Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Page 8
Kirkjuvegur. Franski spítalinn, Woxa-bakarí, Brynjúlfsbúð. Bankaklukkan gægjist inn á myndina.
Húsin brenna við Heimagötu. Blátindur til vinstri.
Hvað á fellið að heita ?
Fljótlega var farið að tala um
nafn á nýja fellið og sýndist sitt
hverjum. Lýst var eftir nafni í
stuttri grein í Morgunblaðinu og
tillögum rigndi inn, bæði í
Eyjapistil og í lesendabréfum til
dagblaðanna. Margir vildu nefna
það Kirkjufell vegna Kirkju-
bæjanna, aðrir voru mun frum-
legri og vildu nefna fellið Þrym,
Gribbu, Bessa, Gám, Glám,
Hroll, Spáfell eða Bæjarfell.
Alls bárust á þriðja tug nafna.
Niðurstaða Ömefnanefndar var
tilkynnt 24. aprfl 1973.
Hið nýja eldfjall skyldi heita
Eldfell. Ekki vom allir sáttir við
það nafn. Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur skrifaði Magnúsi
Magnússyni bæjarstjóra bréf 23.
janúar 1974 vegna misskilnings
sem hafði komið fram í útvarps-
þætti þá um daginn. Einn
bæjarstjómarmanna hafði fullyrt
að Sigurður væri í Örnefnanefnd
Fyrsta tilraun til að hefta
framrás hraunsins með vatns-
dælingu var gerð tveim vikum
eftir að gosið hófst, en þá var
hraunið komið ískyggilega
nálægt hafnarmynninu. Slökkvi-
liðið í Eyjum hóf að sprauta sjó
á hraunjaðarinn og virtist mönn-
um sem vatnið hefði nokkur
áhrif á hraunstrauminn. En það
vantaði öflugri dælur. Dælu-
skipið Sandey kom 1. mars. Því
var einkum ætlað að styrkja
hraunkantinn ojg hefta framrás
Flakkarans. Aætlað er að
Sandeyin hafi dælt um 400
lítrum af sjó á sekúndu upp á
hrauntunguna í 30 metra hæð.
Áhrifin voru augljós, hrauntung-
an sem var kæld haggaðist ekki
upp frá þessu þrátt fyrir að
mikill þrýstingur myndaðist
síðar á hana frá Flakkaranum.
En menn sáu að margfalt af-
kastameiri dælubúnað þyrfti við
sem gæti dælt vatninu í allt að
tvisvar til þrisvar sinnum meiri
hæð en sá sem fyrir var.
Þann 26. mars kom fyrsta send-
ing dælubúnaðar flugleiðis frá
Bandaríkjunum. Vel gekk að
setja dælurnar saman og fyrsta
einingin var tekin í notkun 30.
mars.
Er talið að samtals hafi verið
dælt 6,2 milljónum tonna af
vatni. Þegar flest var unnu um
75 manns við kælinguna. Miklir
örðugleikar voru við að koma
leiðslum upp á glóandi hraunið
og lögðu menn sig oft í hættu.
íslendingar hafa löngum verið
minntir á að náttúruöflin eru
óútreiknanleg og viðsjárverð.
Án þess að gera boð á undan sér
rifnaði jörð á Heimaey og eldur
og eimyrja stigu trylltan dans.
Rúmum áratug áður höfðu menn
fylgst hugfangnir með því
hvernig ný eyja, Surtsey, mynd-
aðist úr iðrum jarðar, á 130 m.
dýpi suðvestur af Heimaey. Nú
voru menn minntir á eyðing
rmátt sömu afla.
Gosið hófst kl. 1:45 aðfaranótt
23. janúar 1973. Vart hafði
orðið smá jarðhræringa, en ein-
skis sem talist gat fyrirboði þeir-
ra óskapa sem á eftir fylgdu. Til
allrar mildi var flotinn í höfn,
vegna þess að ekki hafði gefið á
sjó, en þegar gosið hófst var
veður gengið miður og gekk því
greiðar en ella að flytja til lands
þá 5200 eyjaskeggja sem í
skyndi þurftu að yfirgefa heimili
sín þessa örlagaríku nótt.
Fæstir gátu metið þann
veruleika sem við blasti, svo
snögg voru umskiptin.
Næstu mánuði horfðu margir
á ævistarf sitt verða eldi og
hrauni að bráð. Þeir sem urðu
eftir á eyjunni við björgun-
arstörf, höfðu lítinn tíma til að
hugsa um annað en eld- og
hraunvarnir. Þama fengu marg-
ir, einkum ungir karlmenn, að
kljást við krefjandi verkefni,
linnulítið sólarhringum saman.
Annar veruleiki beið þeirra sem
dvöldu upp á landi. Þessir
fyrrum húsbændur á sínum
heimilum máttu nú feta
stafkarlsstíg og bíða þess sem
verða vildi. Enda þótt verulega
hafi reynt á rósemd Eyjamanna
og þolgæði við brottflutninginn,
er óhætt að segja að álagið hafi
aukist til muna næstu vikumar.
Menn tóku að átta sig á
atburðunum og enginn gat vitað
hvort hann ætti afturkvæmt til
átthaganna. Annað sem olli
mönnum áhyggjum, var að
hætta var á að lífæð byggðar-
lagsins, höfnin, lokaðist.
Þegar var hafist handa við að
reyna að þafa stjóm á hraun-
strauminum með vamargörðum
og með því að kæla hraunið.
Nokkum tíma tók að fá nógu
öflugan dælubúnað, en ljóst
varð að hraunkælingin, ásamt
með öðru björgunarstarfi, átti
stóran þátt í því að ekki fór ver.
Surtseyjargosið stóð í fjögur og
hálft ár og enginn gat vitað
hvenær gosinu á Heimaey lyki.
Þó er nokkuð ljóst að stærstur
hluti Eyjamanna missti aldrei
trúna á að þeir ættu afturkvæmt.
Loðna var brædd í miðju gosi og
hreinsunarstarf gekk með
undraverðum hraða í goslok.
Gosinu lauk um mánaðarmótin
júní, júlí 1973 og á næstu
mánuðum fluttu rúmir tveir
þriðju Eyjamanna aftur til
heimahaganna.
Uppbygging hófst að nýju og
hjól hversdagslífsins tóku að
snúast eftir hremmingamar.
Hraunkæling
Strax á fyrsta degi gossins
komu prófessoramir Trausti
Einarsson og Þorbjöm Sigur-
geirsson, og Leó Kristjánsson
jarðeðlisfræðingur. Erindi þeirra
var m.a. að kanna aðstæður til
að kæla hraunið niður, með því
að dæla á það köldum sjó ef
rennsli þess tæki þá stefnu, sem
ógnaði byggðinni. Talað var um
að reyna kælingu með sjó til að
hefta hraunið eða breyta stefnu
þess.
Þingholt við Heimagötu.