Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 5
Saman stóðu þeir
- Saman blómstra þeir!
Aldrei finnum við jafn mikið
fyrir smæð okkar eins og þegar
náttúruöflin byrsta sig svo um
munar. Þá stöndum við svo agn-
ar lítil og í raun umkomulaus og
erum minnt rækilega á hversu
fallvölt tilveran getur orðið.
Fáir hafa verið minntir á þessa
staðreynd jafn sterklega og
Vestmannaeyingar fyrir 40 árum
og reyndar oftar þegar nátúran
hefur látið til sín taka.
Lærdómur okkar af slíkum
hamförum getur verið af tvenn-
um toga. Annars vegar hljótum
við að meta dýpra og betur lífið
sjálft. A stundum sem þessum
verða öll hin hversdagslegu
dægurmál og argaþras hjómið
eitt. Við erum minnt á að rækta
manngildið, kærleikann og
væntumþykjuna.
Hins vegar sjáum við gildi
samstöðunnar. Náttúröflin
lögðu tímabundið af byggð í
Hjálmar Árnason
Vestmannaeyjum. íbúarnir voru
teknir upp með rótum og komu
sér tímabundið fyrir annars
staðar - fjarri Eyjunum með
öllum þeim sársauka er því fylg-
ir. En rétt eins og Surtsey hafði
risið úr sæ 10 árum áður þá
blómstraði að nýju samfélagið í
Eyjum. Þar réði úrslitum fyrst
og fremst hinn sterki sam-
takamáttur íbúanna. Samstaðan
stóð af sér höggið og á
undraverðum tíma reis byggðin
úr öskunni í orðsins fyllstu
merkingu. Þjóðin fylgdist með í
lotningu. Þessi samtakamáttur
hefur einmitt verið aðall
Vestmannaeyinga og með
honum hefur ávallt tekist að
vinna bug á hörku náttúruafl-
anna. Honum má aldrei sundra
og með hann að vopni munu
Vestmannaeyingar halda áfram
að halda uppi blómlegu samfél-
agi á fögrum stað - hvað sem á
dynur.
Ég sendi Vestmannaeyingum
allar mínar bestu kveðjur á þess-
um sögulegu tímamótum.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Birkihlíð
„Fólkið fái að koma sem fyrst heim til
að lifa og starfa. Það er okkar bænu
Sigurgeir Kristjánsson forseti bæjarstjórnar flutti ávarp við upphaf
bæjarstjórnarfundar gosdaginn. Þetta ávarp er einstakt. Örugglega
eitt það besta ávarp er saga Eyjanna geymir.
23. janúar.
Bæjarstjórnarfundur var
haldinn kl. 10 að morgni gos-
dagsins. Á fundinum voru þessir
bæjarfulltrúar: Magnús H.
Magnússon. Sigurgeir Kristjáns-
son. Gunnar Sigurmundsson.
Jón Traustason. Guðlaugur
Gíslason. Reynir Guðsteinsson.
Jóhann Friðfinnsson og
Guðmundur Karlsson. Auk
þeirra Guðmundur Guðmunds-
son yfirlögregluþjónn, Kristinn
Sigurðsson slökkviliðsstjóri,
Garðar Sigurjónsson rafveitu-
stjóri og Páll Zophoníasson
bæjartæknifræðingur.
Sigurgeir Kristjánsson forseti
mælti í upphafi fundarins:
„Góðir bæjarfulltrúar. Þessi
bæjarstjórnarfundur er haldinn á
örlagastundu. Mikill jarðeldur
hefur brotist út á eyjunni okkar
og ógnar nú allri byggð á
Heimaey. Það mun vera einsdæ-
mi í Islandssögunni, að flestallir
fbúar heils bæjarfélags yfirgefi
heimili sín fyrirvaralaust eins og
gerðist hér í nótt.
Það er þakkarefni að náttúru-
hamfarimar hafa ekki valdið
manntjóni eða slysum, og einnig
ber að þakka hugarró Vest-
mannaeyinga, en ekki síður
gifturíka framkvæmd flutn-
inganna. Ég leyfi mér að þakka
öllum sem hér hafa að unnið.
