Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Qupperneq 10

Framsóknarblaðið - 20.12.1969, Qupperneq 10
JÓLABLAÐ FRAMSÓKNARBLAÐSINS 1969 Einar H. Eiríksson: Landakirkja Frásögn sú, sem hér birt ist var flutt á undan út- varpsmessu, sem tekin var upp í Landakirkju og flutt í Ríkisútvarpinu sunnudag inn 7. desember s. 1. Hún birtist hér örlítið stytt og orðfæri vikið við á stöku stað, en að öðru leyti ó- breytt. Árið 1000 sendi Ólafur Noregskonungur Tryggvason þá Gissur hvíta og Hjalta Skeggjason út til íslands þeirra erinda að koma á kristni á landinu. Segir í Kristnisögu, að „Þeir tóku . . . Vestmanna eyjar og lögðu skip sitt við Hörgaeyri, þar báru þeir föt sín á land og kirkjuvið þann ,er Ólafur konungur h,?fði látið höggva og mælt svo fyrir, að kirkjuna skyldi þar reisa, ,er þeir ir brenndu hana til grunna. Fjórum árum síðar var enn reist ný kirkja, og stóð hún í suðvestur liluta núverandi kirkjugarðs. Þar var kirkja þrívegis byggð upp, og var sú síðasta í notkun allt þar til núverandi Landakirkja var fullgerð. Árið 1750 er hafinn undir- búningur að því að reisa úr steini þá Landakirkju, er enn stendur. Uppdráttinn að henni gerði Georg David Anthon, konunglegur bygg- ingameistari, aðstoðarmaður Nikolai Eigtveds, eins kunn- asta arkitekts og hallarsmiðs Dana á 18. öld. Gerð var á- ætlun um framkvæmd verks- ins. Skyldu veggir vera tví- hlaðnir úr höggnu og ó- höggnu hraaungrýti,, tvær áln ir að þykkt, bogar yfir glugg um og gólf lagt tígulsteini. Á dögum Kohls, sýsiumanns í Vestmannaeyjum 1853—1860 var gerð veigamikil breyting a kirkjunni, bæði ytra og innra. Var þá reinstur turn á kirkjuna og kirkjuklukkur fluttar þangað, en klukkna- port aflagt. Prédikunarstóll var færður yfir altari. Skil- rúm milli kórs og kirkju með útskornum myndum af post- ulunum tólf var fjarlægt, og settar voru svalir fyrir vest- urenda. Árið 1903 var enn gerð veigamikil breyting á kirkj- unni. Reist var forkirkja úr timbri, svalir voru stækkaðar og ýmsar fleiri lagfæringar gerðar. Þriðja og síðasta breytingin ] var gerð á árunum 1955—1959 j er reist var ný forkirkja og | turn, og var kirkjan endur- ■ byggð að þeirri breytingu Landakirkja eftir breytingarnar 1903. skyti bryggjum á land.“ Þessi var hin fyrsta kirkja er reist var í kristni á ís- landi, helguð hinum heilaga Klemenz, verndara sæfara og sjósóknara. Hvar hún hefur raunverulega verið reist er hinsvegar álitamál fróðra manna, og ekki er heldur full víst, hversu lengi kirkja hef ur staðið á hinum upphaf- lega stað. En kirkjur voru reistar á Kirkjubæ og Ofan- leiti, og eru þá orðnar tvær kirkjusóknir í Vestmannaeyj- um. Hélzt svo allt til 1837, er þær voru gerðar að einu prestakalli, Vestmannaeyja- prestakalli. Árið 1537 var reist kirkja að Fornu-Lönd- um, sameiginleg fyrir Kirkju- bæjar- og Ofanleitissóknir, i en hinar fyrri kirkjur gerðar að bænahúsum. Hin nýja kirkja stóð til 1627, er Tyrk- Áætlaður kostnaður við verk- ið var 2.735 ríkisdalir, en fullgerð kostaði byggingin 5174 ríkisdali. Hófst smíðin árið 1774, en var ekki að fullu lokið fyrr en 1780, og það ár mun hún hafa verið tekin í notkun. Það