Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ H ægt er að nýta hina skap- andi hugsun sem hönn- uðir búa yfir á svo mörg- um sviðum því þeir sjá oft hlutina frá öðru sjón- arhorni. Til dæmis væri hægt að nýta arkitektúr við skipulagningu bæj- arhátíða, koma með hugmyndir um hin fjölmörgu opnu en illa nýttu svæði í borginni og við skipulagningu sumarhúsabyggða. Hönnun eða hugsun er grunnurinn sem allar framkvæmdir byggjast á,“ segir Rut Káradóttir innanhússarkitekt en hún lærði innanhússarkitektúr í Istituto Europeo di Design í Róm og útskrif- aðist þaðan árið 1993. Frá útskrift hefur Rut sinnt fjöl- breyttum verkefnum, hérlendis og á Ítalíu, fyrir bæði einstaklinga og fyr- irtæki. Að mati Rutar er mikil gróska og endurnýjun í innanhúshönnun þessa dagana og gömlu og nýju er gjarnan blandað saman með mis- munandi hætti. Hönnunarvörum er komið fyrir innan um persónulega „vintage“ muni og Íslendingar sækja meira í gamlar hefðir en áður og eru sjálfstæðari. Glöggt er gests augað Hlutverk innanhússarkitekta veltur oftar en ekki á viðkomandi verkefni og geta þeir því ýmist fengið frjálsar hendur eða hannað eftir sérstökum óskum viðskiptavina. Verkefnin geta verið mjög fjölbreytt og allt frá því að veita ráðgjöf um liti og efnisval og yf- ir í að gera grunnskipulag og hanna allt innanstokks í íbúðar- eða at- vinnuhúsnæði. „Mér finnst alltaf best að komast sem fyrst inn í framkvæmdaferlið því eitt mikilvægasta hlutverk innan- hússarkitektsins er að búa til gott grunnskipulag, hvort sem um er að ræða íbúðir eða smærri rými. Ef það tekst má síðan alltaf leika sér með ólíka stíla, liti og efnisval því skipu- lagið er að mestu laust við tísku- strauma,“ segir Rut. Hún nefnir að fólk ráðfæri sig gjarnan við innan- hússarkitekta við kaup á fasteignum eða þegar finna þarf lausnir á núver- andi húsnæði, til dæmis ef fjölgar í fjölskyldunni. „Starf innanhússarkitektsins má að vissu leyti finna í orðunum „Glöggt er gests augað“. Mér finnst líka alltaf fyndið þegar viðskiptavinir segja við mig; „Betur sjá augu en auga og ég er eineygð!“ segir Rut glaðlega – og leggur áherslu á að nýta megi þekkingu innanhúss- arkitekta á fjölmarga vegu. Skrautmunir líkt og skartgripir „Tíska í innanhúshönnun er ekki jafn hröð og til dæmis fatatískan enda er oft um að ræða dýrari hluti,“ segir Rut spurð um nýjustu tískubylgj- urnar í hönnunarheiminum. „Mér finnst fólk sjálfstæðara. Vill frekar hafa heimilin sín hlýleg og persónu- leg en eins og sýningarsali. Að fólk vilji hafa heimilið persónulegt þýðir ekki að hönnuðir séu ekki nauðsyn- legir því gildi hönnunar er alltaf við lýði alveg sama hvaða stíl fólk vill hafa. Skipulagið þarf að vera gott og henta þeim sem býr í húsnæðinu og til að það verði fallegt þarf lita- og efnisval, lýsing og fleira að ganga upp.“ Rut finnast hvítir veggir vera á undanhaldi og mildir litir koma í staðinn, jafnvel dökkir litir. Nátt- úruleg og gróf efni eru áberandi og húsin eru ekki höfð jafn „fín“ heldur praktísk og hlýlegri. Í stað eldhús- eyju með einni stálskál eru þar tré- bakkar, tágakörfur og krukkur með kökum. „Mér finnst minn tími vera kominn enda er ég drottning tágakörfunnar,“ gantast Rut og nefnir að það er lúxus að geta kíkt í bílskúrinn til að geyma og skipta á skrautmunum í hillurnar. „Enginn setur alla hringana sína á fingurna í einu heldur er þeim skipt út. Þetta er eins með stofuna,“ segir Rut og bætir við að hægt sé að skipta um útlit eftir árstíðum auk þess sem síður þarf að kaupa eitthvað nýtt ef fólk nýtir sér geymsluna. Heimilið skiptir miklu máli „Á endanum er heimilið þar sem þú býrð en ekki hvernig það lítur út. Það er hins vegar gaman að geta leyft sér að hafa fallegt í kringum sig en aðal- atriðið er auðvitað hvernig fólki líður heima hjá sér,“ segir Rut. „Ég reyni alltaf að sjá fyrir mér einhverja stemningu þegar ég hanna fyrir fólk og ég held að það sé mikilvægt að fólk reyni að átta sig á því hvaða stemningu það langar að skapa á heimilinu ekki síður en útlit þess. Ís- lendingar eru gestrisin þjóð og við erum dugleg að heimsækja hvert annað til að eiga góðar stundir heima við. Það er draumur að vera innan- hússarkitekt í landi þar sem heimilið skiptir svona miklu máli. Mér finnst þetta átak ríkisstjórnarinnar, Allir vinna, mjög hvetjandi. Það er ótrú- lega mikið til af krafti í þjóðinni og hönnunarstéttunum sem er ekki nógu nýttur og nú er lag fyrir fólk að hugsa og hanna áður en það fram- kvæmir,“ segir Rut. kristel@mbl.is www.rutkara.is Morgunblaðið/Ernir Skrautmunir Hægt er að breyta útliti heimilisins með mismunandi skraut- munum án þess að raska grunn- skipulagi. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Skrautmunir Hægt er að breyta útliti heimilisins með skrautmunum án þess að raska grunnskipulagi heimilsins þar sem hver hlutur hefur sinn fasta stað. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Notalegt Dæmi um hönnun þar sem hlýleiki og mildir litir ráða ferðinni. Grunnurinn sem allar framkvæmdir byggjast á Rut Káradóttir hefur starfað sem innanhúss- arkitekt í mörg ár og fæst við fjölbreytt verkefni. Mikil gróska er í innanhúshönnun þessa dagana og tískan býður upp á milda liti og hlýleg heimili. Hönnuður Rut Káradóttir innan- hússarkitekt ásamt dóttur sinni. Rut lærði innanhúss- arkitektúr á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.