Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 9
erfiðar, til dæmis þegar þarf að smokra sér inn í þröngar geilar eða príla uppi á pöllum, þar sem trjágróður liggur að,“ segir Er- lingur. Hann ítrekar að nýsmíði og viðhald séu í raun sinn hvor hlutirinn. Fólk sem ætli sjálft að fara í endurbætur á eigi því að leita eftir ráðum hjá mönnum sem hafa einbeitt sér að viðhaldi. Verkþekking glatast „Fylgi fólk réttum ráðum fag- manna og fái þá hugsanlega til að leiða verkið áfram getur þessi venjulegi húseigandi gert býsna mikið sjálfur,“ segir Erlingur. „Sú var tíðin að húsbyggingar voru þjóðaríþrótt Íslendinga og þá hafði fólk nánast ekki val um ann- að en að bjarga sér. Mikill fjöldi húsa hér á höfuðborgarsvæðinu - raunar heilu hverfin er mér næsta að halda - var byggður með vinnu- skiptum milli manna. Smiður, raf- virki, pípari og múrari hjálpuðust að. Í þessari alþýðumenningu myndaðist góð verkþekking meðal fólks sem ég óttast að nú sé fyrir bí. Að mörgu leyti er slíkt eðlilegt; til dæmis sé horft til þess að byggingarefni í dag eru vand- meðfarnari en áður. Þar nefni ég til dæmis lagnakerfi og málningu og enginn skyldi fást við rafmagn nema fagmenn. En auðvitað var svolítil rómantík yfir því þegar fjölskyldan sameinaðist við hús- byggingu þar sem mótatimbrið var hreinsað og naglarnir slegnir til svo hamarshöggin glumdu um bæinn breiðan.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Smiðurinn Endurgerð eldri húsa eru í raun sérstök grein í húsasmíðinni, segir Erlingur, sem þykir nánast sorglegt að sjá slæleg vinnubrögð. Mikilvægt sé að leita ráða fagmanna við endurgerð, hvort sem verkið sé lítið eða stærra í sniðum. MORGUNBLAÐIÐ | 9 Allir íbúar heimilisins nota baðher- bergið og flestir vilja hafa það huggulegt og í góðu ástandi en það er hægt með einföldum hætti, reglu- legu eftirliti og viðhaldi. Í baðher- bergjum er að finna mikinn raka og í fyllingu tímans getur rakinn haft áhrif á veggi herbergisins og máln- ingu. Oftar en ekki er hægt að mála veginna upp á nýtt til að fela raka- skemmdir en áður en ráðist er í framkvæmdir er nauðsynlegt að at- huga hvort sprungur hafi myndast en þá þarf að fylla í ójöfnur með sparsli. Öll baðherbergi geta litið vel út og verið hrein og fín. Hvaða gagn er hins vegar að því ef allt er stíflað? Best er að leysa vandamálin áður en allt flæðir í vatni, ýmist með því að kaupa stíflulosandi vökva eða fá fagmann til verksins. Ef dropahljóð berast frá vaskinum er það oftar en ekki merki um leka og mikilvægt er að yfirfara pípur og annan útbúnað. Með tíð og tíma getur flísalagt baðherbergi látið á sjá og mygla sest á sturtuveggi eða baðkarsflísar. Þá er mikilvægt að þrífa og skafa skítinn af áður en hann verður óvið- ráðanlegur. Ljóst er að viðgerðir á baðherbergi snúast ekki einungis um klósett og sturtu heldur geta leynst ýmsar hættur sem fylgjast þarf með. Boðlegt baðherbergi Huggulegt Baðherbergi geta litið vel út en þurft á miklu viðhaldi að halda. „Allir vinna“ er hvatningarátak s em miðar að því að hleypa kraft i í atvinnulífið á Íslandi. Þeir sem ráðast í framkvæmdir við eigið íbúðarhúsnæði eða sum arhús eiga rétt á 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu á verkstað. Að auki fæ st lækkun á tekjuskatts- stofni, sem getur numið allt að 300.000 krónum. Arion banki býður nú viðskipta vinum sínum hagstæð lán til a ð styðja við átakið.* • Engin lántökugjöld. • 5,75% óverðtryggðir vextir.** • Fjárhæð allt að 2 milljónum k r. til allt að fimm ára. • Umsóknarfrestur er til 1. des ember 2010. * Lánin eru veitt til einstaklinga með góða greiðslugetu ** 3% lægra en óverðtryggðir kjörvextir Arion banka skv . vaxtatöflu Við ætlum að gera betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.