Morgunblaðið - 12.06.2010, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
Úrval ríkisskuldabréfasjóða
Reiðubréf ríkistryggð
Sparibréf stutt
Sparibréf meðallöng
Sparibréf löng
Sparibréf verðtryggð1
Sparibréf óverðtryggð 1
7,09%*
9,56%*
13,24%*
15,05%*
–
–
Ríkisskuldabréfasjóðir
Enginn munur ákaup- og sölugengifram til 1. júlí
Sjóðir sem bera ávöxt
Landsbankinn býður upp á sex ríkisskuldabréfasjóði sem fjárfesta nær eingöngu í
ríkistryggðum skuldabréfum. Sjóðirnir eru með sömu fjárfestingarstefnu en mismikla
vaxtaáhættu. Munurinn felst aðallega í lengd þeirra skuldabréfa sem fjárfest er í og
hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra ríkisskuldabréfa.Sjóðirnirhafa skilað betri ávöxtun
en almennir innlánsreikningar síðasta árið og henta vel fyrir reglubundinn sparnað.
N
B
Ih
f.
(L
an
d
sb
an
ki
nn
),
kt
.4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
4
9
2
FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4040
Ríkisskuldabréfasjóðir Landsbankans eru verðbréfasjóðir samkvæmt lögum nr. 30/2003 og lúta eftirliti
Fjármálaeftirlitsins. Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. og vörslufélag þeirra er NBI hf. (Landsbankinn).
Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Nánari
upplýsingar um sjóðina má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr þeim á landsbankinn.is og á landsvaki.is.
Fjárfestum er bent á að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna áður en fjárfest er í þeim.
* Nafnávöxtun sl. 12 mánuði m.v. 28. maí 2010.
1. Sjóðurinn tók til starfa þann 7. maí 2010 og þar af leiðandi liggja upplýsingar um nafnávöxtun ekki fyrir.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mikil spenna er nú í Kirgistan eftir að
minnst 37 féllu í átökum Kirgista og
Úsbeka í borginni Osh.
Upp úr sauð í fyrradag en átökin
eru þau hörðustu frá því Kurmanbek
Bakiyev var steypt af stóli forseta í
apríl. Um 500 manns særðust.
Bráðabirgðastjórn er við völd í
Kirgistan og hefur hún lýst yfir neyð-
arástandi í landinu.
Hermenn gráir fyrir járnum vakta
göturnar en augljóst er að undir niðri
kraumar mikil heift og reiði.
Fram kemur á vef breska útvarps-
ins, BBC, sem er með fréttaritara í
Osh, að upptök átakanna séu óljós.
Leiddust út í skotárásir
Krytur á milli fylkinga hvorra úr
sínum þjóðflokknum hafi leiðst út í
skotárásir á götum úti. Úsbekar eru í
meirihluta í borginni sem var vígi Ba-
kiyevs, fráfarandi forseta.
Skemmdir voru unnar á verslunum
og kveikt í bílum en á vef BBC segir
að svo virðist sem flestar árásanna
hafi beinst gegn verslunum Úsbeka.
Lífið hélt svo áfram sinn vanagang í
gær er verslun komst í samt horf.
Óttast er að stjórnmálakreppan í
landinu geti þróast yfir í borgarastríð
en rifjað hefur verið upp að Rússar
og Bandaríkjamenn hafi þar her-
stöðvar.
Haft var eftir vitnum á vef dag-
blaðsins Guardian að götur Osh litu
út eins og vígvöllur. Gengi ráfuðu um
götur en heimildarmaður blaðsins
segir allt að 300 Kirgista hafa gengið
berserksgang í einu hverfa Úsbeka.
Spennan við
suðupunkt
Hátt í 40 féllu í átökum þjóðflokka í
Kirgistan Neyðarástandi lýst yfir
Reuters
Reiði Kveikt í verslun í Osh.
Kurmanbek Ba-
kiyev flúði til
Hvíta-Rússlands
eftir að minnst
85 mótmæl-
endur féllu fyrir
hendi hersveita í
apríl. Nokkrum
vikum síðar
tóku stuðnings-
menn hans yfir stjórnsýslu-
byggingar í suðurhluta landsins
og ögruðu þar með bráða-
birgðastjórninni í höfuðborginni
Bishkek.
Bakiyev er þriðji forseti
landsins frá því það varð sjálf-
stætt ríki við fall Sovétríkjanna.
Flúði
Í SKUGGA HARMLEIKS
Kurmanbek
Bakiyev
Olían sem flætt hefur úr borholunni
í Mexíkóflóa mun með tíð og tíma
brotna niður í hafinu og verða að
lífrænum efnum.
Olía er mynduð úr kolvetnum og
er því lífrænt efni. Hún er hins veg-
ar lífseig í vatni en eins og sjá má
koma sveppir að niðurbrotinu.
Ferlið er margþætt og hefur
veðurfar við flóann sín áhrif á það.
Heimild: ITOPF Grafík: Kinyen Pong
Dreifing
Tjöruboltar
Þunnt olíulag
DREIFING
Olía er léttari en vatn og
dreifir úr sér á yfirborðinu.
UPPGUFUN
Léttari efnasambönd í olíunni gufa
upp og skilja eftir þykkari olíu sem
erfiðara er að leysa upp.
TVÍSTRUN
Veðrun brýtur olíu-
brákina niður í dropa.
Stærstu droparnir
liggja á yfirborðinu og
mynda þunnt lag.
LEYSNI
Efnasambönd sem
leysast upp í vatni
leysast upp í vatninu
umhverfis þau.
ÝRING
Öldur blanda olíunni
við vatnið þannig að
af stað fer ferli sem
nefnt er ýring eða
þeyting.Við það
myndast agnir sem
standa af sér veðrun
og geta verið á yfir-
borðinu í marga
mánuði.
