Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
✝ Hávarður Olgeirs-son skipstjóri
fæddist í Bolungarvík
8. janúar 1925. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Bolung-
arvíkur 6. júní 2010.
Foreldrar hans
voru Sveinfríður Pál-
ína Gísladóttir, f.
14.12. 1905, d. 12.
mars 1926 og Olgeir
Ísleifur Benediktsson
sjómaður, f. 26.9.
1902, d. 11.11. 1959.
Hálfbróðir Hávarðar
var Haraldur Olgeirsson, f. 5.6.
1937, d. 10.10. 1964.
Eiginkona Hávarðar var Sóley
Magnúsdóttir húsmóðir, f. 10.4.
1925, d. 13.1. 2005. Foreldrar henn-
ar voru Kristín Lárusdóttir, f. 1895,
d. 1953 og Magnús Þórarinn Ein-
arsson, f. 1885, d. 1951.
Hávarður og Sóley eignuðust sex
börn sem eru: 1) Erna, f. 13.7. 1943,
maki Finnbogi Jakobsson, f. 1.2.
1941, synir þeirra þrír eru Hávarð-
ur, Jakob Valgeir og Ægir. 2) Svein-
fríður, f. 29.1. 1946, maki Veturliði
Veturliðason, f. 4.6. 1944, d. 21.2.
2002, dætur þeirra þrjár eru Svein-
fríður Olga, Sóley og Hulda Björk. 3)
þar alla tíð heimili sitt, lengst af á
Skólastíg 9.
Hávarður hóf sjómennsku um 15
ára aldur og varð hún ævistarf hans.
Hann var í um 17 ár með Jakobi
Þorlákssyni, 2. vélamaður og loks
stýrimaður, en eftir að hafa sótt 120
tonna skipstjóra- og stýrimanna-
námskeið á Ísafirði árið 1955, bauð
Einar Guðfinnsson honum að taka
við skipstjórn á Hugrúnu ÍS-7, göml-
um trébáti. Árið 1964 tók hann sig
upp með fjölskyldu og fór í Skip-
stjóra- og stýrimannaskólann í
Reykjavík, en þá hafði honum boðist
að taka við nýju skipi E.G. sem var
smíðað í Svíþjóð, Hugrúnu ÍS-7.
1975 varð hann svo skipstjóri á nýju
og glæsilegu 500 tonna tog-
veiðiskipi, Dagrúnu ÍS-9, sem E.G
hf. lét smíða fyrir sig í St. Malo í
Frakklandi. Þar var hann skipstjóri
allt til ársins 1992 er hann lét af
störfum hjá Einari Guðfinnssyni hf.
Hávarður hóf þessu næst trilluút-
gerð á 1,5 tonna bát – Hugrúnu ÍS-1,
og reri honum af mikilli eljusemi
næstu árin, eða þar til hann var orð-
inn 77 ára gamall. Hann átti ein-
staklega farsælan feril sem skip-
stjóri og ávann sér traust og
virðingu áhafna sinni, sem og ann-
arra er honum kynntust, með geð-
prýði sinni, yfirvegun og æðruleysi.
Útför Hávarðar fer fram frá Hóls-
kirkju í Bolungarvík laugardaginn
12. júní kl. 14.
Hildur, f. 14.3. 1948,
maki Hreinn Eggerts-
son, f. 27.1. 1945, synir
þeirra tveir eru Birkir
og Óttar. 4) Ingunn, f.
3.1. 1951, fyrrv. maki
Kristinn Þór Þor-
steinsson, f. 17.10.
1951, börn þeirra tvö
eru Svanborg Þóra og
Andri Þór. 5) Olgeir, f.
4.8. 1955, maki Stef-
anía Birgisdóttir, f.
1.3. 1957, synir þeirra
fjórir eru Olgeir Stef-
án sem lést nýfæddur,
Hávarður, Birgir og Valdimar. 6)
Magnús Kristján, f. 5.11. 1962, maki
Guðný Sóley Kristinsdóttir, f. 20.4.
1967, sonur þeirra er Magnús Orri.
Afkomendur Hávarðar og Sóleyjar
eru 42.
