Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.2010, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Klifurkettir Þessar kisur teygðu skrokkinn fimlega þar sem þær klifruðu upp í tré á Austurvelli í gær. Þær voru hluti af föstudagsfiðrildunum sem flögra um bæinn á vegum Hins hússins. Golli Í upphafi fjármála- kreppunnar hér á landi, síðla árs 2008, skrifaði ég grein í blað eldri borgara „Listin að lifa“ um efnahags- leg áhrif kreppunnar. Í greininni gat ég þess að ef kæmi til skerð- ingar á ellilífeyris- greiðslum á árinu 2009, sem því miður væru líkur á, væri rétt að hafa í huga að lífeyrissjóðirnir á almennum vinnumarkaði hefðu flestir hverjir bætt verulega í líf- eyrisréttindin á síðustu árum, þar sem ávöxtun þeirra hefði verið mjög góð. Þá kom fram að ég taldi að Tryggingastofnun ríkisins myndi í mörgum tilvikum bera hluta lækk- unarinnar í formi hærri greiðslna frá almannatryggingum. Allt hefur þetta gengið eftir, þó með þeirri undantekningu að lækkun lífeyris á síðasta ári var nokkuð minni á síð- asta ári, en almennt var gert ráð fyrir, eða að meðaltali um 5%. Við tryggingafræðilegt mat sjóð- anna í fyrra lágu ekki fyrir nægj- anlegar góðar upplýsingar um hrun fjármálamarkaðarins, sem varð langtum meira en almennt var spáð. Mörg fjármálafyrirtæki, eink- um sparisjóðirnir, lentu einnig í miklum fjárhagslegum hremm- ingum en auk þess fóru nær öll fyr- irtækin sem skráð voru í Kauphöll Íslands í nauðasamninga eða gjald- þrot. Þetta kerfishrun markaðarins hafði það í för með sér að sumir líf- eyrissjóðir þurftu einnig að grípa til þess að minnka réttindin á þessu ári, þar sem staðan var mun alvar- legri en talið var í upphafi síðasta árs. Stöndum vel í alþjóðlegum samanburði? Auðvitað er það svo að við þessar aðstæður verða lífeyrissjóðirnir fyr- ir gagnrýni og því er stundum hald- ið fram að sjóðirnir hafi á umliðnum árum stundað „fjár- hættuspil“ og lánað í áhættusamar fjárfest- ingar. Við þessari gagnrýni vil ég segja þetta: Hin alþjóðlega fjár- málakreppa var langt- um alvarlegri hér á landi en erlendis. Á Ís- landi fór bókstaflega allt á hliðina, sem gat farið á hliðina. Allir stóru viðskiptabank- arnir, flestir sparisjóðirnir, flest önnur fjármálafyrirtæki – einnig nær því öll fyrirtæki á opinberum verðbréfamarkaði, sem m.a. hafði í för með sér um 90% lækkun á inn- lendum hlutabréfamarkaði, sem er heimsmet í samanburði við önnur lönd. Langflest önnur fyrirtæki hér á landi sem enn skrimta eru auk þess yfirskuldsett og því framtíð- íðarhorfur þeirra ekki glæsilegar. Þrátt fyrir þetta kerfishrun í ís- lensku samfélagi standa lífeyr- issjóðirnir tiltölulega vel að vígi. Áætlað tap þeirra nam 20% til 25% af eignum, sem er minna en hjá mörgum öðrum löndum í Evrópu og þó víðar væri leitað og ávöxtun þeirra var eftir allt mun betri á ár- unum 2008 og 2009 en hjá mörgum öðrum þjóðum. Um þetta vitna op- inberar tölur á vegum OECD. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru nú orðnar verðmeiri að krónutölu en þær voru fyrir hrun og við erum enn í forystu með Hollendingum og Svisslendingum þegar eignir lífeyr- issjóðanna eru bornar saman við landsframleiðslu. Lífeyrisréttindin hafa þrátt fyrir allt aukist umtalsvert Nú þegar lífeyrissjóðir á almenn- um vinnumarkaði þurfa að minnka ellilífeyrisréttindin gleymist því miður oft að á undanförnum árum hafa réttindin aukist umtalsvert meira en sem nemur hækkun vísi- tölu neysluverðs eða launa. Þannig eru lífeyrisgreiðslur hjá Gildi lífeyrissjóði verðtryggðar miðað við vísitölu neysluverðs. Réttindi hjá Gildi voru aukin um 7% árið 2006 og 10% árið 2007 um- fram vísitöluhækkanir, en minnkuð um 10% árið 2009. Frá ársbyrjun 2006 til mars 2010 hafa lífeyr- isþegar hjá Gildi fengið greitt 11,3% meira en þeir hefðu fengið ef greiðslur hefðu fylgt vísitölu neysluverðs og 11,6% meira en þeir hefðu fengið ef greiðslur hefðu hækkað samkvæmt launa- vísitölu. Annað dæmi: Þrátt fyrir að Al- menni lífeyrissjóðurinn hafi þurft að minnka lífeyrisréttindin umtals- vert bæði í fyrra og í ár hefur sjóð- urinn aukið lífeyrisréttindi veru- lega umfram verðlag og hækkað laun frá árinu 1998. Lífeyrisrétt- indi sjóðfélaga í Almenna lífeyr- issjóðnum hafa aukist um 147% frá árinu 1998. Á sama tíma hækkaði launavísitala um 119% og vísitala neysluverðs um 96%. Lífeyrisrétt- indi hafa aukist um 20%-50% um- fram verðbólgu. Hér eru vegna takmarkaðs pláss í blaðinu aðeins teknir fyrir tveir lífeyrissjóðir á almennum vinu- markaði, þar sem ótvírætt kemur fram að lífeyrisréttindin hafa auk- ist verulega á síðustu árum, þrátt fyrir tímabundna lækkun lífeyris. Báðir þessir lífeyrissjóðir hafa þó þurft að minnka réttindin bæði í fyrra og í ár. Samanburðurinn væri enn hagstæðari ef litið væri eingöngu til lífeyrissjóða sem hafa minnkað réttindin einu sinni. Niðurstaðan er því þessi. Lífeyr- issjóðirnir hafa komið ótrúlega vel út úr kreppunni þrátt fyrir nær al- gjört kerfishrun á innlendum fjár- málamarkaði. Tap sjóðanna er minna en hjá mörgum nágranna- þjóðum okkar. Við stöndum einnig enn í forystu þegar eignir lífeyrissjóðanna eru bornar saman við landsframleiðslu. Þrátt fyrir að lækka hafi þurft líf- eyrisgreiðslur nú tímabundið hafa lífeyrisgreiðslur sjóðanna hækkað umtalsvert á síðustu árum, hvort sem beitt er mælikvarða vísitölu neysluverðs eða launavísitölu. Eftir Hrafn Magnússon » Við erum enn í for- ystu með Hollend- ingum og Svisslend- ingum þegar eignir lífeyrissjóðanna eru bornar saman við lands- framleiðslu. Hrafn Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Staða lífeyrissjóðanna í kjölfar kreppunnar Lífeyrissparnaður sem%af landsframleiðslu 113% 123% 91% 109% 120% 103% 84% 96% 80% 92% 119% 82% 91% 67% 63% 57% 61% 57% 43% 57% 22% 12% 12% 9% 6% 5% Sviss Bandaríkin Holland Kanada Bretland Ísland Ástralía Suður-Afríka Japan Írland Brasilía Þýskaland Frakkland 2009 1999 0% 20% 40% 60% 80% 100% 120% 140%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.