OXUN
Kolvetni í olíunni
ganga í gegnum
efnahvarf með
súrefni sem leiðir
til myndunar stærri
olíukolvetna,
svonefndra tjörubolta.
SETMYNDUN
Olíusameindir blandast og laðast að
þykku botnfalli þannig að þær sökkva.
LÍFRÆNT NIÐURBROT
Bakteríur og sveppir nærast á
kolvetnum í olíunni.
Magn næringarefna, hitastig og
súrefnis- magn eru hér í lykilhlutverki.
Niðurbrot hefðbundinnar hráolíu við dæmigerðar aðstæður í hafi.
Breidd hvers bils er til marks um mikilvægi ferlanna sem þar fara fram fyrir niðurbrotið.
NIÐURBROT OLÍU
VEÐRUN MEÐ TÍÐ OG TÍMA
Klst. Dagur Vika Mánuður Ár
Lífrænt niðurbrot
Setmyndun
Uppgufun
Tvístrun
Sundrun
Oxun
Ýring
Dreifing
Aftur til náttúrunnar
Kröfu bresku þingmannanna fv. Elliot Morley,
David Chaytor, Jim Devine og Hanningfield lá-
varðar um að ákærum á hendur þeim vegna fríð-
indahneykslisins svonefnda verði vísað frá dómi
var hafnað í gær. Þeirra gæti beðið fangelsisvist.
Það var Justice Saunders dómari sem kvað upp
dóminn með þeim rökstuðningi að það væri „engin
rökrétt, hagnýt, siðferðisleg eða lagaleg réttlæt-
ing“ fyrir því að vísa málinu frá.
Áfrýja niðurstöðunni
Fjallað er um málið í Daily Telegraph, dag-
blaðinu sem ljóstraði upp um fríðindahneykslið,
útbreidda misnotkun á styrkjakerfi þingmanna,
en þar segir að fyrrverandi
þingmennirnir fjórir hyggist
áfrýja niðurstöðunni í sumar.
Því þurfi að taka málið upp
aftur og þar með senda skatt-
borgurum reikning upp á tugi
milljóna kr. vegna aukins máls-
kostnaðar sem fellur á ríkið.
Þingmennirnir héldu því
fram að sú regla hefði verið í
gildi í um þriggja alda skeið að
þingmenn væru hafnir yfir lögsóknir sem endað
gætu með fangelsisvist, sjónarmið sem dómarinn
hafnaði. Fari svo að áfrýjuninni verði hafnað verð-
ur réttað yfir fjórmenningunum sitt í hvoru lagi
en réttarhöldin gætu hafist fyrir árslok.
Ákærurnar lúta að meintum bókhaldssvikum til
að fela slóðina vegna ólöglegra styrkja en há-
marksrefsing við slíkum brotum er sjö ár.
Sakaður um að svíkja út milljónir
Til marks um umfang brotanna nefnir blaðið að
Morley, sem er fv. þingmaður Verkamannaflokks-
ins, líkt og Chaytor og Devine, hafi þegið um
30.000 pund, eða um 5,7 milljónir kr., í stuðning
vegna húsnæðisafborganna sem brutu í bága við
lög. Hinir þingmennirnir þrír eru einnig sakaðir
um að hafa misnotað lögin í eiginhagsmunaskyni.
Þingmenn ekki hafnir yfir lögin
Elliot Morley
Vladimír Pútín,
forsætisráðherra
Rússlands, sagði
við Nicolas Sar-
kozy, forseta
Frakklands, að
Rússar ætluðu
ekki að selja
Írönum flug-
skeyti. Þetta væri
í takt við þær
refsiaðgerðir sem öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna hefði samþykkt, að
því er AFP-fréttastofan hafði eftir
ónefndum embættismanni.
Umræddur embættismaður segir
að Pútin hafi sagt við Sarkozy að
ákvörðun Rússa um að styðja frek-
ari refsiaðgerðir muni kosta sitt. Ír-
anar séu mjög ósáttir og muni fara
fram á skaðabætur, þar sem Rússar
hafi brotið samkomulag.
Samkomulagið út um þúfur
Ráðgjafar Dímítrí Medvedev
Rússlandsforseta hafa látið hafa eft-
ir sér að líklega yrði ekkert úr sam-
komulaginu. Það ætti hins vegar eft-
ir að tilkynna um ákvörðunina með
formlegum hætti.
Sarkozy fagnaði stuðningi Rússa
er hann snæddi hádegisverð með
Pútín í Elysée-forsetahöllinni.
„Þetta er þaulhugsað skref sem
mun kosta Rússa mikið,“ segir emb-
ættismaðurinn að Sarkozy hafi sagt
við Pútín. jonpetur@mbl.is
Engin
flugskeyti
til Írans
Vladímír Pútín
Ástralskir bænd-
ur sem hafa
vatnsréttindi frá
Murray-Darling,
vatnasvæðinu
sem sér meðal
annars Canberra
fyrir vatni, óttast
að stjórnvöld
muni skera
vatnskvóta þeirra
niður um 40% á
næstu vikum.
Ásakanir um kosningabragð
Fjallað er um málið á vef Sydney
Morning Herald en þar segir að
bændur líti svo á að stjórn Kevins
Rudds forsætisráðherra sé með
þessu að reyna að undirstrika græn
stefnumið sín fyrir kjósendum, nú
þegar styttist í þingkosningar.
Bændurnir sem blaðið ræðir við
fullyrða að þeir hafi engan annan
valkost en að bregða búi, fari svo að
vatnið verði skammtað. Búist er við
að ákvörðunin verði kynnt í júlí.
Skrúfa fyrir
bændurna
Þurrkar í
Murray-Darling.