Morgunblaðið - 12.06.2010, Page 39

Morgunblaðið - 12.06.2010, Page 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2010 Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s Glæsileg mikið endurnýjuð 132,8 fm íbúð á 4.hæð í virðulegu nýlega endurstein- uðu húsi við miðborgina. Mjög fallegt útsýni. Svalir. Þrjú svefnherbergi og mjög góð stofa. Endurnýjað vand- að eldhús, endurnýjað bað- herbergi. Nýl. gluggar og gler, ofnalagnir og fleira. V. 42,0 m. 5743 HÚSNÆÐI ÓSKAST Blönduhlíð - Góð risíbúð Góð 3ja herbergja rishæð við Blönduhlíð í Reykjavík. Íbúðin er á þriðju hæð. Lóðin er gróin og fal- leg. Að sögn eiganda þá hefur húsið verið endurnýjað töluvert síðustu ár. V. 17,5 m. 5746 Garðastræti - glæsilegt útsýni. Fal- leg vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 5.hæð (efstu) í mjög góðu frábærlega vel staðsettu fjölbýli í miðborginni. Íbúðin er mikið endur- nýjuð. Suðursvalir með glæsil. útsýni. Endur- nýjað eldhús og fl. Húsið er nýlega steinað að utan og er það mjög fallegt. V. 22,0 m. 5742 Gullsmári 5 - falleg íbúð (OPIÐ HÚS BORÐI)Sérlega glæsileg 3ja herb. 77,4 fm íbúð á 2. hæð í fallegri lyftublokk í Smáran- um. Eignin skiptist í hol, tvö herbergi, stofu, borðstofu, eldhús og baðherbergi. Svalalok- un. V. 19,9 m. 5578 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.17:00 -18:00 Bræðraborgarstígur - fallegt hús Vel skipulögð og stílhrein 52 fm íbúð á 2. hæð í þessu fallega og mikið endurnýjaða fjölbýlishúsi. Húsið er hannað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. V. 15,4 m. 5684 Einbýlis- eða raðhús í Fossvogi kaupanda að einbýlis- eða raðhúsi í Fossvogi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 Einbýlishús í Smáíbúðahverfi eða Gerðunum óskast. Óskum eftir góðu einbýlishúsi á ofangreindum svæðum. Æskileg stærð 250-300 fm, a.m.k. 5 herbergi og stofur. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson í síma 861- 8514 2ja herbergja íbúðir óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast Óskum eftir sumarbústað við Þingvallavatn (við vatnið). Bústaðurinn má kosta á bilinu 30-70 milljónir. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. GARÐASTRÆTI - GLÆSILEGT HÚS Falleg vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 2.hæð í mjög góðu vel staðsettu fjórbýli í Vesturbænum. Tvær stofur og tvö svefn- herbergi. Góðar svalir. Endurnýjað eldhús og bað- herbergi. Góð sameign. Fallegur ræktaður garður. V. 26,9 m. 5636 TÓMASARHAGI - SÉRHÆÐ. Mjög falleg 160,7 m2, 5 her- bergja endaíbúð með sérinn- gangi á 2. hæð með miklu út- sýni, við Línakur 1 í Garðabæ. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Íbúðin er til afhend- ingar strax. Áhvílandi 23,4 m ILS lán. V. 36,9 m. 5694 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.17:00 -18:00 LÍNAKUR 1 - EINSTAKT ÚTSÝN Falleg 248,9 fm 2ja hæða funkis raðhús sem byggð eru á skjólsælum stað á Arnarneshæð- inni. Húsið er klætt flísum og báraðri álklæðningu sem gefa þeim nútímalegt útlit. Allur frá- gangur að utan tryggir lágmarksviðhald. Húsið er tilbúið til innréttingar að innan. V. 38,9 m. 7850 ÁRAKUR 29 - AÐEINS 1 HÚS EFTIR Sérlega vel skipulögð og falleg raðhús á skjólsælum stað á miðri Arnarneshæðinni. Tvílyft húsin eru glæsileg ásýndum þar sem þau eru ýmist klætt áli eða viði. Húsin snúa á móti suð- suðvestri þannig að þau njóta sólar allan daginn. Húsin eru seld tilbúin til innréttingar - lóð fullfrágengin. V. 37,5 m. 8070 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.17:00 -18:00 SANDAKUR 4-20 - AÐEINS 4 HÚS EFTIR OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Grænlandsleið 25 - 50 fm sérver- önd Sérlega falleg 3ja herbergja 117, 4 fm neðri sérhæð, í tvíbýlishúsi, með ca 50 fm af- girtri sólríkri timburverönd og miklu útsýni. Sérinngangur. