Morgunblaðið - 06.07.2010, Page 20

Morgunblaðið - 06.07.2010, Page 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010 ✝ Kjartan G. Ott-ósson fæddist í Reykjavík 14. janúar árið 1956. Hann lést á Líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 28. júní sl. Foreldrar hans voru hjónin Gyða Jónsdóttir, heimilis- iðnaðarkennari, f. 4. ágúst 1924 á Sauð- árkróki og Ottó A. Michelsen, forstjóri IBM á Íslandi, f. 10. júní 1920 á Sauð- árkróki, d. 11. júní 2000. Alsystkin Kjartans eru 1) Ótt- ar, f. 14. jan. 1956. Óttar kvæntist Sigþrúði Albertsdóttur. Þau skildu. Þeirra sonur er a) Kjartan Þór, f. 13. júní 1988. Önnur börn Óttars eru, b) Kaare Stark, f. 18. maí 1986, og c) Samúel Hjalti, f. 18. júlí 1996. 2) Helga Ragnheiður, f. 14. mars 1957. Eiginmaður hennar er Stefán S. Guðjónsson. Börn þeirra eru a) Snorri, f. 7. desember 1981, b) Guð- rún, f. 20. janúar 1983, c) Ottó S. Michelsen, f. 29. apríl 1986, d) Ragn- heiður Gyða, f. 20. nóvember 1990. 3) Geirlaug, f. 16. september 1964. Eiginmaður hennar er Grímur Guð- mundsson. Börn þeirra eru a) Bryn- dís Gyða, f. 5. júní 1991, b) Snæfríð- ur, f. 13. apríl 1993, c) Guðmundur Ottó, f. 28. september 2000, d) Grím- ur Dagur, f. 2. október 2002. Systkin Kjartan var mikilvirkur fræði- maður og liggja eftir hann bækur og fjöldi greina í bæði innlendum og er- lendum fræðitímaritum. Rannsóknir hans voru einkum á sviði íslenskrar og norrænnar málfræði og málsögu en þar fjallaði hann meðal annars um þróun miðmyndar í íslensku og norrænum málum (einkum í dokt- orsritgerð sinni, The Icelandic Middle Voice, 1992), um norsk málá- hrif í íslensku til forna og miðnorska málþróun, um málbreytingar og málheimildir og um sögu íslenskrar málræktar (Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit, 1990). Kjartan stýrði framhaldsnámi í málvísindum og textafræði við Ósló- arháskóla 2000-2002 og tók þátt í ýmsum alþjóðlegum rannsókn- arverkefnum, svo sem FORSE — Forskergruppe i samfunn og språ- kendring við Björgvinjarháskóla frá 2007 og Linguistic Theory and Grammatical Change við Centre for Advanced Study í Ósló 2004-2005. Þá átti hann sæti í ritstjórn tímarits- ins Collegium medievale 2002-2007. Kjartan var í forsvari fyrir Heims- kringlu-rannsóknarverkefninu við Institutt for lingvistiske og nordiske studier á árunum 1993-2000. Í febrúar 2008 fékk Kjartan hin kunnu Ingerid Dal og Ulrikke Greve Dal verðlaun fyrir rannsóknir sínar á indóevrópskum tungumálum og sögu íslenskrar tungu. Útför Kjartans G. Ottóssonar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 6. júlí 2010, og hefst athöfnin klukkan 11. Meira: mbl.is/minningar Kjartans samfeðra eru, 1) Helga Ehlers Wolf, f. 5. janúar 1945. Maki Reinhard Wolf. Börn þeirra eru Helga Ursula, f. 8. febrúar 1973, b) Reinhard Al- bert, f. 10. október 1974, c) Christiane Henriette, f. 8. maí 1979, d) Peter Andr- eas, f. 10. júní 1981, öll búsett í Köln, 2) Theo- dór Kristinn, f. 25. júlí 1951. Maki Árný Elí- asdóttir. Börn þeirra eru a) Rúnar, f. 7. júní 1974, b) Grét- ar Sveinn, f. 5. apríl 1980. Kjartan útskrifaðist stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1974 18 ára gamall og var dúx úr áfangakerfi. Hann lauk BA prófi í ís- lensku frá