Morgunblaðið - 06.07.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Iðjagrænt gras var ekki það eina sem blasti við
ljósmyndara Morgunblaðsins þegar hann flaug
yfir tjaldsvæði Úthlíðar nú um helgina. Leifar
lágu á víð og dreif og báru vitni um jörfagleði
næturinnar.
„Um leið og síðasta tjald var farið vorum við
mættir með her af fólki sem tók ekki nokkra
stund að hreinsa þetta,“ segir Björn Sigurðsson,
umsjónarmaður tjaldsvæðisins. Hann segir
slæma umgengni fyrst og fremst vera í útilegum
ungs fólks. „Margir hafa gefist upp á því að leyfa
unga fólkinu að nota tjaldstæðin sín og leyfa að-
eins þeim sem eru eldri en 25 ára að tjalda. En
eins og Guðmundur góði á Hólum sagði þá verða
vondu börnin að vera einhvers staðar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einhvers staðar verða vondu börnin að vera
„Þetta eru gríðar-
leg vonbrigði,“ seg-
ir Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjarstjóri í
Hveragerði, um
seinkunina á
breikkun Suður-
landsvegar. Kæru-
nefnd útboðsmála
hefur fellt úr gildi
samning Vegagerð-
arinnar við Véla-
leigu AÞ ehf. um verkið.
„Það er með ólíkindum að mik-
ilvægar stórframkvæmdir skuli tefj-
ast vegna formsatriða og mistaka,“
segir Aldís. Sér þyki undarlegt að
hægt sé að vefengja niðurstöðu út-
boðs á vegum hins opinbera með þeim
hætti sem Kærunefnd útboðsmála
gerði. „Þessi stórframkvæmd átti ekki
bara að bæta umferðaröryggi heldur
einnig að ýta hjólum efnahagslífsins í
gang.“
Töfin von-
brigði og með
ólíkindum
Aldís
Hafsteinsdóttir
Lýsing greiðir allan málskostnað í
máli gegn skuldara sem þingfest var
í síðustu viku og hlýtur flýtimeðferð
í héraðsdómi. Málið, sem verður
flutt á morgun, er rekið eftir
breyttri kröfugerð þar sem þess er
ekki krafist að skuldarinn greiði af
láni samkvæmt gengistryggingu.
Lögmaður skuldarans, Jóhannes
Árnason hdl., segir að eftir að dómur
Hæstaréttar um að gengistrygging
sé ólögleg féll hafi verið um tvennt
að velja fyrir þá sem þegar stóðu í
málarekstri. Annars vegar að fella
mál niður og höfða nýtt eða að
breyta kröfugerð á þann hátt að báð-
ir aðilar viðurkenni ólögmæti geng-
istryggingar. Síðari kosturinn hafi
verið valinn og báðir aðilar hafi verið
sammála um að óska eftir flýti-
meðferð. Málið henti vel til að skera
úr um réttaróvissu enda sé kröfu-
gerðin skýr og taki á kjarnaatriðum
varðandi vaxtakjör af gengistryggð-
um lánum. Skuldari geri kröfu um
að Lýsing greiði málskostnað en
Lýsing geri ekki kröfu á móti um að
fá málskostnað greiddan.
Lýsing
greiðir máls-
kostnað
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingi-
björg Pálmadóttir greiddu upp lán
vegna glæsiíbúða á Manhattan-
eyju í New York að verðmæti 10
milljónir dala í maí síðastliðnum.
Þetta kemur fram í dómsskjölum
sem aðgengileg eru á vef æðsta
dómstóls New York-ríkis.
„Ég get ekkert tjáð mig um
þetta mál,“ sagði Steinunn Guð-
bjartsdóttir, formaður slitastjórnar
Glitnis. Slitastjórnin rekur nú mál
gegn þeim og viðskiptafélögum
þeirra fyrir dómstóli í New York.
Steinunn kvaðst ekki geta svar-
að því hvort slitastjórn hefði vitað
af því að hjónin ættu 10 milljónir
dala, eða jafnvirði um 1,3 milljarða
íslenskra króna, á bankareikningi.
Slitastjórn Glitnis stefndi Jóni
Ásgeiri, Ingibjörgu og fimm öðrum
12. maí sl. til greiðslu 256 milljarða
króna og hefur farið fram á kyrr-
setningu eigna. Í dómsskjölum
sem dagsett eru þann 18. júní síð-
astliðinn er vitnað í Michael Miller,
einn af eigendum lögfræðiskrif-
stofunnar Steptoe and Johnson
LLP í New York sem starfar við
ráðgjöf fyrir slitastjórnina. Þar
fullyrðir Miller að lán með veð í
íbúðum Jóns Ásgeirs og Ingibjarg-
ar á Manhattan hafi verið greitt
„um miðjan maí“. Lánveitandi hafi
verið Royal Bank of Canada og
lánið hafi verið greitt með fé sem
tekið hafi verið út af reikningum
hjónanna í sama banka.
Áttu 1,3 milljarða í banka
Greiddu upp 10 milljóna dala lán með innistæðu á kanadískum bankareikningi
Slitastjórn Glitnis gefur ekki upp hvort hún vissi um innistæðuna í RBC
Staðreyndir
» Málið er rekið af slitastjórn
Glitnis fyrir æðsta dómstóli
New York-ríkis.
