Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 28

Morgunblaðið - 12.06.2010, Síða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 ✝ Jón Eiríksson,fyrrverandi bóndi og oddviti í Vorsabæ II á Skeiðum, fæddist í Vorsabæ 20. októ- ber 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. maí síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Eiríkur Jónsson, bóndi og oddviti í Vorsabæ, f. 1891, d. 1963, og kona hans Kristrún Þorsteins- dóttir, f. 1894, d. 1966. Systkini Jóns eru Ragna, f. 1917, d. 1998, maki Hermann Bær- ingsson, látinn; Sigursteinn, f. 1919, d. 1934; Axel, f. 1923, d. 2006, maki Guðbjörg Eyjólfsdóttir, látin; óskírður drengur, f. andvana 1925; Helga, f. 1928, Friðsemd, f. 1932, maki Þórkell Björgvinsson, látinn; Sigríður Þóra, f. 1936, maki Ágúst Sigurðsson. Jón kvæntist Emelíu Krist- björnsdóttur, f. 13.1. 1926, frá Birnustöðum á Skeiðum 24. júní 1949. Börn Jóns og Emelíu eru fjögur: 1) Valgerður, f. 8.5. 1950, textílkennari í Reykjavík, sonur hennar og Jóhanns Jóhannssonar er a) JónYngvi Jóhannsson, bók- menntafræðingur, maki Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri. Börn þeirra eru Valgerður, nemi í MH, Silja og Steinunn. 2) Eiríkur Jóns- son, f. 8.10. 1953, stuðlastjóri hjá Íslenskum getraunum og hesta- arinnar frá 1958-1990 og gjaldkeri 1990 til 2000. Ritari stjórnar Sam- taka sunnlenzkra sveitafélaga frá stofnun 1969-1980. Hann var stjórnarformaður og rekstrarstjóri læknamiðstöðvar í Laugarási frá því hún var stofnuð 1971 og síðar heilsugæslustöðvarinnar þar til 1990, var umboðsmaður skattstjóra þar til það embætti var lagt niður og fulltrúi í stjórn Landssambands kanínubænda og fulltrúaráði Landssambands kartöflubænda. Ennfremur var hann í stjórnum Fínullar hf., Yleininga hf. og Jarð- efnaiðnaðar hf., þá var hann kos- inn gjaldkeri Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða og gegndi því emb- ætti frá 1963-2006. Jón var frá unga aldri mikill áhugamaður um ljósmyndun og myndaði menn og atburði í sögu Skeiðahrepps frá því fyrir síðari heimsstyrjöld. Oddvitanefnd Laug- aráshéraðs og Afréttarmálafélag Flóa og Skeiða gaf út bókina Alda- hvörf á Skeiðum með myndum Jóns á 70 ára afmæli hans. Þá tók hann saman að ósk Ungmenna- félags Skeiðamanna bók um ör- nefni á Skeiðum, Jarðabók Skeiða- hrepps, sem gefin var út árið 2008. Ljósmyndir Jóns sem tengjast sögu Skeiðahrepps og atvinnuþróun í landinu hafa auk þess birst víða og þykir Jón hafa náð að fanga at- burði og atvik sem oft og tíðum þykja hversdagleg, en verða merkilegri í ljósi fortíðar. Útför Jóns Eiríkssonar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 12. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verður frá Ólafsvalla- kirkju. ljósmyndari, maki Hulda Nóadóttir. Börn þeirra eru: a) Emelía Guðrún, efna- fræðingur, maki Auð- ur Magnúsdóttir, líf- efnafræðingur. Börn þeirra eru Anna Eir Emelíudóttir og Maggý Nóa Emelíu- dóttir. b) Haukur Brynjar pípulagn- ingamaður. 3) Björn, f. 21.9. 1955, bóndi í Vorsabæ II, maki Stefanía Sigurð- ardóttir bóndi. Börn þeirra eru: a) Margrét, sonur hennar og Sæþórs Sæþórssonar er Birnir Snær. b) Jón Emil, trésmíðanemi við FSu, og c) Sigurbjörg Bára. 4) Ingveld- ur, f. 30.10.1962, nemi í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ, maki Guðmundur Ásmundsson skóla- stjóri. Börn þeirra eru: a) Birgir, læknanemi við HÍ, b) Berglind, c) Davíð, rafvirkjanemi við FSu, og d) Hilmar. Jón fæddist í Vorsabæ og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1939- 41 og einnig í