Háskóla Íslands árið 1979 og kandídatsprófi frá sama skóla ár- ið 1982. Doktorsprófi lauk Kjartan frá Lundi árið 1992. Að auki stund- aði hann doktorsnám við University of Maryland á árunum 1988 til 1992. Kjartan dvaldi langdvölum er- lendis við nám og rannsóknir – síð- ustu 18 árin var hann búsettur í Osló. Kjartan var skipaður prófessor í íslensku við Háskólann í Osló árið 1992 og starfaði þar til dauðadags. Hann gegndi jafnframt 20% prófess- orsstöðu við Háskólann í Bergen frá árinu 2008. Það er sárt að horfa á eftir góðum dreng, bróður og mági og það langt um aldur fram. Kjartan glímdi við löng og erfið veikindi en þegar ljóst var að hann yrði undir í þeirri orrustu var það hans hinsta ósk að koma til Ís- lands. Það tókst aðeins fimm dögum fyrir andlátið og fyrir það erum við þakklát. Það er ótal margt sem leitar á hug- ann nú þegar leiðir skilur eins og ferðalög um Skagafjörð og Rómar- borg. Við fórum norður Kjöl og dvöld- um á Króknum, keyrðum um Hegra- nesið, skoðuðum þingstaðinn, fórum heim að Hólum og svo vítt og breitt um allan fjörðinn. Þá var ekki ónýtt að hafa Kjartan með í för sem fræddi okkur um bæi og bæjastæði og sagði sögur. Ferðalag okkar þriggja til Rómar árið 2005 var ekki síður minn- isstætt. Þar vorum við í stórum hópi fólks og með mjög góðan leiðsögu- mann – einn þann besta. Kjartan hafði hins vegar ýmsu við að bæta, enda var hann stöðugt að grúska, líka í fríum. Kjartan var því stórskemmti- legur ferðafélagi og ekki skemmdi fyrir að hafa okkar „einka-leiðsögu- mann“ með í för. Kjartan var afburða- greindur, stálminnugur og víðlesinn, en hann var líka hógvær og örlátur að miðla af þekkingu sinni. Hann var ákaflega nákvæmur, allt að því smá- munasamur. Við brosum að því í dag en oft gat þetta reynt á þolinmæðina. Við vitum þó að þessi nákvæmni hans, dugnaður og vinnusemi ásamt góðum gáfum, skapfestu og heiðarleika hafa skilað honum því góða starfi sem hann skilur eftir sig í dag. Við minnumst fyrst og fremst allra Íslandsheimsókna Kjartans þegar hann bjó hjá okkur fjölskyldunni á Sólvallgötunni. Hann féll vel inn í fjöl- skyldulífið, sjálfur var hann einhleyp- ur og oft var handagangur í öskjunni á stóru og fjörugu heimili. Það skemmdi heldur ekki fyrir að stutt var á Árnastofnun og Þjóðarbókhlöð- una, en þar dvaldi Kjartan langdvöl- um enda vinnusamur með eindæm- um. Við hjónin minnumst með mikilli gleði og þakklæti hversu natinn og umhyggjusamur hann reyndist börn- um okkar. Hann sýndi þeim mikla þolimæði og hafði áhuga á öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar þau uxu úr grasi minnkaði ekki áhug- inn nema síður væri. Við rifjum oft upp þegar við komum að Kjartani kvöld eitt, í hrókasamræðum við son okkar og vini hans, sem þá voru rétt komnir yfir tvítugt. Þarna sat hann og spjallaði um allt milli himins og jarðar og spurði þá spjörunum úr um nám þeirra og áform. Hann átti ekki í vandræðum með að ná til unga fólks- ins né annarra enda var hann ætíð au- fúsugestur og vel liðinn. Hann átti stóran og traustan vinahóp bæði hér- lendis og í Noregi. Að lokum viljum við hjónin, fyrir hönd fjölskyldunnar, þakka þeim mörgu vinum Kjartans í Noregi sem studdu hann og styrktu í veikindum hans. Önnur eins vinátta er