Morgunblaðið - 25.08.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kirkjan er ámillisteins og
sleggju. Gömul
mál ganga aftur
og birtast nú í
annarri mynd og
enn dapurlegri en
áður. Ásakanir
sem komu upp á yfirborðið
fyrir hálfum öðrum áratug og
beindust að þáverandi bisk-
upi landsins voru mjög alvar-
legar. En fram hjá tvennu
varð ekki horft þá. Gegn ein-
dregnum mótmælum þess
sem borinn var hinum þungu
sökum urðu þær ekki sann-
aðar, þar sem engin vitni
voru að því sem ásakanirnar
sneru að, svo vitað væri. Hver
og einn gat hugsanlega með
sjálfum sér komist að ein-
hverri niðurstöðu um hvað
væri trúlegast. En það hafði
ekkert gildi nema þá fyrir
viðkomandi. Að auki var sök-
in löngu fyrnd samkvæmt
lagabókstafnum, þótt sönn
teldist, sem var eins og áður
sagði ósannað. Þetta var
staðan sem var uppi. Og
hversu ósáttir sem menn voru
með þá stöðu, þá var hún
svona og ekki öðruvísi. Yfir-
völd landsins sem um slík mál
fjalla að lögum áttu því ekki
neinn leik. Í þessu felst engin
afsökun, aðeins tilgreining
staðreyndar. Málið fór því í
fang kirkjunnar sjálfrar.
Kirkjunnar menn og þeir sem
vildu henni vel engdust sem
ekki er að undra. Sumir
þeirra töldu eðlilegast og af-
farasælast að
biskupinn segði
embætti sínu
lausu. Fyrr feng-
ist ekki friður.
Biskupinn taldi að
afsögn embættis
jafngilti við-
urkenningu sekt-
ar og því væri sá kostur ekki
fær. Þó fór svo að biskup lét
af embætti sínu fyrr en hann
þurfti. Þótt starfslokin hafi
ekki verið tengd þessum at-
burðum beint er þó líklegt að
þeir hafi haft afgerandi áhrif.
Þegar einstakir sóknar-
prestar, þar á meðal núver-
andi biskup, voru fengnir til
að hafa meðalgöngu í málinu
stóðu þeir frammi fyrir fram-
angreindum veruleika. Það
hefur ekki verið sýnt fram á
að framganga þeirra hafi
mótast af einhverju öðru en
að gera hlut þeirra sem leit-
uðu stuðnings og hjálpar sem
bestan og um leið að hlutur
kirkjunnar sem slíkrar gæti
einnig orðið betri. Þeir hags-
munir fóru nefnilega saman.
Kirkjan sem slík var ekki
sökudólgur í þessu máli. Hún
skaddaðist hins vegar mjög
vegna þess. Kirkjan hafði alla
hagsmuni af því að mál þeirra
sem lýstu ákæru á hendur
sóknarpresti, sem síðar hafði
framast mjög innan kirkj-
unnar, fengi úrlausn, raun-
verulega úrlausn, svo sár
þeirra yrðu grædd. Sú lausn
fannst ekki og skýringarnar á
því eru þær sem að framan
voru nefndar.
Þau mál sem nú eru
uppi og varða kirkj-
una þarf að ræða. En
sú umræða þarf að
vera yfirveguð og
sanngjörn }
Kirkjan engist öll
Prestur, semsegist eiga að
virða trún-
aðarskyldur við þá
sem til hans leita
sem slíks, og færir fyrir því
gild rök, sætir aðkasti. Því er
blákalt haldið fram að prest-
urinn vilji ganga erinda níð-
inga gegn börnum. Vitnað er í
barnaverndarlög og látið sem
þau lög standi gegn sjón-
armiðum prestsins. Lestur
þeirra laga sýnir þó á auga-
bragði að þau lúta að öðru efni
en Geir Waage sóknarprestur
fjallaði um. Í grein sem Heim-
ir Örn Herbertsson hæstarétt-
arlögmaður birti hér í blaðinu
bendir hann á að skýr laga-
ákvæði styðji sjónarmið Geirs
og eru þau til viðbótar þeim
rökum sem hann sjálfur færði
fram fyrir sínum viðhorfum.
Annar sóknarprestur, sem
þekktur er fyrir að vera dálítið
fljótur til, vildi láta reka Reyk-
holtsprestinn úr
starfi vegna skoð-
ana sinna, eins og
hann orðaði það
sjálfur. Það er
reyndar sami presturinn og
sagðist vilja leggja hendur á
formann lögmannafélagsins
og tók þátt í að gera hróp að
dómstólunum, sem vill að
starfssystkini sín séu bundin
sínum lagatúlkunum og við-
horfum en séu rekin ella. Svo
vill til að það var Geir Waage,
sóknarprestur í Reykholti,
sem „stóð í lappirnar“ eins og
sr. Sigríður Guðmarsdóttir
benti á, þegar aðrir fætur
bognuðu í fyrri lotu bisk-
upsmála. Verði það hin op-
inbera niðurstaða að presti
beri að hlaupa með trúnaðar-
mál úr skriftum til lögreglu
má augljóst vera að þá lokast
sú leið þar með, eins og Ívar
Páll Jónsson blaðamaður færir
rök að í pistli í blaðinu í gær.
