Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðhorf ríkis-stjórnar-innar til
vanda heimilanna í
landinu kristallast
í eftirfarandi um-
mælum sem for-
sætisráðherra lét falla á Al-
þingi í vikunni: „Það er hægt að
lesa það út úr útreikningum
Seðlabankans að í stað þess að
bankahrunið hafi fjölgað heim-
ilum í vanda um að minnsta
kosti 9.000, hefði ekkert verið
að gert, þá stefnir í að fjölgunin
verði lítil sem engin.“
Staðreynd málsins er vita-
skuld sú, eins og flestir þekkja
á eigin skinni, að fjárhagsstaða
heimilanna í landinu er miklu
verri en hún var fyrir banka-
hrun. Að halda því fram að
fjölgun heimila í vanda verði
„lítil sem engin“ er í besta falli
mikill misskilningur. Margir
hafa furðað sig á aðgerðaleysi
ríkisstjórnarinnar, en ef ráð-
herrum hefur tekist að sann-
færa sig um að þeir hafi náð
slíkum tökum á vandanum er
ekki mikil von til að þeir taki
sig á. Ef menn berja hausnum
við steininn og neita að við-
urkenna að fjölskyldurnar í
landinu eiga um sárt að binda
er ekki að undra þótt skjald-
borgin hafi verið meiri í orði en
á borði.
Einn mælikvarði á fjárhags-
stöðu fjölskyldnanna í landinu
er mikil fjölgun á vanskilaskrá
Creditinfo. Frá ársbyrjun 2008
hefur fjölgað um ríflega þriðj-
ung á vanskilaskránni og þar
eru nú um 22.000 manns. Að
óbreyttu gerir Creditinfo ráð
fyrir að átta þúsund ein-
staklingar til viðbótar lendi í al-
varlegum vanskilum næsta árið
og þá verður tíundi hver Íslend-
ingur kominn á vanskilaskrána.
Margfalt fleiri heimili en
þessar tölur gefa til kynna eru í
alvarlegum vanda
og ná ekki endum
saman. Marinó G.
Njálsson, stjórn-
armaður í Hags-
munasamtökum
heimilanna, telur
til að mynda að í það minnsta
35% heimila séu í miklum
vanda og að líkast til sé hlut-
fallið allt að 60%.
Erfitt er að skilja hvernig
ríkisstjórnin getur verið svo
úr tengslum við almenning í
landinu að hún telji fjárhags-
stöðu heimilanna með þeim
hætti sem lesa má úr ofanrit-
uðum orðum Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Óskhyggjan villir
mönnum oft sýn og kann að
skýra þetta að hluta. Önnur
ástæða er sennilega að ríkis-
stjórnin hefur allt frá því hún
tók við verið upptekin af auka-
atriðum eða jafnvel af málum
sem beinlínis eru skaðleg
þjóðinni. Nægir í þessu sam-
bandi að nefna baráttu rík-
isstjórnarinnar fyrir því að ís-
lenskir skattgreiðendur taki á
sig skuldir þrotabús Lands-
bankans og að Ísland sæki um
aðild að Evrópusambandinu.
Fjöldi minni mála og gælu-
verkefna, sem ekkert hafa
með vanda heimilanna eða
endurreisn efnahagslífsins að
gera, hafa einnig orðið til að
beina athygli stjórnvalda frá
því sem máli skiptir.
Breyti ríkisstjórnin ekki af-
stöðu sinni til þeirra mála sem
brenna heitast á íslenskum al-
menningi er ljóst að hún á ekk-
ert erindi. Haldi þingmenn
Samfylkingar og Vinstri
grænna áfram að styðja hana
getur hún að vísu setið áfram.
Þá verða ráðherrastólarnir
hins vegar dýru verði keyptir
og ríkisstjórnin festir sig þá í
sessi sem helsti vandi heim-
ilanna.
Forsætisráðherra er
algerlega úr
tengslum við kjör
almennings}
Helsti vandi heimilanna
Forstjóri Hagasendir
Morgunblaðinu
„leiðréttingu“ um
fyrirtækið og sér-
stakur trúnaðar-
maður Arion
banka, Jóhannes
Jónsson, fer með stóryrðum á
vefnum. „Leiðréttinguna“
væri nær að kalla útúrsnún-
ing því allir vita hvernig sem
látið er hvar fyrirtækið er
statt í dag og hvers vegna.
Um stóryrði hins sérstaka
talsmanns Arion banka þarf
ekki að hafa mörg orð en sá
banki styrkir örugglega stöðu
sína í hinni fordæmdu fortíð
með slíkum trúnaðarmanni.
Hitt er hins vegar mikið um-
hugsunarefni.
