Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1956, Síða 15

Framsóknarblaðið - 20.12.1956, Síða 15
 JÓJLAIiLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1956 Bókaútgáfa Iveggja ungra Vestmannaeyinga. Tveir ungir Vestmannaeying- ar ha£a efnt til bókaútgáfu, hvor í sínu lagi. Þessir ungu Eyverj- ar eru Jónas St. Lúðvíksson og Arnbjörn Kristinsson frá Hvíld. fónas kallar útgáfufyrirtæki sitt „Hrímfeli", cn Arnbjörn sitt fyr irtæki „Setberg". Flestar bækur þær, sem þessi fyrirtæki hala gefið út, hefi ég lesið. Þær eru yfirieitt vel valdar og góðar, og því Eyjunum til sóma að svo miklu leyti, sent þæ.r öðlast frama og frægð af því, að synir þeirra leggja liönd á plóginn um nytsamt starf og menntaukandi. Að þessu sinni hef ég í liönd- um ævær bækur frá hvoru þess- ara útgáfufyrirtækja, — bækur, sem jsau hafa gefið út nú fyrir jólin. Bækur Hrímfells heita I leit að Paradís og Helvegir hafsins. Bókin í leit að Paradís er ferðasaga, sem dr. Olle Strand- berg, hinn nafnkunni sænski ferðalangur, helur skrifað. Höf- undurinn kemur þarna víða við og lýsir mörgu, sem fyrir augun ber mjög skemmtilega enda hefur Loftur Guðmunds- son blaðamaður þýtt bókina vel og skilmerkilega. \hð ferðumsf mcð höfundin- um lil Indliands, tígrisdýrasvæð- anna, til Hawaii, til Tahiti og Suðurhafseyja, þar sem mann- ætur hafast við og lifa sinni mcnningu eða ómenningu. Ó- neitanlega er skemmtilegur af- lestrar kaflinn utn heimsókn höf undar til höfðingja mannattn- anna. Höfðinginn spyr: „Er enn bariz.t í hciminum?" „Eg hlaut að viðurkenna," segir höfundur, „að ckki væri laust við það. „Og hvar?" ,,í Kór cu". „Hve margir Itafa lallið?" spurði höfðinginn. „Yfir hundr að?" ,,/Etli þeir séu ckki yfir lumdr að þúsund," svaraði höfundur- inn. Þá gerðist höfðinginn mælskur og reiður. „Og hvað gerið þið svo við allt þetta kjöt?" hrópaði hann með undrun og viðbjóði. „Grafið það í jörðu? Drepið og drepið án nokkurrar skynsainlegrar meiningar, ein- ungis af illsku og heimsku?---- Og látið svo allt þetta lostæta kjöt rotna í fjöldagröfum." Önnur bók Hrímfells, Hel- vegir hafsins,- er bók um sjó- nienn og sæfarendur, frásagnir, úr 1 ífi þeirra og starfi. í bókinni segir frá karlmennskuþrcki og kjarki mannanna, sem lifa lífi sínu á öldum hafsins, oft í bar- áttu vio æðandi stórsjó, storma og aðrar hættur. Eg spái því, að þessi bók verði sérstaklega kærkomin Eyjabú' um. Hún eykur þeim skilning. á lífsbaráttu sinnar eigin sjó-' mannastéttar, ef þeir hafa ekki allir gert sér fyllilega grein fyr- ir henni fyrr. Eg íletti fyrst bók Setbergs, Áfangastaðir um allan heim. Þarna rita 11 þjóðkunnir fslend ingar um minnisstæð ferðalög. Já, ég fletti og athuga efnið. Frá sagnir af ferðalögum til óskyldra þjóða verða mér kærkomnastar. Þess vegria líef ég lesfurinn með því að lesa grein Guðmundar Einarssonar frá Miðrial um heim sókn lians hjá Hreinlöppum. Sérstaklcga skemmtileg og fróð- leg ferðasaga. — Þá er grein Helga P. Briems sendiherra mjög athvglisverð og fróðleg. Hann skrifar um borgarastyrj- öldina á Spáni. Hann var sendi herra íslands þar, þegar borgara styrjöldip brauzt út og bjargaði sér óg koiiu sinni til Frakklands með undraverðri heppni. I bók þessari á séra Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörður, injög athyglisverða grein um ferðalög sín í Kína. Árni Óla, blaðamaður, skrifar æskuminn- ingar sínar, með sinni alkunnu lagni og snillibraaði, og Níels Dungal, læknir, skrifar um ,,för sína" til annars heims, |i. e. til Suður-Ameríku. Bráðvel skrifuð grein. Fleiri ágætar greinar eru í bókinni, svo sem grein Guð- mundar Daníelssonar, rithöfund ar, Drengur á Fjalli, grein Gísla