Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 33
karl – fylgdist með dægurmálunum, pólitíkinni og hvað afkomendur hans voru að gera alveg til lokadags – við komum aldrei að kofunum tómum hjá afa – hann hafði skoðun á öllu og setti sig inn í umræðuna. Hrafnhild- ur Erna minnist langafa sem afans sem gaf henni sykurmolana og gaf henni í nefið. Í minningabókinni sem hún skrifaði á dánardegi hans skrif- aði hún: Langafi minn var góður afi og skemmtilegur, hann sagði mér alltaf sögur, bless afi hér, en samt verður hann alltaf hjá mér. Við lát- um það vera kveðjuorð okkar til Hadda afa – og biðjum að heilsa Sól- eyju ömmu – núna siglið þið saman á ykkar fleyi. Hávarður, Katrín Olga, Hrafn- hildur Erna og Baldur Breki. Hávarður Olgeirsson kvaddi lífið með táknrænum hætti. Skipstjórinn reyndi og happasæli, lauk lífsgöngu sinni að morgni sjómannadags. Fán- arnir sem jafnan eru dregnir við hún hvarvetna á einum helsta hátíðar- degi ársins, drúptu nú í hálfa stöng í Víkinni okkar. Bolvíkingar kvöddu með þakklæti og eftirsjá mann sem hafði sett svo mikið mark sitt á byggðarlagið með störfum sínum. Hugurinn hvarflar til æskuár- anna. Frá Bolungarvík voru gerðir út öflugir línubátar undir skipstjórn mikilla afreksmanna. Þeir sóttu fast, en þótt kappi þeirra fylgdi ætíð forsjá, létu þeir ekkert tækifæri ónotað til þess að sækja björg í bú byggðarlagsins. Það átti líka allt sitt undir störfum þessara manna. Fyrir tilverknað þeirra efldist Bolungarvík ekki síst. Þeir áttu sinn mikla þátt í að hver einasta vinnufús hönd hafði nóg að gera og oftast ríflega það. Við samferðamennirnir og eftirlifendur minnumst þessara góðu afreks- manna með virðingu og þakklæti. Hávarður Olgeirsson var borinn og barnfæddur Bolvíkingur. Varð fyrst skipstjóri á Hugrúnunni, ein- um af Svíþjóðarbátunum sem svo voru kallaðir. Hann tók síðan við nýrri Hugrúnu, sem undir hans skip- stjórn var mikið happaskip. Á þess- um bátum var hann bæði á línu- og síldveiðum. Undir skipstjórn Háv- arðar á Særúnu árið 1971, var í fyrsta sinn hér við land gerð tilraun til loðnuveiða í flottroll, að frum- kvæði föður míns, Guðfinns Einars- sonar útgerðarmanns. Við innreið skuttogaraaldarinnar í Bolungarvík í febrúar 1975 þegar nýsmíðuð Dag- rúnin kom siglandi fánum prýdd frá Frakklandi varð Hávarður Olgeirs- son skipstjóri með Vilhelm S. Ann- assyni, sem lést nýverið langt um aldur fram. Umskiptin að fara af línuveiðum á togveiðar voru örugglega heilmikil fyrir Hávarð. En hann stóð undir því trausti eins og öðru. Hann var mikill aflamaður á trollinu rétt eins og lín- unni og farsæll með afbrigðum. Þessi lágvaxni og hógværi maður lét ekki mikið fyrir sér fara, en virðing manna fyrir honum var mikil. Þegar mest gekk á flautaði hann bara lag- stúf og hélt fumlaust áfram störfum sínum. Við merktum sjaldnast lag, en þessir tónar sem við námum frá honum komu manni í gott skap og við brostum hver til annars þegar svona stóð á. Þegar Hávarður lauk happadrjúg- um skipstjóraferli sínum var hann með elstu togaraskipstjórum í flot- anum. En hann lagði ekki árar í bát. Hann keypti sér smábát og hóf að róa, þá kominn vel á sjötugsaldurinn. Hann sótti af kappi alveg frá því að hann setti á flot á vorin og fram á haust. Ungu og kappsömu sjómönn- unum í Bolungarvík gaf hann ekkert eftir og er þá mikið sagt. Haust hvert hafði hann á orði að þetta yrði nú sitt síðasta sumar á sjónum en það fór á aðra leið. Sjórinn seiddi hann til sín líkt og hann hafði gert frá barnsaldri. Hávarður Olgeirsson var mikið valmenni. Þeir faðir minn áttu sam- starf mestalla starfsævi sína, enda á líkum aldri. Við fjölskylda mín send- um ættingjum hans og aðstandend- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning þessa mikla sómamanns. Einar K. Guðfinnsson. