Morgunblaðið - 06.07.2010, Qupperneq 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
✝ Hanna Ármannfæddist á Hellis-
sandi 2. júní 1922.
Hún lést á Landspít-
alanum 28. júní 2010.
Foreldrar Hönnu
voru hjónin Valdimar
Ármann, f. 8. júlí
1888, d. 16. júlí 1925,
og Arndís Jónsdóttir
Ármann, f. 7. sept.
1891, d. 11. des. 1945.
Systkini Hönnu eru
Unnur Ármann, f. 4.2.
1912, d. 12.9. 1980,
Magnús Ármann, f.
31.8. 1915, d. 2.2. 1984, Knútur Ár-
mann, f. 16.2. 1921, d. 17.5. 2004, og
Katrín, f. 29.6. 1923.
Hanna giftist hinn 1. nóv. 1947
Finni Björnssyni, f. 14. júlí 1925.
Börn þeirra eru: 1) Guðrún Birna
Finnsdóttir, f. 7. febr. 1951, d. 29.
ágúst 1993. Eiginmaður Grétar
Júníus Guðmundsson, f. 25. apríl
1953. Börn þeirra eru a) Elvar
Finnur, f. 16. ágúst 1980, b) Heiðar
Kristján, f. 31. maí
1983, c) Hannar
Sindri, f. 7.12. 1989.
2) Valdís Ella Finns-
dóttir, f. 4. ágúst
1955, maki Jónas
Ólafsson, f. 22. ágúst
1960. Börn þeirra a)
Ólafur, f. 30. sept.
1987, b) Finnur f. 17.
júlí 1991.
Hanna fluttist ung
til Reykjavíkur frá
Hellissandi og stund-
aði nám við Kvenna-
skólann. Hún var
gjaldkeri hjá Nathan & Olsen í
nokkur ár þar til hún giftist Finni
Björnssyni flugvirkja. Hún var
heimavinnandi í nokkur ár, þar til
árið 1968 þegar hún fór að vinna
hjá bróður sínum við sölumennsku
hjá fyrirtækinu Ágústi Ármann þar
sem hún vann í 27 ár.
Útför Hönnu fer fram frá Bú-
staðakirkju þriðjudaginn 6. júlí og
hefst kl. 13.
Fyrir réttum 25 árum hitti ég
verðandi tengdamóður mína þegar
Valdís, dóttir hennar, kynnti mig
fyrir þeim hjónum. Strax frá fyrstu
kynnum var þessi yndislega kona í
miklu uppáhaldi hjá mér. Hún hafði
mikinn karakter, hárbeittan húmor
og mælti aldrei styggðaryrði um
nokkurn mann. Hanna kunni með fé
að fara en þegar töskur, skór og
skartgripir voru annars vegar
gleymdi hún stað og stund. Hún skil-
greindi þess konar kaup sem góða
fjárfestingu og þau voru ekki til um-
ræðu. En frú Hanna var líka einstak-
lega gjafmild kona, ekki síst þegar
hún vissi að aðstoðin kæmi sér vel.
Það er ekki sagt henni til hnjóðs
heldur þvert á móti að Hanna hafði
yfirleitt hlutina eftir sínu höfði og
Finnur, eiginmaður hennar, vissi að
ávísanaheftið var í hennar höndum.
Hann var fyrir löngu hættur að röfla
út af því eins og hann sagði við mig
þegar hann bar það upp við mig
hvort væri ekki tilvalið að kaupa hús-
bíl með fjórhjóladrifi sem mætti
ferðast á um landið. Ég man að ég
sagði honum að þetta væri bara fín
hugmynd. Næsta dag hringdi Hanna
og spurði hvernig mér dytti í hug að
vera að rugla í honum Finni. Hún
ætlaði í fyrsta lagi ekki að fara að
taka upp á því að þvælast um landið í
ryki eða rigningu, þegar hún gæti
setið hér niðri í Fossvogi og haft það
„dægilegt“ eins og hún orðaði það,
og ég ætti þar að auki að vita það að
Finnur fengi alltaf svona hugmyndir
og hefði um ævina keypt alls konar
tæki og tól sem væru notuð einu
sinni og síðan ekki meir. Ég átti eftir
að komast að því að hún hafði nokk-
uð til síns máls þegar ég sá og frétti
um allskyns græjur sem Finnur
hafði keypt sem voru ósköp lítið not-
aðar.
