Morgunblaðið - 06.07.2010, Page 18

Morgunblaðið - 06.07.2010, Page 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 Ó okkur auma, stúdenta! Nú þykir ef- laust mörgum nóg komið að stúdentar séu að kvarta undan hinum óumflýjanlega niðurskurði. Enda er- um við öll bjórþyrstir einstaklingar sem vita ekki alveg hvað er raunhæft að biðja um eða hvað? Nýverið var sú fjárhæð sem fjöl- skyldufólk fær í námslán skorin niður og nú er krafist frekari námsframvindu en áður. Þegar fjöl- skyldufólk er í námi og þarf að lifa á námslánunum sínum þá er oftast litið á námið sem fulla vinnu. Mörgum finnst fullt nám jafnvel vera of mikið ásamt því að sinna barni eða jafnvel börnum. Ástæðan fyrir einmitt þessum niðurskurði er að aðrir sambærilegir sjóðir eins og t.d. á Norðurlöndunum hafa greitt lægri upphæðir til fjöl- skyldufólks en Lánasjóður ís- lenskra námsmanna. Hins vegar eru velferðarkerfi þessara landa ósambærileg, enda ekki þekkt hér að bjóða upp á ókeypis leikskóla né námsstyrki frá ríkinu. Nú þegar allir vita hversu mikið kostnaður við rekstur heimilis hef- ur hækkað þá finnst manni erfitt að horfa upp á að þeir sem eiga fleiri börn verði fyrir meiri nið- urskurði. Ætti það ekki að vera hvati fyrir fólk sem missir vinnuna að hefja nám og mennta sig frekar á meðan við upplifum þessa óvissu- tíma? Eru skert náms- lán til fjölskyldufólks hvatinn? Upptökuprófin eru annað baráttumál sem margir utan háskólans telja vera lúxusvanda- mál. Því þú átt víst aldrei að falla og ef þú fellur þá eru það þín mistök. Þá spyr ég á móti, hver hefur ekki átt slæman dag í vinnu, verið illa upplagður eða einfaldlega gert mistök? Samkvæmt nýjum reglum þá mega deildirnar ráða hvenær þær halda upptökupróf en almenna reglan er sú að ekki verða sérstök upptökupróf, heldur aðeins hægt að þreyta prófið að nýju næst þegar almennt próf í námskeiðinu er haldið. Nú beini ég athygli minni aftur að fjölskyldufólki. Hvaða áhrif hefur það á fjölskyldu sem lifir á námslánum þegar t.d. eitt fall verður þess valdandi að námslánum seinkar um ár? „Nei, Siggi minn, það er ekki matur í kvöld, sjáum til þegar mamma klárar prófin eftir ár.“ Nú var líka lögð fram sú tillaga að skráningargjöld í háskólanum hækki úr 45.000 krónum í 65.000 krónur. Þessi gjöld má alls ekki kalla skólagjöld því þetta er jú ríkisháskóli. Námsmenn fá hvorki lán fyrir þessum gjöldum né geta dreift greiðslunum. Ef við hugsum þetta í launum sem ekki allir náms- menn eru svo heppnir að fá þá eru þetta um 90.000 krónur. Þá kem ég að mjög viðkvæmum punkti sem er mikið hitamál og það eru lán fyrir skólagjöldunum. Er það sanngjarnt að einstaklingur sem velur að fara í einkarekinn há- skóla fái lán fyrir svimandi háum skólagjöldum en nemendur sem sækja ríkisháskóla fá ekki slík lán? Vissulega eru skráningargjöldin dregin frá þeirri upphæð sem lánað er til skólagjalda en þessar spurn- ingar eiga engu að síður rétt á sér. Af hverju fær fjölskyldufólk lægra framfærslulán meðan ennþá er ver- ið að lána fyrir skólagjöldum sem eru valkostur? Niðurskurður er óhjákvæmilegur en við viljum fá að taka þátt í þeirri umræðu sem snertir okkur. Háskólasamfélagið er stórt og öfl- ugt samfélag og nemendur með börn eru stækkandi hópur. Því ætti að varast að dæma stúdenta fyrir að vilja gæta hagsmuna sinna. Margir þeirra eru að berjast í bökkum rétt eins og aðrir. Harmakvein úr háskólanum Eftir Eddu Her- mannsdóttur »Niðurskurður er óhjákvæmilegur en við viljum fá að taka þátt í þeirri umræðu sem snertir okkur. Edda Hermannsdóttir Höfundur er stúdentaráðsliði og for- maður fjölskyldunefndar SHÍ. 70% þjóðarinnar (þess hluta sem tekur afstöðu) standa gegn ESB-aðild Íslands en 30% eru henni fylgj- andi. Hvað þarf hátt hlutfall til þess að þessi þögla þjóð láti heyrast í sér og segi skýrum rómi: „Hættið nú alveg, Jóhanna og Steingrímur, við höf- um fengið nóg!