bréfaskóla SÍS. Jón og Emelía stofnuðu nýbýlið Vorsa- bæ II og stunduðu þar hefðbundinn búskap og grænmetisrækt. Jón var mikill áhugamaður um skógrækt og stundaði hana fram í andlátið. Hann var oddviti Skeiðahrepps 1950-90, í oddvitanefnd Laugarás- héraðs frá 1950, formaður nefnd- Hann er ekki lengur með í dag- legri tilveru okkar, hann pabbi minn. Alla mína ævi var hann til staðar fyrir mig. Hann var ekki að kjassa börn og kyssa fremur en feð- ur þeirrar kynslóðar, en ef á þurfti að halda var hann þar. Og ég man. Við pabbi að vinna saman, hann í fjósasloppnum með puntstrá í munnvikinu. Ég spyr og hann svar- ar. Í ævistarfi mínu sem kennari hef ég reynt að miðla til nemenda minna gildum sem mörg hver eru ættuð frá honum. Hann kenndi ekki með því að prédika hvernig ætti að gera, heldur með framkomu sinni og fordæmi. Eitt sinn átti ég að sópa ganginn fyrir framan súrheys- turninn. Ég nennti því ekki, langaði út í sólina, og var fljót að sópa. „Ertu búin að sópa, Vala mín?“ spurði hann. Ég sagðist búin að sópa. Pabbi hafði sína skoðun á því. Hann sópaði aftur og var mjög lengi að því, fór í öll horn, blístraði lagstúf og endaði með því að sópa í hrúgu því sem saman safnaðist, góða hrúgu sem ég hafði skilið eftir. „Vala mín,“ sagði hann, „annað- hvort vinnur maður verk vel eða maður lætur það vera.“ Þetta segi ég nemendum mínum. Maður gerir eins vel og maður getur, maður á ekki að þurfa að skammast sín fyrir verkin sín. Og ég man meira. Ég sat eitt sinn á jötubandinu í fjárhús- inu og reiknaði. Skrambans pró- sentureikningur, í dæmunum voru menn að grafa skurði og ég skildi ekki neitt. Hann útskýrði meðan hann gaf á garðann, kindurnar jórtruðu allt í kring og yfir mig færðist friður, skilningur, fullvissa um það hvernig eigi yfirleitt að leysa vandamál. Þessi minning, ég á jötubandinu og hann að gefa skepn- unum, er mér sérstaklega dýrmæt af því þarna fann ég frið og jafn- vægi sem er svo dýrmætt í erli samtímans. Ég hugsa mig stundum á jötubandið þegar mig vantar svör og þau koma ósjálfrátt, allt vegna friðarins sem færist yfir mig. Það er fleira. Við pabbi gengum í skóg- ræktina. Hann sagði mér hver seldi honum hvaða tré, ég skrifa það ekki niður og gleymi því jafnóðum eins og nútímafólk gerir. Núna sé ég eft- ir því að geta ekki kallað fram í hugann hvað hann sagði en ég á bara nóg með mitt. Við settumst niður á Efstahólinn, horfðum yfir skógræktina og ég sagði honum mín hjartans mál. „Það er gott að elska,“ sagði hann. „Mikið elskaði ég hana mömmu þína.“ Svo ræðum við hjartamálin, það er okkar. Hann var kóngur í ríki sínu á Efstahóln- um, hann pabbi. Seinni árin vildi hann hvergi annars staðar vera. Hann var ekki hár maður vexti, en var samt alltaf stór maður í mínum huga. Ég kveð hann sátt, þakklát fyrir að hafa fengið að ganga með honum svona lengi, þakklát fyrir allt það sem hann gaf mér og seinna meir syni mínum og hans fjöl- skyldu. Svona er nú lífið einu sinni, hann pabbi minn var nú ekki alveg sáttur við tilkomu sonar míns á sín- um tíma og þurfti talsvert að taka í nefið yfir vöggunni. Þeir nafnar hafa hins vegar gengið lengi í takt og ég held að það sé það sem lífið snýst um þegar öllu er á botninn hvolft, þú gerir það besta úr því sem þú hefur tekið að þér. Það gerði hann pabbi minn, blessuð sé minning hans. Valgerður Jónsdóttir. Það er margs að minnast eftir tæplega 55 ára samveru með föður mínum. Ég hef verið svo heppinn að hafa átt samleið með honum öll þessi ár hér í Vorsabæ. Ævi pabba spannar mikla umbrotatíma í sögu þjóðarinnar