Hanna og Finnur ferðuðust víða
um ævina og heimsóttu fjarlæga
staði bæði sem ferðamenn og einnig í
tengslum við ævistarf Finns sem var
flugvirki að mennt, hann rak um
skeið flugskólann Þyt og var í rekstri
tengdum flugi. Finnur starfaði síð-
ustu árin hjá Flugleiðum. Hanna
starfaði lengst af hjá heildverslun-
inni Ágúst Ármann, sem bróðir
hennar Magnús stofnaði, og síðan
hjá fjölskyldu hans
Ég var fljótur að sjá að Hanna átti
svo sannarlega ekki heima framan
við eldavélina. Hún var heldur ekk-
ert að fela það að hún hefði engan
áhuga á heimilisstörfum og bætti því
við að frænka Finns að norðan, Jór-
unn, hefði séð um heimilishaldið á
sínum tíma. Sagt var að Jórunn hefði
haft áhyggjur af uppáhaldsfrænda
sínum sem hefði hitt á þessa und-
arlegu konu sem ekki ætlaði að
standa sína „pligt“ á heimilinu eins
og hún skilgreindi það.
Þessi 25 ár hafa flogið áfram og
aldrei borið skugga á samband okk-
ar. En lífið var ekki áfallalaust hjá
Hönnu og Finni, því eldri dóttir
þeirra hjóna, Guðrún Birna, lést úr
krabbameini aðeins 43 ára. Við þetta
áfall var eins og lífsgleðin hyrfi og
skyldi engan undra. Eftir þetta
treystu þau hjónin mikið á eftirlif-
andi dóttur sína, Valdísi, eiginkonu
mína, sem hefur annast þau af ein-
stakri umhyggju.
En nú er komið að leiðarlokum. Á
fallegri sumarnótt, í sama mánuði og
hún kom í þennan heim fyrir rúmum
88 árum, kvaddi Hanna okkur þar
sem hún hélt í hönd dóttur sinnar
sem var henni svo kær. Ég er þess
fullviss að nú heldur Hanna í hönd
Guðrúnar Birnu, eldri dóttur sinnar,
sem hún hefur saknað svo sárt. Hvíl í
friði og þakkir fyrir samveruna.
Jónas Ólafsson.
Við bræðurnir munum ávallt
sakna þín, elsku amma. Það var allt-
af gaman að koma í heimsókn til þín
og setja kvikmynd í tækið fyrir þig
og ég er alveg viss um að Björgvin
Halldórsson og Sound of Music-
mynddiskarnir eru úr sér gengnir
eftir óhóflega mikla spilun. Það var
ágætt að þú náðir aldrei að læra al-
mennilega á DVD-spilarann því ann-
ars hefðu heimsóknir okkar líklega
orðið færri.
Þú varst alltaf tilbúin með nammi
og gott fyrir okkur þegar við komum
í heimsókn enda varst þú ekki þekkt
fyrir hollustu í matargerð (eða mat-
argerð yfirhöfuð). Við munum alltaf
muna hversu gaman þér fannst að
fylgjast með strákunum okkar í
handboltanum og okkur finnst
merkilegt að þú skulir ekki hafa
misst af landsleik í fjölda ára og gæt-
ir eflaust nefnt alla leikmenn ís-
lenska landsliðsins síðustu tíu ár
með fullu nafni enda varstu með stál-
minni sem hægt var að fletta upp í
eins og alfræðiorðabók.
Við munum taka við því hlutverki
sem þú hefur sinnt síðustu árin að
aðstoða Finn afa við alla þá hluti sem
hann á erfitt með.
Þín verður sárt saknað.
Þín barnabörn,
Ólafur og Finnur.
Látin er kær mágkona mín,
Hanna Ármann, eftir stutta sjúkra-
húsdvöl.
Hanna var aðeins þriggja ára,
þegar faðir hennar lést frá fimm
ungum börnum.
Árið 1930 flutti móðirin með
barnahópinn frá Hellissandi til
Reykjavíkur.
Hanna ólst upp hjá móður sinni og
þremur elstu systkinum þar sem
yngsta systirin fór í fóstur til föð-
ursystkina, sem bjuggu með móður
sinni. Þrátt fyrir það urðu yngstu
systurnar, Hanna og Katrín, nánir
leikfélagar og vinkonur í bernsku og
á æskuárunum og entust þau nánu
kynni alla ævi.
Hanna stundaði nám í Kvenna-
skólanum. Hún var góður námsmað-
ur og meðal efstu nemendanna í sín-
um bekk. Sérstaklega var hún fær í
reikningi og það nýttist henni vel í
starfi síðar á lífsleiðinni. Hún var
glaðsinna, kátur og skemmtilegur
unglingur, sem fannst gaman að
dansa og skemmta sér, en áfengi og
tóbak var aldrei í hennar hugar-
heimi. Hanna átti nokkrar tryggar
og góðar vinkonur og var yfirleitt
foringinn í hópnum.