var merkilegt við þessa nýju kirkju, að hún var reist utan garðs, og mun hún hafa verið fyrsta kirkja á landinu, sem svo var ástatt um. Hún er þriðja elzta steinkirkja landsins næst á eftir Viðeyjar kirkju frá 1759 og Hóladóm- kirkju í Hjaltadal, sem full- gerð var 1763. Hún hefur tek og sneitt af burstum, látlaus ir því sem tímar liðu fram. Hún var upphaflega turnlaus ið allmiklum breytingum eft og einföld í sniðum. Fyrir vesturgafli var sett klukkna- port, og þar voru höfuðdyr. lokinni 4. október 1959. — ] Teikningar af þessari breyt- ingu gerði Ólafur Á. Kristj- ánsson, fyrrverandi bæjar- stjóri. Landakirkja á marga forna og fagra gripi, og hefur þó margt verið frá henni tekið, sem betur hefði varðveitzt. Hér áðan var minnzt á út- skornar postulamyndir, sem nú eru allar glataðar. Nokk- uð af munum var flutt úr landi, sum til viðgerðar, en fæst kom aftur, nema þá eft- irlíkingar, þegar bezt lét. Alt- aristaflan og mynd af því, er Jesús blessar börnin, sem hanga í kór ,eru eftirmyndir af málverkum, sem kirkjan átti, talin vera gjöf frá Hans Wúrst, kaupmanni, um 1674. Þriðja myndin í kór er af heilagri kvöldmáltíð er eftir- mynd, gerð af Engilbert Gísla Pípuorgel Landsikirkju. Organistinn Martin Hunger við hljóðfærið. syni, málara ,en frummyndin, talin vera eftir íslenzkan mál ara á 18. öld, er á Þjóðminja safni. Þá er talið, að kirkjan hafi átt eintak af Guðbrand- arbiblíu í vönduðu bandi með látúnsspennum, sú hin sama og getið er í vísitasíu 22. september 1690. Þetta eintak mun hafa verið selt um síð- ustu aldamót ,en nú er til ljósprentað eintak, sem er nokkur raunabót. En þrátt fyrir þá stefnu, sem ríkti og ríkt hefur í málum fornra muna og minja að draga sem flest í eitt hús, ýmist í Kaupmannahöfn eða Reykjavík, er enn margt dýrra og góðra gripa kyrrt í Landakirkju. Kirkjuklukkur eru tvær, stórar og hljóm- fagrar, sú eldri steypt 1617 og ber latneska áletrun: „Verbum domini manet in æternum. Hans Kemmer me fecit 1617,“ þ. e.: Orð Guðs varir að Eilifu — Jóhannes Kemmer gerði mig 1617. — Hún hefur þannig lifað Tyrkjaránið 1627. Hin klukk an er frá 1743, og eru letr- aðar á hana ljóðlínur á dönsku. — Tveir fornir ljósa hjálmar hanga í lofti. Stærri hjálminn, 16 arma, gaf Hans Nansen, borgarstjóri í Kaup- mannahöfn, árið 1662, en hann hafði þá á leigu verzlun við Vestmannaeyjar. Hinn hjálm inn, sem er 12 arma, smíðaði Erlendur nokkur Einarsson árið 1782, en hjálmurinn var gjöf frá Hans Jensen Kiog, kaupmanni. _ Skírnarfontur úr eiri er frá 1779, en tin- skál í fontinum er frá 1640 með áletrun, og messingstjak ] ar eru tveir með ágröfnu I nafni Guttorms Andersen 1662. Á síðari árum hafa kirkj- únni einnig borizt góðar gjaf ir, enda láta sóknarbörn sér annt um, að búnaður hennar allur sé sem hæfir öldnu guðshúsi. í kirkjunni er vandað pípu orgel frá I. Starup & Sön í Kaupmannahöfn, sett upp 1959, en stækkað og endur- bætt 1966. Eins og fyrr segir voru tvær kirkjusóknir í Vest- HéSeS Sipa REYKJAVÍK Sendir sínum fjölmörgu viðskiptamönnum í Eyjum óskir um GLEÐILEG JÓL og gott komandi ár!

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.