Hávarður missti móður sína að-
eins tveggja ára gamall og ólst eftir
það upp hjá föðurömmu sinni, Ing-
unni Jóhannsdóttur, f. 1865, d. 1959.
Hávarður lauk hefðbundinni skóla-
göngu í Bolungarvík, en hann þótti
afburðanáms- og íþróttamaður.
Ungur hóf hann sambúð með lífs-
förunaut sínum Sóleyju, en þau giftu
sig 5. apríl 1947. Þau byrjuðu bú-
skap saman í Bolungarvík og áttu
Út á húmblátt hafið
horfa augu blíð,
hann ungur hafði svarið
að heyja þar sitt stríð
Að vetri jafnt sem vori
var barist hart við haf,
hann efldist, óx að þori
í engu eftir gaf
Hann þreyttur var og þjáður
og þráði stundum frið,
þótt heim oft kæmi hrjáður
hann ekki bað um grið
(Magnús Hávarðarson)
Takk pabbi, fyrir að vera mér svo
góð fyrirmynd í lífinu. Ég mun ávallt
búa að því og reyni af fremsta megni
að skila því áfram til afadrengsins
Magnúsar Orra, sem þótti svo ákaf-
lega vænt um þig.
Þinn sonur
Magnús.
Sjómannadagurinn var runninn
upp bjartur og fagur í Bolungarvík,
er við fengum skilaboð um að koma
strax niður á skýli, því að nú væri
pabbi að fara, það var kominn
sjúkrabíll og átti að flytja hann inn á
sjúkrahús, en þegar til kom þá varð
þess ekki þörf, hann kærði sig aldrei
um óþarfa vesen.
Pabbi var eldklár í hugsun fram til
hinsta dags, mundi tímana tvenna,
sátum við oft er ég kom vestur að
rifja upp gamla tíma.
Hann var hafsjór af reynslu og
þekkingu um sjávarhætti og náttúru
jarðar og sama hvar mann bar niður,
hann var inni í öllu og nokkurs konar
gagnagrunnur, kom ég oft af fjöll-
um, hafði ekki spáð í þessa hluti.
Móðir hans lést úr berklum er
hann var eins árs, en faðir hans var
langtímum saman í burtu á vertíð-
um. Föðuramma hans, ekkjan Ing-
unn Jóhannsdóttir, þá 62 ára gömul,
tók hann að sér, en hún hafði misst
sinn mann í sjó, frá átta börnum, og
þurft að láta þau frá sér, nema tvö
þau yngstu.
Pabbi bar ekki tilfinningar sínar á
torg. Mamma sagði að hann hefði
farið á mis við alla móðurhlýju, þá
grétum við og knúsuðum hann og
kysstum, við sem áttum alltaf hlýjan
móðurfaðm að hjúfra okkur í.
Pabbi lagði okkur lífsreglurnar:
að læra heima, lagði mikið upp úr
því að við fengjum góðar einkunnir
og ef honum líkaði ekki, þá var að-
eins ýjað að því að við gætum nú
gert betur.
Einnig að amma hans hefði alltaf
sagt „iðjuleysi er undirrót alls ills“.
Hún kom honum alltaf í sveit á
sumrin, „burt úr sollinum og iðju-
leysinu“. Hann langaði aldrei burtu,
vildi fá að leika sér úti með vinunum
í víkinni.
Ingunn amma kenndi honum
guðsótta og góða siði, en var með
strangar reglur, enda orðin gömul
og þreytt. Hann átti að koma inn áð-
ur en hún sofnaði, annars gengi
henni illa að sofna aftur, hann
gleymdi sér stundum í hita leiksins
hábjört sumarkvöldin, kom að læst-
um dyrum. „Hvað gerðir þú þá,“
spurði ég, hann sagðist bara hafa
lagt sig í forstofunni og sofið, uns
hún hleypti honum inn.
Pabbi var mikið í burtu, en það
var eins og jólin væru komin þegar
hann kom heim, sérstaklega eftir
síldarvertíðirnar, sem stóðu frá júní-
byrjun og framundir jólaföstu, þeg-
ar Austfjarðasíldin var og hét. Þá
var hátíð í bæ og ýmislegt fallegt og
nýstárlegt sem hann gladdi krakka-
hópinn sinn með, ef vertíðin hafði
gengið vel.