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Af bljúgum huga og miklum kærleika minnumst við systkin- in kærs vinar og sam- ferðarmanns, sem kom inn í líf okkar á þann hátt að okkur þótti hann alltaf hafa verið þar. Þeir faðir okkar áttu sér báðir þann draum að gera veg kirkj- unnar á Kálfatjörn sem mestan og bestan. Í upphafi var reyndar faðir okkar stuðningsmaður annars fram- bjóðanda, en þar breytti engu, er það var af staðið, tekist var í hendur og óskað til hamingu og nýi presturinn boðinn velkominn. Þeir ákváðu að vinna gömlu kirkjunni og söfnuðinum af alhug og öllu hjarta. Skömmu eftir að Bragi tók við störfum varð hörmulegur atburður í fjölskyldu okkar. Faðir okkar lagði þá til að hann yrði fenginn til hjálpar. Það erfiða verkefni tókst hann á hendur af þvílíkri varfærni að vand- séð er að betur hefði verið hægt að gera. Hann og hans góða kona Katrín umvöfðu okkur af kærleika og um- hyggju. Gleðistundir urðu líka marg- ar og þegar við eldri stelpurnar tók- um Höfðann á leigu sumarið ’68 og vorum með allt krakkastóðið okkar þar, hafði séra Bragi það fyrir sið að heimsækja okkur þangað og voru þá ekki sparaðar pönnukökur og krem- kex. Kaffið hefði að vísu oft mátt vera betra, en hann drakk það af stakri kurteisi og lét sem ekkert væri. Hann reytti af sér brandara og sagði okkur kímnisögur og hló svo að það drundi í litlu baðstofunni. Sem áður var sagt var mjög kært með þeim vinunum og öll preststörf vann hann fyrir okkur. Þeir fóru saman á fundi og ráðstefnur og ekki leiddist þeim að úða í sig alls- konar góðgæti í eldhúsinu hjá mömmu. Sóknarnefndarfundir voru oft haldnir heima og þar teknar stór- ar ákvarðanir, meðal annars varð- veisla og viðgerðir á gömlu, fallegu kirkjunni okkar Kálfatjörn. Faðir okkar veiktist alvarlega 1980 og greindist í kjölfarið með lungna- krabbamein, það var öllum mikið áfall en vinskapur þeirra hnýttist enn fastar. Þeir ræddu saman alveg eins og áður, hlógu og gerðu að gamni sínu en öll vissum við í hvað stefndi, það tók í hnúana. Stuðningur þeirra Katrínar við mömmu okkar á þeim tíma og alla tíð síðan verður aldrei þakkaður sem skyldi. Faðir okkar lést ári síðar en vinskapurinn góði færðist yfir til okkar systkinanna. Móðir okkar mat hann mikils og þótti okkur mjög vænt um að hann var með okkur á kveðjustund hennar hér á jörð. Vinurinn okkar góði hefur kvatt um stund. Sárt mun hans saknað af elsku Katrínu og fjölskyldu hans allri. Við vottum þeim innilega sam- úð, með þakklæti fyrir þá gæfu að hafa fengið að ganga með honum spöl á veginum. Veri hann Guði falinn um tíma og eilífð. Fyrir hönd Ástu og Jónsbarna frá Höfða, Þórunn Jónsdóttir. Einstakur öðlingur og góður vinur hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn og mjög svo óvænt. Kynni okkar náðu nær því yfir alla ævi mína. Bragi var fæddur á Ísafirði en ég kallaði hann ávallt Siglfirðing, enda ólst hann þar upp að mestu leyti. Og þaðan man ég hann fyrst, glæsilegan ungan mann, frækinn í flestum íþróttagreinum og öðrum mönnum myndarlegri. Þá man ég hann vel árið sem við vorum báðir í MA, ég í 2. bekk, hann í 6.bekk. Ekki amalegt fyrir strák- linginn að vera valinn í boðhlaups- Bragi Reynir Friðriksson ✝ Bragi ReynirFriðriksson fædd- ist á Ísafirði 15. mars 