og hefur hann ásamt fleirum tekið þátt í að móta hana. Ungur fór hann að stunda ýmiss konar garðrækt, sem varð svo með árunum sífellt umfangsmeiri. Ég man að þegar ég var yngri var ég að steypa potta með sérstakri vél til að planta kálplöntunum í. Hann hvatti okkur systkinin til afkasta með því að borga okkur fyrir hvern pott sem maður steypti og einnig fyrir hverja plöntu sem maður plantaði út. Hann byrjaði ungur að planta trjáplöntum og er hér í Vorsabæ fallegur skógarreitur frá þeim tíma. Eftir að við Stefanía tókum við kún- um og kindunum 1985 hafði pabbi meiri tíma til annarra verka og gerði sér skógarreit annars staðar í landi Vorsabæjar. Hans mottó var ekki að setja sem flestar plöntur niður heldur að sinna hverri plöntu og hugsa um hana. Pabba var alltaf mikið umhugað um að reyna að halda eftir í landi kennileitum og skemma þau ekki ef hægt væri. Lét hann útbúa skilti sem hann setti upp við hóla, dælir og pytti til að nöfn þessara kennileita glötuðust ekki. Hann varð með árunum æ harðari náttúruverndarsinni og var mikið umhugað um að skemma ekki ásýnd lands meira en þörf krefði. Pabbi vildi fylgjast með bústörf- unum hjá okkur Stefaníu og hjálp- aði glaður ef til var leitað. Hann hjálpaði okkur mikið við heyskap- inn, sá t.d. um múgun á túnum á gamla Massanum í fjölda ára og einnig hjálpaði hann okkur við bag- gatínslu. Þá var hann boðinn og bú- inn að standa fyrir ef á þurfti að halda við kindasmölun eða hrossa- smölun. Oft var gott að fá staðfest- ingu ef vafi var um hvort hann yrði ekki þurr á morgun upp á túnslátt að gera, en nú röltir maður ekki lengur upp í gamla bæ og leitar álits hjá honum. Það er ekki hægt að neita því að störf mín í kringum búskapinn mótuðust af verkþekk- ingu pabba og eru þá mörg hand- tökin sem koma upp í hugann og allt of langt er að telja upp. Viljum við Stefanía þakka honum fyrir aðstoðina og einnig fyrir það hversu frjálsar hendur hann gaf okkur við búskapinn en það er ekki alltaf sjálfgefið. Ekki er hægt að enda þessi minningabrot um pabba án þess að minnast á embættisstörfin, en pabbi var m.a. oddviti í 40 ár í Skeiðahreppi. Mörg minningabrot eru af pabba við skrifborðið en þar dvaldi hann mikinn hluta ævi sinn- ar. Pabbi færði reikninga hrepps- ins öll árin sjálfur. Man ég hvernig hann gat eytt heilli kvöldstund í að leita að nokkrum aurum til að bók- haldið stemmdi og hversu glaður hann varð þegar allt gekk upp. Í sumar á ég ekki eftir að horfa á eftir pabba á gamla Massanum með plöntur í skóflunni til að bæta við í skógarreitinn sinn en minn- ingin sækir á hugann nú í byrjun sumars. Björn Jónsson. Það eru nú orðin hátt í 30 ár síð- an ég kynntist Jóni tengdaföður mínum. Þá sótti hann okkur Ingu á Landróvernum í rútuna sem þá stoppaði í Brautarholti en áður en ekið var í hlað í Vorsabæ var farið út á tún. Þau voru öll svelluð og þar voru teknir nokkrir hringir líkt og á skautasvelli. Hann hafði greinilega gaman af þessu og við nánari kynni kom í ljós að hann var alveg til í að gera óvenjulega hluti og njóta líðandi stundar. Hann var upptekinn maður því bóndinn, félagsmálamaðurinn og fræðimaðurinn þurftu allir sinn tíma en honum var vel lagið að flétta saman ólík hlutverk og nýta tímann vel. Öll þessi ár var hann hlaðinn verkefnum enda í nógu að snúast í búskapnum og oddvita- störfum vegna Skeiðahrepps. Jón hafði metnað til að skila góðu verki og oft var það svo að hann tók mál- efni sveitarinnar fram yfir sín eigin. Hann var hægur maður en ákveð- inn og án hávaða og það var alltaf gott að vera í