Hvers vegna
verða þeir svona
argir Haga-
forstjórinn og
hinn sérstaki tals-
maður Arion
banka yfir orðum í
leiðara Morgunblaðsins? Þeir
hafa jú báðir haldið því fram
að nánast enginn lesi blaðið
og þess vegna leyfi Arion
banki þeim að dæla peningum
í einkafyrirtæki mannanna
sem hlupu frá eitt þúsundum
milljörðum króna og landinu í
rúst yfir í stórhýsi sín og vill-
ur í Ameríku. Sú ákvörðun
var algjörlega byggð á við-
skiptalegum forsendum. Eða
var það ekki?
Voru hinar við-
skiptalegu for-
sendur ekki við-
skiptalegar þegar
allt kom til alls?}
Um leiðréttingu O
rðanotkun í fjölmiðlum er áhuga-
vert rannsóknarefni. Orðræða
sem svo er kölluð, það hvaða orð
notuð eru í umræðu, hvernig þau
eru notuð og í hvaða samhengi,
getur haft úrslitaáhrif á það hvaða skilaboð
komast til þess sem les, horfir á eða hlustar.
Eða hvað?
Frá hruninu 2008 hafa bæði embættismenn
og þingmenn sagt af sér. Sem dæmi hafa
ráðuneytisstjóri, bæjarstjóri og þingkona sagt
af sér embættum vegna ólíkra mála. Ekki er
ætlunin að leggja mat á það hvort þeir eða
þær sem tekið hafa pokann sinn á undan-
förnum misserum hafi verðskuldað slíkan
endi á sínum ferli í stjórnsýslu eða stjórn-
málum. En það er þess virði að skoða hvað var
sagt við brottför af vettvangi.
Ráðuneytisstjórinn sem sagði af sér vegna hlutabréfa-
viðskipta gerði það vegna þess að „umfjöllun um við-
skiptin … og um athugun á þeim hafi truflandi áhrif á
hans daglegu störf,“ eins og sagði í bréfi sem birt var í
fjölmiðlum á sínum tíma. Það var semsagt umfjöllunin
sem olli afsögninni, ekki það sem fjallað var um.
Þingkona sagði nýverið af sér vegna þess að hún taldi
að „umræða um fjármögnun kosningabaráttu … í tveim-
ur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vanga-
veltur um eðli hennar yfirgnæfi öll mín störf á þingi.“
Með öðrum orðum voru það ekki styrkirnir sjálfir eða
upphæðir þeirra sem voru ástæða afsagnarinnar, heldur
umræða og vangaveltur um þá.
Bæjarstjórinn sem sagði af sér eftir tap í
kosningunum sagði þegar hún felldi úr gildi
umdeildan kaupmála að hún gerði það til að
„taka af öll tvímæli.“
Þetta tiltekna orðalag virðist reyndar njóta
talsverðra vinsælda þegar menn vilja ekki
kveða sérlega fast að orði. Forstjóri Orku-
veitu Reykjavíkur segir nú þegar greint hef-
ur verið frá milljóna króna bílakaupum fyrir-
tækisins fyrir útvalda starfsmenn að þau
„orki tvímælis.“ Ekki að kaupin séu út í hött,
ekki að gerð hafi verið mistök með því að
leyfa kaupin. Nei, þau bara orka tvímælis og
af þeirri ástæðu ætlar forstjórinn að taka
kaupin til skoðunar.
Var „umfjöllunin“ um hlutabréfakaup
ástæða þess að ráðuneytisstjórinn vék? Var
„umfjöllun um athugun“ á þeim ástæðan? Steig þingkon-
an niður sökum þess að „umræða“ fór fram um mál
hennar í fjölmiðlum? Af því að „vangaveltur um eðli“
komu upp? Og voru „tvímæli“ ástæða þess að kjósendur
gagnrýndu bæjarstjórann fyrir kaupmálann?
Orðalag getur haft áhrif, en þegar notkun orðanna er
svo fullkomlega á skjön við þann skilning sem venjulegt
fólk leggur í umfjöllunarefnin, þá skiptir í raun litlu
hvaða nöfnum hlutirnir eru kallaðir.
Eða hvað ætli þurfi að gera til að fólkið í borginni verði
sátt við átta milljóna króna jeppa fjármálastjórans?
Taka af honum öll tvímæli? eyrun@mbl.is
Eyrún
Magnúsdóttir
Pistill
Af tvímælum og öðrum ummælum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Ó
líklegt þykir að sátt náist
um hvalveiðar á fundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins
sem hefst Agadir í Mar-
okkó 21. júní næstkom-
andi. Fáist engin niðurstaða um stjórn
veiðanna helst ástand hvalveiða
óbreytt.
Vonir stóðu til að málamiðlunar-
tillagan milli þeirra ríkja sem eru fylgj-
andi hvalveiðum og þeirra sem eru
þeim andvíg næði fram að ganga á árs-
fundinum. Tólf ríki voru fengin til að
semja málamiðlunartillögu og átti Ís-
land sæti í þeim hópi.Viðræðurnar skil-
uðu ekki tilsettum árangri sem leiddi
til þess að formaður Alþjóðahval-
veiðiráðsins og varaformaður tóku til-
lögurnar upp á sína arma.
