Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 ✝ Hansína er fæddá Suðureyri við Súgandafjörð 29. apríl 1926 og and- aðist hún á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 26. júní 2010. Foreldrar Hansínu voru Jóhannes Gísli Maríasson, vélstjóri, f. 10.9. 1894, d. 15.9. 1986 og Kristín Ágústa Þórðardóttir, húsmóðir, f. 1.8. 1902, d. 25.2. 1985. Systkini Hansínu eru Þórður Ástvin Jó- hannesson, f. 4.6. 1930, d. 30.6. 1951, Hreinn Jóhannesson, f. 28.6. 1932, d. 23.9. 1998 og Herdís Guð- rún Jóhannesdóttir, f. 24.4. 1935. Hansína giftist 16.10. 1948 Níelsi Guðmundssyni, f. 9.7. 1922, d. 4.12. 1985. Börn Hansínu og Níelsar eru: 1. Guðmundur Níelsson, f. 30.12. 1947. Kona hans er Þóra Þorvalds- dóttir, f. 6.6. 1949. Börn þeirra eru Þorvaldur Már, f. 12.3. 1975, Rann- veig, f. 11.12. 1979, Níels, f. 6.9. 1983 og Ágúst, f. 10.5. 1985. 2. Ásta Kristín Níelsdóttir, f. 25.2. 1950. um 18 ára skeið við ræstingar á heimavist Menntaskólans á Ísa- firði. Eftir að Níels lést flutti Hans- ína árið 1991 til Reykjavíkur þar sem tvö barna hennar bjuggu en það elsta bjó á Húsavík. Í Reykja- vík bjuggu einnig systkini hennar og flest annað skyldfólk. Hún starf- aði við ræstingar á Dropalaug- arstöðum þar til hún komst á eft- irlaunaaldurinn. Á heimili hennar á Skúlagötu í Reykjavík var afar gestkvæmt og kom stórfjölskyldan þar oft saman en barnabörnin eru níu, langömmubörnin ellefu talsins og það tólfta á leiðinni. Naut hún þess að hafa fjölskylduna í kring- um sig en hún lifði og hrærðist fyr- ir sína nánustu. Oft var glatt á hjalla og alltaf fulldekkað kaffi- borð með hinum ýmsu kræsingum. Hansína var afar dugleg við hann- yrðir, prjónaði og saumaði mikið og alltaf átti hún vettlinga, sokka, húfur eða annað slíkt í fataskápn- um til að gefa smáfólkinu. Hún var dugleg í gönguferðum og oft var hent gaman að hversu hratt hún fór yfir. Undir lok síðasta árs kenndi hún þess meins sem smám saman dró úr henni kraft og orku og andaðist hún á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 26. júní sl. Útför Hansínu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 6. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verð- ur í Ísafjarðarkirkjugarði 8. júlí. Eiginmaður hennar er Benedikt Tryggvi Sigurðsson, f. 27.1. 1951. Börn þeirra eru Hanna Guðfinna, f. 3.8. 1973, María Björg, f. 9.1. 1976 og Níels Pálmar, f. 6.10. 1981. 3. Gunnar Níelsson, f. 9. febr. 1963. Kona hans er Steina Borghildur Níelsdóttir, f. 18. sept. 1964. Börn þeirra eru Hafdís Erla, f. 27.8. 1997 og Anna Lilja Dögg, f. 19.3. 2004. Hansína ólst upp á Suðureyri og sem elsta barn foreldra sinna tók hún að sér ýmis ábyrgðarhlutverk svo sem að gæta yngri systkina sinna og sinna ýmsum viðvikum fyrir foreldra sína, afa og ömmu. Sextán ára gömul fór hún í kaupa- vinnu og vist á Suðurlandi en flutti ári síðar til Ísafjarðar. Þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum og stofnuðu þau heimili á Ísafirði. Hansína gætti bús og barna auk þess að vinna hin ýmsu störf, m.a. við saumaskap, í rækjuvinnslu og „Sumir geisla af friðsæld rétt áður en þeir deyja, eins og eitthvað nái að skína í gegnum hrörnandi líkamann. Öll sálarangist er á bak og burt. Kyrrðinni fylgir sú blessun sem við köllum frið.