návist hans. Hann kynnti sér mál og myndaði sér skoðanir en hlustaði ætíð á rök manna þótt væru þeir á öðru máli en hann. Þegar nánasta fjölskyldan var í heimsókn var iðulega farið að ræða prakkarastrik frá hans yngri árum og þar var af ýmsu að taka enda frá þeim tíma sem hver þurfti að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Hann naut þeirra stunda enda komst þá stundum upp um prakk- arastrik barnanna sem tekist hafði að leyna í áratugi! Jón hafði í fórum sínum ólíkleg- ustu hluti enda einn af þeim sem eru nýtnir á allt og tók til hand- argagns ýmislegt frá eldri tíð sem aðrir litu ekki við. Það var því margt forvitnilegt að finna í bíl- skúrnum hans og stundum vandséð hver tilgangurinn var með því að geyma sumt. Að þessu leyti var Jón öðruvísi en fjöldinn og sem betur fer því þeir sem reka hin ýmsu söfn landsins hafa leitað til hans um margt frá fyrri tíð. Merkilegast í þessu öllu er samt ljósmyndasafn Jóns sem er gríðarlegt að vöxtum og trú mín er að þar sé dýrmætur fjársjóður sem leitað verður í um ókomin ár. Jóni vil ég að lokum þakka kynn- in sem hefðu gjarnan mátt vara í önnur þrjátíu ár og sendi um leið samúðarkveðjur til Emelíu sem sá um allan búskap og heimilishald meðan Jón var fjarverandi vegna málefna sveitar sinnar. Í Vorsabæ var alltaf gott að koma og verður áfram þótt óneitanlega hafi orðið breyting á. Guðmundur O. Ásmundsson. Ástæða þess að ég sest niður með penna í hendi er sú að mig langar til að minnast Jóns Eiríkssonar sem vinar, en ætla að láta öðrum það eftir að fjalla um hann sem fræði- mann eða bónda. Þegar Jón lést vantaði fjóra daga upp á að ég væri búin að búa í sama hlaði og jafnvel undir sama þaki og hann í 25 ár. Þegar ég settist að í Vorsabæ tóku Jón og Emelía mér strax vel og meira að segja löngu áður. Ég held að ég geti sagt að ég hefði ekki get- að verið heppnari með tengdafor- eldra. Stundum hef ég hugsað um það hvernig í ósköpunum gat staðið á því að þau gátu umborið mig og það sem mér fylgdi á sama heimili og í sama húsi í heil fjögur ár og tvær vikur. Það hefur oft komið sér vel fyrir okkur Bubba að geta leitað til Jóns og Emelíu með aðstoð eða ráð hvað varðar bústörfin og margt annað. Þá hafa börnin okkar iðulega getað leitað til þeirra líka. Jón hafði sterkar skoðanir á ýmsum málum og þá kom hreinskilni hans glöggt í ljós. Það var þessi hreinskilni sem kom stundum af stað deilum á milli hans og annarra, hvort heldur sem var í gamni eða alvöru. Þó að við Jón værum ekki alltaf sammála, þá vorum við aldrei ósammála. Það sem ég kunni best að meta í fari hans var hreinskilni og heiðarleiki. Ég er ekki að reyna að fegra hlut- ina eða ýkja neitt þegar ég segi að ég hafi ekki þekkt heiðarlegri per- sónu en Jón, enda er ég þess full- viss að heimurinn væri betri ef við ættum fleiri hans líka í samfélaginu. Við fráfall Jóns hef ég ekki einungis misst tengdapabba heldur einnig góðan vin. Stefanía Sigurðardóttir, Vorsabæ 2. Maður er greinilega aldrei al- mennilega undirbúinn fyrir fráfall, þó þau séu fyrirséð. Nú var röðin komin að þér, elsku afi. Og þó mörg orð hafi fallið um svokallaða Vorsa- bæjarþrjósku þá sannar það sig að meira að segja hún ræður ekki við dauðann. Ég dvaldi hjá þér og ömmu fjöldamörg sumur, frá unga aldri þar til ég var unglingur; þá voruð þið hætt hefðbundnum bú- skap en stóðuð enn í kartöflurækt og voruð með bílskúrinn fullan af kanínum. Í sveitinni var alltaf nóg að gera og því ekkert skrýtið að ég hafi sóst eftir því ár eftir ár að komast úr borginni í sveitaloftið. Svo áköf var