“ Þið fenguð ykkar tækifæri, en langlundargeð land- ans verður ekki reynt frekar. Þið hafið ekki umboð fjöldans til frek- ari skuldbindingar Íslands, ekki inn í ESB, að borga Icesave, að taka ábyrgð á bönkum og spari- sjóðum, að ákveða samningsvexti afturvirkt gegn hæstaréttardómi, að selja einokunarfyrirtæki til vild- arvina eða til frekara pukurs án vitundar almennings. Þreytt þjóð? Er fólk orðið svo kosningalúið að það lætur flest yfir sig ganga áfram, þótt stjórnin framkvæmi þvert gegn vilja þess í stærstu mál- unum? Þessi ríkisstjórn gengur gegn lýðræðinu. Algjörri sam- heldni eða þöggun er beitt innan flokkanna sem að henni standa og henni er haldið á floti af formanni flokks sem vinnur gegn vilja kjós- enda sinna, t.d. vegna ESB og Ice- save . Kosningar nú styrkja lýðræðið Alþingiskosningar núna myndu sann- arlega auka styrk lýð- ræðisins og þar með ríkisins til langframa. Síðustu kosningar fóru fram á miklu breytingaskeiði þegar helstu frambjóðendur stærstu flokkanna þorðu ekki að setja hnefann í borðið með ákveðna afstöðu. Vinstra miðjumoð varð því ofan á. Nú hafa línur skýrst. Sterkari stjórn yrði nið- urstaða nýrra kosninga og bráða- þörf er á henni, þar sem ekki má leyfa blekkingarstjórninni miklu að draga lappirnar öllu lengur. Þjóðin hefur hreinlega ekki efni á því. Vinstri græn í vanda Vinstri græn standa andspænis erfiðri spurningu: Eiga þau að framlengja líf óværunnar eða að styðja vantraust á stjórnina? Kosn- ingarnar í kjölfarið hreinsa til í VG og láta lýðræðið sigra á þeim bæ eins og gerðist í Sjálfstæð- isflokknum. En Samfylkingin legg- ur áfram aðaláherslu á ESB-aðild og stendur þá eða fellur með því baráttumáli. Skýrt umboð Ný ríkisstjórn hefði líkast til skýrt umboð frá kjósendum, sem núverandi stjórn hefur ekki. Unn- endur lýðræðis á þingi hljóta að vilja fella þessa stjórn nú þegar. Verra getur það varla verið. Eftir Ívar Pálsson »Ný ríkisstjórn hefði líkast til skýrt um- boð frá kjósendum, sem núverandi stjórn hefur ekki. Unnendur lýðræðis á þingi felli þessa stjórn nú þegar. Ívar Pálsson Höfundur er viðskiptafræðingur með eigið útflutningsfyrirtæki. Gegn þjóð Íslensk þjóðfélags- umræða minnir helst á krákuþing í kríu- varpi. Staðreyndafælni og áherslur á annarlega pólitík og persónur einkenna fjölmiðlaum- fjöllun með þeim af- leiðingum að stað- reyndir drukkna í straumi rang- hugmynda í besta falli og vitleysu í versta lagi. Nýlegt dæmi er umfjöllunin um skýrslu landlæknis vegna detox- starfsemi Jónínu Benediktsdóttur íþróttafræðings. Vart hefur verið vikið að helstu rökunum í bréfi því sem var kveikjan að skýrslunni; þó er bréfið aðgengilegt á vef landlæknis. Básúnað er um „her- ferð gegn Jónínu Ben.“ og í út- varpsþætti spurði þáttarstjórnandi hvort læknar væru ekki bara „for- stokkaðir“, „lokaðir fyrir nýj- ungum“, hvort ekki væri eðlilegt að „ef þið [landlæknir] eruð að dæma … að þú kynnir þér [starf- semina]?“ Greinilega er ekki að sama skapi talið eðlilegt að þátta- stjórnendur kynni sér það efni sem þeir fjalla um. Bréfið til landlæknis leggur hvorki til að embættið banni mat- arkúra, heilsuhæli né rist- ilskolanir. Þeim, sem vilja borga offjár fyrir að fara í matarkúra og láta spúla út á sér rassinn, er frjálst að gera það. Né felst í því „her- ferð“ gegn Jónínu Benediktsdóttur – „af hverju er verið að ráðast gegn mér?“ – ekki frekar en að stöðva mann fyrir of hraðan akstur er per- sónuleg árás á við- komandi. Það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar sem velkst hafa í fjölmiðlaflórunni síðan skýrslan kom út en rétt er að benda á þær meinlegustu. Í morgunþætti Bylgjunnar sagði Jónína að „Svanur og hans lið“ héldu fram að ristilskolanir væru „bannaðar í Kaliforníu“. Þetta er þvættingur. Að sjálfsögðu eru rist- ilskolanir ekki bannaðar í kukl- paradís heimsins og bréfið segir ekkert slíkt, heldur er þar vitnað í skýrslu frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum þar sem segir orðrétt: „Dómari í Kaliforníu úrskurðaði að ristilskolun væri „invasive medical procedure“ sem kírópraktorar mættu ekki fram- kvæma og smitsjúkdómadeild heil- brigðiseftirlits Kaliforníuríkis seg- ir: „Ristilskolun, hvort sem hún er framkvæmd af kírópraktorum, sjúkraþjálfurum eða læknum, ætti að hætta. Ristilskolun getur ekki gert neitt gagn, aðeins skaðað.