Morgunblaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 ✝ Valborg Bjarna-dóttir var fædd í Vík í Mýrdal þann 7. september 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi þann 16. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Bjarni Sæ- mundsson ,f. 14. maí 1915 á Eyjarhólum í Mýrdal, d. 21. febrúar 2004 og Hulda Sig- urborg Vilhjálms- dóttir, f. í Vest- mannaeyjum 15. mars 1917, d. 6. maí 2010. Systkini Val- borgar eru: 1) Finnur Sæmundur Bjarnason, f. 18.12. 1937, 2) Gréta Guðlaug Bjarnadóttir, f. 10.5. 1939, 3) Oddný Bjarnadóttir, f. 24.10. 1940, 4) Egill Bjarnason, f. 20.6. 1952. Hinn 14.4. 1968 giftist Valborg Sigurði Haraldi Friðrikssyni fram- reiðslumanni, f. 18.11.1939, d. 19.8. 1984. Foreldrar hans voru Friðrik borgarinnar og hóf þar ýmis af- greiðslu- og þjónustustörf. Lengi vel vann hún á Hótel Sögu eða þar til hún kynntist eiginmanni sínum, Sigurði Friðrikssyni, framleiðslu- manni á Naustinu. Fyrstu búskap- arárin bjuggu þau í Vesturbænum og síðar í Lundarbrekkunni í Kópa- vogi eða allt þar til þau fluttu í hús- ið sem þau byggðu sér að Meðal- braut 78 á Seltjarnarnesi. Valborg hóf störf sem móttökuritari á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnar- nesi þegar stöðin tók til starfa árið 1982. Stuttu seinna varð hún læknaritari við stöðina og síðar yfirlæknaritari en þeirri stöðu gegndi hún til ársins 2007. Valborg var mikil áhugamanneskja um garðyrkju og að sanni með græna fingur en hún hlaut í tvígang verð- laun frá Seltjarnarneskaupstað fyr- ir fallegustu garðana. Einnig var öll útivera henni mjög hugleikin en hin síðari ár voru farnar ófáar gönguferðir þar sem drifkraftur hennar og þrautseigja kom öðrum ávallt jafnmikið á óvart. Útför Valborgar fer fram frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ í dag, 25. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Sigurðsson, f. 2.7. 1900, d. 6.3. 1964 og Laufey Þorsteins- dóttir, f. 6.10. 1901, d. 11.2. 1963. Börn Valborgar og Sigurðar eru: 1) Bjarni Sigurðsson, f. 2.8.1969, lögfræð- ingur, maki María Re- bekka Þórisdóttir, f. 28.9. 1970, hjúkr- unarfræðingur. Börn þeirra eru: Þórir Gylfi, f. 6.10. 1990, Valborg, f. 27.4. 1994, Svandís Birna, f. 16.1. 1997, Sig- urður Friðrik, f. 31.3. 1998, Victor Helgi, f. 15.2. 2009. 2) Andri Sig- urðsson, f. 30.11.1973, fast- eignasali, maki Þórey Gunnlaugs- dóttir, f. 15.11.1976, viðskiptafræðingur, Barn þeirra er: Eiður Orri, f. 31.7. 2009 Valborg ólst upp í Vík í Mýrdal og eftir gagnfræðapróf frá Skógum fluttist hún 16 ára gömul til höfuð- Elsku mamma mín, í dag kveðjum við þig í hinsta sinn. Mér finnst ótrú- legt að þetta sé búið en ég veit að þér líður betur og þú ert komin til pabba. Baráttan við illvíga sjúkdóminn tók enda, þú hafðir barist eins og hetja öll þessi ár og gafst aldrei upp. Þú varst sigurvegarinn því þú bugaðist aldrei, varst alltaf svo fín og flott, al- veg saman hvernig ástandið var. Við stóðum saman allan tímann og það var yndislegt að vera hjá þér fram á síðustu stundu og ég veit að þú vissir að ég var hjá þér. Þetta gefur mér styrk til að ganga í gegnum sorgina. Þú varst svo áhugasöm að fylgjast með uppvexti Eiðs okkar. Þú fylgd- ist alltaf með, með því að hringja í mig á hverjum degi og spyrja hvern- ig litla gullið hefði það eins og þú kallaðir hann. Svo þegar þú fékkst þér nýja myndavélasímann þá var svo gaman síðustu vikurnar að senda þér myndir af gullinu þínu á morgn- ana þegar við feðgar vorum nývakn- aðir frammi að leika. Það var yndis- legt að fá þig í eins árs afmælið hans, þú settir þér markmið að koma og stóðst við það. Heimilið þitt var svo fallegt og það var alltaf svo gaman að koma til þín í heimsókn, nóg af veigum og allt svo fallegt í kringum þig. Þér þótti fátt eins skemmtilegt og að bjóða til veislu. Okkur Þóreyju fannst svo gaman þegar við settum upp þá hefð að borða saman alla vega einu sinni í viku fisk