Morgunblaðið - 12.06.2010, Page 1

Morgunblaðið - 12.06.2010, Page 1
L A U G A R D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  135. tölublað  98. árgangur  PINNINN KITLAÐUR Í GO-KART BÖRNIN FÓÐRUÐ VIT Í VÉLUM EINLEIKARI AÐEINS 15 ÁRA SUNNUDAGSMOGGINN BALDVIN ODDSSON 8UNA EKUR EINS OG LJÓN 10 Unnar kjöt- og fiskvörur eru á boðstólum mötuneyta grunnskóla Reykjavík- ur sjö til tólf sinnum í mánuði, eða tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Viðmið Lýðheilsustöðvar eru að þær séu ekki oftar en einu sinni til tvisvar í mánuði. Heilsuspillandi fæði á borð við bjúgu, kjötfarsbollur, kjúklinganagga, med- isterpylsu, saltfiskstrimla, svikinn héra og krepinettur eru dæmi um algenga rétti á matseðlum grunnskólamötuneytanna, segja þær Margrét Gylfadóttir, Sigurrós Pálsdóttir og Sigurveig Káradóttir, sem hafa farið í saumana á mat- seðlum grunnskólamötuneyta Reykjavíkur. Tvær síðarnefndu eru kokkar en Margrét mikil áhugamanneskja um næringarmál. Að þeirra mati er full- komlega óviðunandi að börnin fái slíkt magn unninna matvara í skólanum og vísa í rannsóknir sem sýna hversu heilsuspillandi slíkur matur sé. Ýtarlega er rætt við þær í Sunnudagsmogga í dag. Salt og reykt í svöng börn Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Umsóknum um nám við Háskóla Ís- lands fjölgaði töluvert annað árið í röð, en á sama tíma boða stjórnvöld frekari niðurskurð til háskóla lands- ins. Samkvæmt tölum sem birtar voru í gær fjölgar þeim sem sækja um að hefja nám við HÍ í haust um 18% frá fyrra ári, en þá hafði þeim fjölgað um 20% frá árinu áður. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir útlit fyrir að skera þurfi niður framlög til háskólanna um 7,5 til 8% á næsta ári. Ljóst sé að árið í ár og það næsta verði mjög erfitt í þessum efnum. „Þetta er auðvitað mikil blóðtaka þar sem þetta verður þriðja árið í röð sem við þurfum að skera niður,“ seg- ir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skólans. Ljóst sé að niðurskurðurinn komi niður á starfsfólki sem fái minna greitt þrátt fyrir aukið álag. Kristín segir stjórnendur skólans ekki hafa verið viðbúna þessari miklu fjölgun umsókna enda er ár- gangurinn sem útskrifaðist úr menntaskólum minni en í fyrra. Hún segir skýringuna á fjölguninni mögulega liggja í því að atvinnuleit- endur hafi í auknum mæli ákveðið að hefja háskólanám, en einnig sé mögulegt að hærra hlutfall stúdenta sæki nú um hjá Háskólanum. Fleiri nemar en minna fé til háskólanna  „Mikil blóðtaka,“ segir rektor HÍ um að skera þurfi niður þriðja árið í röð Mikil fjölgun » Umsóknum um nám við Há- skóla Íslands fjölgaði um 18% frá fyrra ári, en á níunda þús- und vill hefja nám við skólann í haust. » Í fyrra fjölgaði umsóknum um 20% en þá hafði nem- endum einnig fjölgað mikið áramótin áður. » Aldrei hafa fleiri umsóknir borist Háskólanum á Akureyri, en um 1.100 sækja um að nema við skólann næsta vetur. Heimsmeistarakeppni karla í fótbolta hófst með glæsibrag í Suður-Afríku í gær. Heimamenn gerðu jafntefli, 1:1, við Mexíkó og Frakkland og Úrú- gvæ skildu jöfn, 0:0. „Það er 17. júní á hverjum degi núna. Hér ríkir