Morgunblaðið - 06.07.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
ódýrt og gott
HM Lúxushamborgarar, 2 hamborgarar,
2 brauð, beikonsneiðar, BBQ sósa, ostur
og Pepsi eða Pepsi Max, 1 l
798kr.pk.
Tekið var sýni af jarðneskum leif-
um bandaríska skákmeistarans
Bobbys Fischer eldsnemma í gær-
morgun, til að fullnægja dómi
Hæstaréttar þar um. Fischer var
jarðsettur í kirkjugarðinum við
Laugardælakirkju í Flóahreppi ár-
ið 2008. Viðstaddir sýnatökuna
voru sýslumaðurinn á Selfossi,
Ólafur Helgi Kjartansson, Kristinn
Ágúst Friðfinnsson sóknarprestur
og aðrir sem lög gera ráð fyrir að
séu viðstaddir við slíka athöfn.
Sýnið er nauðsynlegt til að færa
sönnur á faðerni stúlku sem segist
vera dóttir Fischers, en hún heitir
Jinky Young og er filippseysk.
Dómur Hæstaréttar féll í júní og
heimilar sýnatökuna.
Virðing sýnd við hinn látna
Ólafur Helgi segir að allt kapp
hafi verið lagt á að sýna virðingu
við hinn látna og virða friðhelgi
hans og grafarhelgi. „Þetta var allt
gert á eins varfærinn hátt og hægt
var. Hann var aldrei færður úr
gröfinni,“ segir Ólafur Helgi.
Atburðurinn vakti nokkra at-
hygli í gær og var fjallað um hann
hjá nokkrum af helstu fjölmiðlum
heims. Meðal annars sögðu Reut-
ers-fréttastofan og vefútgáfa dag-
blaðsins New York Times frá sýna-
tökunni.
Talið er að dánarbú Fischers telji
allt að tvær milljónir Bandaríkja-
dala, en tveir yngri frændur hans
gera einnig tilkall til arfsins, auk
Jinky Young.
„Allt gert á eins
varfærinn hátt
og hægt var“
Sýni af jarðneskum leifum Bobbys
Fischer Aldrei færður úr gröfinni
Morgunblaðið/Sigmundur
Leiðið Snemma í gær hafði verið
gengið snyrtilega frá leiði Fischers.
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Það, sem varð til þess að við skipt-
um okkur af, var að það var búið að
bera vörubretti að hurðinni, sem
hafa verið notuð mikið sem eldsmat-
ur í svona mótmælum,“ segir Arnar
Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu. Arnar stjórnaði aðgerðum lög-
reglu í mótmælunum við Seðlabanka
Íslands í hádeginu í gær.
Mörgum er enn í fersku minni að
vörubretti voru notuð í bálköstinn
við alþingishúsið í janúar 2009. „Svo
var komið þarna með einhverja tré-
girðingu og keilur og svo sáum við
það var skvett einhverjum vökva á
þetta. Þá töldum við okkur ekki til
setunnar boðið lengur,“ segir Arnar.
„Þetta leit út eins og bálköstur,“
bætir hann við. Þá aðskildi lögregla
fólkið frá anddyri Seðlabankans.
Fjórir hlýddu ekki fyrirmælum og
var einn handtekinn.
Að sögn mótmælenda var þráður-
inn á lögreglumönnum þó mjög
stuttur og tóku þeir að sögn harka-
lega á fólkinu. Ellen Kristjánsdóttir
söngkona, sem tók þátt í mótmæl-
unum, tjáði blaðamanni að snúið
hefði verið upp á hönd hennar svo
hún hefði verið blá og marin og leitað
á slysadeild á eftir.
Arnar segir að fækkað hafi mikið
áður en gripið var inn í og fólkið að-
skilið frá dyrunum. Hann kveðst
telja að aðgerðir lögreglu í gær hafi
allar verið réttar og eftir bókinni.
Leist ekki á bálköstinn við SÍ
Hátt í 500 manns mótmæltu tilmælum Seðlabanka og FME um gengislán
Lögreglan sögð harðhent en hún taldi að verið væri að safna í bálköst
Morgunblaðið/Ómar
Eldsmatur Lögreglu leist ekki á það sem dregið var að bankanum.