» Dómstóllinn heitir New York
Supreme Court.
» Vefur dómstólsins er:
www.nycourts.gov/supct-
manh/.
» Einfalt er að slá inn leitarorð
til að nálgast öll málsskjöl sem
lögð hafa verið fram.
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Ingibjörg
Pálmadóttir
grænna svæða og gönguleiða. Hinn
helmingur fjárins fer að mestu í við-
haldsverkefni við leik- og grunn-
skóla.
Stærsti pósturinn sem skorinn er
niður er liðurinn kaup vegna skipu-
lagseigna. Fyrri meirihluti hafði ætl-
að að verja 400 milljónum til upp-
kaupa á eignum, s.s. eldri húsum til
endurgerðar skv. upplýsingum frá
framkvæmda- og eignasviði.
Minna til bygginga á horni
Austurstrætis og Lækjargötu
Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri
grænna í borgarráði, lét bóka á fund-
inum að hún setti fyrirvara við fjár-
mögnun, „þar sem til stendur að
tæma alveg þann sjóð sem borgaryf-
irvöld hafa upp á að hlaupa vegna
skipulagseigna“, eins og segir í fund-
argerð. Dagur sagði að borgarráð
hefði talið hæfilegt að skilja 30 millj-
ónir eftir til þessara kaupa ef eitt-
hvað sérstakt kæmi upp á en nýta
370 milljónir annars staðar.
Til viðbótar við þá upphæð færir
borgin 380 milljónir króna út úr fé-
laginu Jörundi ehf. sem er í eigu
borgarinnar og fer með eignarhald
húsanna við Austurstræti 22 og
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Borgarráð samþykkti í gær tillögu
borgarstjóra um 900 milljóna króna
breytingar á fjárfestingaráætlun
borgarinnar fyrir 2010 í því skyni að
skapa störf. Þannig er áætlað að með
því að ráðast í framkvæmdir og við-
hald fyrir samtals 500 milljónir
króna geti um 150 manns fengið
vinnu til áramóta.
Dagur B. Eggertsson, formaður
borgarráðs, segir að þau viðbótar-
verkefni sem ráðist verði í verði boð-
in út. Ekki bætist við 150 manns á
launaskrá hjá borginni heldur sé um
að ræða áætlaðan fjölda starfa sem
skapist hjá verktakafyrirtækjum og
öðrum sem vinni verkefnin.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá verður 250 milljónum af
þeim 500 sem nú hefur verið sam-
þykkt að setja í sérstök átaksverk-
efni varið til endurgerðar leikvalla,
Lækjargötu 2. Að sögn Dags hefur
hægst á framkvæmdum á þeim reit
og því hafi verið talið vænlegra að
nýta féð sem átti að fara í þær fram-
kvæmdir í smærri verkefni víðar um
borgina.
„Við erum einfaldlega þeirrar
skoðunar að borgin eigi að beita sér í
atvinnumálum og ráðast af fremsta
megni í framkvæmdir þegar at-
vinnuleysi ríkir en draga heldur
saman þegar atvinnuleysi verður
orðið minna. Þetta er í raun klassísk
kreppuhagfræði,“ segir Dagur.
Stærsti einstaki liðurinn utan sér-
stakra átaksverkefna er 200 milljón-
ir til viðbótar við þær 500 sem voru á
áætlun ársins vegna Norðlingaskóla.
Á borgarráðsfundi í gær óskuðu
sjálfstæðismenn m.a. eftir upplýs-
ingum um áhrif breytts fasteigna-
mats á rekstur borgarsjóðs. Þeir
lögðu áherslu á að minni tekjum af
þeim sökum mætti ekki mæta með
auknum álögum á borgarbúa.
„Klassísk kreppuhagfræði“
900 milljónir færðar til í áætlun borgarinnar til að skapa atvinnu við framkvæmdir og viðhald Ekki
skapast ný störf hjá borginni heldur verða verk boðin út Fulltrúi VG setur fyrirvara við fjármögnun
Breytingar á fjárfestingaráætlun
Reykjavíkurborgar 2010
Hvar er skorið niður?
Verkefni mínus
Lækjargata 2/Austurstræti 22 380
Kaup á skipulagseignum 370
Ýmsar framkvæmdir/hönnun 35
Ýmis verkefni,mest skipulagstengd 30
Frestun Suðurlandsvegar 20
Götulýsing, endurnýjun 20
Hlíðarfótur 20
Leikskóli/grunnskóli Úlfarsfelli 20
Landfylling við Ánanaust 5
Samtals: 900
Tölur eru í milljónum króna
Hvað bætist við?
Verkefni plús
Atvinnuátak 500
Norðlingaskóli 200
Hjúkrunarheimili Suðurlandsbr. 80
Tjarnarbíó 40
Eftirstöðvar frá fyrra ári 30
Losunarsvæði jarðvegs 20
Laugardalur, ýmis verkefni 15
Boltagerði 10
Austurberg, félagshús 5
Samtals: 900