Morgunblaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Margir prestar styðja tillögu séra Sigríðar Guðmarsdóttur um að þjóðkirkjan óski eftir því við stjórn- völd að skipuð verði óháð sannleiks- nefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun innan kirkjunnar vegna meints kynferðisafbrots fyrrverandi biskups Íslands. Sigríður vill gefa yfirstjórn kirkjunnar svigrúm til að koma málinu í þann farveg. Stjórn Prestafélags Íslands hefur boðað til almenns félagsfundar um málið næstkomandi mánudag. Meint kynferðisafbrot Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups, komust að nýju í umræðuna eftir að Guðrún Ebba dóttir hans sagði kirkjuráði sögu sína. Hefur verið mikil umræða og ólga innan kirkj- unnar og í samfélaginu vegna máls- ins, meðal annars vegna þess hvern- ig kirkjan hefur tekið á málinu fyrr og nú. „Ég dáist að hugrekki Guðrúnar Ebbu að koma fram með sína sögu og það verður okkur hvatning til að vera vakandi yfir velferð barna. Kirkjan er jafn útsett fyrir því og aðrir vinnustaðir að þar leynast ger- endur barnaníðs,“ segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, formaður Presta- félags Íslands en hún starfar sem prestur við Hafnarfjarðarkirkju. „Ég er ekki hætt“ Guðbjörg segir að kirkjan þurfi að gera það upp hvernig farið var með mál kvennanna sem ásökuðu Ólaf Skúlason á sínum tíma. Það sé alvarlegt að þeim hafi ekki verið trúað og að málið skyldi sett í sátta- ferli en ekki rannsakað á eðlilegan hátt. „Í öllu samfélaginu sem og í kirkju er aðeins nýlega farið að ræða um áreitni og kynferðisafbrot með þessum hætti. Því er auðvelt að vera vitur eftirá,“ segir Guðbjörg. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknar- prestur í Grafarholtsprestakalli, lagði til í grein sem birtist í Frétta- blaðinu í fyrradag að yfirstjórn kirkjunnar óskaði eftir því að stjórnvöld skipuðu óháða sannleiks- nefnd til að rannsaka ásakanir um þöggun íslensku þjóðkirkjunnar vegna meints kynferðisofbeldis fyrrverandi biskups. Nefnir hún mannréttindaráðuneyti, félagsmála- ráðuneyti og Siðfræðistofnun Há- skólans í því sambandi en tekur fram að óhægt sé fyrir núverandi biskup að tjá sig um málið vegna ásakana á hendur honum sjálfum um að hafa tekið þátt í að þagga málið niður á sínum tíma. Sigríður hefur verið að afla þessari tillögu stuðnings meðal presta og virðist verða vel ágengt. Hún segist þó vilja gefa yfirstjórn kirkjunnar nokkra daga til að taka frumkvæði í málinu. „Ég er ekki hætt,“ segir hún um framhaldið. Úrsagnir eru áhyggjuefni Borið hefur á úrsögnum úr kirkj- unni síðustu daga og í gær sagði Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra að það hefði stundum hvarflað að sér að segja sig úr þjóðkirkjunni. Guðbjörg segir að fréttir af úr- sögnum séu áhyggjuefni. Taka þurfi alvarlega þótt aðeins einn segði sig úr kirkjunni og skoða ástæður þess. Spurð um stöðu Karls Sigurbjörns- sonar biskups segir Guðbjörg að hann þurfi að hugsa um það hvort þjóðin treysti honum og hvort prest- arnir treysti honum. Stuðningur við sannleiksnefnd  Séra Sigríður Guðmarsdóttir gefur kirkjunni nokkra daga til að óska eftir rann- sókn á þöggun vegna meints kynferðisafbrots  Prestar munu funda um málið Biskup þarf að íhuga hvort þjóðin og prestarnir treysta honum. Guðbjörg Jóhannesdóttir Flug um íslenska flugstjórnarsvæðið jókst um 8,6% frá júní til 20. ágúst í ár miðað við sama tíma í fyrra, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Isavia. Alls fóru 29.857 vélar um svæðið á fyrrgreindu tímabili en höfðu verið 27.498 í fyrrasumar. Mesta flugumferðin er gjarnan í júlí og í júlí á þessu ári voru 11.609 flug um svæðið en höfðu verið 11.018 í fyrra. Það þýðir tæplega 400 flug á sólarhring. Aukið flug um