Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Qupperneq 9

Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Qupperneq 9
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1969 Akrópólis, háborg- Aþenu, MjI bílaleigan ÆlALUR RAUÐARARSTIG 31 inu og andaði að sér hinni deyfandi gufu og féll við það í dásvefn eða eins konar mið ilsástand. í dvala þessum tal aði Pyþía ýmislegt, sem í fljótu bragði virtist án sam- hengis og hugsunar. En þá komu spámennirnir og hof- prestarnir til skjalanna, þýddu orð Appollós o gfærðu oft spásögn guðanna í rím- aðan búning. Lengi vel hafði fólk látið sér nægja að • spyrja um hversdagslega hluti eins og um uppskeru, ferðalög ,hvort það mundi eignast börn og fleira af svip uðu tagi, en með tímanum óx svo mjög frægð véfréttarinn- ar, að ekki var hikað við að leggja fyrir hana hinar flókn ustu og erfiðustu spurningar. Prestarnir í Delfí voru lærð- ir menn og fylgdust vel með stjórnmálum og daglegu lífi fólks í grísku borgríkjunum og áttu því oft auðvelt með að gefa skynsamleg svör og ákveðnar ráðleggingar. En stundum gátu spurningarnar verið svo þungar, að ógjörn- ingur reyndist að svara þeim beint. Vildu þá svörin gjarn- an vera nokkuð loðin og tví- ræð, svo að skilja mátti þau á fleiri en einn veg. Krösos hinn uðgi, konungur í Lýdíu gekk t. d. á fund vé- fréttarinnar er Persar ógn- uðu ríki hans og spurði, hvort hann ætti að hætta á að berjast gegn þeim. Það svar, sem hann fékk var all óljóst og hljóðaði á þá leið að mikið ríki myndi líða und- ir lok, þegar Krösos héldi yfir Halýsfljót, en um fljót það lágu landamærin milli ríkis hans og Persa. Krösos túlkaði svarið þannig, að átt væri við, að Persaríkið liði undir lok og lagði ótrauöur með her sinn yfir fljótið og~j réðst á Persa. En því miður fyrir hann þá tapaði hann orrustunni og ríki hans hvarf úr sögunni. Þegar Persar ógn uðu Aþenu, sendu borgarbú- ar hraðboða til Delfí til að j spyrja véfréttina, hvað gera ] Véfréttin, hcfmærin situr á stól sínum. skyldi. Svar hennar var á þá lund, að þeir skyldu reisa sér borgarmúra úr tré. Marg ir töldu slíkt svar markleysu eina, en vitrir menn réðu það svo, að Aþeningar ættu að eignast flota. Það gerðu þeir og björguðu síðar frelsi sínu í mikilli sjóorustu gegn Persum við eyna Salamis ár- ið 480 f. Kr. Þannig gat það oft haft hina mestu þýðingu hvernig svörin voru túlkuð af þeim, sem hlut áttu að máli. Meðan frægð véfréttarinn- ar stóð með hvað mestum bióma, leituðu ekki aðeins Grikkir með vandkvæði sín og áhyggjur til hennar, held- ur ko mfólk úr víðri veröld jafnt Lýdíumenn að austan sem Rómverjar að vestan og smám saman ekki aðeins barbarar ekki síður en sið- menntað fólk. Véfréttin varð smýin saman ekki aðeins að griskri trúarmiðstöð, heldur alþjóðleg ráðgefandi stofnun, er naut hvarvetna álits og virðingar. Þess vegna er ofur eðlilegt að prestarnir hafi með tímanum hafizt upp fyr j ir það að vera fyrst og fremst I grískir föðurlandsvinir og | skiljanlegt að þeir væru nokk j uð tvíráðir og óvissir í af- | stöðu sinni í Persastríðunum j síðar, gagnvart Makedóníu- | mönnum, er Filippus konung j ur var að seilast til valda í j Hellas. | En yfirleitt voru spáprest- J arnir hinir gáfuðustu menn, j sem og höfðu kjark til að j halda sig við það ,er þeir j vissu sannast og réttast hverju sinni, þótt slík afstaða félli ekki allaf í góðan jarð- veg hjá valdamönnum sumra grísku borgríkjanna. Þannig leyfðu þeir sér t. d. að staðhæfa að hinn umdeildi heimsspekingur, Sókrates, hefði verið vitrastur manna allra Grikkja. Einnig sögðu væri guðunum jafn þóknan- leg og sú stærsta, ef hún að- eins væri gefin með góðu og réttu hugarfari. En oft kom það fyrir, að auðugir menn og voldugir reyndu að freista véfréttarinnar með ríkuleg- um gjöfum. Á vegg musteris- ins stóð letrað orðtak presta Aollós: „Þekktu sjálfan þig“. En það þýddi, að mað- ur ætti a ðviðurkenna í auð- mýkt sitt eigið einskis virði í samanburði við hátign og almætti guðdómsins. Venja var, að sérhver ,sem spyrja vildi véfréttina, kæmi ekki tómhendur, heldur færði helgidómnum einhverjar góð ar gjafir. Þannig safnaðist með tímanum mikill auður í musteri Apollós. Þúsundir af styttum og öðrum listaverk- um úr marmara, bronsi, silfri og jafnvel gulli stóðu í og umhverfis hofið, svo að unun var á að líta. Gjöf Krösosar hins auðga var fræg, því að hann gaf Apolló kú úr skíra gulli. Se mdæmi um þann aragrúa listaverka má nefna það, að Neró keisari lét flytja fimm hundruð styttur frá Delfí til Rómaborgar og Kon stantínus mikli nokkrar þús undir til hins nýja höfuðstað ar ríkisins, Konstantínópel, og þó var mikið eftir. Er heiðinni trú hrakaði og kristnin tók að breiðast út, hnignaði mjög áliti þessarar fornu véfréttar. Sumir hinna rómversku keisara reyndu að vísu að endurvekja og glæðs trú manna á henni og átti þar ríkastan hlut að máli Hadríanus keisari á annarri öldinni e. Kr., en allt kom fyrir ekki. Heiðinn siður laut í lægra ha'di og Þeódósíus keisari, sá er gerði kristnina að ríkistrú í rómverska heims veldinu, lét loka véfréttinni í Delfí fyrir fullt og allt ár- ið 390 e. Kr., og var þar með frægðarferill þessa forna i I menningarseturs og trúarmið j stöðvar á enda runninn . Upp frá þessu kemur Delfí litt við sögu, þar til í lok síðustu aldar, er franskir fornleyfafræðingar hófu þar uppgröft o grannsóknir. íbú- ar staðarins voru þá fluttir burt og gert handa þeim nýtt þorp skammt frá. Hið nýja þorp fékk þó að halda fornu heiti borgar Appollós og nefnist það Delfí. Eiga þarna nú heima rúmlega þúsund manns . Fornleyfarannsóknir á þess u mslóðum hafa verið mjög árangursrikar og hafa þús- undir af margvíslegum áletr- unum og listaverkum allt frá upphafi grískrar sögu komið í dagsins ljós. Fornminjar þessar eru nú allar varðveitt ar í sérstöku safni, er reist var rétt hj áhinu forna borg arstæði. Safn þetta er hið ríkulegasta og er þar auðvelt a ðkynnast þróun grískrar listar á hinum ýmsu tímum. Nú á dögum er þessi aldni helgistaður í auðn, en rúsir mikilla stórhýsa bera þögult vitni um forna frægð. Og enn sem fyrr er útsýni til fjallsins háa og flóans bláa jafn fögur og söm við sig. *

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.