Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Ernir Uppbygging Iðnaðarmenn að störfum í tónlistarhúsinu Hörpu, stærstu framkvæmdinni sem unnið er að um þessar mundir. Fleira er þó í gangi svo sem smærri viðhaldsverkefni um allan bæinn. Á takið Allir vinna er að mínum dómi jákvætt innlegg í þeirri viðleitni að koma atvinnulífinu aftur af stað. Við finn- um á verktökum, sem við erum í miklum samskiptum við, að al- menningur er meðvitaður um þau afsláttarkjör af sköttum sem nú bjóðast. Þetta er greinilega að hreyfa við fólki,“ segir Sigurður E. Ragnarsson, framkvæmda- stjóri BYKO. Sumar og sólpallar Bygginga- og verktakastarfsemi er gjörbreytt frá því sem var þegar best lét í góðærinu. Ný- byggingar eru sáralitlar en iðn- aðarmenn hafa hins vegar haft nokkra vinnu við viðhaldsverk- efni. „Fyrir okkur er erfitt að leggja mælistiku á hvaða viðskipti megi rekja beint til átaksins. Hins veg- ar hafa margir húseigendur verið að stússast í ýmsum fram- kvæmdum að undanförnu, hafa til dæmis fengið iðnaðarmenn til að setja upp sólpalla heima fyrir eins og margir gera yfir sumartímann. Þá eru margir í smáviðhaldi: láta mála, flísaleggja, setja upp ný hreinlætistæki og svo framvegis,“ segir Sigurður sem telur nauð- synlegt að átaksverkefnið Allir vinna vari lengur en bara út þetta ár eins og nú er gert ráð fyrir. Vari út næsta ár „Skilaboð um skattaafsláttinn eru svolítinn tíma að síast inn í vitund almennings. Að ósekju mætti verkefnið því gjarnan standa út næsta ár enda hefur þetta aukið umsvif bæði hjá bygginga- vöruverslunum, verktökum og skilað meira í ríkiskassann. Í ár- ferði eins og núna munar um allt,“ segir Sigurður. Á allan almennan mælikvarða eru umsvif á byggingamarkaðnum í dag sáralítil. Nokkrum stórum verkefnum er að ljúka og ekkert viðlíka er í burðarliðnum. „Við reiknum með því að veturinn geti orðið erfiður. En vonandi fer landið fljótlega að rísa, mér sýn- ist að núna sé til dæmis að mynd- ast eftirspurn á minna íbúða- húsnæði; tveggja til þriggja herbergja íbúðum sem eru 60 til 90 fermetrar. Og svo er auðvitað alltaf nauðsynlegt að sinna við- haldi og rækta sinn eigin garð, eins og slíkt er stundum kallað,“ segir Sigurður E. Ragnarsson. sbs@mbl.is Þetta er greinilega að hreyfa við fólki BYKO Sigurður E. Ragnarsson, for- stjóri er ánægður með viðtökurnar. Margir í viðhaldi, segir forstjóri BYKO, sem telur átaksverkefnið Allir vinna vera já- kvætt innlegg í end- urreisnina. 6 | MORGUNBLAÐIÐ Á ætluð fjármunamyndun í íslenskum mannvirkjum er 3.500 milljarðar en það er mikil fjárfesting, kannski 90% af því sem þjóðin á. Í Evrópu er talið að til að halda eignunum við þurfi 1-2% af ári að fara í kostnað vegna viðhalds. Ef það er reiknað eru það allt að 70 milljarðar sem er nauðsynlegt að leggja í viðhald þessara þjóð- arverðmæta,“ segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor í eðlisfræði og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Ís- lands. Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er meðal annars að hvetja til nýsköpunar og efla framgang hugmynda í íslensku atvinnulífi. Hún er einn þeirra mörgu aðila sem standa að átakinu Allir vinna og mun stuðla að framþróun þess með námskeiðahaldi og upplýsingaþjón- ustu. Fagleg kennsla og fróðleikur Þegar blaðamaður slær á þráðinn til Þorsteins segist hann sjálfur vera að taka þátt í átakinu með nauðsyn- legu viðhaldi á húsinu sínu. „Á Íslandi eru svo erfiðar að- stæður veðurfarslega séð að það veitir ekkert af að halda í við nið- urbrotið sem verður,“ segir Þor- steinn. Með áðurnefnda tölfræði og viðhaldsþörf í huga ákvað Nýsköp- unarmiðstöð Íslands að setja á fót námskeiðið Viðhald og verðmæti sem hefst í haust. Auk þess er hægt að nálgast leiðbeiningar og bækl- inga um viðhald á vefsíðu stofnunar- innar. Námskeiðið verður ætlað öll- um sem vilja halda við sínu húsnæði, einstaklingum, fulltrúum sveitarfé- laga og öðrum aðilum. Fagmenn sjá um kennslu en auk þess koma Íbúðalánasjóður og Byggðastofnun að framkvæmd námskeiðsins. Verið er að kynna hugmyndina og er nú þegar mikill áhugi á henni. Þegar Nýsköpunarmiðstöð Íslands var stofnuð fyrir þremur árum var starfsemi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins færð til henn- ar. Aðspurður hvert hlutverk Ný- sköpunarmiðstöðvarinnar sé gagn- vart átakinu Allir vinna nefnir Þorsteinn að stofnunin varðveiti þekkinguna sem var í Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins. „Þegar syrti í álinn og kreppan lagðist yfir fannst okkur að við gæt- um lagt svo mikið til. Í fyrsta lagi að halda við þessum miklu verðmæt- um. Í öðru lagi að örva atvinnulíf og veltu þjóðarbúsins. Það er enginn verðmætaflokkur meiri en þessi,“ segir Þorsteinn. „Við reynum að standa okkur í okkar lögbúna hlutverki og gleðj- umst yfir því þegar stjórnvöld fara af stað með okkur. Einnig er mik- ilvægt að vinna með aðilum vinnu- markaðarins. Okkur finnst jákvætt ef átakið mun valda gegnsæju kerfi og agaðra samfélagi. Ef ekki er hirt um viðhaldið grotnar þjóðarauð- urinn niður.“ Ávinningur fólginn í samvinnu Síðastliðinn vetur hélt Nýsköp- unarmiðstöð Íslands námskeiðið Viltu verða orkubóndi? en þar var fjallað um nýtingu á orku hérlendis. Þorsteinn segir að í haust verði jafnframt lögð áhersla á að sam- tvinna hugmyndir um endurbætur á húseignum og orkusparnað. „Í Allir vinna felst skemmtilegur orðaleikur, ekki er aðeins átt við vinnu heldur er mikill ávinningur fólginn í að vinna saman. Það er gaman að sjá hve iðnaðarmenn taka vel í átakið og þetta er mikil örvun fyrir þennan hluta markaðarins. Þetta er með því betra sem hægt er að gera í núverandi aðstæðum og það er einhver von sem kemur með þessu. Í átakinu felst einnig bjart- sýni, við viljum fegra umhverfi okk- ar og halda því við. Þetta hefur upp- örvandi andlegan þátt líka,“ segir Þorsteinn en hann finnur fyrir auk- inni samheldni í samfélaginu. „Við áttum svolítinn þátt í þessu átaki og það hefur gengið betur en ég vonaði.“ kristel@mbl.is Nauðsynlegt að viðhalda þjóðarverðmætum Morgunblaðið/RAX Þorsteinn Ingi Sigfússon: „Ef ekki er hirt um viðhaldið grotnar þjóðarauðurinn niður.“ Þorsteinn ræðir við iðnaðarmenn sem vinna að endurbótum á húsi hans og er hér greinilega að mörgu að hyggja, rétt eins og gerist á stóru heimili. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er meðal þeirra sem standa að átakinu Allir vinna. Í haust verða haldin námskeið um allt er viðkemur viðhaldi á eignum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.