Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 7
Dvölin í Straumsvík
Martraðarnóttina þann 23.
janúar 1973 vorum við í hópi
þeirra 5000 Vestmannaeyinga
sem yfirgáfu allar eigur sínar og
sigldu út í óvissuna. En það
voru hlýjar móttökur sem mættu
okkur við komuna til Þorláks-
hafnar þennan drungalega
vetrardag.
Þegar til Reykjavíkur kom var
okkur ekið að Melaskólanum,
þar á borðum biðu okkar góðar
veitingar, heitt kaffi og meðlæti.
Frá Melaskólanum fórum við á
hótel Esju og bjuggum þar
næstu dagana.
Þegar til Reykjavíkur kom
mundi ég aðeins tvö símanúmer
og var annað hjá systur minn og
hitt númerið hjá föðursystur
minni, sem er móðir Agústs
Þorsteinssonar, öryggisfulltrúa í
Straumsvík. Tveim dögum eftir
að við komum til Reykjavíkur
ákvað ég að hringja í Brynhildi
systur mína, en var eitthvað
annars hugar og lenti á númeri
föðursystur minnar, svarar þá
Gústi í sírnann og fer hann að
spyrja um okkar hagi, nú allt var
í óvissu og ekkert afráðið, spyr
hann þá hvort við viljum her-
bergi í Straumsvík og maðurinn
minn jafnvel vinnu. Þóttumst
við hafi himinn höndum tekið
og það verð ég að segja, að það
var það besta sem fyrir okkur
gat komið að fá inni í
Straumsvík. Þarna gat öll fjöl-
skyldan verið saman. í
Straumsvík hafði myndast lítið
samfélag Vestmannaeyinga. A
þessum tíma var samheldni
Eyjabúa okkar sterkasta vöm og
um leið besta áfallahjálpin.
Þegar eldgosið hófst á
Heimaey og neyðarkall um hjálp
og húsnæði var sent til allra
landsmanna ákvað framkvæm-
dastjórn Islenska álfélagsins að
verða að liði og leggja Vest-
mannaeyingum til svefnskála,
sem notað höfðu verið þegar
álverið var í byggingu árið
1966-67.
Skálarnir standa rétt innan
girðingar við álverið og sjást frá
Keflavíkurveginum þegar ekið
er framhjá verksmiðjunni.
Þegar við fluttum inn í
skálann í byrjun febrúar voru
fyrir um 30 Vestmannaeyingar,
þegar við vorum flest vorum við
um 50, börn og fullorðnir, sem
nutu gestrisni þeirra ISAL
manna.
Munum við vera ævarandi
þakklát starfsmönnum ISAL
fyrir hjálpina og drengskap sem
okkur var sýndur á raunar-
stundu.
Ljóst var að svefnskálarnir
voru alls ekki hannaðir fyrir
fjölskyldufólk. Herbergin voru
lítil og engin eldunaraðstaða.
Enda var tekið fram í upphafi að
hér væri aðeins um bráða-
birgðalausn að ræða, þar til við
fyndum hentugra húsnæði. Ekki
grunaði okkur að þegar fyrstu
Vestmannaeyingarnir fluttu inn í
skálann 25. janúar, að síðasti
gesturinn yfirgæfi þennan
dvalarstað ekki fyrr en í árslok
1973.
Allan tímann sem við
flóttafólkið úr Eyjum vorum
undir verndarvæng ISAL var
reynt eftir megni að gera líf
okkar sem allra bærilegast.
Fjölskyldur fengu eftir stærðum,
2-4 herbergi til umráða. Til
sameiginlegrar notkunar var
löguð ein stór setustofa, með
sjónvarpstæki, hægindastólum
Göngutúr í Straumsvík. Talið frá vinstri: Kristín Georgsdóttir,
Harpa Njálsdóttir og Agústa Þ. Friðriksdóttir. Börn í kerru:
Halldóra Ólafsdóttir og Logi Jes Kristjánsson.
o.fl. Þvottaherbergi með
nokkrum þvottavélum og þurrk-
ururn.
Spilasalur starfsmanna ISAL
var matsalur okkar og dagheim-
ili barnanna.
Starfsmannafélag ISAL keypti
leiktæki fyrir börnin og þegar
voraði lét ISAL gera grasvöll
milli skálanna fyrir leiksvæði
bamanna, en bömin hafa verið
um 20 þegar flest voru, á öllum
aldri. Sóttu nokkur þeirra skóla
til Hafnarfjarðar.
Til að dreifa huganum frá
þeim miklu erfiðleikum sem við
og aðrir Vestmannaeyingar
vorum í, gerðum við ýmislegt
okkur til dægrastyttingar meðan
við dvöldum í Straumsvík.
Fórum við oft í gönguferðir með
barnahópinn í nágrenninu.
Krakkamir og pabbarnir dorg-
uðu smáufsa á bryggjunni.