Halldórssonar, verkfræðings, Frá Berlín lil Hafnar fyrir 11 aura o. fl. Hin bók Setbergs, sem mér hefur borizt, heitir íslenzkir pennar, sýnisbók íslen/.kra smá- sagna á tuttugustu öld. Þar eru birtar sögur eftir 25 höfunda, sumar perlur í íslenzkum bók- menntum. Þó hefði ég kosið, að í því vali væri gengið franr hjá sumum þekktustu klámrithöf- undunt þjóðarinriar. Sögur þeirra eigum \ ið ekki að rneta 'méir en amerískar klám- og gla pakvikmyndir eða íslenzk glæparit. í þeim ritum eiga sög- ur þeirra heifna meðan þau fá að koma út og bletta íslenzka bókmenningu. Það væri vissulega ánægju- fegt tii þess að hugsa, að I/yja- búar kynnu að meta framtak þessara ungu Vestmannaeyinga í menningarstarfi, og keyptu því bækur.þeirra og læsu. Elestar eru þær mjög læsilegar, efnið yfirleitt valið af smckkvísi og með iriénningarlegu markmiði ffamundan. Heill sé með þeim í starfi. Þ. Þ. V. SPEKINÁMA Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur að þessu sinni gefið út margar góðar og skemmtilegar bækur. Ein þessara bóka heitir Kristallar. Það eru tilvitnanir og snjallyrði. \kal ið hefur Gunn- ar Ániason frá Skútustöðum. Við birtum hér til íhygli og fróðleiks nokkur snjallyrði úr bók þessari. Eg get skapað lávarð, en það er Guðs eins að skapa heiðurs- mann. Jakob I. Andlit hans var eins og titil- hlað á heilli glæpasögu. Cibber. Það er engin skömm að verða ríkur, en Jiað er smán að deyja ríkur. A. Garnegie. Það er ólíkt auðveldara að __ f '.gyi afla sér auðs sem Jrrjotur, en eyða honum sem göfugmenni. Cotton. J Hvaða höfundúr í heiminumj lýsir annarri eins fegurð ogj konuauga. Shakcspeare. ! Eg hryggist yfir Jreim manni, sem freistar Jress að auðga sjálfan sig ;i ástríðum riáungans. W. Wilson. Enginn cr ánægður mcð stöðu sína, hins vegar eru allir ánægð- ir með hæfileika sína. Franskt orðtak. Astin kemur óséð. Vér sjáum aðcins þegár hún fer. A. Dobson. Það var svo langt síðan Jiau unnust, að jafnvej æskan var orð in steinköld. L. Bromefield. Eg hefi notið hamingju heims ins, ég hefi lifað og elskað. Schiller. Ástin cr hunangið í blómi lífsins. V. Hugo. Það er luegt að hita upp há- Lokun söiubúða. sölubúðir verða opnar fyrir jól- in sem hér segir: Laugardaginn 22 desember til kl. 24. Á aðfangadag verður opið til kl. 13. Á gamlársdag opið til kl. 13. Þriðja í jólum opnað kl. 10. Fcl. kaupsýslumanna. Fró „Heimaklet-fri". Vestmannaeyingafél. Heima- klettur heldur ársfagnað sinn í Samkomuhúsinu laugardaginn 29. des. Verður skemmtunin fjöl breytt. að vanda. Þar á meðal sýndir þjóðdansar. Annars verð ur nánar skýrt frá skemmtun- inn í götuauglýsingum. Át-hugið: Sparisjóðsdeildd bankans verð ur lokuð dagana 28., 29. og 31. desember, sbr. auðlýsingu á öðr- um stað í blaðinu. degismatinn, en ekki ástina. J. Ellefsen. Versta blekkingin er sjálfs- blekkingin. Bovee. Fögur bíóm eru bros hins' góða guðs. Wilberforce. Mig undrar |iað ekki, þótt menn séu vondir. Mig furðar aftur á hinn bóginn, að Jieir skuli ekki skammast sín. Swift. I bókasöfnunum tala ódauð- legar sálir hinna dánu. PKnius. Daðursdrós er eins og sjálf- boðaliðsstjóri, alltaf á hnotskóg eftir nýrri hráð. D. Jerrold. Menn eru ekki fyrr búnir að reisa Guði musteri en djöfsi byggir kapellu í nágrenninu. Herbert. Drambsamur maður líkist eggi. Það er svo sneisafullt af sjálfu sér, að ekkert rúmast Jiar annað, A. Nimeth. S;í, sem hugsar aldrei um ann- að en eigin hagsmuni, gerir heiminum greiða, Jregar hann deyr. Tertu Mianus. Eiginmennirnir eru þolin- móðasta húsdýrið. S. Ramon. Aldrei er staglazt meira á frels inu en þegar einn flokkurinn ætlar sér að kúga annan. Goethe.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.