Morgunblaðið - 06.07.2010, Side 25
Dagbók 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2010
Sudoku
Frumstig
1 7 5
5
7 1
1 8 7 4
7 6 5 3
7 6 9
8 9 7
5 4 9
1 3 8
9 8
1
9 5 6
3 9 6 1
7 3
1 2 9 5
7 6 3 8
2 7
6 9 2
7 1 4 5
8 4 3 9
4 7
3 6
5 1
4 3
3 5 8
9 6 7
2 9 1
2 7 4 1 8 3 6 5 9
9 8 1 6 5 7 2 3 4
6 5 3 2 4 9 7 1 8
8 4 7 3 9 5 1 2 6
5 2 9 7 1 6 4 8 3
3 1 6 4 2 8 5 9 7
4 3 5 9 7 1 8 6 2
1 9 2 8 6 4 3 7 5
7 6 8 5 3 2 9 4 1
2 9 6 1 5 8 4 7 3
7 4 1 2 3 6 9 8 5
3 5 8 4 7 9 6 1 2
5 7 3 9 8 4 2 6 1
4 1 2 3 6 7 5 9 8
6 8 9 5 2 1 3 4 7
1 6 5 7 4 3 8 2 9
9 3 4 8 1 2 7 5 6
8 2 7 6 9 5 1 3 4
7 4 2 9 6 8 1 5 3
1 5 3 4 2 7 9 8 6
6 9 8 1 3 5 2 4 7
2 8 6 3 1 4 5 7 9
9 3 4 7 5 6 8 2 1
5 1 7 8 9 2 6 3 4
8 2 1 6 4 3 7 9 5
4 6 5 2 7 9 3 1 8
3 7 9 5 8 1 4 6 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 6. júlí, 187. dagur
ársins 2010
Orð dagsins: Og hann sagði við þá:
Hvíldardagurinn varð til mannsins
vegna og eigi maðurinn vegna hvíld-
ardagsins. (Markús 2, 27.)
Heimsmeistaramótsins í knatt-spyrnu, sem nú fer fram í
Suður-Afríku, verður sennilega
seint minnst sem móts stærstu
stjarnanna í sparkheimum. Lionel
Messi, Wayne Rooney, Franck Ri-
béry, Kaká, Didier Drogba og Cris-
tiano Ronaldo eru allir farnir heim
með skottið milli lappanna. Fjórir
þeir fyrstnefndu án þess að komast á
blað en hinir tveir gerðu hvor sitt
markið. Það er rýr uppskera.
Fernando Torres er ennþá í
Suður-Afríku en allir geta verið
sammála um að hann hafi aðeins
verið skugginn af sjálfum sér.
x x x
Landi Torres, David Villa, hefurþrátt fyrir augljósa snilligáfu
fram að þessu ekki skipað sér á bekk
með þeim mönnum sem hér hafa
verið tilgreindir. Eftir frammistöðu
hans á HM hefur það líklega breyst,
kappinn hefur þegar gert fimm
mörk á mótinu og hreinlega borið
Evrópumeistara Spánverja á herð-
um sér. Klárlega kandídat í mann
mótsins.
Annar leikmaður sem gerir tilkall
til þeirrar nafnbótar er
Hollendingurinn Wesley Sneijder,
sem hingað til hefur verið skör
lægra í metorðastiganum en Messi
og félagar. Honum var skolað burt
með baðvatninu á Santiago Berna-
béu í Madríd síðasta sumar – varð að
víkja fyrir Ronaldo og Kaká – en átti
sannarlega seinasta orðið, þegar
hann lyfti Evrópubikarnum með Int-
ernazionale. Sneijder er enn skelli-
hlæjandi.
x x x
Svo eru það Þjóðverjarnir. Erki-kempa þeirra, Michael Ballack,
heltist úr lestinni rétt fyrir HM en
það hefur sannarlega ekki komið að
sök. Hvert nýstirnið af öðru skýtur
upp kollinum, svo sem Thomas Müll-
er og Mesut Özil. Heldur má ekki
gleyma gömlu kempunni Miroslav
Klose, sem nálgast nú markametið á
HM óðfluga. Hann hefur þegar gert
fleiri mörk í Suður-Afríku en í Búnd-
eslígunni allan síðasta vetur.
Og vel að merkja. Megi besta liðið
vinna! víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 skaði, 4 dreng,
7 líffærin, 8 kærleiksþel,
9 elska, 11 storms, 13
svara, 14 fjandskapur,
15 talað, 17 flanir, 20
blóm, 22 áhöldin, 23
land, 24 nabbinn, 25
gabba.
