Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 8
Í raun og veru er viðhald eldri bygginga alveg sérstakt fag í trésmíði. Því miður hef ég oft séð dæmi um að iðn- aðarmenn, sem eru skráðir með full réttindi, standa flausturs- lega að verki svo betur væri heima setið. Og því miður er sorg- legt að þurfa að segja þetta,“ seg- ir Erlingur Kristjánsson, trésmið- ur í Mosfellsbæ. Ætti aldrei að sjást Erlingur hefur starfað við iðn sína í áratugi og meðal annars unnið að endurbótum og viðgerðum á eldra húsnæði. Hann vinnur um þessar mundir að endursmíði á hundrað ára gömlu húsi í norðurbænum í Hafnarfirði, þar sem hann hann bjó á tímabili. Hann segir sér minnisstætt hvernig staðið var að verki við uppsetningu á veggklæðningu á steinhúsi í Reykjavík fyrir nokkr- um árum. Þar hafi í einu verki sameinast margt af því sem aldrei ætti að sjást. Ef vel skuli vera þurfi að leggja klæðninguna á grind og jafnvel einangra undir, loka fúgum vel og ganga þannig frá að vatn sem seytli eigi sér undankomuleið. Klæðningin sogast burt „Ég hef séð menn víkja frá þess- um mjög svo einföldu vinnu- reglum, sem eiga að vera sjálf- sagðar. Man til dæmis eftir því að hafa séð klæðningu lagða á einföld þriggja tommu borð sem var skot- ið á vegg með naglabyssu. Þetta gerði smiður sem hreinlega var freistaðist til slælegra vinnu- bragða, enda með lægsta tilboð. En þegar vinnubrögð eru svona þarf ekki nema einn naglinn að losna og þá er hann eitrað peð. Klæðningin getur hreinlega sogast burt í roki. Ef eitt losnar þá getur annað fylgt á eftir og vatn komist inn undir, að ég tali nú ekki um ef mýs komast í einangrunina.“ Fyrir smiði séu viðhaldsverkefni býsna skemmtileg þegar vel tekst til. „Stundum eru aðstæður samt Lausi naglinn er eitrað peð Sorglegt að staðið sé flausturslega að við- haldsvinnu, segir Erlingur Kristjánsson húsasmiður. Hann segir mikilvægt að fylgja réttum ráðum fagmanna. Hraunbraut Erlingur vinnur nú við að gera upp gamalt hús við Hraunbraut í Hafnarfirði. Húsið er byggt 1910 og ber ein- kenni þess byggingastíls sem gilti í byrjun 20. aldarinnar sem var mikið uppbyggingaskeið í Firðinum og raunar víðar. 8 | MORGUNBLAÐIÐ Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.