Morgunblaðið - 12.06.2010, Side 38

Morgunblaðið - 12.06.2010, Side 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Hulda Hlín Magnúsdóttir list- málari opnaði einkasýningu í Turninum í Kópavogi, 2. hæð, í vikunni þar sem hún sýnir mál- verk frá námsárum sínum á Ítalíu. Verkin sem nú eru til sýnis eru máluð í Feneyjum, Verona og Róm. Þema verk- anna á sýningunni eru íslensk fjöll og klettar í litskrúðugum búningi. Hulda Hlín útskrifaðist frá Listaakademíu Rómar, Accademia di Belle Arti di Roma, árið 2004 með hæstu einkunn og lauk meistaragráðu við Háskólann í Bologna í listfræði árið 2006. Sýningin stendur til 31. ágúst. Myndlist Hulda Hlín í Turn- inum í Kópavogi Hulda Hlín Magnúsdóttir Nýr sýningarsalur, Gallerý Klúka, á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum, verð- ur tekinn í notkun í dag kl. 15 þegar opnuð verður sýning Árna Páls Jóhannssonar. Sýn- inguna nefnir Árni Storm á Suðurlandi. Árni Páll hefur stundað leik- mynda- og sýningahönnun og hannað leikmyndir fyrir leik- hús og kvikmyndir, unnið með fjölda landskunnra sem og heimsþekktra leik- stjóra. Hann hannaði einnig íslensku skálana á heimsýningunum í Lissabon og Hannover. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 10 til kl. 22 fram eftir sumri. Ljósmyndun Árni Páll sýnir í Bjarnarfirði Árni Páll Jóhannsson Við Aker Brygge Tjuvholmen í Ósló stendur galleríið Arthe Kunsthus sem Sigurjón Ein- arsson á og rekur. Það var opn- að í vetur og hefur sérhæft sig í ljósmyndum. Á fimmtudag var þar opnuð sýning á myndum frá gosinu í Eyjafjallajökli eftir ljósmyndarana Sigurgeir Sig- urjónsson og Önnu Maríu Sig- urjónsdóttur, en þau eru fyrstu Íslendingarnir sem sýna í gall- eríinu. Sýningin heitir Eyjafjallajökull Iceland 2010 og stendur fram í byrjun ágúst. Þau Sigurgeir og Anna María dvöldu við Eyja- fjallajökul á meðan á gosinu stóð og tóku myndir af því, en einnig af lífinu í kring. Ljósmyndun Eyjafjallajökull á Aker-bryggju Kynningarspjald sýningarinnar. Frægasta verk þýska bar-okkmeistarans Pachelbelser Kanón, keðjusöngursem mig minnir að hafi meira að segja ratað inn í sjónvarps- auglýsingu frá einhverju trygginga- fyrirtækinu (með tilheyrandi væmni). Kanóninn er þó ekki eina tónsmíð Pachelbels, síður en svo. Á geisladiski með Kjartani Sigurjóns- syni orgelleikara er að finna Ciacc- onu í f-moll eftir tónskáldið, og hún er ekkert minna grípandi en Kanón- inn. Hinn mjúki og fallegi hljómur í orgelinu í Digraneskirkju nýtur sín fullkomlega í vandaðri túlkun Kjart- ans, músíkin er ótrúlega seiðandi og mögnuð. Bara þetta verk gerir geisladiskinn vel þess virði að eign- ast. Önnur tónsmíð eftir Pachelbel, Tokkata í C-dúr, er líka skemmtileg, hún er hátíðleg, nánast jólaleg í meðförum Kjartans. Sömu sögu er að segja um tvo sálmaforleiki eftir Bach (BWV 606 og 638), sem eru hrífandi blátt áfram og með mark- vissri stígandi. Og sónata í A-dúr op. 65 nr. 3 eftir Mendelssohn er mögn- uð, fyrri kaflinn tilþrifamikill, sá seinni ofurveikur og annarsheims- legur, eins og tónlistarleg lýsing á sumarlandinu að handan! Allir vita að stutt er í að orgelið verði ógnandi. Samtímatónskáld sem fara út fyrir hefðbundið tónmál fyrri alda gæta sín þó ekki alltaf á þessu. Joonas Kokkonen (1921-1996) fer aðeins yfir strikið í Lux