Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Síða 7
Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri’ Selfossi,
Véf réttin í Delfi
Löngunin til að sjá fyrir ó-
orðna hluti og ráða gátur fram
tíðarinnar er vafalaust jafn-
gömul mannlegri hugsun. Og
þessi löngun hefur fylgt mönn
unum allt til vorra daga, því
að við verðum jafnvel vör
ýmissa tilhneyginga í þessa
átt nú á tímum vísindanna og
mikils raunsæis. Nægir í því
sambandi að minna á að hér
í voru landi er til fólk, sem
jafnvel hefur atvinnu af að
segja viðskiptavinum sínum,
hvað sé framundan á ævi-
brautinni.
En hvað um þá tegund spá-
dóma má segja, verður því
ekki á móti mælt, að á öllum
öldum hafa menn verið mis-
munandi glöggir við að átta
sig á framtíðinni og ráða rún
ir ókominna atburða. í forn-
sögum íslendinga segir frá
mörgum mönnum, er sáu fyr-
ir og sögðu frá. hvað koma
mundi eins og t.d. þeir Njáll
á Bergþórshvoli og Gestur
spaki í Haga. Maður sem líkt
og þeir sáu fram í tímann
nefndist forvitri.
Spásagnir eru austurlenzk-
að uppruna og voru mjög
tíðkaðar í hinu forna Babylon
iuríki og fleiri þeim menning
arlöndum, er fyrst koma fram
á sjónarsviðið í dagrenningu
sögunnar. Þar lærðu vitring-
ar snemma að spá í stjörnur
og ráða út frá gangi himin-
tungla örlög manna og ókom-
in tíðindi.
Frá Austurlöndum breidd-
ist þessi kunnátta út, er menn
ing tók að eflast hjá Evrópu-
þjóðunum suður við Miðjarð-
arhaf. Grikkir og Rómverjar
töldu að guðirnir, gætu með
ýmsum hætti látið mennina
vita um ókomna atburði.
Tóku þeir mark á fjölmörg-
um fyrirbærum í náttúrunni, J
er þeir álitu gefa vísbend-
ingu um aðvaranir eða vilja
guðanna, eins og t.d. flugi
fugla, fari eldinga, veðragný
og mörgu öðru. Rómverskir
hershöfðingjar höfðu lengi
vel með sér á herferðum hin
svo nefndu heilögu hænsni, er
gáfu til kynna með hegðun
sinni hversu leiðangrinum
mundi vegna. Ef hænsnin
voru hress og dugleg að borða
var það merki um að hern-
um gengi allt að óskum, en
væru þau dauf og lystarlaus
þótti alls ekki ráðlegt að
leggja til orrustu. Hjá þessum
fornþjóðum var yfirleitt venja
að engar ákvarðanir í mál-
efnum ríkisins væru teknar
nema að grennslast fyrst eft-
ir, hvort velþóknun guðanna
værir fyrir hendi. Og í einka
málum var heldur ekki ráð-
legt að flanna að neinu, t.d.
að gifta sig, leggja upp í ferða
lsg, sá í akur eða kaupa bú-
fé, án þess fyrst að hafa spurt
um álit æðri máttarvalda.
Á nokkrum stöðum í þess-
um fornaldarríkjum var svo
til hagað að menn gátu fengið
munnlega vitneskju um ó-
orðna hluti og jafnvel skila-
boð frá guðunum fyrir milli-
Jón R. Hjálmarsson
göngu spápresta. Þess háttar
fyrirbæri nefndust véfréttir
og hin frægasta þeirra allra
var véfrétt Appollós í Delfi-
í héraðinu Fókis í Grikk-
landi. Delfi var aldrei nein
stórborg, en hún stóð á und-
urfögrum stað, í grænni hlíð
við rætur hinnar snarbröttu
svörtu hamra Parnassfjalls
með útsýn suður yfir bláan
Kórinþu - flóann til snævi
krýndra fjalla Pelopsskaga.
Véfrétt hafði verið í Delfi
frá elztu tímum grískra manna
í Hellas og ef til vill lengur.
Framan af var véfrétt þessi
í nafni gyðjunnar Demeter,
sem var tákn frjóseminnar
og móður jarðar. En snemma
á öldum varð Demeter að
þoka fyrir Appolló, er varð
þar brátt allsráðandi. App-
olló var elzti sonur Zeivs
himnaguðs með Letó og einn
allra þýðingarmesti guðinn í
grískum trúarbrögðum. Hann
var guð réttlætisins og feg-
urðar, ljóss og æsku, söngs,
og ljóðlistar, spásagna og vé-
frétta. Véfréttir Appollós
voru allvíða í hinum gríska
heimi eins og t.d. á eynni Del
os, þar sem guðinn fæddist
en enginn þeirra jafnaðist þó
á við spásagnasetrið í Delfi.
Eftir að Appolló varð alls-
ráðandi á þessum stað, leið
ekki á löngu þar til borgin
varð, trúarleg miðstöð allra
grískra manna, þvi að spá-
prestar Appollós brýndu fyr-
ir fólki að sýna guðunum
hlýðni og undirgefni og að
virða vilja þeirra í stóru og
smáu. Véfréttin lagði áherzlu
á nauðsyn þess að halda sér
hreinum frá blóðsúthelling
um og krafa guðanna um
hreinleika af illum verkum
varð einnig að kröfu á
siðgæðislegum hreinleika..