Lóðrétt | 1 starir, 2
ósannindi, 3 fram-
kvæma, 4 sauðatað, 5 ill-
kvittin, 6 veslast upp, 10
bor, 12 sorg, 13 sjáv-
ardýr, 15 fótþurrka,16
læst, 18 kaldur, 19 rás,
20 sæla, 21 skaði.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bágstadda, 8 frísk, 9 doppa, 10 nía, 11 skata,
13 norpa, 15 stolt, 18 ómerk, 21 ull, 22 gátan, 23 andar,
24 hafurtask.
Lóðrétt: 2 álíta, 3 sakna, 4 aldan, 5 dapur, 6 ofns, 7
lama, 12 tel, 14 orm, 15 segg, 16 ostra, 17 tunnu, 18
ólatt, 19 eldis, 20 korg.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4
5. Rxe4 Rbd7 6. Rf3 h6 7. Rxf6+ Rxf6 8.
Bh4 c5 9. Bd3 cxd4 10. O-O Bd7 11. De2
Bc6 12. Re5 Be7 13. f4 O-O 14. f5 exf5
15. Hxf5 Dd6 16. Rxc6 bxc6 17. He1 Bd8
18. Df3 Rd5 19. Bg3 Dd7 20. Be5 g6 21.
Dg3 Bc7 22. Hxf7 Dxf7 23. Bxg6 Df2+
24. Dxf2 Hxf2 25. Kxf2 Hf8+ 26. Kg3
Staðan árlega ofurskákmóti í Poi-
kovsky í Rússlandi sem kennt er við
Anatoly Karpov, fyrrverandi heims-
meistara í skák. Nikita Vitiugov (2707)
hafði svart gegn Emil Sutovsky (2661).
26… Hf6! 27. Bd3 He6 28. Bxc7 Hxe1
29. Bd6 He3+ svartur hefur nú skipta-
mun yfir og unnið tafl. 30. Kh4 a5 31. a3
He1 32. Bc5 Rf4 33. Bc4+ Re6 34. Kg4
Kg7 35. Bb6 He5 36. a4 Kf6 37. b4 axb4
38. a5 He4+ 39. Kf3 He3+ 40. Kg4
He4+ 41. Kf3 He3+ 42. Kg4 Hc3 43.
Bf1 d3 44. Bxd3 b3 45. a6 bxc2 og hvít-
ur gafst upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Nýtísku yfirfærslur.
Norður
♠ÁKD7643
♥1082
♦10
♣D4
Vestur Austur
♠952 ♠–
♥G ♥D6543
♦KD987 ♦Á643
♣7652 ♣G1083
Suður
♠G108
♥ÁK97
♦G52
♣ÁK9
Suður spilar 6♠.
Sá stíll að svara eðlilegri laufopnun
með yfirfærslum verður æ útbreiddari
meðal toppspilara. Kostirnir eru marg-
ir, segja innvígðir – til dæmis getur opn-
ari strax tekið undir svarlitinn með þrí-
lit. Magnús Magnússon og Sigurbjörn
Haraldsson hafa notað þessa aðferð í
nokkur ár og líkar vel. Hér eru þeir í
N-S gegn Wales á nýliðnu Evrópumóti.
Hönd suðurs féll ekki inn í grandram-
mann og því vakti Bessi á 1♣. Magnús
svaraði á 1♥, sem sýnir spaðalit. Bessi
lofaði þrílit á móti með 1♠ (2♠ myndu
sýna fjórlit) og við því stökk Magnús í
4♦ til að veifa stuttlitnum. Austur do-
blaði og sú sögn fékk að rúlla til Magn-
úsar, sem sagði 4♠ og neitaði þannig
eyðu í tígli (þá redoblar hann). Nú
spurði Bessi um lykilspil, fékk upp þrjá
efstu í trompi og sagði 6♠. Vel gert.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er engin ástæða til þess að
láta hugfallast þótt eitthvað kunni að
blása á móti um stundarsakir. Haltu þínu
striki.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Hafðu heilsu þína í huga og gættu
þess að ofkeyra þig ekki. Gefðu ekki nema
þú sért aflögufær.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Eins og er er eitthvað sem þú vilt
svo mikið og af öllu hjarta að það hefur
dularfullt vald yfir þér. Bregstu vel við
því þarna er komið kjörið tækifæri til að
sanna sig endanlega.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú slærð rækilega í gegn ef þú
hefur spjallið í lágmarki og kemur þér að
því sem skiptir máli. Annars áttu bara eft-
ir að sjá eftir því.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert að uppgötva nýja hluti og
þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra
sem best þú getur. Ef þú ætlar í ferðalag
ættirðu helst að fara eitthvað sem þú hef-
ur farið áður.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Hugsaðu þig vandlega um áður en
þú segir af eða á um tilboð sem þér ber-
ast. Farðu í ferðalag eða kynntu þér nýjar
hugmyndir í heimspeki, trúmálum eða
stjórnmálum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það væri ekki ónýtt að geta tekið sér
smáfrí til þess að hlaða batteríið. Sannaðu
að þú hafir rétt fyrir sér, gerðu allt ýkt og
æðislegt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú munt að öllum líkindum
rifja upp eitthvað úr fortíðinni með fjöl-
skyldu þinni í dag. Þú skalt láta hvorugt á
þig fá, heldur halda þínu striki.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ekki vera stífur eða strangur
við smáfólkið í dag. Notaðu innsæi þitt til
að velja það sem hentar best.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er erfitt fyrir þig að örvast
af og gleyma þér í hlutum eins og mat,
daðri og skemmtun. Breytingarnar bíða
handan hornsins.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur lagt hart að þér en
munt nú uppskera árangur erfiðis þíns.
