Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 18
„Fólk hefur alltaf verið svolítið feimið við að kaupa sér dýra hluti, sérstaklega svona hluti. Það hefur ekki breyst að mínu mati. Ég hef á tilfinningunni að fólk hafi jafnvel verið að kaupa hluti erlendis sem það vill ekki vera að kaupa fyrir framan aðra í Frí- höfninni. Þegar það kaupir sér dýr úr á t.d. milljón getur það spurst út,“ segir Sævar Jóns- son í Leonard. Feimið og ríkt FORÐAST UMTALBAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það kemur nýtt módel í haust sem verður slegist um, Rolex Submari- ner. Ég er byrjaður að skrá menn niður á biðlista fyrir úrinu,“ segir Frank Michelsen, úrsmiður á Lauga- vegi, um eftirspurnina eftir úrunum frægu á tímum þegar aðhald og nið- urskurður eru í algleymingi. Gangurinn í sölunni í verslun Michelsen-fjölskyldunnar er dæmi um hvernig lúxusmarkaðurinn hefur staðið af sér kreppuna þótt allra dýr- ustu vörur gangi nú sjaldnast út. „Ég sel mjög vel af þessum vönd- uðu úrum eins og Rolex. Ég sel kannski minna af þessum dýrari úr- um en meira af þeim ódýrari. Ég er með meira úrval og fleiri stykki á lag- er en ég var með fyrir hrun. Það vantar toppana. Fyrir hrun seldi ég töluvert af úrum fyrir 4-5 milljónir. Það eru úr sem ég er ekki lengur með á lager. Það er hins vegar töluverð sala á úrum í dag fyrir 1-2 milljónir,“ segir Frank. „Kemur þægilega á óvart“ – En kemur þetta Frank á óvart? „Já. Sala á slíkum úrum til Íslend- inga kemur þægilega á óvart. Ég átti von á að þetta yrði krappari dýfa.“ – Er ekki að koma í ljós að það er töluvert af fólki sem hefur það fínt? „Það er fullt af peningum í umferð og töluvert af fólki sem kaupir Rolex sem fjárfestingu. Menn eru líka að kaupa þetta til að njóta,“ segir Frank sem kveðst hafa haft spurnir af því að Daytona-lúxusúr sem kosti nýtt um 1.450 þúsund krónur út úr búð hér á landi hafi verið selt með um 500.000 króna hagnaði erlendis. Þrátt fyrir slíkar sögur telur Frank ekki stóran hluta kaupenda að lúxusúrum vera í leit að gjaldeyri. Sala á skartgripum aukist Aðra sögu er að segja í versluninni Leonard þar sem verulega hefur dregið úr sölu á dýrustu úrunum, á borð við Breitling, sem kosta allt upp undir tvær milljónir króna. Engu að síður segir Sævar Jóns- son, annar eigenda Leonard, nóg að gera í versluninni sem selji reglulega úr sem kosti um og yfir 100.000 kr. „Skartgripasalan er mjög sterk hjá okkur og hún hefur aukist. Ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér. Fólk er ekki að kaupa bíla, hús eða húsgögn. Það hefur algerlega hrunið. Öll verslun er komin innan- lands sem munar gríðarlega um. Mín kenning er sú að fólk hætti ekki að gefa hvað öðru fallega hluti. Það er kannski meira um að fólk gefi svona hluti og spari þá fyrir þeim á móti annars staðar.“ Að mestu sloppið við kreppuna Sævar segir kreppuna hafa haft minni áhrif á veltuna en hann hélt. „Ég held að við höfum að mestu sloppið við þetta. Sölutölur sýna það. Dýrari vörurnar seljast frekar í verslun okkar í Fríhöfninni þar sem fólk sér sér hag í því að fá tollinn og virðisaukann af. Það hefur breyst svolítið mynstrið í bænum en ég verð að segja að salan hefur ekki minnkað. Hún hefur aukist, ef eitthvað er. Mynstrið er öðruvísi. Fólk kaupir ódýrara en meira. Það er það sem er svo skrítið,“ segir Sævar sem telur aðspurður að hlutfall útlendinga í kúnnahópnum hafi lítið breyst. Góður gangur í flatskjánum Dýrir flatskjáir seljast líka vel. Arnar Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Bang & Olufsen, segir þó allra dýrustu flatskjáina, sem kosta á bilinu 5-6 milljónir, seljast lítið. Öðru máli gegni um tæki sem kosti á aðra milljón króna. Þar sé salan með ágætum. „Við erum búin að selja frekar mikið af 40 tommunni af BeoVision 10 sem er búin að vera lengi í sölu. 46 tomman var hins vegar að koma í hús fyrir nokkrum vikum. Við kynntum 40 tommuna í nóvember. Hún hefur síðan selst gríðarlega vel hjá okkur,“ segir Arnar en 40 tomman er á 1.195 þúsund, sú dýrari 1.590 þús. Arnar tekur þó fram að salan sé ekki sambærileg við eftirspurnina þegar kaupmátturinn var sem mest- ur. Hann kvartar þó ekki. „Árferðið núna er kannski eins og 2002, eða eins og fínt venjulegt ár. Við erum þannig verslun að við selj- um ekki mörg eintök en í dag er framlegðin allt öðruvísi. Við reynum að halda verðinu niðri. Við héldum verðinu aðeins niðri til að halda kúnn- anum inni enda var svo sem fínt að gera hjá okkur 2008 og 2009.