Eftir að dæturnar, Guðrún og Val-
dís, stálpuðust hóf hún störf hjá
bróður sínum, Magnúsi Ármann, við
fyrirtæki hans, Ágúst Ármann heild-
verslun, og átti stóran þátt í vexti
þess og velgengni fyrstu árin. Hún
starfaði samfleytt við fyrirtækið í 27
ár.
Milli Hönnu og viðskiptavinanna
myndaðist vinátta og trúnaðartraust
og í daglegri umgengni var hún ein-
læg og hreinskiptin. Í fari hennar
var henni eitt eðlislægt, en það var
gjafmildi og vinarþel en gott dæmi
um þetta er síðasta ósk hennar til
Valdísar, dóttur hennar, um að muna
eftir afmælisgjöf til systur sinnar,
sem átti afmæli daginn eftir lát
hennar.
Hanna naut þess að ferðast og eft-
ir að hún giftist Finni, sem var flug-
virki, ferðuðust þau til fjarlægra
landa og úr þessum ferðum eignuð-
ust þau marga skemmtilega og fá-
gæta muni.
Hanna og Finnur áttu saman far-
sælt hjónaband. Það var mikið áfall
fyrir þau, þegar dóttir þeirra, Guð-
rún, lést á besta aldri frá þrem ung-
um drengjum. Ég held að þau hafi í
raun aldrei komist yfir þann harm.
Indæl og góð kona er gengin. Ég
flyt Finni og Valdísi ásamt öðrum
ástvinum innilegar samúðarkveðjur.
Þórhallur Arason.
Það er komið að kveðjustund.
Elskuleg Hanna frænka hefur nú
sofnað vært, komin í himneskar
hæðir þar sem almættið umvefur
hana ljósi sínu. Eftir standa einung-
is fallegar minningar um einstaka
konu. Hanna, eða frænka eins og við
kölluðum hvor aðra, sagði mér
margar góðar og skemmtilegar sög-
ur. Hún var ein af þeim fyrstu sem
ég augum leit er ég kom inn í þenn-
an heim.
Það kom í hlut frænku að hjálpa
til við að sinna mér fyrstu næturnar
eftir að ég fæddist. Ég lét hana hafa
mikið fyrir mér þar sem ég orgaði
allar nætur og mátti frænka því
koma ósofin til vinnu dag eftir dag.
Sagði hún mér að sú hugsun að eign-
ast aldrei börn hefði sótt fast að
henni en sem betur fer breyttist sú
skoðun hennar síðar.
Líf okkar hefur alla tíð verið sam-
tvinnað. Við fórum í margar ferðir
saman til útlanda hvort sem þær
tengdust vinnu eða sumarfríum. Það
sem háði frænku var flughræðsla.
Minning tengd því er að þegar við
vorum eitt sinn í flugtaki sá ég að
frænka var í óðaönn að reyna að
gleyma stund og stað með því að lesa
dagblað. Eitt var þó skrýtið – hún
tók ekki eftir því að blaðið sneri öf-
ugt!
Erlendis vildi frænka eyða öllum
stundum er gáfust í búðaráp. Hún
hafði alla tíð mikinn áhuga á fötum,
gulli og postulíni enda fagurkeri
mikill, einstaklega smekkleg og gjaf-
mildasta kona sem ég hef kynnst.
Eftir hverja ferð kom hún drekk-
hlaðin heim með gjafir og fínerí
handa öllum.
Annað sem frænka var einstak-
lega veik fyrir var súkkulaði en það
var hins vegar ekki sama hvaða
súkkulaði það var. Alltaf var hægt að
leita til hennar þegar nammiþörfin
helltist yfir þar sem ógrynni af góð-
gæti var geymt í öllum skúffum hjá
henni.
Minningarnar eru margar og
ánægjulegar enda man ég ekki lífið
án frænku. Hún var þeirri náðar-
gæfu gædd að vera einstaklega orð-
heppin kona enda með frábæra frá-
sagnarhæfileika og mikinn húmor.
Nú er komið að leiðarlokum og
þakka ég frænku fyrir allar stundir á
langri ævi. Það er ekki sjálfgefið að
fá að eiga jafn yndislega föðursystur
og Hönnu.
Ég votta Finni, Valdísi, Jónasi og
barnabörnum mína innilegustu sam-
úð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Arndís Ármann.
Nokkur orð til minningar um
dásamlega konu sem skipar stóran
sess í æskuminningum mínum.