Annað gæti reynst þér skeinuhætt. En
því miður er það ekki í boði núna.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Loksins hefur þér tekist að fá ein-
hvern á þitt band í því máli sem þú berð
hvað mest fyrir brjósti. Einhver ágrein-
ingur gæti komið upp.
Stjörnuspá
6. júlí 1958
Eyjólfur Jónsson, 33 ára lög-
regluþjónn, synti frá Reykja-
vík til Akraness, 22 kílómetra,
á rúmum þrettán klukku-
stundum. Ári síðar synti hann
frá Vestmannaeyjum til lands
og frá Kjalarnesi til Reykja-
víkur. Einnig synti hann tví-
vegis Drangeyjarsund.
6. júlí 1964
Togarinn Siglfirðingur kom
til heimahafnar. Hann hefur
verið talinn fyrsti íslenski
skuttogarinn.
6. júlí 1987
Sænska rokkhljómsveitin Eu-
rope hélt tónleika í Laug-
ardalshöll í Reykjavík. Á
sjötta þúsund ungmenni sóttu
tónleikana.
6. júlí 2000
Metsöluhöfundurinn Michael
Chrichton áritaði bækur sínar
í verslun Pennans/Eymunds-
sonar við Austurstræti. Löng
biðröð myndaðist, enda ekki
auðvelt að fá árituð eintök, að
sögn blaðanna.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Oddný Björg Stefánsdóttir, Heiða
Ósk Ólafsdóttir, Júlíus Óskar Ólafs-
son, Eydís Sindradóttir og Rósa
Diljá Gísladóttir héldu tombólu fyr-
ir utan 10-11 á Laugalæk og söfn-
uðu 15.182 kr. fyrir Rauða kross-
inn. Á myndinni eru Oddný Björg
og Heiða Ósk.
Hlutavelta
„Ég verð nú bara í vinnunni á afmælinu, því ég er
að leikstýra teiknimynd sem nefnist Cats and
Dogs. Ég yngist bara um nokkur ár við að sinna
því verkefni og veitir ekki af,“ segir Sigurður
Sigurjónsson, leikari og leikstjóri. Segist hann
reikna með að mæta með eitthvað gómsætt á töku-
stað og leyfa samstarfsfólki sínu að njóta veiting-
anna.
Að sögn Sigurðar hefur hann yfirleitt verið dug-
legur að halda upp á afmæli sitt. „Enda er 6. júlí
nær undantekningarlaust sólríkur og skemmti-
legur dagur og því er upplagt að bjóða fólki heim í
garðinn,“ segir Sigurður og tekur fram að hann muni reyndar ekki
eftir því að það hafi nokkurn tímann rignt á afmælisdegi hans, nema
daginn sem hann fæddist. „Ég fæddist rigningarsumarið mikla árið
1955, en það er greinilegt að máttarvöldum hefur þá fundist mál að
linnti og síðan hefur bara verið sól á afmælisdeginum mínum.“
Beðinn að rifja upp eftirminnileg afmæli nefnir Sigurður um hæl
fertugsafmæli sitt þegar hann blés í lúðra og bauð 200 manns heim í
garðinn sinn. „Það var afskaplega ánægjuleg stund sem ég á í minn-
ingunni,“ segir Sigurður. silja@mbl.is
Sigurður Sigurjónsson leikari 55 ára
Alltaf sól á afmælinu
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is