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Í breytingum sínum á fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar sam-
þykkti borgarráð tvö hundruð millj-
ón króna fjárveitingu til Norðlinga-
skóla. Peningarnir eru ætlaðir til
uppbyggingar á nýbyggingu skólans
en hún mun losa um skólastofur sem
leikskólinn Rauðhóll fær þá að nýta.
Í Morgunblaðinu í gær birtist um-
fjöllun um plássleysi í leikskólanum
en foreldrar eru töluvert óánægðir
með að börn sín komist ekki inn í
eina leikskóla hverfisins.
Oddný Sturludóttir, formaður
menntaráðs Reykjavíkurborgar,
kveður það synd að uppbygging
skóla og þjónustu í nýju hverfi hafi
ekki verið kraftmeiri á síðustu árum.
„Það er svo ótrúlega sorglegt og
ég finn svo til með þessum fjöl-
skyldum sem þurfa að leita annað.
Það er samt alveg á hreinu að það er
búið að bjóða öllum börnum sem
verða tveggja ára á árinu leik-
skólapláss. Það er bara ekki endi-
lega í óskaleikskólanum. Nú er ég
samt búin að komast að því að ef við
spýtum vel í lófana með Norðlinga-
skóla, þannig að Norðlingarnir okk-
ar á grunnskólaaldrinum komast inn
sem fyrst í varanlegt húsnæði, þá
losnar um einhverjar stofur,“ segir
Oddný sem kveður slíkt plássleysi
óalgengt í leikskólum borgarinnar.
„Þarna hefur það bara gerst að
uppbyggingin í hverfinu hefur verið
hröð og því miður hefur bara upp-
bygging skóla í hverfinu bara ekki
verið með sama hraða. Við skulum
samt ekki gleyma því að ánægja for-
eldra í borginni allri mælist hvergi
hærri með skóla en í Norðlingaholti,
hvað sem við lesum svo út úr því.
Tímabundið húsnæði, engin aðstaða
fyrir unglinga en það er greinilega
bara rétta viðhorfið, samtakamátt-
urinn og eitthvað ótrúlega jákvætt
og gott andrúmsloft þarna í Norð-
lingaholti sem er mjög dýrmætt,“
segir Oddný.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Plássleysi Mun færri börn komast að í leikskólanum Rauðhóli en vilja. Á árinu verða sextíu og sex börn tveggja ára
en aðeins sex þeirra komast inn. Oddný Sturludóttir segir þó andrúmsloftið mjög gott í hverfinu.
Rauðhóll fær að nýta
stofur Norðlingaskóla
Borgarráð samþykkir 200 milljón króna fjárveitingu
Guðrún Sólveig Vignisdóttir, leikskólastýra Rauðhóls,
segir Reykjavíkurborg ekki hafa staðfest neitt um nýt-
ingu á húsnæði Norðlingaskóla fyrir efstu deildir leik-
skólans.
„Við vorum alveg komin á fullt með þetta í vor. Eins
og þetta var hugsað átti þetta að vera leikskóladeild
þarna inni í grunnskólanum. Þetta átti samt að vera
leikskóli á vegum Rauðhóls. Það er ekki búið að kynna
þetta fyrir foreldrum og það eru eðlilega skiptar skoð-
anir hjá þeim. Foreldrum yngstu barnana finnst þetta
eflaust æðislegt en foreldrar þeirra eldri verða samt
ekki jafn spenntir. Þarna er ekki lokuð leikskólalóð
o.s.frv. Við sjáum samt mörg tækifæri þarna sem leik-
skólafólk því það á ekki að vera of bratt á milli leikskóla og grunnskóla,“
segir Guðrún Sólveig.
Foreldrar misspenntir
LEIKSKÓLASTÝRA RAUÐHÓLS
Guðrún Sólveig
Vignisdóttir
Ellen segist ekki skilja hvað
efnahags- og viðskiptaráðherra
sé að hugsa í gengislánamálum,
né hversu fljót stjórnvöld hafi
verið að taka málstað bankanna
eftir að hafa ekki gert neitt í
þágu almennings mánuðum
saman. „Það æsir upp í manni
réttlætiskenndina,“ segir Ellen.
Skilur ekki
ráðherrann
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
Mótmæli við Seðlabankann.