Fyrir þessum fundi liggur
enginn dagskrá, en að sjálfsögðu
eru náttúruhamfarirnar umræðu-
efnið. Við reynum að bjarga því
sem bjargað verður og gera þær
ráðstafanir, sem á okkar valdi
eru til hjálpar og varnar í þeim
ósköpum, sem hér steðja að.
Enginn nema guð einn veit,
hvaða stefnu eldgosið tekur, en
augljóst er að byggðin og höfnin
eru í hættu. Við getum í því efni
aðeins beðið og vonað að ham-
ingjan forði okkur frá tortím-
ingu, og að fólkið fái að koma
sem fyrst heim til að lifa og
starfa. Það er okkar bæn.”
Þá þakkaði bæjarstjórn öllum
þeim mörgu sem veittu ómetan-
lega hjálp við brottflutninga
íbúa Heimaeyjar liðna nótt.
Samþykkt var að skora á þá
bæjarbúa, sem enn voru heima,
og ekki voru falin skyldustörf,
að flytjast þegar í stað til lands.
Þá samþykkti bæjarsjórn að
fara þess á leit við lögreglu,
slökkvilið, sveit björgunarfélags
og félaga úr hjálparsveit skáta
að vera eftir um sinn.
Nokkrar fleirri samþykktir
voru gerðar um ráðstafanir
vegna jarðeldanna.
30 ár frá upphafi
eldgossins á Heimaey
Fimmtudaginn 23. janúar nk. og helgina þar á
eftir verður þess minnst á vegum bæjarstjórnar
og fleiri aðila að liðin verða 30 ár frá upphafi
jarðeldanna á Heimaey.
Dagskrá
Fimmtudagur 23. janúar:
KI. 19.10: Safnast saman til blysfarar frá þremur stöðum
í bænum:
1. Við norðurenda íþróttamiðstöðvarinnar. íbúar af
Illugagötu og úr byggðinni þar fyrir vestan.
2. Við kyndistöðina hjá malarvellinum. íbúar frá
Skólavegi og svæðinu vestur að Illugagötu ásamt frá
Skeifunni.
3. Við Ráðhúsið. íbúar úr austurbæ og miðbæ að
Skólavegi.
Göngufólki verða lögð til blys til þess að bera í
göngunni meðan birgðir endast.
Kl. 19.20: Rúta frá Hraunbúðum og kl. 19.25 frá
Sólhlíð 19 með eldri borgara.
KI. 19.25: Klukkur Landakirkju kalla göngurnar af stað
og mætast þær á horni Hásteinsvegar og Heiðarvegar.
Þar slæst Lúðrasveit Vestmannaeyja í hópinn og mun
hún leiða gönguna með tilheyrandi lúðrablæstri niður
Heiðarveg að bryggjusvæði Herjólfs á
B ásaskersbry ggj u.
Kl. 19.50: Stutt athöfn á Básaskersbryggju.
• Avarp. Ingi Sigurðsson bæjarstjóri
• Söngur Kórs Landakirkju og Samkórs
Vestmannaeyja
• Hugvekja og bæn. Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup
• Lúðrasveit Vestmannaeyja
• „Heimaklettur í nýju ljósi”. Arnar Sigurmunds-
son, formaður afmælisnefndar.
• Fjöldasöngur „Yndislega Eyjan mín” við undirleik
félaga úr Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Áætlað er að athöfninni Ijúki um kl. 20.20.
Kl. 20.45: Þriðji og seinasti þáttur myndaflokksins „Ég
lifi ....”, sem gerður var af Storm h.f. og Stöð 2, í tilefni
þess að 30 ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey, verður
sýndur á stóru tjaldi í nýja íþróttasalnum í Iþrótta-
miðstöðinni.
Föstudagur 24. janúar.
Kl. 17.00: „Hinar mörgu hliðar Heimakletts”
Opnun sýningar á málverkum og ljósmyndum í húsnæði
Listaskólans, þar sem Heimaklettur er sýndur frá ýmsum
sjónarhornum viðkomandi listamanna.
Kl. 17.30: Erindi. Friðbjörn Ó. Valtýsson: „Kynni mín
af Heimakletti”.
Sýningin verður einnig opin
laugardaginn 24. janúar kl. 15.00 - 18.00
sunnudaginn 25. janúar kl. 15.00 - 18.00
og á sama tíma helgina 31. janúar - 2. febrúar.