Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 7
Þ au framkvæmdalán sem við bjóðum hafa fengið mjög góðar viðtökur. Strax að morgni þess dags sem við kynntum þau byrjuðu við- skiptavinir að hringja og leita upp- lýsinga um þau kjör sem í boði eru. Nú þegar höfum við afgreitt nokk- urn fjölda lána og töluvert er í far- vatninu,“ segir Anna Bjarney Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Landsbankans. Anna Bjarney segir að viðtökur hafa í raun verið betri en bankinn hafi búist við og ekki spilli skattaaf- slátturinn sem í boði er, fyrir áhuga fólks. ,,Við viljum leggja okkar af mörk- um og taka þátt í verkefninu Allir vinna með stjórnvöldum og öðrum og teljum þetta ágæta leið til að koma hreyfingu á vinnumarkaðinn og atvinnulífið.“ Kjörin eru kostur Lán til góðra verka sem Landsbank- inn kallar svo bera 5,8% vexti og eru til allt að fimm ára. Lántökugjöld eru engin. „Við ákváðum að bjóða við- skiptavinum okkar að sækja um þessi lán fram í desemberbyrjun, tveimur mánuðum lengur en aðrir. Það er hægt að fá allt að tvær millj- ónir króna lánaðar með veði í hús- næði en allt að einni milljón veðlaust. Helsti kosturinn við þessi lán eru að sjálfsögðu vaxtakjörin, en þau eru tveimur prósentustigum lægri en á óverðtryggðum íbúðalánum bankans á hverjum tíma,“ segir Anna sem undirstrikar að vissulega dugi þessi lánsfjárhæð ekki til stórfram- kvæmda. Hins vegar eigi hún að geta greitt leiðina ef skipta þarf um rúður, mála, setja upp nýja eldhús- innréttingu eða flísaleggja á baðinu, svo ef eitthvað sé nefnt. Góður kostur Þegar kemur að stærri og fjárfrek- ari framkvæmdum býður Lands- bankinn viðskiptavinum sínum hag- kvæm langtímalán. Þar nefnir Anna ný framkvæmdalán sem geta verið til allt að 30 ára, ýmist verðtryggð og óverðtryggð og taka vaxtakjör mið af vöxtum íbúðalána bankans. Bank- inn ákvað einnig að falla frá lántöku- gjaldi, sem venjulega nemur 1% af lánsfjárhæð, sem getur numið allt að 70% af markaðsvirði húsnæðis. ,,Þetta er mjög góður kostur fyrir þá sem standa frammi fyrir verulegu viðhaldi eða endurbótum og við finn- um fyrir töluverðum áhuga við- skiptavina,“ segir Anna. sbs@mbl.is Viljum leggja okkar af mörkum Anna Bjarney Sigurðardóttir Nú bjóðast sérstök lán til viðhalds á húsnæði. Vextirnir eru lágir og viðtökur eru góðar, segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum. Smiður Ef fé þarf til framkvæmda bjóðast ýmsir kostir og ágæt kjör. MORGUNBLAÐIÐ | 7 Einhvern tíma kemur að því að viðgerða á húsnæði er þörf. Vandamálin geta ver- ið bæði stór og smá en misjafnlega al- varleg. Afleiðingar þeirra geta verið ófyrirsjáanlegar og ein viðgerð kallað á fleiri. Því er mikilvægt að átta sig strax á umfangi þeirra og meta hvort aðstæður kalla á hjálp fagmanna eða ekki. Margir vilja ljúka viðgerðum sjálfir og ættu allir íbúar að spyrja sig hvort þeir hafi þá þekkingu og reynslu sem til þarf, því ekki er ráðlegt að reyna á þolmörkin nema tími sé fyrir slíkt, sem og löngun. Þar að auki er það bæði tíma- og pen- ingaeyðsla að þurfa að gefast upp og fá viðgerðarmann til að gera verkið upp á nýtt ef illa fór. Ástæður sem kalla á fagmenn Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir að mörgum viðgerðum fylgir ákveðin hætta, samanber há húsþök og gamlar rafleiðslur. Af öryggisástæðum getur því verið ráðlegt að fá fagmann til verksins. Einnig skipta gæði viðgerða máli. Ef það fer aftur að leka eða rafmagninu slær enn út, var það þá þess virði að gera allt sjálfur? Í vissum tilfellum er betra að verkið sé unnið vel til að ekki þurfi að gera við aftur og aftur. Þá er gott að bera saman kostnaðinn af því að ráða fagmann og þann tíma sem það tekur að gera við upp á eigin spýtur. Ef þinn per- sónulegi tími er meira virði en fag- mannsins þá tapast dýrmæt vinna og fé á eigin kostnað. Ljóst er að í sumum til- vikum er einfaldasta leiðin að sjá sjálfur um viðgerðir og endurbætur – í öðrum tilvikum ættu fagmenn að fá tækifæri til að ljúka verkinu af, fljótt og örugglega. Húsnæði Meta þarf hvort gera eigi við upp á eigin spýtur eða með aðstoða fagmanna. Er viðgerða þörf? Lán til góðra verka Til 1. desember verður boðið upp á allt að 2 milljóna króna óverðtryggt lán á 5,80% vöxtum til 5 ára. Lánið er veitt gegn framvísun reikninga fyrir vöru- og þjónustu- kaupum sem tengjast framkvæmdunum. - 5,80% óverðtryggðir vextir - Allt að 2 milljóna króna lán með veði í fasteign eða 1 milljón án veðs - Engin lántökugjöld - Umsóknarfrestur er til 1. desember Framkvæmdalán Í boði eru verðtryggð eða óverðtryggð lán með breyti- legum vöxtum á sömu kjörum og bjóðast við kaup á fasteign. Lánað er til endurbóta innan- og utanhúss, t.d. endurnýjunar á þaki, lögnum eða innréttingum, til lóðaframkvæmda, hellulagningar eða smíði sólpalla. - Vextir ákvarðast af hlutfalli veðsetningar - Lágmarkslánsfjárhæð er 500.000 krónur - Lánstími til allt að 30 ára - Engin lántökugjöld til 1. desember LÁN | landsbankinn.is | 410 4000 N B I h f . ( L a n d s b a n k in n ) , k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 0 5 Hagstæð lán til framkvæmda Landsbankinn leggursitt af mörkum til hvatningarátaksins Allirvinna og býðurviðskiptavinum hagstæð lán til framkvæmda og endurbóta á íbúðarhúsnæði. Engin lántökugjöld eru tekin til 1. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.