Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1956, Qupperneq 11

Framsóknarblaðið - 20.12.1956, Qupperneq 11
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1956 11 Uppboðið. Framhald af 9. síðu. kominn tími til að nálgast það úr verzluninni. Friður nábýlisins hafði til þessa verið Ólöfu hús- freyju og hennar fólki fyrir öllu, en fátt leynist fyrir nágrönnum í löngu sambýli. Þessi andi Gríms var einnig ógeðfelldur Halldóru gömlu. Hún tók að andhæfa. ,,Ég hef aldrei annað heyrt," sagði hún, ,,en syndlaust væri að halda á prjónunum á föstu- daginn langa. Ástæðan er sú, að Kristur klæddist sjálfur prjónakufli." Gamla konan var fastmælt. „Eyðslulíf Sæmundar og Sigríðar annars vegar og heimilislíf þitt hins vegar óska ég ekki að ræða við þig að þessu sinni, Grímur bóndi. Ég get þó ekki varist þönkum og þrálátri hugsun um menn, sem sí og æ í orðum og æði minna mann á Fariseann — eða þá söguna um bjálkann og flísina." Nei, nú kannaðist Grímur bóndi við allt sitt heimafólk. Hann óskaði ekki að halda þessu tali áfram, fyrst kerlingin var í þessu essinu. Hann kvaddi því og rölti heim í kot sitt. Eftir hádegi komu menn auga á dökkan depil innarlega á spegilsléttum firðinum. Allir á Hafnarbæjunum vissu, hvað það var. Þó gat enginn stillt sig um að ganga út og skyggnast eftir deplinum. Hann stækkaði brátt og hætti þá að verða það, sem hann var í fyrstu.. Þetta reyndist vera stór árabátur með mörgum mönnum á. Grímur bóndi tók einn á móti gestunum i vörunni og brýndi með þeim bátnum. Aðrir bænd- ur og búaliðar á Hafnarbæj- unum héldu kyrru fyrir innan bæjar og stungu hendi í eigin barm. — Sæmundur í dag, — ef til vill þeir sjálfir á morg- un. Menn komu á tveim öðrum bátum handan yfir fjörðinn til uppboðsins. Meðal þeirra var Þórður bóndi í Hlíð. Hann var gildur bóndi og þótti vita lengra nefi sínu ýmislegt, sem flestum öðrum var með öllu hulið. Hann tók Sæmund bónda þegar tali, og ræddust þeir við afsíðis drykklanga stund. Hinn aldraði hreppstjóri af- réð, að uppboðið skyldi fram fara í hinu tæmda hlöðurúmi Sæmundar bónda. Þangað skyldi búslóðin borin. Valdstnaðurinn setti upp hreppstjórahúfuna, sem hann tók upp úr tösku sinni, ásamt litlum tréhamri, sem hann handlék með myndugleik. Síðan náði hann sér í kassa, sem hann kaus að standa á úti f horni. Uppboðs ritarinn varð að láta sér nægja tunnu undir bókina, en stól fékk hann til að sftja á. Öll börnin á Hafnarbæjunum, sem vettlingi gátu valdið, höfðu safnazt saman uppi á heystabb- anum, sem eftir var í hlöðu Sæmundar bónda. Þar datt hvorki af þeim né draup, þó að þau væru hart nær tuttugu tals- ins. Þessi samkmnda gagntók hug þeirra allra. Inn í hlöðuna söfnuðust koff- ort og kistur, kirnur og koppar. Þar gat að líta gamla skælda dragkistu úr stofu hjónanna, kassa, amboð og fleiri verkfæri. Brátt hafði nær öll búslóð þeirra hjóna verið borin inn í hlöðuna og svo nær gengið, sem lög frekast leyfðu. Lítill slægur virtist uppboðs- gestum í munum þessum. Sig- urður kaupmaður keypti þá flesta eða honum handgengnir. Enginn sá Sæmundi bónda brugðið, meðan búslóðin var boðin upp, enda var hann hæg- lætismaður og skapdeigur. Sig- ríður