Ein kær minning í mínum huga er
þegar við sátum með honum er
Passíusálmarnir voru lesnir í út-
varpinu, hann með sína Passíu-
sálmabók, við fylgdumst með.
Við bárum ótakmarkaða virðingu
fyrir pabba okkar þegar hann var
heima, aldrei þurfti hann að hækka
róminn er við vorum að galsast,
sagði bara í rólegheitum „stelpur
mínar hafið þið lágvaða“ eða „elskið
þið friðinn“, og allt datt í dúnalogn.
Ástkær faðir minn er kominn heill
í höfn úr sinni hinstu för. Hann fékk
að fara hægt og hljótt eins og honum
var lagið. Hann hafði þjáðst lengi,
gat sig lítið hreyft orðið. Hann var
„lagstur við akkeri“, eins og hann
sagði.
Þakka þér fyrir elsku pabbi, að
vera pabbi minn, kletturinn minn í
lífinu.
Ingunn.
Það er niðadimm vetrarnótt
einn í brúnni, mér er ei rótt.
Hávær skipsvélarhljóð
skapa skipstjórans brimsorfnu ljóð.
Horfı́á kolsvartan hafflötinn
hamast grimman við skipsskrokkinn.
Berst við öldurnar fley
en við kraft þeirra ræður það ei.
Ský þú ský
yfir hafinu óveðursský.
Og ég finn mér er ómótt
- ég hef ekki skýringu á́ því.
Ský þú ský,
yfir skipinu óveðursský.
ég skynja að ég mun nú hinstu för
minni í.
(Sossa)
Nú ertu kominn til nöfnu minnar
og tengdamömmu, elsku Hávarður.
Seinni árin keyrðum við fjölskyldan
stundum með þér um Víkina, niður á
höfn, fram í Syðridal og stundum út í
Skálavík. Á meðan sagðir þú sögur
eins og þér einum var lagið þar sem
komu fyrir heiðarleiki, traust, spar-
semi, nýtni og sjálfsbjargarviðleitni.
Þú tileinkaðir þér allar þessar
dyggðir sjálfur, og vonandi búum við
að þeim um ókomin ár. Frásagnir
þínar voru skemmtilegar og fróðleg-
ar og svo sannarlega elskaðir þú Vík-
ina þína. Elsku tengdapabbi, takk
fyrir að hafa fært mér Maggana
mína.
Guðný Sóley Kristinsdóttir.
Nú hefur Haddi afi lagt upp í sína
síðustu ferð. Hann kvaddi okkur á
sjómannadaginn og var það undar-
leg tilviljun að skipstjórinn færi á há-
tíðisdegi sjómanna. Afi stundaði sjó-
inn alla sína starfsævi og var farsæll
skipstjóri á ýmsum bátum og tog-
urum. Hann lauk svo starfsævinni á
trillunni sinni, Hugrúnu Ís-1. Þegar
við vorum litlar var afi oftar en ekki í
burtu, hann var svo mikið á sjónum.
Þegar hann var í landi fór hann oft
að veiða á stöng og það fannst okkur
systrum skrýtið, að koma heim af
sjónum og fara þá í veiði.
Afi og amma fóru oft í ferðalög til
útlanda og það var mikill spenning-
ur að fara í Víkina og sjá hvað þau
komu með handa okkur barnabörn-
unum. Við fjölskyldan og amma og
afi fórum í eftirminnilega ferð til
Ítalíu og þá fannst okkur þau vera
svo sigld, afi pantaði sér framandi
mat og til í að prófa allt. Afi fylgdist
alla tíð mjög vel með fréttum og það
var sama hvað bar á góma, hann var
alltaf með allt á hreinu, hvort sem
um var að ræða heimsmálin eða
dægurmálin. Honum varð einu sinni
á orði, þegar honum fannst við ekki
vera með á nótunum, hvernig er
þetta með ykkur unga fólkið, fylgist
þið aldrei með fréttum?