aeterna; hljómarnir, sem myndu virka tærir og hástemmdir úr píanói eða frá strengjasveit, verða óhuggulegir úr orgelinu. Hið eilífa ljós er hér eins og úr hugarheimi Rannsóknarrétt- arins. Það er ekki tilviljun að orgel- tónlist er vinsæl í hrekkjavöku- partíum! Þeir Flor Peeters (1903-1986) og Jón Þórarinsson (f. 1917) hafa betur höndlað möguleika orgelsins. Til- brigði um Veni creator eftir þann fyrrnefnda er seiðandi hugleiðing um heilagan anda. Sálmaforleikur Jóns, Jesú, mín morgunstjarna, er líka alltaf jafn fallegur, enda frábær- lega leikinn af Kjartani. Hann er við- eigandi lokaatriði á virkilega vönd- uðum geisladiski. Bravó! Morgunblaðið/Sverrir Frábært Orgelleikarinn Kjartan Sigurjónsson fær mikið lof í dómi. Orgelhljóm- ar sumar- landsins Geisladiskur Kjartan Sigurjónsson leikur á orgel bbbbm Verk eftir Pachelbel, Bach, Mendels- sohn, Peeters, Kokkonen og Jón Þór- arinsson. Upptökustjóri: Sveinn Kjart- ansson. JÓNAS SEN TÓNLIST Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir opna fyrsta hluta þrí- leiksins Áfram með smjörlíkið! í Listasafni ASÍ í dag kl. 16. Næstu hlutar verksins verða svo sýningar í Djúpavík og Berlín, en að sögn Hlyns hafa allar sýningarnar sömu yfirskrift en mismunandi undir- heiti. Sýningarnar verða ekki alveg eins þar sem hver þeirra er sett upp miðað við sýningarstaðinn, þó yfirskriftin sé sú sama. Í Reykja- vík, Listasafni ASÍ, hefur hún und- irheitið Innantóm slagorð, í Síld- arverksmiðjunni á Djúpavík … og tilbiður guð sinn sem deyr og í Berlín Byltingin er rétt að byrja. Unnið með Ragnar í Smára „Við ákváðum að vinna aðeins með Ragnar í Smára,“ segir Hlyn- ur en ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá að yfirskrift sýningar- innar er vísun til hans, enda var hann einn öflugasti stuðningsmaður íslenskra listamanna á sinni tíð. „Hluti af sýningunni er líka nokkur verk úr gjöf Ragnars sem lagði grunninn að Listafsafni ASÍ, síðan erum við með samvinnuverk okkar, þátttökuverk og texta, og svo erum við líka með eigin verk: Jóna Hlíf með ljósmynd, skúlptúra og vídeóverk og ég með ljósmynd og spreytexta. Ég er til dæmis með stórt textaverk þar sem ég set saman texta sem aðrir hafa skrifað, þar á meðal tilvísun í Björn Bjarnason þar sem innantóm slag- orð koma einmitt fyrir, texta af bloggsíðu þar sem Björgúlfi Guð- mundssyni var líkt við Ragnar í Smára og svo staðreyndabrot af Wikpediu og svo má áfram telja,“ segir Hlynur og bætir við að allir gestir á sýninguna fái smjörlíkis- kórónur við innganginn. Safnið allt undir Það má segja að þau Hlynur og Jóna Hlíf leggi safnið allt undir sig því sýningin byrjar utan á húsinu, Hlynur er þar með nokkur slagorð og Jóna Hlín málaði á þakskeggið. Sýningunni í Listasafni ASÍ, sem stendur til 4. júlí, fylgir bókverk sem Hlynur og Jóna skapa í sam- einingu. Önnur sýning raðarinnar, … og tilbiður guð sinn sem deyr verður haldin í Síldarverksmiðjunni á Djúpavík, opnuð 17. júlí og stendur til 28. ágúst. Þar verða rýmis- bundnar innsetningar í fyrirrúmi. Þriðja og síðasta sýningin í röðinni, Byltingin er rétt að byrja, verður svo opnuð í 111 – a space for con- temporary art í Berlín 3. sept- ember og stendur hún til 24. sept- ember. Morgunblaðið/Golli Slagorð Þau Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir leggja Listasafn ASÍ undir sig yst sem innst, krýnd smjörlíkiskórónum. Áfram með smjörlíkið! í Listasafni ASÍ Myndlistarnámið » Hlynur Hallsson er mennt- aður við Myndlista– og hand- íðaskóla Íslands og við listahá- skóla í Hannover, Hamborg og Düsseldorf í Þýskalandi. » Jóna Hlíf Halldórsdóttir er menntuð við Listaháskóla Ís- lands, var við nám í Finnlandi og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi.  