því það var það besta sem þú fékkst. Alltaf komstu færandi hendi með dót handa Eiði eða eitt- hvað handa okkur. Þetta var það skemmtilegasta sem þú gerðir, að gefa. Við vorum vön að fá okkur ís í eftirrétt og fórum oftast ísrúnt. Okk- ur er minnisstætt þegar við buðum þér laugardaginn næstsíðasta í ísr- únt, þú leist svo vel út og varst svo fín og flott eins og þú ávallt varst, aldrei datt okkur þá í hug að við myndum kveðja þig í hinsta sinn tveim dögum seinna. Þessi dagur er okkur mikilvægur og við erum þakk- lát fyrir að hafa fengið að fara síð- asta ísbíltúrinn með þér. Þórey skilar kveðju til þín og þakkar yndisleg kynni við fallega og yndislega konu eins og þú ávallt varst. Kveðja frá Eiði Orra: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Elsku mamma, hvíldu í friði. Megi góður Guð varðveita þig. Minningin um hjarthlýja konu mun lifa áfram. Elska þig, mamma mín, og ég sakna þín mjög mikið. Þinn sonur, Andri. Elsku Valborg. Fyrstu kynni okk- ar voru á gamlárskvöld 9́2 þegar Bjarni kom með mig á Miðbrautina til þess að kynna mig fyrir þér. Hlut- irnir gerðust síðan mjög hratt hjá okkur skötuhjúum og ég veit að þú varst kannski ekki mjög hrifin í fyrstu af þessu óðagoti. En fljótlega náðum við nú að verða vinkonur og þú varst okkur ómetanleg hjálp þeg- ar við vorum að koma börnunum á legg. Það var oft sem þú komst og sagðir: „Jæja, drífið þið ykkur nú eitthvað út, og ég skal passa.“ Við stóðum þá allt í einu úti og vissum ekkert hvað við áttum af okkur að gera, bíó varð oft fyrir valinu eða göngutúrar, en þú sást til þess að við ættum okkar hjónatíma saman og fyrir það er ég þér þakklát. Það er sko ekki sjálfgefið í dag að hafa svona flotta ömmu sér við hlið sem dekrar barnabörnin og vill allt fyrir alla gera. Þú varst svo stór partur af lífi mínu, varst svo mikið með okkur og þekktir alla mína fjölskyldu það vel að systkinabörn mín kalla þig öll ömmu Valborgu. Ég veit að það var mjög erfitt fyrir þig þegar við hjónin ákváðum að flytja út til Spánar. Að geta ekki gengið yfir til okkar á hverjum degi og hitt krakkana þegar þau voru að koma heim úr skólanum. En sem betur fer komst þú oft til okkar út og áttir góðan tíma með okkur. En ég er svo þakklát fyrir það að við ákváðum að flytja aftur heim í fyrra og að hafa fengið þetta ár með þér hérna heima. Þegar þú komst blístrandi inn og allir tóku við sér, þá sérstaklega Victor Helgi litli sem elskaði að fá þig í heimsókn og fá að kíkja í veskið þitt og stelast í símann þinn. Valborg mín, ég veit ekki hvernig við förum að án þín, að geta ekki kom- ið við í Brekkubyggðinni á milli æf- ingatíma hjá krökkunum, að hafa þig ekki verður hræðilega erfitt. Takk fyrir allt sem þú varst okkur, ég elska þig. Þín tengdadóttir, María. Elsku amma mín. Það er svo erfitt fyrir mig að sitja hérna og hugsa aftur í tímann og fara að rifja upp allar þær minningar frá öllum þessum góðu árum sem við höf- um fengið að njóta saman. Ég man oft þegar ég kom heim eftir skóla og þú varst búin að fara í bakaríið að kaupa annaðhvort karamellu- eða glassúr- snúð fyrir okkur systkinin eða þá að koma heim til þín í brúna, það var alltaf best. Ég er svo heppin með það hvað ég er rík að minningum, amma mín. Allar ferðirnar í Vík, allur pip- arkökubaksturinn, stelpuferðin til Danmerkur, þegar þú heimsóttir okkur til Spánar, sumarbústarferð- irnar, ferðirnar á Bjössaróló í Borg- arnesi og alltaf á Þorláksmessu þegar við komum í möndlugraut til þín. Ég held að ég hafi aðeins fengið möndl- una einu sinni, en þú varst of góð- hjörtuð og gast aldrei haft bara eina gjöf fyrir þann sem vann heldur líka fyrir alla hina, ha ha. Mér finnst svo erfitt að vita að þú sért farin frá okkur en þú hefur verið og verður alltaf stór partur af hjarta mínu og ég hugsa stanslaust um þig. Ég veit að þú fylgist vel með okkur og gætir okkar allra. Ég þekkti enga eins sterka og hugrakka manneskju og þig, þú varst búin að vera svo dug- leg að berjast í gegnum þetta í tæp sex ár. Ég elskaði þá tíma sem við fengum til þess að spjalla saman við nöfnurnar um hina ótrúlegustu hluti. