Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 Á s styrktarfélag var stofnað undir heit- inu Styrktarfélag vangefinna árið 1958 og við erum því komin á góðan aldur,“ segir Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss styrkt- arfélags. Félagið er þriðji stærsti rekstrarað- ilinn í þjónustu við fatlaða á Íslandi. Starfsemi styrktarfélagsins, sem er sjálfseignarstofnun, er umfangsmikil en meðal annars þjónustar fé- lagið fjölda manns í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Ás styrktarfélag hefur í gegnum árin staðið í ýmsum framkvæmdum og endurbótum á þeim fasteignum sem félagið á og rekur ásamt því að standa í nýbyggingu þjónustuíbúða. „Við eigum nokkur sambýli sem við höfum haldið við eins vel og okkur hefur verið kostur í gegnum tíðina. Aðallega höfum við verið að breyta úr því að hafa herbergjasambýli yfir í aukið einstaklingsrými,“ segir Þóra um fram- kvæmdirnar. Hvert hús hefur sérstöðu „Á síðustu árum höfum við til dæmis tekið húsið okkar við Háteigsveg í gegn en þar eru nú íbúð- ir á hverri hæð í stað herbergjasambýlis eins og áður. Þessi breyting kemur skemmtilega út,“ segir Þóra. „Við eigum raðhúsalengju í Víðihlíð þar sem við breyttum til og stækkuðum rými fyrir einstaklinga. Fyrir um tveimur árum byggðum við hús í Langagerði en það er byggt eftir ýtrustu kröfum sem íbúðasambýli. Þar eru fimm íbúðir, 50 til 70 fermetra að stærð, þar sem einstaklingum gefst tækifæri á að vera al- veg út af fyrir sig enda er allt til staðar, til dæmis eru þvottahús og geymslur inni í hverri íbúð.“ Ás styrktarfélag skipulagði húsnæðið sem ætlað er mjög fötluðu fólki til langtíma búsetu. „Kreppan kom og það þýddi að taka þyrfti sem minnst lán en samt að halda áfram. Við þurftum að komast úr aðstöðu sem var þröngt her- bergjasambýli til að fá rými fyrir hjólastóla. Til þess keyptum við hús við Kastalagerði í fyrra- haust sem er fyrrverandi safnaðarheimili Kópavogskirkju. Þar var allt tekið í gegn og við innréttuðum upp á nýtt. Húsið er að vísu her- bergjasambýli, en herbergin eru stór og í raun aðskilin því þau snúa ekki á móti hvert öðru,“ segir Þóra. Í húsinu er fullkomin aðstaða til að þjónusta fólk í hjólastólum en íbúar þess eru flestir eldri borgarar. „Við reynum að gera hlutina þannig úr garði að hvert hús hafi svolítið sinn sjarma og sér- stöðu,“ segir Þóra. Miklar framkvæmdir fram á haust Ási styrktarfélagi áskotnaðist fyrir nokkru gjöf úr Áshildarsjóði sem mun nýtast í byggingu sólskála og afþreyingar- og æfingaaðstöðu sem rísa mun við Lækjarás, dagstofnun á vegum styrktarfélagsins. „Nú er verið að grafa fyrir þessu rými en þarna mun koma æfingasund- laug. Þetta er lítil sundlaug með straumvatns- kerfi og hægt að stilla hana að þörfum hvers og eins. Við erum með stjörnur í augunum, þetta er svo flott,“ segir Þóra en einnig verða í skál- anum önnur æfingatæki ásamt slökunar- aðstöðu. Bygging rýmisins og sundlaugarinnar er mikil framkvæmd en vonir standa til að verkið klárist í haust. Þó eru verkefni félagsins ekki upptalin. „Á afmælinu mínu í fyrra var ég svo heppin að okkur var úthlutað lóð við Laut- arveg. Þar er hugmyndin að reisa sambýli og skipulags- og arkitektavinna hefst í haust,“ seg- ir Þóra, ákveðin í að láta kreppuna ekki stöðva sig. Félagið munar um allt Framkvæmdir eru flestar fjármagnaðar af Ási styrktarfélagi, með lánum eða einstaka sjóðs- framlögum. Átakið Allir vinna kemur sér því vel enda er sífellt verið að leita leiða til að draga úr kostnaði. „Það munar um allt. Það er okkar hug- myndafræði hér, okkur munar um allt sem við fáum til að efla þjónustuna. Allt sem við gerum, byggingar eða breytingar, er gert með það fyr- ir augum að búa einstaklingum, í okkar tilfelli þroskaskertum sem eru jafnvel með líkamlegar fatlanir, sem besta aðstöðu með skynsamlegum hætti. Við reynum að velja hagkvæman, góðan kost. Við byggjum til framtíðar,“ segir Þóra en margar hugmyndir og verkefni á vegum styrkt- arfélagsins bíða frekari framkvæmda á næstu árum. kristel@mbl.is Morgunblaðið/Jakob Fannar Betri aðstaða Þóra Þórarinsdóttir er fram- kvæmdastjóri Áss styrktarfélagsins. Verið er að grafa fyrir nýrri æfingasundlaug við