Afi sagði skemmtilega frá upp-
vaxtarárum sínum, vel minnugur á
allt. Það var greinilegt að lífsbarátt-
an var oft hörð, hann missti móður
sína ársagamall og ólst upp hjá
ömmu sinni sem þá var orðin full-
orðin kona. Hann fór snemma að
vinna fyrir sér og 12 ára gamall var
hann sendur í vist á Akureyri. Hann
var góður námsmaður og fimur í
leikfimi, þetta sagði hann reyndar
ekki sjálfur heldur amma, því þau
voru jafngömul og voru alltaf í sama
bekk í skóla. Nú eru þau saman á ný,
amma og afi, og biðjum við guð að
geyma þau og varðveita. Elsku
mamma og systkini, sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Olga, Sóley og Hulda Björk
Veturliðadætur.
Ég vil heim
þegar dag að kvöldi ber
heim
þar ég uni mér hjá þér
ég vil heim
til að hvíla lúin bein
heim
þar sem bíður ástin ein
Ég vil heim
þegar ævin líður hjá
heim
þegar þrosk’ er búinn að ná
ég vil heim
þar sem ljósið bjartast er
heim
þegar æviskeiðið þver
(Sossa)
Elsku afi. Nú ertu kominn til
himna til ömmu og ég mun sakna þín
mjög mikið.
Takk fyrir hvað þið amma voruð
dugleg að passa mig þegar ég var lít-
ill. Þú sóttir mig svo oft á leikskól-
ann og við fórum svo á Skólastíg og
fengum kaffi og „bleyttí“ hjá ömmu.
Mamma og pabbi hafa oft sagt
mér söguna þegar ég læsti þig úti,
og það þurfti að fá lögguna til að
opna bíldyrnar. Eins þegar ég henti
skrautinu hennar ömmu í ruslið.
Mér finnst þetta svolítið fyndið en
bið þig fyrirgefningar. Ég var svo
lítill þá. Takk, afi, fyrir alla sunnu-
dagsbíl túrana og líka allar jólagjaf-
irnar og afmælisgjafirnar og sög-
urnar frá lífinu í gamla daga. Kysstu
og knúsaðu ömmu frá mér.
Magnús Orri.
Lífið í Bolungarvík er einfalt fyrir
litla stráka og ég áttaði mig snemma
á því að ég átti rosalega flottan afa.
Eldhúsið á Skólastíg var fullt af
blaðrandi konum sem töluðu hver
ofan í aðra, á meðan amma stóð og
rétti kaffi. Afi segir „heyr“ og allt
þagnar nema útvarpið sem áður
heyrðist ekkert í. Afi minn var jú
pabbi allra þessara kvenna. Frænk-
ur mínar sem hjálpuðust að við upp-
eldið á mér og fleirum, dýrkuðu
pabba sinn meira en allt. Afi átti
fjórar dætur sem föðmuðu hann og
klöppuðu honum við hvert tækifæri
og hlustuðu af áhuga á allt sem frá
honum kom.
Við afi áttum margar góðar stund-
ir saman og mig langar að minnast
þeirra hér. Margar í fína garðinum
hans. Ég hugsa að ég hafi tafið fyrir
honum frekar en flýtt, fyrstu skiptin
sem ég var með honum í kartöflu-
garðinum. Með afa lá samt aldrei
neitt á og það þótti mér gott. Það var
gaman að fylgjast með kartöflugras-
inu dafna og rófunum, hvað þá jarð-
arberunum og rósunum. Eitt sum-
arið fékk ég minn eigin garðskika og
setti niður radísufræ.
Við afi áttum líka góðar stundir
saman niðri í kjallara. Fyrir tuttugu
og einu ári hjólaði ég til afa til að
horfa með honum á handboltann í
fjarstýrða sjónvarpinu hans. Ísland
var best í heimi og sigraði í B-keppn-
inni frægu í úrslitaleik gegn Pólverj-
um. Við stóðum upp og fögnuðum
hverju marki Íslands allan leikinn.
Amma kíkti niður hálfan stigann og
spurði hvort við værum orðnir vit-
lausir yfir fótboltanum eins og hún
kallaði það.