“ Næsti verðflokkur selst vel Kristinn Theódórsson, verslunar- stjóri í versluninni Sony Center í Kringlunni, segir svipaða sögu. Dýrustu flatskjáirnir, sem kosta vel á aðra milljón, seljist lítið en ódýr- ari tækin að sama skapi vel. „Það er minni sala í allra dýrustu tækjunum. Á móti kemur að það hef- ur ekki verið neinn umtalsverður samdráttur í sölu á tækjum í næsta verðflokki. Þá er ég tala um sjón- varpstæki sem kosta á bilinu 250.000- 400.000 krónur. Þau seljast ágæt- lega. Maður hélt að það yrði mikil söluaukning í ódýrustu tækjunum en það virðist ekki ætla að ganga eftir.“ „Fullt af peningum í umferð“  Biðlisti eftir Rolex-úrum  Sjónvörp á yfir milljón seljast vel  Salan hefur aukist hjá Leonard  Fólk horfir meira í gæðin en fyrir hrun  Markaður með notaðar lúxusvörur hefur glæðst Í verslun Frank Michelsen Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að úr á um sjö milljónir hafi selst í góðærinu. Morgunblaðið/G. Rúnar „Það hefur skapast mikil eftirspurn eft- ir notuðum úr- um. Það eru fyrst og fremst betri módelin sem seljast vel,“ segir Frank Michelsen um þann kipp sem orðið hefur í sölu notaðra lúxusúra. Arnar Sigurðsson hjá Bang & Olufsen segir sömu sögu. „Það hefur alltaf verið góður eftirsölumarkaður á Bang & Olufsen. Þau eru um það bil helmingi ódýrari þegar við er- um að selja þau aftur í búðinni. Þetta hefur aukist gríðarlega, bæði eftirspurnin og svo er fólk að skipta upp í ný tæki.“ Notað og rýkur út MERKJAVARAN VINSÆL 18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til að hátíðarguðsþjónusta í dómkirkjunni í Reykjavík þann 17. júní fari fram fyrir luktum dyrum. Sérstök samráðsnefnd fer með skipulagningu hátíðarhaldanna en í henni sitja fulltrúar Reykjavíkur- borgar, Alþingis, forsætisráðu- neytis, lögreglunnar og dómkirkj- unnar. Athöfnin hefst á Austurvelli þar sem borgarfulltrúar, íslenskir embættismenn ásamt sendiherrum erlendra ríkja fylgjast með hátíð- arhöldum og ganga svo til guðs- þjónustu í dómkirkjunni. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hlutverk lögreglunnar að tryggja öryggi fólks og lokun kirkjunnar fyrir al- menningi sé liður í þeim ráðstöf- unum. Hann segir tillöguna ein- ungis hugmynd sem samráðs- nefndinni er gert að fjalla um og ekki tímabært að ræða málið fyrr en niðurstaða hefur fengist en samráðsnefnd hátíðarhaldanna tekur ákvörðun í málinu á mánu- dag. Tilmælin koma á óvart Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup leggst alfarið gegn hugmyndum lögreglunnar um lokun dómkirkj- unnar. „Í eðli sínu er guðsþjónusta kirkjunnar opinber athöfn. Guðs- þjónustan í dómkirkju landsins á sjálfan þjóðhátíðardaginn er opin almenningi. Það kemur ekkert annað til mála,“ segir Karl sem tel- ur lögregluna ekki meta hættuna rétt. „Ég geri mér engan veginn grein fyrir því hver hættan er. Ef dómkirkjan er svona hættuleg, hvað þá með Austurvöll? Ég sé ekki mikinn mun þar á. Við meg- um ekki láta hrekja okkur inn í þær aðstæður að við sjáum ein- hverja ógn hvert í öðru. Við verð- um að standa vörð um okkar opna þjóðfélag. Vissulega er ofbeldisfólk til en það eru hreinar undantekn- ingar og við verðum bara að taka á þeim undantekningum. Við gerum það ekki að viðmiði samfélagsins að fólk sé tilbúið að eyðileggja og spilla hátíðar- og helgidögum.“ Karl dregur í efa að samráðs- nefnd hátíðarhaldanna sjái sóma sinn í að samþykkja tillögu lög- reglunnar. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þeir geri kröfu um að loka kirkjunni. En ef þeir gera það þá er þessi gamla hefð um opið þjóðhátíðarhald á sjálfri lýðveldishátíðinni í uppnámi. Ef ráðamenn og sendimenn erlendra ríkja á Íslandi eru ekki öruggir í sjálfri dómkirkju landsins, þá veit ég ekki hvert við erum komin.“ Biskup andsnúinn lokun  Lagt til að hátíðarguðsþjónusta í dómkirkjunni þann 17. júní verði lokuð almenningi  Biskup trúir ekki kröfunni Biskup Íslands er mótfallinn til- mælum lögreglu um að loka guðs- þjónustu 17. júní. Saga Breiðholtsins er rakin í máli og myndum á söguskiltum sem Reykjavíkurborg hefur látið reisa á bæjarhóli Breiðholtsbæjarins sem hverfið er kennt við. Bærinn stóð við Skógarsel, þar sem lengi var starfrækt gróðrarstöðin Alaska. Menningar- og ferða- málaráð hefur beitt sér fyrir átaki í menningarmerkingum með sam- ræmdu útliti eins og þegar má sjá t.d. við Höfða og í Hljómskála- garði. Kjartan Magnússon hrinti verk- efninu úr vör og Áslaug Friðriks- dóttir er núverandi formaður ráðsins. Hönnuður skiltanna er Finnur Malmquist. Breiðholtið á söguskiltum Saga Breiðholtsins Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.