Lækjarás. Langagerði Húsið var byggt eftir ítrustu kröfum sem íbúðasambýli. Þar eru fimm íbúðir. Endurbætur Húsin í Víðihlíð hafa tekið nokkrum breytingum. Á myndinni sést vinna við viðbyggingu þar sem útsjónarsemi og lagni ráða ferðinni. Ný æfingasundlaug í byggingu Framkvæmdir Við dagþjónustusetrið Lækjarás mun rísa sólskáli og æf- ingasundlaug. Vonir standa til að vinnu við verkið ljúki í haust. Ás styrktarfélag stendur í spennandi verkefnum en ýmsar nýbyggingar munu þjónusta félagið á næstu ár- um. Auk þess hafa miklar endurbætur verið gerðar á húsnæði á vegum félagsins. Þ að er ekki hægt að neita því að átakið Allir vinna hefur greinilega áhrif en fyrst og fremst hefur viðhaldsvinna úti við aukist,“ segir Krist- ján Aðalsteinsson, málarameistari og eigandi málningarþjónustunnar Lita- gleði. Hann hefur verið starfandi mál- arameistari síðan 1990 og tekið að sér alls kyns verkefni, bæði stór og lítil. Að sögn Kristjáns fá málarameist- arar nú fleiri beiðnir um tilboð í verk. Verkefnin eru fleiri en þau dreifast á færri fyrirtæki. Flest fyrirtæki hafa dregið saman í mannahaldi og þau sem áður voru með 20-30 manns í vinnu hafa kannski fimm starfsmenn núna. Góð vinnubrögð tryggð „Hins vegar er ekki sanngjarnt að miða við einhvern topp sem var árið 2007 en þótt það sé aukning á verk- efnum nær það ekki eins og það var,“ segir Kristján en margir iðn- aðarmenn hefðu viljað sjá átakið fara fyrr af stað og eru uggandi yfir haust- inu þegar innivinna tekur við. Oftar en ekki getur verið öruggara að leita til málarameistara heldur en að húseigendur grípi sjálfir í pens- ilinn. Í fyrsta lagi eru góð vinnubrögð tryggð enda vinna fagmenntaðir menn verkið. Í öðru lagi fylgir ábyrgð með verkinu. Þá er til Ábyrgð- arsjóður meistaradeildar Samtaka iðnaðarins sem Málarameist- arafélagið stendur að ásamt fleirum. Ef eitthvað kemur upp sem þarfnast skoðunar getur úrskurðarnefnd lagt mat á vinnubrögð viðkomandi og ger- ir athugasemdir ef ástæða er til. „Slíkt eykur öryggi þeirra sem verkin kaupa. Einnig stuðlar þetta að ábyrgari vinnu og að verkin séu klár- uð og vel gerð. Það væri eitthvað skrýtið ef ekki væri munur á vinnu- brögðum faglærðs manns og ófag- lærðs en það er auðvitað til mikið af laghentu fólki sem kýs að gera hlut- ina sjálft,“ segir Kristján. Hann telur að átakið Allir vinna komi fyrst og fremst í veg fyrir kaup á „svartri“ vinnu en slíkt grefur und- an hagkerfinu í heild. Það er nokkuð um að ófaglærðir menn vinni svart og hefur það neikvæð áhrif á orðspor iðnaðarmanna sem fagstéttar. Málningin verndar veggina Á heimasíðu Málarameistarafélags- ins, www.malarar.is, gefst fólki færi á að óska eftir tilboði í verk sem það vill láta vinna. Senda þarf lýsingu á verki sem óskað er eftir og berst fyr- irspurnin þaðan til allra félagsmanna sem síðan gera viðkomandi tilboð. „Ég hef setið í markaðsnefnd félags- ins og þetta kerfi var sett upp með það í huga að jafna möguleika allra á verktilboðum,“ segir Kristján. Mála þarf tréverk á þriggja til fjög- urra ára fresti og stein á sex til sjö ára fresti en þá er fasteigninni haldið vel við. Stundum er tréverkið ekki málað á milli þess sem allt húsið er málað en ef það er ekki gert geta gluggar farið að fúna og vatn komist í steininn sem kallar á viðgerðir. „Málning er ysta kápan og því oftar sem málað er því minna verður við- haldið,“ segir Kristján og líkir máln- ingu við regnkápu sem hlífir gegn veðri og vindum. kristel@mbl.is Minna viðhald með reglubund- inni málningu Fjölmargir nýta nú tækifærið til að mála hús- næði sitt. Útiverkefnum málarameistara hefur fjölgað að undanförnu. Ekki er einungis mik- ilvægt að fasteignir líti vel út heldur verndar málningin einnig og kemur í veg fyrir skemmdir. Morgunblaðið/Jakob Fannar Málarameistari Kristján Aðalsteinsson hefur verið starfandi málarameistari síðan 1990 og tekið að sér alls kyns verkefni í áranna rás. Verkefni Kristján og hans menn voru að vinnu við Hótel Sögu í sumar þar sem veggir og skyggni á framhlið voru máluð. Talsverða lagni þurfti við verkið. Efsta hæð Kristján í Litagleði tekur að sér margvísleg verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.