1927. Hann lést á Landspítalanum 27. maí 2010. Útför Braga var gerð frá Vídal- ínskirkju 8. júní 2010. sveit skólans með verðandi stúdent og besta hlauparanum, Braga. Við minntumst þessa löngu síðar þeg- ar við spörkuðum bolta og stunduðum leikfimi saman í gamla Flata- skóla á sjöunda áratug síðustu aldar. Og Garðbæingar höfum við svo verið í hálfa öld, Bragi raunar tveimur árum betur. Og hér í bæ höfum við átt margvíslegt samstarf öll þau árin. Séra Bragi var kjörinn prestur í Garðaprestakalli við stofnun þess ár- ið 1966 og gegndi því starfi til loka embættisferils 1997, við miklar vin- sældir sóknarbarna. Hann hafði þá, er hann var kjörinn, verið búsettur í sveitarfélaginu um átta ára skeið. Þann tíma og ætíð síðan var hann boðinn og búinn til að sinna hinum ýmsu málum sem til framfara horfðu í vaxandi bæjarfélagi. Einkum áttu æskulýðsmál hug hans. Hann var einn forgöngumanna um stofnun Stjörnunnar, lagði hönd á plóg með skátunum, var fljótt kallaður til for- mennsku í skólanefnd, við stofnun Tónlistarfélagsins, Rótarýklúbbsins, og svona mætti áfram telja. Hvar sem hann fór var hann í forystu, ekki aðeins mikill að vallarsýn, heldur stór í hugsun og hafði hugsjónir sem hrifu alla. Hann er einn ljúfasti maður sem ég hef kynnst um dagana. Á mínum fyrstu árum í Garðabæ var fáum ráð- um ráðið án samfunda við séra Braga. Hann gekk hér í ýmis störf að minni beiðni. Nefnt hef ég skóla- nefnd, Tónlistarskólann, og bæti við stofnun bókasafnsins, æskulýðs- og menningarmálum og nánast hverju því sem til framfara horfði. Eitt vil ég sérstaklega nefna þar sem við áttum einstakt samband fram á síðustu daga. Það var sam- starf okkar í Rótarýhreyfingunni. Við urðum þar báðir félagar í Rótarý- klúbbi Hafnarfjarðar árið 1963. Svo þegar mér var falið að gangast fyrir stofnun klúbbs í Garðabæ og Álfta- nesi árið 1965 fékk ég séra Braga til aðstoðar við að safna félögum í klúbb- inn. Þar var hann góður liðsmaður. Hann var hinn þriðji til að gegna for- setastarfi og var mótandi um framtíð klúbbsins. Allt til síðasta dags hafði hann brennandi áhuga á klúbbstarf- inu. Saman unnum við síðustu daga hans að nýju samfélagsverkefni, sem tók hug hans allan. Því verkefni var nær lokið við fráfall hans og hans hlutur í því að fullu gerður. Á áttræðisafmæli séra Braga kom út bókin „Fórnfús frumherji“, meist- araprófsritgerð hans við Háskóla Ís- lands, um frumherja meðal Vestur- Íslendinga. Ótrúlegt afrek af svo rosknum manni. Innilegar samúðarkveðjur flyt ég konu hans og fjölskyldu allri. Ólafur G. Einarsson. Sr. Bragi Friðriksson er fallinn frá, öllum harmdauði er hann þekktu. Í gegnum árin áttum við oft samvinnu á kirkjulegum vettvangi. Fljótt skap- aðist sú hefð að við fórum að athöfn- um loknum, giftingum, skírnum eða öðrum slíkum, á næsta kaffihús. Á þessum stundum var margt spjallað sem mér er dýrmætt í minningunni, en sr. Bragi var maður sem hafði mikið að gefa. Þegar við kynntumst, var hann sóknarprestur í stóru prestakalli og prófastur Kjalarness- prófastsdæmis. Sr. Bragi var frábær stjórnandi, ástsæll prestur og stýrði prófastsdæminu með góðri skipu- lagningu og af hinum mesta mynd- arskap. Sem ungur prestur þjónaði hann söfnuðum í Íslendingabyggðum Kanada og var þar sem annars staðar afar vel látinn. Eitt sinn hringdi sr. Bragi til mín og bað mig vera far- arstjóra í ferð sem hann hafði milli- göngu með. Þar var á ferðinni kór frá Kanada, sem var hér í tónleikaferð. Þetta var hin eftirminnilegasta ferð, einkum leiðin yfir Sprengisand í besta