““ Í sama viðtali upplýsir Jónína (sem ekki er menntuð í lækn- isfræði, en sem telur sig þó vera fróðari sérfræðing í heilsu- og læknisfræðum en læknar, sem hún kallar „geðveika“ og „ekki starfi sínu vaxna“) að ristillinn sé „speg- ill sálarinnar“ og að orsakir rist- ilkrabbameins séu ekki kunnar. Fyrir sjálfskipaðan þarmasérfræð- ing hljóta það að vera stórfréttir að heyra að áhættuþættir rist- ilkrabbameins hafa lengi verið vel þekktir (áhugasömum er bent á að gúgla colon cancer). Í Morg- unblaðsgrein 12. júní segist Jónína undrast „neikvæða tón … í við- brögðum“ landlæknis; „hverra er- inda gengur [hann] í þessu efni?“ Þetta er óheiðarleg spurning því hún hefur engan áhuga á að vita svarið eins og hún segir sjálf í Pressunni 11. júní: „Sagðist Jón- ína ekki hafa lesið skýrsluna en bætti við: „Landlæknir fékk sjálf- ur sykursýki II og breytti um mataræði. Fékk hann sykursýki vegna mataræðis síns?““ Þetta er reyndar dæmigert Jón- ínusvar – skýrslan skiptir ekki máli en þess í stað er gasprað um heilsufar landlæknis, einkamál hans sem kemur málinu ekkert við og er bæði dónaleg og óviðeigandi athugasemd. Landlæknir gengur erinda al- mennings og í bréfinu er farið fram á að embættið tryggi að til þeirra sem auglýsa (ólöglega í til- felli Detox) og segjast geta „lækn- að“ eða búi yfir meðferð sem „virki á“ óteljandi alvarlega sjúk- dóma séu gerðar sömu eða a.m.k. ekki minni kröfur en gerðar eru til lækna almennt hvað varðar verndun hagsmuna þeirra sem kjósa að notfæra sér viðkomandi þjónustu. Varðandi hinn meinta „nei- kvæða tón“ landlæknis getur Jón- ína vart búist við, eftir að hafa hellt svívirðingum og dónaskap yf- ir embættið, að fá þaðan kærar kveðjur og kósíheit, en burtséð frá því hefur Landlæknisembættið ákveðnum skyldum að gegna gagnvart almenningi og þær inni- halda ekki að leggja blessun sína yfir alla heilsutengda starfsemi, sama hversu vel meinandi, sem rekstraraðilar hyggja að bæti heilsu fólks. Jónína virðist reyndar sjálf ekki hafa ákveðið hvers konar starf- semi það er sem hún vill reka. Í Morgunblaðsgreininni gerir hún sig út fyrir að vera valkostur í heilbrigðisþjónustu fyrir „lyfja- meðferð“ og þar með heilbrigð- isþjónustuaðili en segir daginn áð- ur í viðtali að hún reki „heilsuhótel“ og þurfi því ekki að sýna fram á „vísindalegar rann- sóknir“. Það er ekki hægt að geyma kök- una alla og éta hana líka. Þeir sem vilja bjóða upp á heilbrigðisþjón- ustu verða að sætta sig við að hlíta lögum og reglum sem um þá starfsemi gilda og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í nútíma- heilbrigðisþjónustu um vísinda- legar rannsóknir og áreiðanleika og þær eru, af góðum og gildum ástæðum, að unnt sé að sanna á vísindalegan hátt að meðferðir eða lyf virki. Ég er sammála Jónínu um að þörf er á breyttu hugarfari á Ís- landi. En það sem skortir hér er einmitt hugarfar sem hún virðist ófær um að tileinka sér: rök- hugsun og hæfileiki til að greina á milli skoðana og staðreynda og til ákvarðanatöku sem byggist á fag- legu mati og skynsemi en ekki „annarlegum hagsmunum og þröngsýni“. Detox á krákuþingi Eftir Írisi Erlingsdóttur » Á Íslandi skortir ein- mitt hugarfar sem Jónína virðist ófær um að tileinka sér: rök- hugsun og hæfileika til að greina á milli skoð- ana og staðreynda. Íris Erlingsdóttir Íris Erlingsdóttir er fjölmiðlafræð- ingur og MA í nálarstungum og jurta- fræðum. Hún skrifaði ásamt Svani Sveinbjörnssyni lækni, Bjarna Árna- syni lækni og Júlíu Lindu Ómars- dóttur, hjúkrunarfræðingi og ljós- móður, undir kvörtunarbréf til Landlæknisembættisins vegna starf- semi Detox. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki grein- ar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er not- að er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nem- ur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greinaMikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.