íslenska flugstjórnarsvæðið Morgunblaðið/Árni Sæberg „Við höfum lokið úrvinnslu á að- haldsaðgerðum og í raun lokað þeim römmum sem lúta að sér- tækum ráðstöf- unum á út- gjaldahlið og tekjuhlið og þannig getum við farið að raða inn í rammana hvernig útkoman verður fyrir einstök ráðuneyti og ríkið í heild. Þetta er sem sagt að lokast núna á þessum dögum. Nokkurn veginn á áætlun,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra á blaðamannafundi í stjórnarráðinu í gær. 40 milljarðar plús Steingrímur sagði að stærð- argráða aðhaldsaðgerða að þessu sinni í fjárlögum næsta árs yrði „40 milljarðar plús“. Af því yrði u.þ.b. fjórðungur í skattahækkanir og það sem eftir stæði í annars vegar beinan niðurskurð og hins vegar „aðgerðir til að koma í veg fyrir útgjöld sem ella hefðu orðið“. Steingrímur sagði að með þessu væri verið að taka mjög stórt skref í þá átt að ná fjárlagahallanum nið- ur, jafnvel að helminga hallann í ár. Skattar hækka um tíu milljarða Steingrímur J. Sigfússon Stórt skref í að vinna á fjárlagahallanum STEFNT er að því að gengið verði frá samningum við SPITAL- hönnunarteymið síðar í þessari viku um hönnun nýja Landspítalans skv. upplýsingum Gunnars Svavars- sonar, formanns verkefnisstjórnar. SPITAL-hópurinn sigraði í sam- keppni um heildarskipulag og frum- hönnun spítalans. Kostnaður áfang- ans er áætlaður 7-800 milljónir. Í framhaldi af samkomulaginu hefst langt hönnunartímabil en opinbert hlutafélag sem tekur við undirbún- ingsverkinu af verkefnisstjórn und- irbýr svo útboð á byggingunni á EES. Jarðvegsframkvæmdir ættu að geta hafist næsta sumar. Samið við hönnuðina Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Norðurál hefur stefnt HS Orku fyrir gerðardóm í Svíþjóð vegna ágrein- ings um túlkun ákvæða samninga fé- laganna um orkuöflun fyrir álver í Helguvík. Ágreiningurinn stendur bæði um verð og magn raforku. „Það er verið að ýta á eftir nið- urstöðu um orkusamninginn, hvort þeir ætla að efna samninginn eins og hann var gerður,“ segir Ragnar Guð- mundsson, forstjóri Norðuráls. Hann kveðst ekki geta tjáð sig um efni samningsins. „Við höfum lagt okkur fram við að vinna eftir honum og er ekkert að vanbúnaði að fara af stað. Vonandi tekst að fá niðurstöðu í þetta sem fyrst þannig að hægt verði að halda áfram,“ segir hann. Norðurál tilkynnti HS Orku það í júlí að fyrirtækið hygðist skjóta ágreiningi félaganna til gerðardóms sænska viðskiptaráðsins, á „hlut- lausan völl“, eins og heimilt er sam- kvæmt ákvæðum í samningum. Júl- íus Jónsson, forstjóri HS Orku, á von á því að fá tilkynningu frá gerðar- dómnum um að málið sé komið þang- að til úrskurðar. Júlíus segir að samningsaðilar hafi ekki verið alveg samhljóða í túlkun á ákvæðum samninga frá 2007 um magn raforku og verð. Hann bendir á að allar tímaáætlanir hafi hrokkið úr sambandi vegna bankahrunsins og ekki hafi heldur fengist virkjana- leyfi á Reykjanesi eða breytingar á skipulagi til að hefja boranir í Eld- vörpum og Krísuvík. „Við erum því ekki komnir með neitt rafmagn en erum ekki búnir að gefa það frá okk- ur að það fáist,“ segir Júlíus. Hann bætir því við að í samningum við Norðurál séu ótal fyrirvarar, meðal annars um virkjanaleyfi, niðurstöður rannsókna og forsendur verðs. Ekki búið að loka dyrum Norðurál og HS Orka eru ekki lengur í viðræðum um lausn þess- arra mála. „Það er ekki búið að loka neinum dyrum en þeir töldu þessa leið vænlega,“ segir Júlíus Jónsson og viðurkennir að samskipti séu þyngri í vöfum í svona ferli. Vísað til gerðardóms  Norðurál vill fá niðurstöðu um það hvort HS Orka ætlar að efna raforkusamning vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík Ragnar Guðmundsson Júlíus Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.