Samkvæmt boðum Appollós
skyldu menn og virða lög og
rétt og vann því véfétt hans
bæði að siðgæðislegum og
þjóðfélagslegum umbótum í
hinum grísku borgríkjum.
Appolló var því algjör and-
stæða hins dularfulla og ó-
reiðusama guðs gleðinnar, víns
ins og hinna frumstæðu hvata
Dýonýsosar eða Bakkusar eins
og menn nefna hann oftast.
Um þekkingu og mátt Ap-
polló segir gríska skáldið
Pindar um 500 f.Kr.: „Hann
veit, hversu mörg blöð grænka
á hverju vori og hve mörg
sandkorn vindar loftsins og
bylgjur hafsins ná að hræra.
Iiann veit um allt, sem koma
skal og hvaðan það kemur.
Hann þekkir upphaf og enda-
lok allra hluta.“ Véfrétt Ap-
pollos í Delfi gaf fyrst og
fremst svar við hinni knýj-
andi spurningu um það, hvern
ig menn öðluðust frið^ við guð-
ina. En það var margt annað
sem spáprestarnir fylgdust
með og höfðu áhrif á eins og
trúarbrögðin , er sífellt voru
að taka breytingum. Þá var
venja að bera það undir álit
þeirra, ný lagafyrirmæli, sem
þeir ýmist höfnuðu eða lögðu
yfir blessun guðanna. Og eitt
verkefni þeirra var að fylgj-
ast með og leiðrétta tímatalið.
Þá hefur verið sagt að í raun-
inni hafi spáprestarnir í Del-
fi stjórnað því, hvar grískir
menn stofnuðu nýlendur sín
ar hundruðum saman víðs-
vegar við Miðjarðarhafið og
Svartahaf, því alltaf var venja
að leita álits véfréttarinnar
áður en borgríki gerði út leið
angur til nýlendu stofnunar.
Delfi varð því á margan hátt
miðstöð í hinum gríska heimi
og því táknrænt fyrir stöðu
þess forna spásagnaseturs,
gagnvart umheiminum að í
hofi Appollós í borginni var
varðveittur einn af helgidóm-
um guðsins, en það var mar-
marasteinn omfalos eða nafla
steinninn sem sagður var vera
miðdepill jarðarinnar.
í Delfi voru margar glæst-
ar byggingar og má þar til
nefna geysmikið hringleika-
hús með sætum fyrir 5000 á-
horfendur. Þar var og íþrótta-
völlur, er á voru háðir marg-
víslegir kappleikir til heiðurs
Appolló og leikir þessir voru
svo frægir í Hellas, að þeir
stóðu engum að baki, nema
hinum svo nefndu ólympsku-
[ leikjum.
En frægast staðurinn í Delfi'
var hið mikla hof Appollós,
þar sem véfrétt hans hafði að
setur.
Musteri þetta var að sögn
reist yfir sprungu í fjallinu
og upp úr sprungu þessari
steig deyfandi gufa. Spásagn-
ir fóru fram á ákveðnum tím-
um og voru venjulega á 7
degi hvers mánaðar, en sjö
var hin heilaga tala Appoll-
ós. Spásagnir voru fram-
kvæmdar af hofmeyjum, er
nefndust Pyþíur eftir hinu
forna heiti á Delfi, sem var
Pýþó. Rík áherzla var lögð á
hreinleik þessara hofmeyja.
Auk þeirra voru í musteri
Appollós spámenn og prestar
sem báru veg og v^nda af,
að orð guðsins væru túlkuð
rétc.
Þegar gest bar að garði,
er spyrja vildi guðina ráða eða
komast fyrir óorðna hluti,
hófst athöfnin með því, að
hofmærin tuggði lárberja
lauf og drakk með af helgu
vatni, er þar spratt úr jörðu.
Síðan settist hún á þrífættan
stól yfir sprungunni í berg-
*%**■«*> 8amla "m burT,
Gullfossi
Æ
Feröizt í jólaleyfinu. - Njótiö hátíöurinnar og áiamólanna um hoió
i Gullfossi. - Áramótadansleilíur um horö í skipinu á siglingu
i Kielarskuröi. - Skoöunar- og skemmtiferöir i hveui viökonmhöÍ!i.
ió DAGA FERÐ - FARGJALD FRA KR.'f J.0UU,oo TIL KR. 21393,00
Söluskattur.fœöi og þjónuslugjald innifaliö.
FERÐAAÆTLUN:
FRA REYKjaVÍK
23. des. 196<J
I AMSTFRDAM
27. og 28. des.
t IIAMBOKG
29., 30. og 31. des.
í KAUPMANNAH ÖFN
1., 2. og 3.^n. 1970
TIL REYKJAVÍKUR
7. jan. 1970
Njótið þess að ferðast
FerÖizt ódýrt - Ferðizt nieö Gullfossi
ALLAk NÁNARI UPFLYSINGAR VUTIR;
FERÐASKRIFSTOFA EIMSKIPS, SÍMI 21460
H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS