Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 3

Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 3
Aðfaranótt þriðjudagsins 23. janúar 1973 um kl. 1.55 hófst eldgos í um 1600 m. langri gossprungu á austanverðri Heimaey í Vestmannaeyjum. Eldgosið kom mjög á óvænt og fyrirvaralaust. Að vísu höfðu fundist nokkrir vægir jarðskjálf- takippir á Heimaey frá kl.10 um kvöldið, og varð snarpasti kip- purinn kl. 1.40 um nóttina. Kvöldið áður 22.janúar tók fólk á sig náðir á Heimaey á venjulegum tíma. Landlega var hjá bátaflotanum, en um daginn hafði gengið yfir stórviðri af suðaustri með 12 vindstigum og rigningu. Upp úr miðnætti aðfaramætur 23.janúar voru fáir á ferli í Vestmannaeyjakaupstað. Skömmu fyrir kl. 2 var hringt á lögreglustöðina og tilkynnt að jarðeldur væri kominn upp skammt ofan og austan Kirkju- bæjar, austast í kaupstaðnum. Gaus þá þegar í sprungunni endilangri, og var kvikus- trókaröðin svo þétt, að líktist samfelldum eldvegg. Gosið hafði byrjað, þar sem nú er aðal- gígur nýja eldfjallsins, sem síðar var nefnt Eldfell. Hraun rann þegar í upphafi úr gossprungunni undan halla til austurs og norðausturs og tók þá þegar að myndast hraunbreiða í sjó fram. Brunalúðrar vom þeyt- tir og bruna og lögreglubílar óku um götur með vælandi sírenum til að vekja fólk. A þriðja tímanum munu flestir bæjarbúar hafa verið komnir á ról, og tóku þá þegar að streyma niður að höfn. Eins og áður sagði, voru allir bátar í höfn vegna óveðursins daginn áður. Voru það Eyjabátar svo og aðkomubátar, sem leitað höfðu vars í Eyjum, búnir til brottfarar í skyndi og lagði fyrsti báturinn af stað til Þorlákshafnar um kl. hálfþrjú og síðan hver af öðrum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað um nóttina, að af öryg- gisástæðum skyldi flytja alla bæjarbúa til lands nema þá, sem hefðu skyldustörfum að gegna, enda gat svo farið, að innsiglin- gin lokaðist, ef gossprungan lengdist til norðurs, og eins gæti flugvöllurinn lokast ef hún lengdist til suðurs. Flugvélar fluttu um nóttina um 300 manns til Reykjavíkur, einkum sjúka og aldraða. Upp úr kl.4 um nóttina tók Ríkisútvarpið að útvarpa tilkyn- ningum og fréttum af gosinu. Telja má að um 5000 manns hafi verið flutt frá Heimaey fyrstu gosnóttina, langflestir með bátum. Flutningarnir gengu vel og slysalaust. Kom það einkum til af því að veður var eins hagstætt um nóttina og hugsast gat og eins það, að fólk var rólegt þrátt fyrir ósköpin sem yfir gengu. Að morgni þriðjudagsins 23.janúar var því þeim björgu- naraðgerðum lokið, sem mestu máli skiptu, og íbúar Vestmannaeyja sloppnir heilir á húfi burtu frá mestu hættu, sem steðjað hefur að íbúum þéttbýlis á íslandi. Eftir voru í Eyjum 200-300 manns til að sinna þeim verkum, sem varð að vinna. Samantekt á gosinu 1973 23. janúar.1973. Um klukkan 01.55 hefst gos á Heimaey 31. janúar. Öskufall var víða orðið um 4 metra þykkt austast í bænum og gífurlegur þungi hvíldi því á húsþökum undan þessu fargi. 6. febrúar. Slökkvilið Vestmannaeyja fer að koma fyrir leiðslum til kælin- gar á norðurjaðri hraunkantsins, sem þá stefndi á hafnargarðinn 9. febrúar. Heimaey hefur stækkað um 2 ferkílómetra. 20. febrúar. Vesturhlið eldfjallsins klofnar undan eigin þunga og myndast þá fyrsti Flakkarinn, sem talinn var vera milljónir tonna. Flýtur hann ofan á hraunbreiðunni og stefnir með 25 m hraða á klst. í átt að hafnarmynninu. 