veðri, en þar hafði sr. Bragi aldrei farið áður og naut hann þess mjög. Eftir að hann lét af embætti var enn leitað til hans um athafnir, meira en hann kærði sig um, því hann sneri sér að námi og skrifaði merka mastersritgerð um kristnihald hjá Ís- lendingum í Vesturheimi. Oft hitt- umst við við sérathafnir, nú síðast í vetur leið, er hann kallaði mig til vegna skírnar. Greinilegt var að lík- amskraftar fóru þverrandi, en enginn bilbugur á honum andlega. Saga þessa merka kirkjuhöfðingja er öll, en eftir lifir minningin um góðan dreng og allt hans merka starf sem hann vann á sinni löngu og farsælu ævi. Ég votta eiginkonu hans Katrínu Eyjólfsdóttur og ástvinum öllum mína dýpstu samúð og þakka vinátt- una við sr. Braga Friðriksson. Kjartan Sigurjónsson. Kveðja frá sóknarnefnd Bessastaðasóknar Margar góðar minningar eigum við sem starfað höfum í sóknarnefnd- inni um samstarfið við sr. Braga Friðriksson sóknarprest og síðar prófast. Það var lærdómsríkt og hvetjandi að upplifa áhuga hans fyrir safnaðarstarfi og skynja að fram að starfslokum og jafnvel lengur var hugur hans frjór og sívakandi yfir því sem hægt væri að gera til eflingar safnaðarstarfi í prófastdæminu. Má þar nefna sumardaga sóknarinnar sem haldnir hafa verið í yfir 30 ár og hafa vaxið og eflst jafnt og þétt fram á þennan dag. Sumardagarnir standa yfir í viku í senn og þar býður sóknin upp á skemmtun og fræðslu fyrir börn á skólaaldri. Einnig skal getið um hinn árlega kirkjudag sem hald- inn er í október ár hvert og að efla líknarsjóð Álftaness sem stutt hefur marga sem glímt hafa við erfiðleika af ýmsum toga, svo sitthvað sé nefnt. Samband sr. Braga við sóknarbörn sín var traust og átti hans ljúfa fram- koma og vinátta stóran þátt í því hve auðvelt honum reyndist að fá fólk með sér til að koma í verk hans fjöl- mörgu hugmyndum um vöxt og efl- ingu starfsins í sókninni. Við minn- umst sr. Braga Friðrikssonar með virðingu og þakklæti fyrir góð kynni og trausta forystu um langt árabil. Frú Katrínu og fjölskyldu þeirra sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hallgrímur Viktorsson og María Sveinsdóttir. Í örfáum orðum minnist ég nú sr. Braga Friðrikssonar. Frá því ég gerðist klúbbmeðlimur í Rótarý- klúbbnum Görðum í Garðabæ árið 2001, hefur okkar frábæri prestur og félagi sr. Bragi verið mjög virkur þátttakandi í því góða starfi sem Rót- arýhreyfingin stendur fyrir. Á síð- ustu vikum og mánuðum hafði hann ásamt Ólafi G. Einarssyni klúbb- félaga verið að vinna að verkefni sem þeir höfðu átt hugmyndina að og sýndi sig þá hversu umhugað sr. Braga var um að vanda vel til verka og ljúka því á tilsettum tíma. Sr. Bragi var einn af stofnfélögum í klúbbnum og hafði hann gegnt öllum trúnaðarstörfum í Rótarýklúbbnum, hann var þriðji forseti klúbbsins frá árinu 1967-1968, hann hlaut hina virtu Paul Harrys-orðu Rótarýhreyf- ingarinnar árið 1996, hann var gerður að heiðursfélaga í klúbbnum árið 1997 og svo árið 2001 var hann gerður að fyrsta heiðursborgara Garða- bæjar. Á síðustu jólum þjónaði sr. Bragi í jólamessu okkar Rótarýmanna í Garðabænum og var það í 43. sinn sem hann sá um þessa athöfn og hef- ur það verið alveg ómissandi þáttur í okkar starfi, við kunnum honum okk- ar bestu þakkir fyrir þær góðu stund- ir ásamt öllum hans góðu verkum. Fyrir hönd klúbbsins votta ég eft- irlifandi eiginkonu hans Katrínu og fjölskyldunni og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Það verður mikill missir að sr. Braga. Minningin lifir um góðan mann. F.h. Rótarýklúbbsins