daga. | Íþróttir
Morgunblaðið/hag
Eyjamenn skelltu meisturunum