vandfund- in. Blessuð sé minning Kjartans Ott- óssonar. Helga og Stefán. Fátt er mikilvægara í þessu lífi en fólkið sem okkur þykir vænt um. Nú er Kjartan, stóri, góði bróðir minn farinn. Væntumþykja hans til mín var skilyrðislaus og einlæg og um hana efaðist ég aldrei. Hann sýndi það bæði í orðum og verki hversu vænt honum þótti um mig. Ég hef oft velt fyrir mér hvernig fólk sem verður fyrir því að fá illvígan sjúkdóm og er kippt út úr lífinu á besta aldri getur sýnt það æðruleysi og kjark sem við verðum oft vitni að. Þegar sorgin dyn- ur á okkur eru það minningarnar sem ylja. Eitt af því sem við Kjartan töl- uðum um í síðasta samtali okkar var einmitt væntumþykjan og mikilvægi minninganna. Við töluðum um hvað við værum lánsöm að á milli okkar hefðu aldrei fallið meiðandi eða sær- andi orð. Við vorum alltaf vinir. Í sorginni og söknuðinum er það ómet- anlegur styrkur. Kjartan var fræði- maður af lífi og sál. Við hlógum stund- um að þeim „nördahætti“ í honum að þurfa alltaf að vera að afla sér fróð- leiks hvar og hvenær sem var. Hann hélt áfram að lesa fræðibækur sér til ánægju jafnvel þegar hann var orðinn fárveikur. Minningarnar eru ótal- margar. Meðan við bjuggum enn í foreldrahúsum fórum við saman í daglegar gönguferðir. Þá var margt spjallað. Þegar ég varð eldri hjálpaði hann mér að læra undir próf og gönguferðirnar voru gjarnan notaðar til þess að hlýða mér yfir. Þó að Kjart- an hafi ákveðið að leggja fyrir sig ís- lenska málfræði og svo seinna málvís- indi var hann jafnvígur á öll fög og hefði án efa staðið sig með prýði í hverju sem hann hefði tekið sér fyrir hendur. Hann gerði góðlátlegt grín að slakri kunnáttu minni í landafræði því mér var alveg fyrirmunað að læra heitin á öllum þessum sýslum, ám og vötnum og gat engan vegið skilið hvernig þetta skipti máli! Alltaf hélt hann þó áfram að reyna að troða í krakkann því hann var kennari í víð- asta skilningi þess orðs. Ég treysti því að hann viti hvað þetta skipti mig miklu máli. Kjartan var ekki bara góður bróðir, hann var líka góður frændi. Honum þótti vænt um systkinabörn sín eins og þau væru hans eigin. Löngum bjó hann í útlöndum og þá sendi hann þeim reglulega póstkort og bréf sem skrifuð eru með hinni fallegu rithönd hans. Þessi bréf eru fjársjóður. Þegar við bjuggum á Höfn í Hornafirði heimsótti hann okkur reglulega. Hann kom færandi hendi með nammi og bækur, góðar bækur. Minningarn- ar eru dýrmætari en gull því þær get- ur enginn tekið frá okkur og fólkið sem okkur þykir vænt um er sá mesti fjársjóður sem við getum átt. Elsku Kjartan minn. Ég mun alltaf vera þér þakklát fyrir einlæga vináttu og væntumþykju. Einlægni þín og góðmennska snerti alla sem komust í kynni við þig enda þótti öllum vænt um þig sem þekktu þig. Við trúum því að þú sért enn hjá okkur, þrátt fyrir það að við getum ekki lengur faðmað þig, og það gefur mér styrk og hjálpar mér í gegnum söknuðinn. Ég veit að pabbi okkar hefur tekið vel á móti þér og þið styrkið hvor annan. Guð geymi þig alltaf, elsku bróðir, minningin um þig lifir í hjörtum okk- ar. Geirlaug Ottósdóttir. Meira: mbl.is/minningar Kær mágur er fallinn frá langt fyr- ir aldur fram eftir erfið veikindi. Um fjörutíu ár eru síðan ég kynntist Kjartani, ungum, greindum