Íslensk umræðuhefð
hefur ekki batnað}Ruglandi í umræðu
A
fstaða Karls Sigurbjörnssonar,
biskups Íslands, í máli Ólafs Skúla-
sonar er snúin og óljós. Hann á í
vandræðum með málið því hann
virðist ófær um að taka einarða af-
stöðu.
Hugmyndir um sannleiksnefnd í málinu eru
ekki frá Karli Sigurbjörnssyni komnar. Hann
telur þær hins vegar alveg koma til skoðunar,
miðað við svör hans í Kastljósinu í fyrradag. Af
þeim svörum er ljóst að hann er enginn sér-
stakur áhugamaður um slíka sannleiksnefnd
heldur.
Karl hefur bent á að þegar mál Ólafs kom upp
á sínum tíma hafi kirkjan ekki haft neinar stofn-
anir eða tæki til að taka á svona málum. Það er
ábyggilega rétt hjá honum. Ekki hefur verið
auðvelt að takast á við málið þá. Ljóst er hins
vegar að þar skildi hafrana frá sauðunum, því prestar höfðu
ekkert annað en hyggjuvit sitt og sannfæringu til að takast
á við málið. Þar virðist einn prestur, Geir Waage, hafa stað-
ið í lappirnar öðrum fremur. Ekki Karl Sigurbjörnsson.
Það sem eftir stendur af frásögnum málsaðila af málinu
þá, er að Karl reyndi að ná sáttum með milligöngu. Sátt um
að Ólafur viðurkenndi brot sitt og bæðist opinberlega afsök-
unar. Ekkert slíkt kom til greina hjá Ólafi. Samkvæmt frá-
sögn Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur reyndi Karl þá að fá
hana ofan af ásökunum sínum. Því neitar hann í dag. Einnig
mun Karl hafa lagt að Ólafi að segja af sér. Hann virðist því
fyrst og fremst hafa lagt á það áherslu á sínum tíma að
klára málið, svo skaðinn yrði sem minnstur fyrir
kirkjuna. Mér sýnist hann enn vera í þeim gír.
Í Kastljósinu í fyrradag, þar sem biskup sat
fyrir svörum, fékkst hann ekki til að segja ber-
um orðum að hann tryði frásögnum af kynferð-
isbrotum Ólafs. Hann fékkst þó til að segja að
hann hefði engar forsendur til að rengja þær
frásagnir. Í því sambandi ber hann fyrir sig að
Ólafur sé fallinn frá og hann verði ekki dæmdur
úr þessu, nema af Guði. Við eigum að forðast að
dæma, segir Karl.
Í Fréttablaðinu 28. nóvember 2005 var greint
frá predikun Karls í Hallgrímskirkju á fyrsta
degi aðventu það árið. Þar sagði hann að
Thelma Ásdísardóttir væri maður ársins, að
hans mati. Karl gerði hugrekki Thelmu að um-
talsefni í predikun sinni og hrósaði henni fyrir
að segja sögu sína. Sögu af ólýsanlegum hryll-
ingi bernsku sinnar, misnotkun og ofbeldi, eins og Karl orð-
aði það. Ekki átti hann í erfiðleikum með að trúa frásögn
Thelmu þá. Samt var faðir hennar fallinn frá, líkt og Ólafur
Skúlason er nú. Það virðist því skipta máli hvort hinn sakaði
er óbreyttur borgari eða biskup þjóðkirkjunnar, þegar Karl
Sigurbjörnsson ákveður hverju hann ætlar að trúa upp á
fólk.
Biskup Íslands hefur enn tíma til að taka einarða afstöðu,
hætta að hugsa um orðspor kirkjunnar og byrja að hugsa
um fólkið sem á í hlut. Ef hann gerir það ekki er hann furðu-
lega máttlaus, miðað við mann sem kallar sig trúarleiðtoga.
onundur@mbl.is
Önundur Páll
Ragnarsson
Pistill
Hafrar og sauðir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
H
inn 17. ágúst var hald-
inn ráðuneytisstjóra-
fundur þar sem m.a.
var fjallað um stuðn-
ingsaðgerðir Evrópu-
sambandsins í umsóknarferli Ís-
lands sem samþykkt var á síðasta
fundi ráðherranefndar um Evr-
ópumál.