Hanna Ármann móðursystir mín
var orðheppin og skemmtileg kona
sem sá spaugilegar hliðar á málefn-
um. Hún var góðgjörn og lagði gott
til málanna. Hún var mér góð
frænka.
Hanna hafði gaman af fallegum
fötum, skartgripum og öðrum gæða-
munum. Hún var smekkleg, alltaf vel
til fara. Hún var alla tíð mjög útsjón-
arsöm og náði markmiðum sínum. Á
árunum um og eftir stríðið þegar allt
var skammtað og mjög lítið fékkst í
verslunum stóð hún í biðröðum í von-
inni um að geta keypt bomsur, skó,
nælonsokka og aðrar nauðsynjar
sem ungar stúlkur vanhagaði um ef
fréttist að sendingar væru væntan-
legar.
Á árunum milli 1950 og 1960 pant-
aði frænka mín vörur úr amerískum
príslistum – eins og það hét í þá daga
– þegar vöruúrvalið var enn mjög
takmarkað hér á landi. Einhvern
veginn tókst henni að útvega sér
gjaldeyri og koma þessum fatnaði til
landsins, okkur sem nutum til mikils
ánægjuauka. Við systkinabörn henn-
ar fengum að skoða þessa dásamlegu
príslista, sérstaklega leikfangasíð-
urnar sem sýndu leikföng sem við
höfðum aldrei séð og við létum okkur
dreyma um að eignast. Svona var Ís-
land þess tíma.
Síðar þegar aðstæður breyttust á
Íslandi og efni bötnuðu samhliða
vaxandi vöruúrvali í búðunum eign-
aðist frænka mín marga fallega
skartgripi. Spurð um tilurð gripanna
svarði hún iðulega hlæjandi – ja, ég
gaf mér nú þetta bara sjálf í afmæl-
isgjöf.
Snyrtileg – já – hreinleg. Kvöld
eitt kom ég til að setja í hana rúllur
og laga á henni hárið. Hún var að þvo
eldhúsgólfið og stoppaði nægjanlega
lengi frá gólfþvottinum til að blett-
urinn þornaði. Þegar ljúka átti verk-
inu var ekki nokkur leið að sjá hvað
var búið að þvo og hvað var eftir –
hvorttveggja var jafn hreint og hvít-
skúrað!
Frænka mín sagði gjarnan að hún
gæti lifað á súkkulaði og hún átti það
alltaf til. Ég fór aldrei af hennar
fundi sem barn eða unglingur án
þess að hún veitti mér af þeim veislu-
brunni, enda var hún örlát og rausn-
arleg í gjöfum sínum öllum.
Hanna frænka mín var skarp-
greind og stálminnug alla ævi. Hún
gekk í Kvennaskólann í Reykjavík
og var stolt af þeirri menntun. Síðar
á ævinni gerðist hún sölumaður og
það átti svo sannarlega vel við kaup-
mannsdótturina.
Finnur Björnsson, eiginmaður
Hönnu, rak flugskólann Þyt árum
saman. Þau áttu dæturnar Guðrúnu
Birnu og Valdísi Ellu. Guðrún Birna
lést fyrir 17 árum og varð Valdís Ella
stoð hennar og stytta í einu og öllu
síðari árin.
Það er ljúft og mikið lífslán að eiga
góðar minningar um nána ættinga
sem jafnframt hafa verið góðar fyr-
irmyndir. Hanna Ármann frænka
mín var mér ljúf frænka og hún var
sannarlega ein þeirra kvenna sem ég
hef haft sem fyrirmynd.
Finni, Valdísi, Jónasi og dætra-
sonum hennar öllum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Arndís Ármann
Steinþórsdóttir.
Elskuleg föðursystir okkar og
samstarfsmaður í áratugi, Hanna
Ármann, er fallin frá.
Frá barnæsku er fjöldi góðra
minninga um frænku þegar hún var í
heimsókn heima hjá okkur. Eftir að
Hanna hóf störf hjá foreldrum okkar
í heildverslun Ágúst Ármann hf. árið
1968 starfaði hún náið með móður
okkar Margréti við innkaup og sölu.
Mjög djúp og góð vinátta var á milli
hennar og foreldra okkar og reynd-
ist hún þeim afskaplega vel á allan
hátt.
Eftir að við systkinin og makar
okkar fórum að vinna við fjölskyldu-
fyrirtækið starfaði Hanna þar með
okkur til ársins 1995. Hanna varð
fljótt kennarinn okkar á margan
hátt. Hún fór með okkur í fjölda inn-
kaupaferða erlendis og nutu hæfi-
leikar hennar þar sín sérstaklega
vel.