Afi var oftast rólegur og hafði
góða nærveru. Ég sótti talsvert til
þeirra niður á Skólastíg og var oft
hjá ömmu og afa en sennilega mest
þegar allt annað var upp í loft. Ég
bjó hjá þeim rúmlega eitt skólaár.
Þetta var síðasta árið mitt í grunn-
skóla og það eftirminnilegasta. Afi
var þá hættur á Dagrúnu og var
heima um veturinn. Amma var orðin
soldið gömul en þau hjálpuðust að
við heimilishaldið. Við afi sáum um
að skræla kartöflurnar en amma sá
um að elda og svo vöskuðum við afi
upp eftir matinn. Amma kom okkur
eitt sinn á óvart og pantaði pítsu. Afi
var minna hrifinn af því en ég, en
kvartaði ekki. Ég hef þó sjaldan ver-
ið eins hissa og þegar afi afþakkaði
pepsíið og bað um kaffi með píts-
unni.
Það var nóg að gera hjá mér í
íþróttum og skólanum en svakalega
þótti mér gott að slaka á með ömmu
og afa. Hlusta á fréttir og Þjóðarsál-
ina í útvarpinu. Góð leið til að slaka á
var að leigja eina Clint Eastwood-
mynd því þá var ég viss um að afi
færi ekki snemma að sofa. Lakkrís
handa ömmu og þá var allt klárt.
Í gegnum menntaskóla og há-
skólaárin hélt ég jólin með ömmu og
afa og voru þau sérlega góð. Alda-
mótunum 2000 fagnaði ég með þeim
og skálaði með þeim á tröppunum.
Það var mér ómetanlegt að geta
alltaf leitað til ömmu og afa þegar
eitthvað bjátaði á og það gerði ég
reglulega. Ég þurfti aldrei neitt að
segja eða útskýra frekar en ég vildi.
Bara ganga inn og segja hæ.
Takk fyrir mig, afi minn.
Andri Þór Kristinsson.
Haddi afi kvaddi þennan heim á
sjómannadaginn – sannur sjómaður
og togaraskipstjóri til margra ára
kann að kveðja með stíl. Minninga-
kornin skjóta upp kollinum – flestöll
tengd sjónum og lífsstarfi hans.
Kallinn í brúnni á Dagrúnu – kallinn
á vaktinni, sem hafði gott nef fyrir
góðum fiskimiðum. Þegar hann
hætti sem togaraskipstjóri lét hann
ekki deigan síga og eignaðist sinn
eigin bát – okkur fannst hann nú
vera hálflítill og ótrúlegt að róa á
svona litlum koppi út á ballarhaf. En
Haddi afi hafði reynsluna, þekk-
inguna og þorið – og skildi lítið í
áhyggjum okkar.
Lífshlaup Hadda afa spannaði 85
ár – farsælt líf með Sóleyju sinni og
mannvænlegum börnum – það hlýt-
ur að hafa tekið mikið á að sjá fyrir
átta manna fjölskyldu um miðja 20.
öldina – nokkuð sem okkar kynslóð
getur lært af. Haddi afi var flottur
Hávarður Olgeirsson HINSTA KVEÐJA
Hávarður Olgeirsson, skip-
stjóri, vinur minn og afi kon-
unnar minnar lagðist við akkeri
fyrir nokkrum árum eins og
hann kallaði það sjálfur er hann
þurfti að notast við súrefniskút.
Ég kynntist Hávarði mjög vel
árið 2003 er ég gerðist lög-
reglumaður í Bolungarvík. Á
meðan ég var þar nutum við fé-
lagsskapar hvor af öðrum og
drukkum við marga kaffiboll-
ana saman og kláruðum nokkur
tóbakshorn. En í þessum sam-
tölum okkar ræddum við mikið
um pólitík, lífið í gamla daga í
Bolungarvík og framtíð Vest-
fjarða.
Skipstjórinn „tók upp akker-
in“ á sjálfan sjómannadaginn
og lagði af stað á vit forfeðr-
anna. Ég á eftir að sakna Háv-
arðar. Far vel skipstjóri og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gylfi Þór Gíslason.
Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 8
Hafnarfirði, Sími: 571 0400
legsteinar@gmail.com