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta á allt sem ég þurfti að segja og ég er mjög þakklát fyrir það að við höfum verið svona nánar. Við treystum hvor ann- arri fullkomlega. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig, ég mun alltaf muna síðustu orðin sem þú sagðir við mig: „Bess, hjartað mitt,“ ég heyri þau aftur og aftur í höfði mér. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir okkur en það sem við getum öll verið viss um er að þú ert á mjög góðum stað núna og færð loksins að hitta afa, þú ert búin að þurfa að bíða svo lengi eftir því. Ég man að þú varst alltaf eins og drottning, svo fín, ilmaðir svo vel og með alla þessa flottu skartgripi. Þú varst svo yndisleg við mig alltaf, vild- ir allt fyrir mig gera. Þú varst alltaf svo montin með okkur barnabörnin og svo stolt af okkur. Ég skal lofa þér því að við munum halda áfram að gera þig stolta svo þú getir haldið áfram að monta þig. Mér þykir endalaust vænt um þig og ég sakna þín ótrúlega, elsku amma mín. Hvíldu í friði og megi Guð vaka yfir þér. Nafna þín, Valborg Bjarnadóttir. Vinkona okkar, Valborg Bjarna- dóttir, var fyrirmynd okkar og á margan hátt leiðtogi nánast allt sitt líf án þess væntanlega að hafa nokk- urn tíma vitað af því. Að minnsta kosti hefur hún vafalaust aldrei sóst eftir því hlutverki en sat uppi með það samt og mun gera það áfram á meðan við lifum. Fyrir það verðum við ævinlega þakklátar. Fyrir hugskotssjónum okkar beggja er myndin af Valborgu á fermingardegi sínum bæði skýr og ógleymanleg. Þar varð okkur báðum ljóst, verandi nokkrum árum yngri, að við vildum verða eins þegar við yrðum stórar. Í huga okkar var Val- borg skyndilega ekki lengur krakki sem við fengum svo oft að leika okk- ur með heldur stórglæsileg ung stúlka í hámóðins fermingarfötum, filtpilsi og prjónajakka. Hún stóð keik á tröppunum heima hjá sér, teinrétt, bjartsýn og brosandi á tímamótum sem í augum okkar barnanna skildu á milli æsku og full- orðinsára. Valborg hleypti heimdraganum frá æskuslóðum okkar í Vík og hélt til Reykjavíkur strax á unglingsár- um sínum. Þar starfaði hún um nokkra hríð í skóverslun við Lauga- veg og fyrir okkur sveitastelpurnar var alltaf jafn tilkomumikið að fá að fara í stórborgina og kaupa nýja skó hjá Valborgu. Þegar við lítum um öxl að Val- borgu látinni blasir það við að á sinn sérstaka og glaðværa hátt hefur hún haldið áfram að leggja okkur lið og leiðbeina. Hún var vinkona okkar beggja og leit að auki á aðra okkar, Oddnýju frænku sína, frekar sem litlu systur og bestu vinkonu. Valborg hélt hlýlegt og fallegt heimili með Sigurði heitnum sem lést langt fyrir aldur fram og drengj- um þeirra, Bjarna og Andra. Það var alltaf jafn skemmtilegt að sækja Val- borgu heim og gilti einu hvort um var að ræða molasopa að morgni dags eða kvöldverðarboð með öllu tilheyrandi. Glaðværðin var ávallt í fyrirrúmi og sama gilti um ferðalög- in okkar saman til útlanda eða innan- lands. Valborg skipulagði meðal ann- ars ógleymanlega afmælisferð til Dublin í tilefni fimmtugsafmælis einnar okkar og þar eins og ávallt þurfti lítið til að kitla hlátur- taugarnar og njóta samvistanna. Valborg kom alla tíð til dyranna eins og hún var klædd. Hún var hreinskiptin og heiðarleg gagnvart sjálfri sér og öðrum. Hún var trygg- lynd með afbrigðum, glæsileg í fasi og hafði snaggaralegan húmor sinn ávallt við höndina. Þegar á móti blés tókst hún á við verkefni sín af einurð og festu. Það var henni mikið áfall að missa eiginmann sinn en í kjölfar þess sýndi hún hvers hún var megn- ug í framfærslu fjölskyldunnar og stuðningi við drengina sína. Ekki síður hefur hún tekist á við veikindi sín síðustu árin af mikilli seiglu og kjarki. Við sendum sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Valborgar vinkonu okkar, frænku og „systur“. Kristín Rútsdóttir og Oddný Runólfsdóttir. Starfsfólk Heilsugæslu Seltjarn- arness kveður í dag góðan sam- starfsmann til 25 ára. Valborg var einn af fyrstu starfsmönnum stöðv- arinnar, hún hóf störf aðeins nokkr- um mánuðum eftir að stöðin tók til starfa. Það voru því þung skref fyrir Valborgu að þurfa að hætta störfum vegna veikinda sumarið 2007. Ég átti því láni að fagna að starfa með henni í 13 ár, það var góður tími og bar ekki skugga á. Glaðværð Valborgar, dugnaður og vinnusemi eru efst í huga mér í dag. Valborg var farsæl í starfi og vel lið- in af samstarfsfólki, hún var m.a. fulltrúi starfsmanna í stjórn stöðv- arinnar í mörg ár. Valborg var mikil- vægur hlekkur í starfi stöðvarinnar, ekkert verkefni var henni óviðkom- andi, hún brást vel við hverri bón. Ekki síður var áhugi hennar á vel- ferð samstarfsmanna áberandi og hún var ómissandi í undirbúningi samverustunda starfsfólks, auk þess að vera góður vinur. Valborg var aldrei glaðari en þegar fólki í kring- um hana leið vel. Ekki fór fram hjá okkur umhyggja hennar fyrir son- unum Bjarna og Andra og fjölskyld- um þeirra, missir þeirra er mikill. Síðustu 5 árin hefur Valborg barist við erfiðan sjúkdóm, frá upphafi var ljóst að baráttan yrði erfið. Valborg tókst á við veikindi sín af sama krafti og önnur erfið verkefni í lífinu. Við fylgdumst með baráttu hennar og seiglu af aðdáun, ekki kom til greina að gefast upp. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina og góð kynni liðinna áratuga. Bjarna, Andra og fjölskyldum þeirra sendum við góðar kveðjur, minningin um góða konu lif- ir áfram. Sigríður Dóra Magnús- dóttir, yfirlæknir. Um grein og stofn renna straumar hljóðir ég streyma þá finn um minn eigin barm og veit, að þeir hvika um víðisins arm. Svo vítt þeir renna sem sólirnar brenna. Þeir bera minn hug yfir hnattanna sund og hefta minn fót við þessa grund. Þeir ólu þá jörð, sem er vor móðir, ósýnilegir, sterkir og hljóðir. Ég veit, að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns himins slóðir. (Einar Benediktsson) Við vorum svo heppin að kynnast Valborgu þegar hún keypti sér íbúð í Brekkubyggð í Garðabæ. Fljótt kom í ljós að þarna var dugnaðarkona sem lét sér annt um umhverfi sitt, enda hafði hún fengið verðlaun fyrir garðinn sinn á Seltjarnarnesinu. Hún hafði áhuga á myndlist og átti nokkur málverk og mér er minnis- stætt hvernig hún gagnrýndi myndir í bók, sem ég lánaði henni, af nær- færni og með persónulegum blæ. Henni þótti gott að hlusta á tónlist, sérstaklega söng. Bækur las hún töluvert, einkum hafði hún gaman af ævisögum. Fyrir 6 árum greindist hún með illkynja sjúkdóm. Það var aðdáunar- vert hvernig hún tók því og hvernig hún lifði lífinu, alltaf tilbúin að takast á við verkefnin eins og þrekið leyfði. Hún var brosmild og létt í lund þeg- ar hún sat yfir kaffibolla með okkur nágrönnum sínum og það fór ekki fram hjá henni þegar einhver sagði brandara. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (Hallgrímur J. Hallgrímsson) Aðstandendur hafa samúð okkar. Samúel, Ragnhildur, María, Jón og Sigríður. Við kveðjum kæra vinkonu og ná- granna okkar, hana Valborgu og þökkum henni elskuna, bjartsýnina, baráttuna og allt annað sem hún gaf okkur og kenndi. Valborg var engin venjuleg kona. Megi minningin um hana vaka yfir ástvinum hennar og færa þeim gleði og frið. Takk fyrir allt, elsku Valborg. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Höf. RPÓ) Ljúf minning lifir. Þínir nágrannar, Kolbrún, Ólafur og Thelma. Valborg Bjarnadóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BOGA INGIMARSSONAR hæstaréttarlögmanns, Sigtúni 57, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Sigrún Sigurþórsdóttir, Sigurþór Bogason, Benedikt Bogason, Úlla Káradóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.