Fyrsti hluti þríleiks Hlyns og Jónu Samvinnuverkefni Þingvalla- kirkju og minningarsjóðs Tónleikaröðin er samvinnuverk- efni Þingvallakirkju og Minning- arsjóðs Guðbjargar Einarsdóttur frá Kárastöðum sem var móður- systir Einars, sem á ættir að rekja til Þingvallasveitar, en sú hugmynd að hafa hátíðna á þriðjudagskvöld- um er frá Kristjáni Val Ingólfssyni sóknarpresti. Að sögn Einars hefur hátíðin gengið ljómandi vel hingað til og það hafi nánast alltaf verið full kirkja, með það í huga þó að ekki komast nema fimmtíu manns fyrir í kirkj- unni. „Kirkjan sjálf skammtar okkur eiginlega efnið því ekki er hægt að fara þar inn með hávær hljóðfæri; barokktónlist er óskaplega falleg þar inni og söngur með undirleik til dæmis, en það lék reyndar brass- Þótt Þingvallakirkja sé ekki mikil um sig rúmar hún þó tónlistarhátíð og hefur gert undanfarin ár, því há- tíðin Þriðjudagskvöld í Þingvalla- kirkju er nú haldin í fjórða sinn og hefst næstkomandi þriðjudag kl. 20. Þá munu þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari leika verk eftir Fauré og Tsjaíkovskíj auk hebreskra þjóð- laga. Einar Jóhannesson klarínettuleik- ari er umsjónarmaður tónleikarað- arinnar og segir að tónleikarnir verði fernir að þessu sinni, þær Laufey og Elísabet ríði á vaðið en síðan verði tónleikar þeirra Helgu Þórarinsdóttur og Kristins H. Árna- sonar 22. júní, Björn Davíð Krist- jánsson og Kawal-flautukvartett hans leika 29. júní og síðustu tónleik- arnir verða svo 6. júlí þegar tréblás- aratríó Einars, Peters Thompkins og Rúnars Vilbergssonar leikur. kvartett á tónleikum í fyrra og þá var blásið blíðlega. Það er til svo mikið af fallegri tónlist sem hentar í það djásn sem kirkjan er.“ Gestir á tónleika hátíðarinnar eru að miklu leyti úr sveitinni að því er Einar segir, „skyldmenni og sveit- ungar“ eins og hann orðar það, en einnig segist hann títt sjá þar andlit útlendra ferðamanna og svo andlit úr Reykjavík og víðar að. Tónleikar voru þrennir fyrsta árið og síðan fernir eftir það sem hann segir að sé hæfilegt. „Við sjáum hvernig þetta þróast, þetta verður að vera á lágum og fallegum nótum, við viljum engar sprengingar. Við höfum ekki viljað básúna hátíðina um of, þótt ekki sé hún leyndarmál, en við óttumst það helst að aðsókn verði of mikil og að þurfa að vísa fólki frá,“ segir Einar. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is og treyst á frjáls framlög sem hann segir hafa reynst vel. Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju Morgunblaðið/Jakob Fannar Djásn Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari ríða á vaðið með tónleika í röðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju.  Árleg tónlistarhátíð hefst á þriðjudag Þá kom sér vel að hafa við höndina ein- tak af tímaritinu Úrvali frá októbermánuði 198842 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.