“ (Eckhart Tolle) Fyrir rúmlega 17 árum síðan mætti mér smágerð, fínleg kona með falleg tindrandi brún augu, sem geislaði af. Ég var að hitta tilvonandi tengdamóður mína, Hansínu Jó- hannesdóttur, í fyrsta skipti og þurfti ekki að bera kvíðboga af. Frá upphafi var faðmur þessarar smá- gerðu konu stór og hjartahlýr og nóg rými hjá henni bæði í hjartanu og í pínulitlu íbúðinni hennar á Skúlagöt- unni. Ógleymanlegar eru stundirnar þegar hún tíndi út úr fataskápnum sínum prjónlesið, fagurlega unnið, og um hverja helgi var ég dregin að skápnum að skoða eitthvað nýtt. Amma Hanna var að safna og búa í haginn fyrir væntanleg barnabörn. Hafdís Erla leit dagsins ljós árið 1997. Stór böggull birtist á fæðing- ardeildinni, sem innihélt fagurt út- prjónað barnasett og heklað bleikt og hvítt dúlluteppi, svo stirndi af. Um ganga fæðingardeildarinnar hljómaði eftir það, „mikið ofboðslega er þetta fallegt teppi“ og ofan í vögg- una var gægst, bæði af hjúkrunar- fólki og ókunnugum gestum, sem vildu fá að skoða gersemarnar sem í vöggunni lágu. Amma Hanna var kát, nú kom meira rými í fataskápinn og hún gat haldið áfram að bæta á prjónalagerinn. Síðasta barnabarnið sem amma fékk var Anna Lilja Dögg, sem fæddist 2004. Já hún amma Hanna var rík, bankahrunið hafði ekki áhrif á hana, því hún var rík á öðrum sviðum. Ríkidæmi henn- ar og fjárfestingar lágu í ást hennar á börnum hennar, barnabörnum, langömmubörnum og tengdabörn- um, sem elskuð hana og dáðu til síð- ustu stundar. Á þjóðhátíðardaginn yfirgaf hún heimili sitt í síðasta sinn og flutti yfir á líknardeildina í Kópavogi, þrotin að kröftum. Á líknardeildinni naut hún frábærrar umönnunar starfsfólks og fyrirbæna Karmelsystra í klaustrinu í Hafnarfirði, til hinstu stundar og er öllum þeim aðilum færðar þakkir fyrir. Stórfjölskyldan flutti heimsóknir sínar yfir á hinn nýja stað og eftir kl. 18:00 laugardaginn 26. júní 2010, þegar Hafdís Erla og Anna Lilja Dögg Gunnarsdætur höfðu komið að kveðja ömmu sína í síðasta sinn, þá kvaddi Hanna okkur líka, síðustu gestir dagsins sem hún beið líklega eftir og vildi kveðja, áður en hún færi, voru farnir út. Á kveðjustund- inni sjálfri var hún umvafin ást barna sinna. Barnshugurinn leitar skýringa á lífinu og tilverunni, en barnssálinni hættir ekki til að flækja lífið og hlut- ina eins og fullorðna fólkið gerir. Lífshlaupi ömmu Hönnu er best lýst með hugrenningum barnabarns hennar Önnu Lilju Daggar, þegar hún velti fyrir sér dauðanum og hvað tæki við eftir hann, varðandi ömmu Hönnu: „Mamma, þegar amma fer niður í moldina hjá afa á Ísafirði, þá breytist hún í engil, þannig gerist það.“ Við sem eftir lifum fengum hins vegar að njóta þessa engils meðal vor í 84 ár, því ömmur eru englar í dulargervi. Slíkt eru forréttindi sem ber að þakka. Minning hennar lifir um ókomin ár. Hvíl í friði. Steina Borghildur Níelsdóttir. Það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur meðal okkar, elsku amma Hanna, og það verður sárt að geta ekki komið við hjá þér þegar við eigum leið um Skúlagötuna, söknuð- urinn er mikill. Veikindi þín bar frekar hratt að og það var sárt að sjá hvað þér hrakaði fljótt og erfitt er að trúa að amma okkar sem hugsaði alltaf svo vel um sig og spásseraði létt á fæti um göturnar hafi kvatt þennan heim. Þú varst virkilega dugleg kona, bjóst ein í fjölda ára eftir að afi dó og gast séð um þig sjálf alveg fram á síðustu stund. Við þökkum fyrir að þú gast verið heima hjá þér nánast fram á síðasta dag því þú varst mjög heimakær kona. Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast okkar yndislegu ömmu, sem var falleg og góð kona og reyndist okkur, börnum okkar og fjölskyldum alltaf vel. Amma tók alltaf brosandi á móti okkur með mikilli hlýju og gleði. Minningarnar eru margar, góðar og skemmtilegar. Við systkinin hlökkuðum alltaf mikið til ferðalaganna vestur á Ísafjörð að heimsækja ykkur afa þegar við vor- um krakkar. Þar var svo mikið við að vera, við lékum okkur mikið í garð- inum ykkar og nóg var til af spilum og kubbum og fleiru skemmtilegu. Amma var alltaf búin að baka jólasmákökurnar og tertur þó að það væri mitt sumar, vildi alltaf eiga nóg af góðgæti handa okkur sem komum bara einu sinni á ári vestur. Í seinni tíð þegar við heimsóttum þig á Skúlagötuna í Reykjavík hafðirðu gaman af því að segja okkur sögur að vestan. Þú sagðir okkur frá æsku þinni í Súganda, þú hafðir svo gaman af því að fara á böllin þar og dansa. Talaðir oft um lífið í húsinu ykkar þar sem símstöðin var til húsa á Suð- ureyri. Ferðalögin milli fjarða, sitj- andi uppi á bekkjum á pallbíl, hafa líka alltaf verið þér minnisstæð og líklega orðið til þess að þér leiddist alltaf í bíl. Á Ísafirði fórstu svo að vinna hjá klæðskeranum, þú hafðir gaman af því að sauma, sérstaklega kjóla. Þú varst fær í höndunum og höfum við, ömmu- og langömmu- börnin þín fengið að njóta þess vel hvað þú varst klár í höndunum, prjónaðir hverja peysuna á eftir ann- arri, sokka, vettlinga og teppi eins og þér einni var lagið. Þú tókst líka alltaf vel á móti öllum og maður var ekki fyrr kominn inn um dyrnar en þú varst búin að fylla borðið af kökum og kræsingum. Heimili þitt var oft samkomustaður fjölskyldunnar um helgar, við eigum eftir að sakna þess mikið að geta ekki heimsótt þig á Skúlagötuna. Þú varst mikil barnagæla, eignaðist 11 langömmubörn og naust þín við að stjana og leika við börnin. Minning um góða og yndislega ömmu lifir áfram hjá okkur og þökk- um við fyrir yndislegar stundir með þér, elsku amma. Hvíldu í friði, guð geymi þig. Þín barnabörn og fjölskyldur, Þorvaldur, Rannveig, Níels og Ágúst. Elsku amma, hve erfitt er að kveðja þig nú. Sorg og grátur hafa verið ráðandi undanfarna daga. Á sama tíma hafa margar góðar minn- ingar um þig leitað á hugann og vak- ið bros og hlátur. Allt frá fyrstu bernskudögum hafðir þú sterk og mótandi áhrif á líf okkar. Æskuárin fyrir vestan eiga sinn stað í huganum en við vorum af- ar náin þér og afa. Eyddum við drjúgum tíma saman við spjall og spilamennsku, í veiði eða berjamó inni í skógi milli þess sem við lásum saman eða vorum úti við leik í garð- inum á Engjaveginum. Þú hafðir gaman af hreyfingu og útiveru og flesta daga fórstu í langa göngutúra inn á veg. Þegar við fluttum suður til Reykjavíkur fluttir þú í kjölfarið líka og við nutum áfram góðs af nærveru þinni og hlýju. Einnig urðu þær ófá- ar gönguferðirnar um miðborg Reykjavíkur þar sem við áttum fullt í fangi með að hafa við þér. Þú varst sannkallaður göngugarpur. Heimili þitt fyrir sunnan varð að samkomu- stað stórfjölskyldunnar. Mörgum stundum eyddum við hjá þér á Skúlagötunni þar sem pönnukökur, kleinur og aðrar kræsingar voru á boðstólum. Þá varst þú á þönum að sjá til þess að allir fengju nægju sína eða að sinna ömmu- og langömmu- börnunum sem veittu þér einstaka ánægju. Þér fannst gaman að fylgj- ast með þeim vaxa úr grasi og taka þátt í lífi þeirra. Þú hafðir yndi af hvers kyns handavinnu og varst ávallt með eitt- hvað á prjónunum og nutu börnin í