Morgunblaðið - 12.06.2010, Qupperneq 37
Dagbók 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VISSI EKKI HVAÐ
ÞAÐ ER ERFITT AÐ
VERA KÆRASTI
ÉG BER MJÖG
MIKLA ÁBYRGÐ
ÉG ÞARF AÐ RAKA
MIG UM HELGAR
ENGINN SAGÐI
AÐ ÁSTIN VÆRI
AUÐVELD
ÞÚ ÁTT FALLEGT
HEIMILI, HELGA
EN HVAÐ ER
EIGINLEGA Í
GANGI HÉRNA?
ÞETTA BYRJAÐI SEM NÁGRANNAFUNDUR TIL AÐ
AUKA SAMVINNU OG GÓÐVILD Í HVERFINU
FUNDUR
LURKHAFA
BÚÐIN
OPNAR EFTIR
EINA MÍNÚTU.
ERTU NOKKUÐ
STRESSUÐ?
JÚ,
PÍNU
ÞAÐ ER BARA EÐLILEGT.
ÞESSAR ÚTSÖLUR ERU
MESTA ÞOLRAUN SEM
NOKKUR VIÐSKIPTAVINUR
GENGUR Í GEGNUM
AÐ LÍKJA ÞESSU
VIÐ VENJULEGA
VERSLUNARFERÐ ER
EINS OG AÐ LÍKJA
INNRÁS INN Í
ÍTALÍU VIÐ KVÖLD-
VERÐ Á ÍTALÍU
ÞEIR
OPNUÐU
DYRNAR!
ÁRÁS!!
ÞARNA
ER HÚN!
NÚNA BÍÐUM VIÐ
ÞANGAÐ TIL ÉG GET
TALAÐ VIÐ HANA...
ÁN ÞESS AÐ
FYRRVERANDI
MAÐURINN HENNAR
KOMIST AÐ ÞVÍ
JÁ, MEIRA AÐ SEGJA
ÉG VEIT HVERNIG
MARÍA LOPEZ LÍTUR ÚT
ÉG ER
ÞREYTTUR
Á LÍFINU
ALLIR DAGAR
ERU EINS
ÉG ÞARF AÐ
BREYTA TIL
Verðmæti
Ég stóð fyrir skömmu
við fjölfarna götu,
sem kallast Mikla-
braut. Þar horfði ég á
bíla, hverra ökumenn
voru á fleygiferð inn í
ókomna framtíð. Við
hlið mér hoppaði
svartþröstur undan
vindi í leit að æti.
Fyrir honum var til-
veran barátta fyrir
því að komast af, með
því að geta fyllt sarp-
inn fyrir nóttina.
Þorri manna var
hins vegar haldin
söfnunaráráttu lífsgæða, sem snú-
ist höfðu upp í andstæðu sína.
Þeir ánetjuðust ofurgæðum, sem
veittu orðið enga fró fyrir innri
mann í fjötrum holdsins.
Því miður lifa flestir í þessari
andans dauðu eyðimörk,
meðvitundarlausir um hin raun-
verulegu auðæfi, sem eru handan
við hinn daglega skynveruleika
vitanna fimm.
Safnararnir, sem stjórna
alþjóðaverslunarbandalaginu vilja
ekkert gefa fyrir þennan andlega
auð, því hann er ekki hægt að
selja, en stendur öllum til boða,
ókeypis!
Sá, sem öðlast hann er sæll og
ekki háður glysi og
glingri heimsins.
Fólki er í staðinn
haldið innstilltu á
heimsmynd hégóm-
ans, kennt að skrópa
í guðfræði og lífs-
speki, sem legið hef-
ur á glámbekk í
aldaraðir fyrir þá
sem vilja sjá.
Að eiga frið í eigin
skinni er mikil
auðna, gæfa, blessun
og ókeypis hamingja,
sem gefur lífinu gildi
og mönnum vissu
um að farsælt og
gæfuríkt sé að lifa
án allsnægtanna og ofur-
lífsgæðanna, hversu ótrúlegt sem
það kann að virðast fólki, sem
ekki enn hefur virkjað sjötta
skilningarvitið, til að fá notið lífs-
ins til fullnustu.
Kannski að hið sorglegasta sé
þó það, hversu ábendingum sér-
vitringa og einfeldninga, sem
elska að hlusta í þögninni á hvísl
engla og andans
heilaga, er lítill gaumur gefinn í
heimi vorum.
Einar Ingvi Magnússon.
Ást er…
… það sem gerir hvern
dag sérstakan.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Anton Helgi Jónsson sendirþættinum kveðju: „Mér er ljúft
og skylt að feðra limruna um frú
Marcos og skóna í Vísnahorni og
held reyndar að hún hafi verið get-
in um miðjan níunda áratuginn.
Það er rétt að þessi limra hefur
ekki birst í bók en einhvers staðar á
vefnum www.Anton.is er hana aft-
ur á móti að finna, ásamt fleiri limr-
um sem ég hef gengist við. Þar á
meðal er limran „Játningar í op-
inskáu viðtali“:
Ég eyrnastór fyrir því finn
að forvitnir glápa um sinn
og dylgjur ég þekki
en dapur verð ekki
því Doddi er vinurinn minn.
Vert er að rifja upp rímu úr
smiðju leirverja, sem hefst á man-
söng Gylfa Þorkelssonar:
Nú er uppi öldin trist,
andleg heilsa broguð,
sérhver dyggð af sannri list
snúin, reytt og toguð.
Jón Ingvar Jónsson bætti við:
Kostulegt og kyndugt þá
kemur margt úr dúrnum
ef ég Braga bifreið á
bruna út úr skúrnum.
Pétur Stefánsson:
Eðalvagni ek ég greitt,
– út um trissur þeysi.
Okkur þjakar ekki neitt
andans bensínleysi.
Stefán Vilhjálmsson:
Vísnatæki tek ég við,
tæti um völlinn glaður.
Óðar fer þó allt í bið,
nú er ég punkteraður!
Einar Kolbeinsson:
Fljótt svo bakkar fyrir rest,
fær þó skelk og stirðnar,
greinir enda gríðarbrest,
… hann gleymdi að opna dyrnar.
Davíð Hjálmar
Haraldsson:
Ekki má þó aka hratt,
ylli soddan tjóni.
Lærist margt við ljóðaratt
leirskáldum á Fróni.
Bjarni Stefán Konráðsson:
Núna argar eflaust Jón
yfir kvæðaskrílnum:
Ég kannast ei við klafs og tjón;
konan var á bílnum.
Hallmundur Kristinsson:
Ef við förum öll á stjá,
af því skapast klandur;
mun þá lenda manni á
mótorljóðagandur.
Guðmundur Ingi
Jónatansson:
Bragartækið ber mig þá
burt frá öllu héðan.
Kók og Prins ég kjamsa á
og kjafta í síma á meðan.
Pétur Blöndal:
Vísnamenn má víða sjá
verða ósköp glaða
bara ef að bíllinn þá
ber á milli staða.
Hálfdan Ármann Björnsson:
Ekki glápa á gellu sveim,
gleyma stýri.Vaka.
Ávallt reynist hollast heim
heilum vagni aka.
Pétur Stefánsson:
Bregður skímu, skyggir ótt
skáldaþankar dofna.
Gestum býð ég góða nótt,
geng í rúm og sofna.
Er þá lokið fyrsta hluta rím-
unnar.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af rímu og bifreið Braga
AUGLÝSINGASÍMI
569 1100