Málamiðlunartillaga þeirra verð-
ur tekin fyrir á ársfundinum í næstu
viku.
Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Ís-
lands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir
tillöguna meðal annars fela í sér bann
við milliríkjaviðskiptum með hvala-
afurðir. Íslensk stjórnvöld hafi lýst því
yfir að tillagan sé óásættanleg.
Auk viðskiptatakmarkana segir
Tómas að hvalveiðikvótarnir sem lagð-
ir séu til í tillögunni séu langt undir
sjálfbærnimörkum samkvæmt vís-
indalegri ráðgjöf.
Óásættanlegt viðskiptabann
Umrædd tillaga gerir ráð fyrir ár-
legum kvótum fyrir Ísland upp á 80
langreyðar og 80 hrefnur.
„Íslensk stjórnvöld eru ekki
reiðubúin að ræða takmörkun hval-
veiða nema tillagan um viðskiptabann
verði tekin af borðinu,“ segir Tómas H.
Heiðar. Til samanburðar hljóði ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar upp á 200
langreyðar og 200 hrefnur á ári.
„Ljóst er að málamiðlunartillagan
er óásættanleg fyrir Ísland í núverandi
formi, enda gerir hún ráð fyrir því að
milliríkjaviðskipti með hvalaafurðir
verði bönnuð,“ segir Tómas.
Íslendingar lifi af útflutningi sjáv-
arafurða og geti því af prinsipp-
ástæðum ekki fallist á bann við við-
skiptum með sjávarafurðir sem aflað
sé með sjálfbærum hætti.
Þar við bætist að viðskipti falli al-
farið utan valdsviðs Alþjóðahval-
veiðiráðsins. Tómas segir að flest ríki
sem andstæð séu hvalveiðum hafi hafn-
að málamiðl-
unartillögu for-
manns og
varaformanns
Alþjóðahvalveiði-
ráðsins á þeim for-
sendum að þau
væru mótfallin
hvalveiðum al-
mennt.
Flest frið-
unarsamtök sem fjalli um hvalveiðar
hafi einnig fordæmt tillöguna og ljóst
þyki að mörg þeirra megi ekki til þess
hugsa að málamiðlun náist innan ráðs-
ins milli ríkja sem fylgjandi eru hval-
veiðum og ríkja sem eru þeim andvíg.
„Einu myndi gilda þótt fyrir lægi
að málamiðlun fæli í sér aukna hvala-
vernd og minni hvalveiðar en ella.
Mörg þessara samtaka eru öfgafull,
stjórnast af peningalegum hagsmunum
og þrífast á deilu áðurnefndra ríkja og
ófriði innan ráðsins,“ segir Tómas.
Óbreytt ástand
Tómast H. Heiðar segir að Ísland
muni á uppbyggilegan hátt taka þátt í
samningaviðræðum á ársfundinum í
Agadir til að stuðla að málamiðlun en
afstaða áðurnefndra ríkja og frið-
unarsamtaka gefi því miður ekki
ástæðu til bjartsýni um að samkomulag
náist.
Eins og staðan sé í dag þá hafi Al-
þjóðahvalveiðiráðið enga stjórn á hval-
veiðum í heiminum að undanskildum
frumbyggjaveiðum og fátt bendi til
breytinga í þeim efnum.
Morgunblaðið/Golli
Hvalveiðar Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiði-
ráðinu, segir Íslendinga ekki geta fallist á viðskiptatakmarkanirnar.
Málamiðlunarvið-
ræður sigldu í strand
Umdeildar veiðar
» Ólíklegt er að sátt náist um
stjórn hvalveiða á ársfundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins.
» Málamiðlunartillaga gerir
ráð fyrir því að milliríkjaviðskipti
með hvalaafurðir verði bönnuð.
» Íslensk stjórnvöld telja þá
niðurstöðu óásættanlega.
» Stjórnvöld segja hvalveiði-
kvótana sem lagðir séu til í til-
lögunni langt undir sjálfbærni-
mörkum samkvæmt vísinda-
legri ráðgjöf.
» Formlega er bann Alþjóða-
hvalveiðiráðsins frá 1982 í fullu
gildi.
» Nú hefur Alþjóðahvalveiði-
ráðið enga stjórn á hvalveiðum í
heiminum að undanskildum
frumbyggjaveiðum.
» Noregur og Ísland stunda
löglegar veiðar í atvinnuskyni á
grundvelli mótmæla og fyrir-
vara við hvalveiðibannið frá
1982.
» Japanir stunda vísinda-
veiðar á grundvelli 8. gr. al-
þjóðasamningsins um stjórnun
hvalveiða (stofnsamnings ráðs-
ins).
Tómas H. Heiðar