22. mars. Var mikil hreyfing á hraun- tungunni, sem rann til V og NV. Hraunkanturinn ruddi undir sig varnargarði sem þá var búið að byggja og öllum húsum á þessu svæði. Hraði hraunsins var þá allt að 40 m. á klst. Þegar það stöðvaðist um kl. 05 að morgni þess 23.mars hafði mesta fram- skriðið verið urn 180 m, um 70 hús hurfu undir hraunið á fáum klst. 25. mars. Um kl. 20:00 tekur hraunkan- turinn að skríða fram milli Landagötu og Urðarvegar. Hraunkanturinn hafði verið um 30 m. hár á þessu svæði. Víða sást þá í glóð og eld. 26. mars. Um kl. 01:00 fór þunnt og seigfljótandi hraun að vella fram á um 200 m. breiðri tungu í stefnu að Nausthamarsbryggju, með hraða sem nam 50-100 m. á klst. Um kl. 13:30 var hraun- jaðarinn kominn að Heimagötu neðan Landagötu. Hafði það þá skriðið um 200 m. og 41 hús brunnið. 26. mars. Enn klofnar úr fjallinu og nýr Eystri Gjábakki og Brimnes við Bakkastíg. Unnið við hraunkælingu á Skansinum. Tveir steinar ultu yfir garðinn og inn í höfnina. Þurrkhúsið. Hér verður engu bjargað. Flakkari stefnir til norðurs með 5-10 m. hraða á klst. Fjarlægðir á hrauni eru nú um 210 m. í Ystaklett. 1. apríl. Hraunkanturinn hefur færst í þá stöðu sem hann hefur í dag. 3. júlí Almannavarnanefnd Vest- mannaeyja tilkynnir að gosið sé hætt að áliti sérfræðinga. Gosið varði í fimm mánuði og tíu daga. Aætlað er að um 250 milljónir rúmmetrar af hrauni og ösku hafi komið upp í gosinu. Aska og vikur voru um 20 milljónir rúmmetrar. Eldfellið var um 225 metrar á hæð þegar gosi lauk. Heimaey sem var um rúmlega 11,3 km2 að stærð fyrir gos, en um 13,5 km2 að stærð eftir gos, stækkaði því um 2,2 km2. Dælt var um 5,5 ntilljónum tonna af sjó á hraunið til kælin- gar, af því voru um 180 þúsund tonn af salti. Alls eyðilögðust um 360 hús á Heimaey eða urn 30% húsa í bænum, um 400 skemmdust en 400 voru lítið skemmd. 1,5 milljónir tonn af ösku fór yfir bæinn og l.d. var áætlað að um 600 tonn af ösku hafi fallið á þak sjúkrahúsins. Hreinsuninni var að mestu lokið haustið 1973, mest af öskunni var notað til veg- agerðar, stækkun flugbrauta og í húsgrunna. Um tveir þriðju íbúanna snéri aftur eða um 3500 af þeim 5300 er bjuggu hér fyrir gos. Sagan af kisu í október 1972 var mér gefinn kettlingur sem krökkunum þótti að sjálfsögðu mjög vænt um strax. Nú líður tíminn og í janúar 1973 er kisi orðinn nokkuð stálpaður og farinn að ógna músarstofninum er lifði í miðbænum þá. En gosnóttina er við flúðum burt ásamt öllum hinum stökk kisi eithvað burt, enginn vissi hvert. Við höfðum skilið eftir opinn gluggann í eld- húsinu sem kisi var vanur að fara inn og út um, alltaf þegar honum hentaði. I öllu baslinu að komast aftur út í Eyjar, til að ná í helstu muni er fólk þurfti, var einnig á dagskrá að ná í kisu og koma henni upp á land. Hvergi fann ég köttinn en þóttist skinja að hún hafi verið eithvað á ferð- inni svo glugginn var áfram skilinn eftir opinn. A tíunda degi í gosi er ég aftur á ferð að ná í búslóðina og koma henni fyrir í þessum frægu svörtu plast- pokum sem við kölluðum trölla- sm.... er ég kem inn í húsið, er var á tveim hæðum, stendur kisi á stigapallinum og horfir á mig. Svo skipti engum togum, kött- urinn tekur undir sig stökk og beint á mig, þetta var svona 4 til 5 metra stökk og beinustu leið í hálsinn á mér, svo byrjaði þessi líka hávaða símfónía. Kötturinn malaði svo hátt og hjúfraði sig í hálsakot að ég efa að Júlía hafi gert svo við Rómeó. Síminn var í lagi og ég hringdi upp á land svo krakkarnir gætu heyrt þessa mögnuðu sítnfóníu í kettinum, sem og að láta vita að hún var á lífi eftir allan tímann. Siðan fór ég og fann eitthvað að gefa kisa, hún var svöng skal ég segja ykkur. Síðan fórum við saman á fastalandið og urðu fagnaðar- fundir er kisi var aftur kominn í hópinn.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.