Sædýrasafnið í Hafnarfirði var
heimsótt. Farið var í rútuferð um
Suðurlandið. Á kvöldin horfðum
við saman á sjónvarp, spilað var
bingó og spjallað saman. Á
fimmtudögum þegar ekki var
sjónvarp (á þessum tíma var
ekki búið að finna upp vídeóið
eða tölvur) Þá komu vinir okkar
og aðaltengiliðir okkar við
ISAL, þeir Hans Jeteek og Erich
Hubner og sýndu Gög og Gokke
og Chaplin myndir við mikinn
fögnuð bamanna.
Þegar litið er til baka þá er
margs góðs að minnast frá dvöl
okkar í Straumsvík. Oft var glatt
á hjalla gantast og leikið sér, en
stundum grátið yfir örlögum
okkar kæru Eyju og hinna
mörgu Eyjabúa sem áttu um sárt
að binda og lifðu í því óöryggi
sem fylgir því að vera allt í einu
heimilislaus og vita ekki hvað
framtíðin bæri í skauti sér.
Góð vinátta myndaðist með
hópnum sem bjó saman í
Straumsvík, sem mun endast
ævilangt.
Hinn 3. júlí 1973 sendi
Almannavamanefnd Vest-
mannaeyja út tilkynningu og
lýsti því yfir að gosinu væri
lokið, fjórum dögum síðar flutt-
um við aftur heim og vorum
önnur tjölskyldan sem létum
skrá okkur til búsetu í
Vestmannaeyjum aftur eftir gos.
Ágústa Þyri Friðriksdóttir.
Eftirtaldir aðilar styrkja útgáfuna
Pizza 67
H.S.H
Þór Vélaverkstæði
Straumur
Miðstöðin
Cafe María
Bragginn
Steingrímur Ben. Gullsmiður
Hjólbarðastofan
Callas
Volare
Steypustöð Vm.
Sæplast Dalvík
Skipalyftan
Fiskvinnslan V.E.
Lögmenn Vm
Toppurinn
Bílverk
Teiknistofa P.Z
GÞ pípulagningar
Flugfélag Vestmannaeyja
Penninn
Brimnes
Tréverk
Netagerðin Ingólfur
Gámaþjónustan Vm
Lögmansstofa
Jóa P og Helga Braga
Foto
Eyjablikk
Axel Ó
Eyjabúð
Þakklæti er okkur efst í huga
Það er ekki á valdi okkar
mannanna að reyna að skil-
greina hvaða verndarhendi það
var er yfir fólkinu og byggðinni
hér var þann 23. janúar 1973. Á
einhvern undra-og óskýranlegan
hátt kom gosið upp á því eina
svæði á eyjunni að það særði
ekkert líf. Flóttinn frá Eyjum um
nóttina og fyrstu dagar eftir að
gosið hófst eru á sama hátt hulin
einhverri vernd er við fáum ekki
skýrt á einfaldan hátt. Þessa
örlagaríku daga sýndu
Vestmannaeyingar staðfestu,
ótrúlega ró og mannlega reisn.
Allan þann tíma er gosið varði
og fjölskyldur voru meira og
minna tvístraðar um allt land.
Björgun verðmæta stóð sem
hæst og síðan uppbygging
bæjarins á ný komu þessir bestu
eiginleikar íbúana hvað skýrast í
ljós. Mannlegi þátturinn í barát-
tunni kom berlega fram og
öllum var það dagljóst að ekkert
samfélag fær þrifist án kærleika,
dugandi einstaklinga, samstöðu
og væntumþykju. I nútímanum
þegar að græðgin ríður húsum í
þjóðfélaginu getum við dregið
lærdóm af reynslu Vestmanna-
eyinga í gosinu 1973.
Sömuleiðis kom það fram þessa
örlagaríku mánuði að Islendin-
gar eru sterk og samstæð þjóð er
á reynir. Það er mikil prýði á
einni þjóð. Sá stuðningur er
íbúar í Eyjum og bæjarfélagið
fékk á þessum tíma verður seint
fullþakkað. Auðvitað komu upp
ágreiningatriði um túlkun og
skilning á mörgum þáttum og á
stundum fannst Eyjamönnum og
það réttilega vera hallað réttum
málum. Þó er það einn þáttur er
gerir gosið frábrugðið öðrum
náttúruhamförum í byggð á
Islandi. I gosinu var ekki mann-
tjón. Okkur var hlíft og hulinn
Mannvirki máttu sín lítils gegn náttúruöflunum.
kraftur hélt verndarhendi yfir
íbúum bæjarins, aftur á móti var
cignatjón gífurlegt.
I dag er við minnumst þessara
atburða er okkur efst í huga
þakklæti. Þakklæti fyrir að ekki
fór ver og fyrir þá aðstoð er við
fengum á þessum örlagaríka
tíma í sögu Vestmannaeyja.
Fjársjóður eyjanna, fólkið í
bænum tekur nú stefnuna fram á
við. Og með samstöðu, kærleika
og þá reynslu er fékkst í eldgos-
inu þann 23. janúar 1973
stefnum við til betri hags.
Andrés Sigmundsson.