Hún var frábær fulltrúi fyrirtæk-
isins og erlendir framleiðendur tóku
strax eftir að þar fór fagmaður. Hún
var mjög smekkleg, hafði afar gott
auga fyrir tískustraumum og mikið
vöruvit, var næm á liti og mynstur.
Hún áttaði sig strax á því hvað var
hægt að kaupa inn sem hentaði neyt-
endum.
Við heimkomu þurfti að selja
keyptar vörur. Þar nutu hæfileikar
hennar sín allra best. Að öllum ólöst-
uðum var hún ein besta sölukona
sem fyrirtækið átti. Sem dæmi um
söluhæfileika hennar má taka að ef
henni fannst hafa verið keypt of mik-
ið af kjólaefnum þá seldi hún efnin
bara sem gardínuefni. Hún var ein-
staklega snjöll og útsjónarsöm hvort
sem það var í daglegum samskiptum
við viðskiptavini eða í gegnum síma
með sínum fagmannlegu lýsingum.
Hún átti sína viðskiptavini um allt
land. Tilfellið var að viðskiptavinirn-
ir treystu henni og því trausti brást
hún ekki.
Hanna var alltaf mjög fallega
klædd og átti mikið af flottum og
vönduðum fötum. Einnig naut hún
þess að bera fallega skartgripi. Hún
bar aldurinn mjög vel og vildi aldrei
klæða sig í neitt sem henni fannst
kerlingarlegt. Við það stóð hún. Hún
var mikill sælkeri og var oft skotist í
bakarí að næla sér í bakkelsi með
kaffinu.
Skapgerð Hönnu var einstaklega
létt og nærvera hennar afar ljúf.
Hún hafði sérstaklega skemmtilega
frásagnarhæfileika, sá spaugilegar
hliðar á mörgum hlutum og gerði oft
grín að sjálfri sér.
Fyrir okkur systkinin og maka var
ómetanlegt að hafa hana sem starfs-
félaga og vin í áratugi sem aldrei bar
skugga á og þökkum við það heils-
hugar.
Við vottum Finni, Valdísi og fjöl-
skyldu allri okkar dýpstu samúð.
Arndís, Ágúst,
Björn og Anna María.
Fyrirmyndir hafa verið mjög mik-
ið í umræðunni síðustu daga og í
samtali við góða vinkonu mína vor-
um við sammála um að okkar fyr-
irmyndir hefðu verið og væru okkar
samferðafólk.
Þetta leiddi hugann að minni
ágætu samstarfskonu til margra
ára, Hönnu Ármann. Er ég kom til
vinnu í Heildverslun Ágústs Ár-
mann 1984 tók Hanna mér opnum
örmum ásamt eigendum og öllu því
sómafólki sem þar starfaði. Hanna
setti sterkan svip á sitt umhverfi.
Hún var einstaklega skemmtileg og
átti auðvelt með að velta upp
spaugilegum hliðum á tilverunni og
hversdagslegum atburðum. Hennar
létta lund og brosmildi gerðu alla
hluti auðveldari en ella. Án þess að
hún væri nokkurn tíma að segja
mér til þá lærði ég flest allt af henni
er viðkom mínu starfi, en hún hafði
unnið við sölumennsku árum saman
og áunnið sér virðingu og traust
meðal viðskiptavina.
Hún hafði einnig frá mörgu að
segja hvað varðaði kaupstefnur er-
lendis, innkaupaferðir og ferðalög til
annarra landa og allt það sem við-
kom starfi mínu næstu 24 árin. Að
auki gaf hún sér oft góðan tíma að
ræða um staðreyndir lífsins og
margbreytilega ásýnd þess. Hún
hafði upplifað sína gleði og sorgir.
Margt sem Hanna sagði mér gaf mér
innsýn í einhverjar víddir sem ég
hafði ekki áður leitt hugann að.
Oftar en ekki brá hún fyrir sig
skemmtilegum sögum og frásögum,
iðulega af ferðalögum hennar er-
lendis og uppákomum. Þá sendi hún
mig gjarnan eftir kaffibolla og und-
antekningarlaust átti hún eitthvað
„gott“ í neðstu skrifborðsskúffunni.
Þar kom enginn að tómum kofan-
um.
Allar samverustundir okkar
Hönnu bættu mig sem manneskju,
er ég mun hafa að veganesti um
ókomna tíð. Þær stundir gleymast
aldrei því ég mun ávallt varðveita
þær í minningunni. Ég kveð mína
kæru Hönnu Ármann með þökk fyr-
ir að hafa verið mín fyrirmynd í leik
og starfi.
Sigurbjörg
Jónsdóttir.
Hanna Ármann