pilti með afar hlýja framkomu. Frama Kjart- ans og virðingu innan fræðasam- félagsins munu aðrir rekja en ég man að ég var afar stolt fyrir hans hönd þegar hann vakti athygli um land allt fyrir að hafa fyrstur fengið tíu á landsprófi. Kjartan var mjög ættrækinn og tryggur sínu fólki. Ævinlega er hann kom til landsins heimsótti hann vini sína og ættingja og áttum við Theo- dór margar gefandi stundir með hon- um. Hann var afar fróður um margt og bar ríka virðingu fyrir viðmælend- um sínum. Hann sýndi börnunum í fjölskyldunni einstakan áhuga og hafði sérstaka unun af að fylgjast með máltöku þeirra og málfari. Við nutum þess að ræða við hann um Noreg og Norðmenn en þar höfðum við búið eins og hann. Í Osló hafði hann komið sér vel fyrir og var mjög notalegt að dvelja þar hjá honum. Síðastliðin ár hefur Kjartan barist við sjúkdóm sinn af mikilli reisn og vonuðum við öll að hann ætti eftir mörg góð ár og fengi að ljúka þeim fjölþættu verkefnum sem hann fékkst við. Fjölskylda mín kveður Kjartan með þakklæti. Blessuð sé minning hans. Með góðum huga hafið sjálft má brúa. (Einar Benediktsson) Árný Elíasdóttir. Kjartan G. Ottósson ✝ Elskuleg mamma okkar, tengdamamma og amma, KLARA BJÖRNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 30. júní að Hornbrekku, Ólafsfirði. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 14.00. Bjarkey Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannsson, Hrólfdís Helga Gunnarsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Maria Kærulf og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN ELÍSDÓTTIR, lést laugardaginn 3. júlí á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, Reykjanesbæ. Helga Elín Bjarnadóttir, Björn K. Björnsson, Erla Kristín Bjarnadóttir, Sigurgeir Aðalgeirsson, Haukur Bjarnason, Erna Svavarsdóttir, Hörður Freyr Bjarnason, Jóhanna Elín Björnsdóttir og fjölskyldur. ✝ Hjartkær faðir minn og bróðir okkar, BIRGIR KRISTJÁNSSON, síðast til heimilis að Arnarási 14, Garðabæ, lést fimmtudaginn 17. júní á Landspítala. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Bríet Ósk Guðrúnardóttir, Gísli Kristjánsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Þráinn Kristjánsson. ✝ SVANDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 5. júlí. Útför hennar verður gerð frá Grensáskirkju miðvikudaginn 14. júlí kl. 15.00. Hera Hjálmarsdóttir, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Þorsteinn A. Jónsson, Jakob Ágúst Hjálmarsson, Auður Danielsdóttir og aðrir ástvinir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, frá Fögruhlíð, Fljótshlíð, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 3. júlí. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð, laugardaginn 10. júlí kl. 10.30. Ingilaug Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Einar Þorbergsson, Theodór Guðmundsson, Brynja Bergsveinsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Ágústa Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, ÁGÚST SIGURBJÖRN SIGURÐSSON skrifstofumaður, Kjarrhólma 28, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 2. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Systkini og fjölskyldur hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.