Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum VINSÆLASTA MYND ÁRSINS Í SVÍÞJÓÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI The A-Team kl. 10:30** B.i. 12 ára Streetdance 3D kl. 1 - 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára Get Him to the Greek kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:25 B.i. 12 ára Snabba Cash kl. 8 - 10:30* B.i. 16 ára Get Him to the Greek kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:25 LÚXUS Húgó 3 íslenskt tal kl. 1 - 2:30 - 4 - 6 LEYFÐ Robin Hood kl. 1 - 5 - 8 B.i. 12 ára Streetdance kl. 3:30 - 6 - 9 B.i. 7 ára The A-Team kl. 9* B.i. 12 ára Get Him to the Greek kl. 3 - 6 - 9 B.i. 12 ára Oceans kl. 3:20 - 5:45 LEYFÐ Youth in Revolt kl. 4 - 6 - 8** - 10** B.i. 14 ára Snabba Cash kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI F O R S Ý N I N G „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÓI FYRSTA DANSMYNDIN Í 3D - FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA! *Aðeins sýnd laugardag **Aðeins sýnd sunnudag FÓR BEINT Á TOPPINN Í BRETLANDI *Aðeins sýnd laugardag **Aðeins sýnd sunnudag Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m AF BIÐSTOFUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það finnst engum manniskemmtilegt að bíða en bið eróhjákvæmilegur hluti mann- legrar tilvistar. Læknar eru sú stétt fólks sem oftast er beðið eftir, að því er undirritaður best veit, og ófáum klukkustundunum hefur hann varið á biðstofum þeirra. Til að stytta sjúklingum stundir er jafnan boðið upp á lesefni á slíkum biðstofum og það afar fjölbreytt oft á tíðum. Þann- ig getur á einni og sömu biðstofunni leynst lesefni sem höfðar til allra, t.d. tímarit um hin ýmsu áhugamál, garðrækt eða hestamennsku, Bændablaðið er þar oft að finna og sérrit um flugvélar, svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum gömlum kvennablöðum á borð við Vikuna.    Um daginn þurfti undirritaðurað bíða eftir lækni, líkt og svo oft áður, og varð biðin æði löng, ná- lægt tveimur klukkustundum. Þá kom sér vel að hafa við höndina ein- tak af tímaritinu Úrvali frá október- mánuði 1988, býsna merkilegt rit þar á ferð og „fyrir alla“, eins og stóð prentað á fagurgrænni forsíðunni. Margt spennandi var að finna í þessu riti, m.a. ástarlíf eftir fæðingu fyrsta barns, grein um „gígólóa“, þ.e. fylgdarsveina, konu sem hlaut dauðadóm fyrir barneignir og, síðast en ekki síst, grein um að konur á rauðum bílum væru hættulegar í umferðinni.    Já, þetta hafði undirritaðanlengi grunað, að konur á rauðum bílum væru hættulegri en konur á bílum í öðrum litum, enda rauður lit- ur hættunnar. Í hinni merku grein kom fram að konur á rauðum bílum væru sérstaklega hættulegar ef þær væru framagjarnar og byggju við fjölskylduvanda. Konur á bláum bíl- um væru hins vegar yfirvegaðar og létu skapið ekki hlaupa með sig í gönur í umferðinni. Höfundur grein- arinnar, Stella nokkur Bruce, vísar í rannsóknir vesturþýskra sálfræð- inga (tímaritið er frá 1988, eins og fyrr segir) sem starfa, eða störfuðu, fyrir bílaframleiðandann Opel. Sál- fræðingar þessir fengu það verkefni að kanna tengsl milli litavals á bílum og sölu á þeim. Rannsóknin stóð yfir í tvö ár, 1986-7, og var niðurstaðan sú að sá litur sem kona kýs á bifreið sína segði mikið til um skapgerð hennar. Og til að renna stoðum und- ir þetta bendir Stella á könnun sem gerð var í Bandaríkjunum á tvö þús- und árekstrum en hún leiddi í ljós að rauðir bílar lentu oftar í árekstri en bílar í öðrum litum. Stella segir að sálfræðingarnir vesturþýsku séu þeirrar skoðunar að „endurspeglun af rauðu vélarloki bílanna geri konur við stýrið sérstaklega frekar, óeirn- ar og óþolinmóðar“. En eru karlar á rauðum bílum hættulegir? Stella gleymdi að gá að því. Varast skal konur á rauðum bílum » [K]om fram aðkonur á rauðum bíl- um væru sérstaklega hættulegar ef þær væru framagjarnar og byggju við fjölskylduvanda. Kona á rauðum bíl Eins gott að mæta þessari ekki í umferðinni, greinilega stórhættuleg kona!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.