húsfreyja var hinsvegar gustmikil, svo að pils fuku, og sýndist nú barmurinn bústnari en venjulega, og þótti hann þó þrýstinn jafnan. — Húsfreyja var hörð á svip og heiptúðug. Var sem gneistaði úr augum hennar. Óeirð leyndi sér ekki yfír Sig- urði kaupmanni. Hann var með- almaður á hæð, gildvaxinn nokkuð og sköllóttur aftur á hnakka. Yfirvararskeggið hafði hann mikið og vel hirt, snúið við vanga beggja vegna. Hökutopp hafði hann að fyrirmannasið. Þarna stóð hann í hlöðunm með harða hattinn sinn í annarri hendinni og silfurbúna göngu- stafinn í hinni. Lotinn var hann, og ellilegur virtist hann, kominn fast að sextugu. Þegar hefjast skyldi uppboðið á bústofninum, sem samkvæmt veðbréfinu var ein kýr, 42 ær og 8 lömb, snaraðist Sigríður hús- freyja inn í hlöðuna. Bregður hún þegar trékollu undan svuntu sinni, hvolfir henni yfir höfuð Sigurði kaupmanni og þrýstir að. ,,í þessa trékollu hafa margar kynslóðir mígið, og máttu það muna, mannskratti, að kona hef- ur krýnt þig koppi þessum." Það var sem húsfreyja skyrpti þessum orðum út úr sér. ,,Hvert skauð á sína kerling, stendur þar," sagði Sigurður kaupmaður, laut höfði og hugð- ist láta kolluna detta af skalla sér. En hún reyndist föst sitja. Varð hann því að leggja fró sér hatt og staf til þess að taka um pottlok þetta. Bændur og búliðar snéru sér til veggja og kímdu í kampinn. Trékollan reyndist gagnsósa mjög og daunrömm. Sigurður kaupmaður tók til máls og bað menn minnast. Kvaðst hann mundu leita réttar síns um þann atburð, sem hér hefði átt sér stað, og krefjast þyngstu miskabóta. Svo sneri hann máli sínu til Sigríðar hús- freyju, sem stóð hnarreirt með hendur á mjöðmum miklum, því hún var hvorki mittismjó né mjaðmaskorppinn, og leiddi óvin sinn sindrandi sjónum. „Yður hefði verið sæmra, frú Sigríður," sagði hann óstyrkri röddu, „að hvetja bónda yðar til að standa í skilum við vel- gjörðarmann yðar beggja hjóna, heldur en svívirða hann hér í dag." „Ég er ekkert helvítis kálfs iður," hvæsti Sigríður húsfreyja út úr sér og snaraðist út úr hlöðunni. Þegar Sigurður kaupmaður hafði þvegið sér og endurnýjað morgunsnyrtingu sína, var upp- boðinu haldið áfram og hafin sala á bústofninum. Kýrin var slegin Þórði bónda. Þóttust allir vita í hvaða tilgangi hann lét hana ekki ganga úr greipíum sér, þótt kaupmaður sjálfur sækti rammlega boðið ó móti honum. Svo kunnur var Þórður bóndi að drengskap, hjálpsemi og höfðingslund. Ekki fundust fleiri ær í eigu Sæmundar en 35 talsins. Þrem lömbum var þar vant frá því er tilskilið var í veðbréfinu. Sigurður kaupmaður lýsti þegar yfir því, að hann þyldi það ekki bótalaust, að sá bú- stofn, sem honum hefði verið veðsettur, kæmi ekki allur til skila til uppboðsins. Hann kvaðst því leita réttar síns, einnig um þetta svo fljótt, sem því yrði við komið. Nú óskaði Þórður bóndi í Hlíð að mega sjá veðbréfið. Hreppstjórinn bauð, að svo skyldi vera. Dró því Sigurður kaupmaður afrit þess upp úr brjóstvasa sínum og fékk Þórðí, — og með semingi þó. Þórður bóndi las skjalið og Framhald á 13. síðu. „Skaltu það mnna, mannskratti, að hona hefur krýnt þig koþpi þessum".

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.