ég fara í sveitina að ég fékk að taka prófin á undan öllum hinum krökk- unum; ég hafði mínum skyldum að gegna, ég var nefnilega vinnukon- an. Við settum niður kartöflurnar á vorin, ég fylgdist með sauðburð- inum og var í heyskap. Ég sá um að gefa kanínunum nýslegið gras að fornum sið. Ég var ábyggilega eini krakkinn í mínum árgangi sem sló reglulega gras með orfi og ljá. Mér er einnig minnsstætt að ég kom til þín þegar ég var að læra á bíl. Við fórum í stuttan bíltúr um sveitina og þú gafst mér einungis eitt ráð sem situr enn fast í mér 17 árum síðar; þetta liggur allt í kúpling- unni. Þetta ráð hefur komið mér út úr ófáum snjósköflunum. Þegar við höfum komið í heim- sókn seinustu sumur hefur þú verið áfjáður í að sýna okkur Vorsabæj- arlandið, skóginn þinn sem er orð- inn allstór og Ljóta pytt sem í byrj- un frásagnar þinnar var ljótasti pyttur Suðurlands, svo Íslands og að endingu norðan Alpafjalla. Eitt skiptanna fannst þér ástæða til að leita uppi hraunmola af landinu til að gefa mér; kannski varstu hrædd- ur um að ég væri farin að gleyma arfleifð minni. Þetta var auðvitað enginn venjulegur hraunmoli í þín- um augum, þetta var Hekluhraun, þakið litlum gimsteinum. Þú hefur alltaf verið svo stoltur af sveitinni þinni, það sást langar leiðir og end- urspeglaðist kannski einna best í doðrantinum sem þú gafst út fyrir tveimur árum. Ég flutti hraunmol- ann með mér til Svíþjóðar og aftur til Ísland þar sem hann er á góðum stað í stofunni. Þú hefur alltaf haft lúmskt gam- an af prakkarastrikum, afi. Þú hefðir því ábyggilega glott ef þú vissir að hraunmolinn kom í góðar þarfir um daginn hjá einum litlum afkomanda þinna sem lamdi sjón- varpsskjáinn okkar ítrekað með honum. Þó ég sé ekki trúuð eins og þú, afi, þá hef ég þó mína barnalegu trú á eilífðina. Við sjáumst því síð- ar. Emelía litla. Nú er hann afi í Vorsabæ dáinn. Það er svo ósköp margt sem hann kom að í lífi okkar sem við minn- umst. Við vorum hluta sumranna hjá afa og ömmu í sveitinni. Þar var margt skemmtilegt gert. Afi hafði mikinn áhuga á trjám og ófáum dögum var eytt í skógunum sem hann var að leika sér að rækta. Hann kenndi okkur að þykja vænt um trén og náttúruna. Sem gamall bóndi var hann laghentur og kenndi okkur einnig réttu handtökin, þekk- ing sem við búum enn að. Aðkoma okkar að bústörfum afa og ömmu tengdist mikið kartöflum. Afi var mikill áhugamaður um þá góðu plöntu og við hjálpuðumst oft að við að setja niður og taka upp og engar kartöflur voru betri en þær sem við fengum hjá afa og ömmu. Einnig var afi mikill sögumaður og sagði margar skemmtilegar sögur t.d. um Gráhelludrauginn og einnig af prakkarastrikum sínum sem strák- ur. Þar var sagan um þegar þau systkinin eltu hanann á bænum þar til hann rak upp gól og datt niður dauður eða þegar hann og Axel bróðir hans þóttust vera indíánar og bjuggu til boga og örvar. Það endaði með því að ör flaug gegnum glugga á heimilinu og í mitt borð- stofuborðið. Langafi var víst ekki ánægður. Einnig var spennandi að heyra um fyrri tíð hans sem fim- leikamaður, hann kom til að mynda fram á sýningu við stofnun lýðveld- is 17. júní 1944. Afi var líka mikill safnari og var stundum laumast inn á skrifstofu eða skúr að skoða gamla hluti sem hann átti eins og úrklippubækur og gamla búhluti, eða bara til að sníkja nammi. Stundum þótti okkur hann strangur og gamaldags en við fund- um alltaf fyrir hlýju og vissum að honum þótti mikið vænt um okkur. Við erum mjög heppin að hafa Jón Eiríksson SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.