Í framhaldi af fundinum sendi
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu,
tölvupóst á samstarfsfólk sitt þar
sem hún kallaði eftir verkefna-
umsóknum um IPA styrki. IPA er
eitt af verkfærum ESB til að aðstoða
lönd sem sótt hafa um aðild áður en
til aðildar þeirra kemur.
Snýr að tvennu
Þá kemur fram í skipuriti um
fyrirkomulag IPA, sem sent var sem
viðhengi tölvupóstsins, að TAIEX-
sérfræðingar séu á leið til landsins
en TAIEX er stofnun sem hefur það
meginhlutverk að miðla sérfræðiað-
stoð til ríkja við að innleiða eða und-
irbúa innleiðingu regluverks ESB í
lög ríkja en einnig að aðstoða við
mögulegar skipulagsbreytingar í
formi ráðgjafar.
Verkefnaumsóknir til IPA fela í
sér grófar hugmyndir ráðuneyta um
verkefni sem þau telja ástæðu til að
verði hluti af landsáætlun Íslands
sem gæti hlotið styrk úr IPA.
Landsáætlun IPA snýr að tvennu.
Annars vegar að styrkja stjórn-
sýsluna á þeim sviðum sem þörf er á
til þess að uppfylla þær samnings-
skuldbindingar sem íslenska ríkið
tekur á sig á endanum ef til aðildar
að Evrópusambandinu kemur. Hins
vegar að hjálpa Íslendingum við
áætlanagerð, að ákveða hvernig
standa eigi að dreifingu styrkja úr
evrópskum sjóðum hérlendis ef Ís-
land gengur inn í ESB.
Fimm til tíu umsóknir
Sem dæmi um þetta má taka út-
færslu sóknaráætlunarinnar 20/20
og vinnumarkaðssjóð ESB til að efla
íslenskan vinnumarkað og vinna
gegn atvinnuleysi. Ekki liggur þó
fyrir hvaða verkefni verður sótt um
stuðning við þar sem einungis á
bilinu fimm til tíu umsóknir verða
sendar samkvæmt ofangreindum
tölvupósti Ragnhildar. Hver umsókn
getur þó falið í sér fleiri en eina
ábendingu. Sem dæmi geta borist
nokkur verkefni á mismunandi svið-
um tölfræði á vegum Hagstofunnar.
Þær má þó sameina í eina áætl-
unartillögu um tölfræði sem getur
rúmað nokkur verkefni. Þannig geta
umsóknirnar fimm til tíu verið nokk-
uð rúmar á hinu breiða verksviði
stjórnvalda.
Þá mun forsætisráðherra skipa
sérstakan stoðhóp IPA á Íslandi til
að velja úr umsóknum ráðuneytanna
en samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur hópurinn ekki verið
skipaður þó svo að frestur ráðuneyta
til að skila inn umsóknum hafi runn-
ið út sl. föstudag.
Samningsafstaða mótuð
Utanríkisráðuneytið lítur á TA-
IEX sem aðstoð við íslenska stjórn-
sýslu til að greina nánar hvað felst í
löggjöf Evrópusambandsins til að
undirbúa samningaviðræður og til
greiningar á því hvort og þá hvaða
breytingar þurfi mögulega að gera á
löggjöf og stjórnsýslu. Hvort
tveggja aðstoðar samningamenn Ís-
lands við mótun samningsafstöðu
landsins á einstökum sviðum.
Á þann hátt verður kannað
hvort einhver núningur kunni að
myndast á milli íslenskrar og evr-
ópskrar löggjafar sem leysa þurfi í
samningaviðræðum.
Sótt um styrki til að
breyta stjórnsýslunni
Morgunblaðið/Ómar
Samið ESB veitir Íslandi mikla aðstoð í formi peninga og ráðgjafar til að
gera stjórnsýslunni betur grein fyrir því hverju hún þurfi að breyta.
Á vefsíðu TAIEX
segir að megin-
hlutverk þess sé
að hjálpa ríkjum
við að innleiða
regluverk Evrópusambandsins í
eigin lög. Þannig hafa margir
bent á, og þá sérstaklega Jón
Bjarnason í viðtali við Morg-
unblaðið í gær, að aðlög-
unarferlið sé nú þegar hafið þó
svo að íslenska þjóðin hafi ekki
greitt atkvæði um aðild sína að
ESB.
Sérfræðingar utanríkisráðu-
neytisins líta þó ekki á TAIEX
aðstoðina sem innflutning á
sérfræðingum til að segja
stjórnsýslunni hvernig hlutirnir
eigi að vera, heldur sem hjálp
við að koma auga á þau mál
sem mögulega taka þarf upp í
samningaviðræðunum við ESB,
auk þess að greina hluti með
sem nákvæmustum hætti
þannig að sjá megi hvað felist í
ESB-regluverkinu á hverju sviði.
Aðlögun
eða aðstoð?
TAIEX