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherbergi/geymslu, hol, stofu/borðstofu, eldhús og tvö rúmgóð svefnherbergi. V. 26,9 m. 5719 Efstaleiti - mikið útsýni Fjögurra her- bergja 154,3 fm falleg íbúð á 1. hæð í Breiðablikshúsinu sem er trúlega glæsileg- asta hús sinnar tegundar í Reykjavík. Mikið útsýni. Stór og vönduð sameign, setustofur, samkomusalur m/eldhúsi fyrir allt að 60 manns, billiardstofa, líkamsrækt, gufubað, heitir pottar, sundlaug, sameiginleg geymsla og þvottaaðstaða. Húsvörður. V. 47,9 m. 5624 Tónlistarhátíðin Suðurmætir norðri hófst íNorræna húsinu áfimmtudag með aðild Félags íslenzkra tónlistarmanna undir yfirskriftinni NordSol tón- leikar I í tónleikaskrá. Hvað „NordSol“ er kom raunar hvergi fram þótt Netleit sýndi eftir á að væri Nordisk solistråd, samband allra einleikara- og einsöngvara- félaga á Norðurlöndum. Né held- ur greindi skráin frá verkum og höfundum, jafnvel þótt pláss reyndist ærið undir ferilskrá flytjenda – einkum Norðmann- anna tveggja eftir hlé. Við varla 30 manna aðsókn kom það óneitanlega svolítið kyndugt fyrir. Einkum úr því norrænu bræðraþjóðagestirnir stóðu fráleitt undir sambæri- legum gæðastaðli og t.a.m. Mic- hala Petri, er fram kom á sama stað sl. september. Án frekari vitneskju var því óneitanlega freistandi að ímynda sér að Norræna einleikarafélaginu hætti til að hygla kulnandi lár- viðarblöðum sumra fé- lagsmanna á kostnað hinna fremstu. Í því sambandi var að vísu sízt út á framlag Helgu Rósar og Guðrúnar Dalíu að setja, er fluttu sex síferska ljóðasöngva Jórunnar af sópandi glæsibrag þaulkunnugra. Ekki sízt Við Kí- nafljót, Únglingurinn í skóg- inum og Kall sat undir kletti er glömpuðu af innlifun, snerpu og húmor. Hvað færeysku og norsku flytjendurna varðar stóðu pían- istarnir upp úr, því hvorki fær- eyski kontrabassaleikarinn né norski fiðlarinn virtust hafa sama sólóíska öryggi fram að færa og undirleikararnir. Undir- leikslausu atriði Lamhauges – úr Sellósvítu Bachs nr. 2 (af mér óskiljanlegri ástæðu leikin á búmandi loðnu pizzicato) og Sónata Vagns Holmboes Op. 82 – voru að auki rytmískt stein- geld, og Sónata Sofiu Gubaidul- inu var nánast gersneydd þeirri „jákvæðu blekkingu“ er annars hefði rifið afstrakta sovézka verkið frá 1931 upp á hærra plan. Þó jafnaði spuninn út frá Kingosálminum Nu rinder solen op af østerlide ögn und- angengna deyfð með m.a. söng- innslagi bassistans, er töfraði fram ljóðræna stemningu á 11. stundu. Norðmennirnir Ole Böhn og Geir H. Braaten léku eftir hlé fiðlusónötur Janáceks og Edv- ards Griegs. Þótt sú fyrri slyppi rétt fyrir horn, náði Grieg hins vegar stundum að blómstra – mest í kraftmikilli harðang- urssláttu lokaþáttar (III). Pían- istinn var almennt hinn þjálasti, en þrátt fyrir þroskaða mótun Böhns benti víða hálfsár inn- tónun hans í hæðinni ásamt hægfara titri til að hann hefði e.t.v. lifað betri daga. Kulnuð norræn lárviðarblöð Norræna húsið Kammertónleikar bbmnn Sönglög, einleiks- og kammerverk eftir Jórunni Viðar, Bach, Holmboe, Gubai- dulinu, Janácek og Grieg. Helga Rós Indriðadóttir sópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó, Agnar Lam- hauge kontrabassi og Jóhannes Andr- easen píanó, Ole Böhn fiðla og Geir Henning Braaten píanó. Fimmtudaginn 10. júní kl. 20. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Þýski listamaðurinn Sigmar Polke lést í gær, 69 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Polke var einn þekktasti listamað- ur Þýskalands og talinn með merk- ustu listamönnum síðustu aldar þar í landi. Polke fæddist í Oelsnitz í Neðri- Sílesíu, héraði í Póllandi, en flúði með fjölskyldu sinni til Thuringen 1945 þegar þýskir Pólverjar voru reknir úr landi. 1953 flúði fjölskylda hans öðru sinni, nú undan kommúnistum, og hélt til Vestur-Berlínar og síðan til Düsseldorf. Polke stundaði listnám í Düssel- dorf og gat sér orð fyrir listsköpun þar í borg, en hann var einn upphafs- manna stefnu sem kallaðist kapítal- ískt raunsæi. Polke settist síðar að í Köln. Metfé hefur fengist fyrir verk Polkes á uppboðum á síðustu árum og nægir að nefna að eitt verka hans var selt á sem nemur um hálfum milljarði króna fyrir þremur árum. 2007 var haldin mikil yfirlitssýning á verkum Polkes í nútímalistasafni Vínarborgar og í Frieder Burda- safninu í Baden-Baden. Sigmar Polke allur  Einn merkasti listamaður síðustu aldar Frumherji Eitt verka Sigmars Polkes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.