fjölskyldunni góðs af því. Þú vildir ekki láta hafa mikið fyrir þér heldur vildir þú gefa af þér til annarra og lifðir fyrir fjölskylduna og þína nán- ustu. Hógværð og hlýja einkenndi þitt viðmót alla tíð og ávallt tókstu á móti okkur með faðmlagi og brosi á vör þegar við komum í heimsókn. Þú varst sterk og þolgóð og við áttum stuðning þinn alltaf vísan í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Síðastliðið ár dró aðeins af þér hvað varðar líkamlega getu og þol, gönguferðirnar urðu styttri. Þó að ljóst væri hvert stefndi nú í vor bjóst enginn við að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Á þér var ekki að merkja að þú liðir miklar þrautir enda ekki þekkt fyrir að láta slíkt í ljós. Við kveðjum þig með söknuði amma og berum þá von í brjósti að þér líði betur núna og hafir fundið frið og vonandi hitt hann afa sem hefur þurft að bíða lengi eftir þér. Minningin um þig lifir áfram í hjört- um okkar allra og munum við bera þann boðskap sem þú kenndir okkur á lífsleiðinni áfram til okkar barna sem sakna þín líka ákaflega mikið. Hvíl í friði, elsku amma. Við sjáumst síðar. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hanna, María og Níels. Elsku besta langamma. Ég var ekki undir það búin að kveðja þig svona fljótt. Hefði viljað eyða fleirum árum með þér. Mér fannst gott að fá að kveðja þig þegar þú varst komin inn á spítala. Þú hugsaðir svo vel um allt og alla, þú áttir alltaf nóg af kökum og djús, einnig áttir þú alltaf saltstangir og brúnan brjóstsykur fyrir okkur sem komum í heimsókn, það var yfirleitt fullt hús hjá þér þegar við komum í heimsókn og alltaf áttir þú nóg handa öllum. Þegar við systkinin átt- um afmæli komst þú ávallt með pönnukökur með þér. Það gerði mikla lukku, því pönnukökurnar þín- ar voru nú alveg einstaklega góðar. Ég mun alltaf muna göngutúrana okkar niður Laugaveginn sem voru svo skemmtilegir þar sem ég, þú og amma Ásta þræddum búðirnar. Ég á aldrei eftir að gleyma þér og minningunum okkar. Ég vona að þér eigi eftir að líða vel. Ásta Marý. Hansína Jóhannesdóttir ✝ Okkar ástkæri, ÓSKAR STEFÁNSSON, Katrínarlind 5, sem lést af slysförum miðvikudaginn 30. júní, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 9. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina, Ísabella Alexandra Óskarsdóttir, Stefán Eiríksson, Nanna Maren Stefánsdóttir, Guðmunda Óskarsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona, tengdamóðir og amma, ERNA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Tjarnhólma 2, Stykkishólmi, lést sunnudaginn 4. júlí. Útförin auglýst síðar. Guðþór Sverrisson, Guðmundur Þór Guðþórsson, Jóhanna María Ríkharðsdóttir, Kristján Valur Guðþórsson, Guðmundur Rúnar Guðþórsson, Sólveig Þóra Ásgeirsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Þorsteinn Svavar McKinstry, Guðrún Guðmundsdóttir, Sveinn Einar Magnússon, Björgvin Trausti Guðmundsson, Nína Berglind Sigurgeirsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, SIGURLAUG S. PÁLSDÓTTIR, Lauga, Andrésbrunni 1, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. júlí. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Guðni Þór Þorvaldsson, Páll Guðmundsson, Sigurhildur Guðnadóttir, Páll Kristjánsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Steindór Jón Pétursson, Björn Pálsson, Berglind Lúðvíksdóttir, Anna Lilja Pálsdóttir, Ívar Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.