Görðum, Klara Lísa Hervaldsdóttir, forseti 2009-2010. Kveðja frá Kór Vídalínskirkju Með nokkrum ljóðlínum viljum við félagar úr Kór Vídalínskirkju kveðja sr. Braga Friðriksson fyrrverandi sóknarprest í Garðasókn. Ljóðið var séra Braga sérlega kært og lét hann oft flytja það við kirkjulegar athafnir. Ég helga þér, Kristur, minn hug og önd. Mér hjálpar, mig styrkir þín bróðurhönd. Mín bæn og minn söngur mig bera til þín. Ó, blessa þú, Jesú, öll störfin mín. Ég helga þér sporin mín hvar sem ég fer. Mín helgasta þrá er að lifa þér. Í húmskuggum dauðans þín hönd sé nær. Mitt himneska ljós vertu, Jesú kær. Minn konung, Jesú Kristur, ég kalla einan þig. Því skærum dýrðarskrúða þú skrýðir sekan mig. Og frjáls úr heimsins fjötrum ég faðma krossinn þinn. Þú breiðir faðminn bjarta þinn og blessar veginn minn. (Árelíus Níelsson) Minningin um góðan mann lifir í hjörtum okkar allra og vottum við fjölskyldu hans og ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Gísli B. Ívarsson, formaður. Nú er látinn séra Bragi Friðriks- son fyrrverandi prestur í Kálfatjarn- arkirkju á Vatnsleysuströnd. Við í sóknarnefnd kirkjunnar viljum fyrir hönd safnaðarins minnast hans í nokkrum orðum. Séra Bragi þjónaði sókninni í þrjá- tíu ár, frá 1967-1997. Þann tíma sinnti hann öllum störfum sínum af alúð og festu þannig að um verk hans ríkti alltaf sátt. Hann kenndi einnig við Brunnastaðaskóla á Vatnsleysu- strönd um árabil bæði kristinfræði og ensku. Sóknarbörnum í Kálfatjarnar- sókn reyndist séra Bragi einstaklega vel. Hann lagði sig fram um að leysa hvern þann vanda sem fólk kom með til hans. Hann var einstakur sátta- semjari og átti gott með að sætta sjónarmið á þann hátt að engum þætti á sig hallað. Góðmennskan geislaði af honum hvar sem hann var og hann hafði lag á að setja sig í spor annarra og mæta þeim þar sem þeir voru staddir, hvort sem var í sorg eða gleði. Séra Bragi var ekkert sérlega nýj- ungagjarn en þegar aðstæður leyfðu taldi hann ekki eftir sér að fara ótroðnar slóðir. Fyrsta messan hans í sókninni var til að mynda haldin und- ir beru lofti á flötunum undir Voga- stapa rétt fyrir utan þorpið í Vogum. Messan var haldin í samráði við skát- ana og var hluti af starfi þeirra. Margt fólk hafði safnast saman í góðu veðri og það nýtti séra Bragi sér til að til að halda sína fyrstu guðsþjónustu. Þannig leitaði hann ávallt leiða til að nálgast sóknarbörn sín með þann boðskap sem hann talaði fyrir. Í guðsþjónustum var séra Bragi ein- stakur prestur. Hann hafði gríðar- lega fallega og þróttmikla söngrödd. Þegar hann söng eða tónaði náði það til fólksins og þegar hann tónaði á jól- um muna sóknarbörnin ennþá hvern- ig litla kirkjan á Kálfatjörn fylltist þannig að enginn sem á hlýddi var ósnortinn. Á mannamótum notaði hann einnig sönginn, var hann hress og kátur og tók lagið á léttari nótum. Eftir að hann fór frá sókninni leit- uðu mörg sóknarbörn til hans eftir prestverkum. Hann hafði líka sam- band við marga til að spyrja frétta. Hann hafði áhuga á fólki og lagði sig fram um að halda tengslum við söfn- uðinn sinn að Kálfatjörn. Með þessum orðum viljum við þakka séra Braga fyrir störf hans í þágu íbúa í Vogum og Vatnsleysu- strönd. Minning hans lifir hér í sókn- inni og fyrir það erum við þakklát. Við sendum aðstandendum samúð- arkveður og biðjum Guð að styrkja þá í sorginni. Fyrir hönd safnaðarins í Kálfa- tjarnarkirkju, Helgi Davíðsson.  Fleiri minningargreinar um Braga Reyni Friðriksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.