of- boðsleg gleði yfir því hvað Suður-Afríka stóð sig vel í opnunarleiknum og allir eru stoltir af þeim. Suður-Afríkubúar eru mikil íþróttaþjóð og þetta sameinar fólk,“ sagði Kolbeinn Kristinsson íbúi í Höfðaborg við Morgun- blaðið. » Íþróttir Reuters Gleði í Suður-Afríku Markaður fyrir dýr, notuð úr og Bang & Olufsen-sjónvarpstæki er í mikilli sókn en vísbendingar eru um að fólk sem hafi fé á milli handanna leiki á kreppuna með því að kaupa lúxusinn á hagstæðara verði. Biðlisti er eftir Rolex-Submar- iner-úrinu og væntir úrsmiður þess að „slegist verði um það“. Lítið lát er á ásókn landans í merkja- vöru því í lúxusversluninni Leonard hef- ur salan á skartgripum aukist eftir fjár- málahrunið 2008. Þá seljast úr á um 100.000 krónur reglulega í versl- unum Leonard, að sögn Sævars Jónssonar, annars eig- enda verslunarinnar, sem bætir því við að efnafólk hafi varast að kaupa dýr úr í Fríhöfninni, á til dæmis milljón króna, til að sneiða hjá umtali í kjölfarið. Frekari vísbendingu um að Íslend- ingar sæki í dýrar gæðavörur þrátt fyrir gjaldeyrishöft og sögulegt atvinnuleysi er að finna í verslun Sony Center í Kringlunni. Þar hafa kaupendur fært sig eitt verð- þrep niður í sjónvarpstækjakaupum, úr lúxusþrepi og niður í tæki á verðbilinu 250.000 til 400.000, frekar en að kaupa ódýrustu tækin. baldura@mbl.is » 18 Biðlisti eftir Rolex-úrum og góð sala sögð í flatskjám  Lögð verður fram þingsálykt- unartillaga á Al- þingi um helgina um að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópu- sambandinu. Fyrsti flutnings- maður er Unnur Brá Konráðs- dóttir, Sjálfstæðisflokki. Hún segir að forsendur hafi breyst mikið frá því að Alþingi sam- þykkti að sækja um aðild fyrir tæpu ári. Þá hafi margir verið að hugsa um að það gæti verið ávinningur fyrir Ísland að taka upp evru. Vandi evrunnar sé það mikill að ljóst sé að það sé ekki valkostur fyr- ir okkur. Efnahagsvandi Evrópu- ríkja hafi leitt til þess að kallað sé eftir meiri miðstýringu innan ESB. Þetta þýði að innganga í ESB kalli á enn meira fullveldisafsal. Unnur Brá telur að afstaða þing- manna til málsins hafi breyst og rétt sé að láta reyna á það með at- kvæðagreiðslu. egol@mbl.is Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka Unnur Brá Konráðsdóttir  Almannavarn- ir hafa ákveðið að loka fyrir al- menna umferð í Þórsmörk vegna hættu á skyndi- legum flóðum úr gígnum á Eyja- fjallajökli. Vatn er að safnast fyrir í sigkatlinum. Kjartan Þor- kelsson, sýslumaður í Rangár- vallasýslu, segir hættu á flóði nið- ur Gígjökul og út í Markarfljót. Hann segir erfitt á þessari stundu að segja fyrir um hvort hætta er á stóru flóði. Vatn safnist fyrir og það geti brotist fram með litlum fyrirvara. Ákveðið hafi ver- ið að banna alla almenna umferð inn í Þórsmörk en staðan verði endurmetin eftir helgi þegar búið sé að kanna betur stöðuna. egol@mbl.is Öll almenn umferð í Þórsmörk bönnuð Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins 167 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 24.415.000 kr. Dregið 17. júní 2010 MHækka sértæka skatta »6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.